Alþýðublaðið - 04.02.1984, Qupperneq 1
Endurskipulagning Tímans:
Úr tengslum
við starfsfólk
— segir Gísli H. Sigurðsson, fráfarandi framkvœmda-
stjóri blaðsins.
„Endurskipulagning blaðsins
hefur því raunverulega verið alger-
lega úr tengslum við starfsmenn
þess og er það vitaskuld í hæsta
máta óeðlilegt.
Samskiptin hafa farið fram á
pappírsmiðum og hefur nefndin
aldrei sýnt neinn áhuga á sam-
starfi“ segir meðal annars í yfirliti
sem Gísli H. Sigurðsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri Tímans
hefur sent frá sér, þar sem hann
fjallar ítarlega um endurskipulagn-
ingu á blaðinu og vandamál þau
sem upp komu í samskiptum starfs-
manna blaðsins við fulltrúa Fram-
sóknarflokksins.
Gísli var sem kunnugt er látinn
víkja til hliðar er stjórn blaðsins var
stokkuð upp. Einnig var Elías Snæ-
land Jónsson ritstjóri látinn víkja
úr sæti sínu. í yfirliti sínu bendir
Gísli á að eftir þær breytingar sem
hann stuðlaði að sem fram-
kvæmdastjóri Tímans, hafi hagur
blaðsins vænkast mjög og nú sé svo
komið að hinir nýju menn taki við
hallalausum rekstri með bjarta
framtíð framundan. í yfirliti sínu
kemur Gísli víða við, fjallar um
auglýsingar, áskrift, dreifingu, efni
og vinnslu blaðsins, málefni Blaða-
prents og svo um áðurnefnd sam-
skiptavandamál.
Þar tekur hann meðal annars fyr-
ir nefnd þá sem sett var á Iaggirnar
til að stuðla að framgangi þeirra
breytinga sem lagðar höfðu verið til
Framhald á 3. síðu
son er látinn
Einn af traustustu og dyggustu stuðningsmönnum Alþýðuflokks-
ins, Guðmundur R. Oddsson, framkvæmdastjóri, er látinn. Guð-
mundur var framkvæmdastjóri Alþýðubrauðgerðarinnar um langt
árabil og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokk-
inn. Hann var í sveit þeirra manna, sem ruddu flokknum braut á
mestti erfiðleikatímum íslenskrar alþýðu. — Alþýðublaðið flytur
ættingjum og vinum Guðmundar samúðarkveðjur. Guðmundar R.
Oddssonar verður nánar minnst í Alþýðublaðinu.
Guðmundur R. Odds-
Albert undir
býr afsögn!
„Nánast skipun um að ég
segi af mér.“ Ótímabærar yfir-
lýsingar.“ „Steingrimur er allt
of mikill tækifærissinni."
„Þeir vaða í reyk“. „Óskiljan-
leg afskiptasemi." „Gróf íhlut-
un.“ „Vilja losna við mig.“
Þetta eru meðal þeirra mörgu
yfirlýsinga sem Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra hef-
ur látið frá sér fara að undanförnu
í fjölmiðlum og greinilegt að hann
fer hamförum. Tilefnið eru um-
mæli Steingríms Hermannssonar
og Sverris Hermannssonar efnis-
lega á þá leið að stefna rikisstjórn-
arinnar myndi varla kollvarpast
þó launarammi stjórnarinnar eða
girðing myndi víkka út frá 4% í
6%. Telja þeir tvímenningarnir að
verðbólgan yrði e.t.v. um 1% meiri
á árinu og viðskiptahaliinn 2% í
stað 1%. Benda þeir á að samn-
ingar eru frjálsir og því ekki rétt
að rikisvaidið geti sett óumbreyt-
anlegan 4°7o ramma.
Albert hefur hins vegar brugð-
ist ókvæða við þessum yfirlýsing-
um og túlkar þær sem svo að sam-
ráðherrar hans vilji losna við
hann.
Borgarstjóri:
Laugardagur 4. febrúar 1984
25. tbl. 65. árg.
Einangraður í varnarstöðu
Þóttu svör Davíðs ansi rýr og full
af fyrirvörum um þróun þessa
máls. Varnartónninn var áberandi í
máli borgarstjóra og treysti enginn
annarra fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins sér til að koma til liðs við Davíð.
Enda talið að innan borgarstjórn-
armeirihlutans sé síður en svo full
samstaða um málið, né meðal sjálf-
stæðismanna almennt.
„Svör borgarstjóra voru hvorki
fugl né fiskur“ sagði Sigurður E.
Guðmundsson, borgarfulltrúi Al-
þýðuflokksins er Alþýðublaðið
ræddi við hann um umræðurnar.
„Fulltrúar minnihlutans gagn-
rýndu harðlega hvernig að þessu
máli hefði verið staðið. Ég lagði í
samræmi við áður kornin atriði
fram bókun, þar sem ég boðaði
flutning tillögu minnar um að borg-
in setti það skilyrði fyrir þátttöku
sinni í þessu fyrirtæki að það yrði
almennt hlutafélag, opið öllum“
sagði Sigurður.
Kristján Benediktsson var fjar-
verandi umræðurnar, en Gerður
Steinþórsdóttir lýsti yfir afdráttar-
lausri andstöðu sinni við þátttöku
Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu.
Sagðist hún greiða atkvæði á móti
fyrirætlun meirihlutans.
Fyrirspurn fulltrúa minnihlutans
var í sjö liðum, en í svörum Davíðs
kom meðal annars fram að eftir að
borgin kom inn í myndina hefði
engum öðrum aðilum verið boðin
þátttaka, en hann kvað þó ekkert
útiloka að aðrir gætu gerst hluthaf-
ar gegn almennum skilyrðum. Taldi
hann þetta fyrirtæki geta opnað
stórkostlega möguleika fyrir þá að-
ila sem þegar vinna á sviði fjölmiðl-
unar. Éngu áþreifanlegu svaraði
hann til um fjármögnun fyrirtækis-
ins.
Ýmsir eru þeir þó sem telja hitt
réttara, að hér sé Albert að nota
kærkomið tækifæri til að losna út
úr ríkisstjórninni, enda marg lýst
yfir að honum sé fjármálaráð-
herraembættið ekki fast í hendi.
Miklar umræður urðu á fundi
borgarstjórnar í fyrradag er Davíð
Oddsson borgarstjóri svaraði fyrir-
spurn fulltrúa minnihlutaflokk-
anna um þátttöku borgarinnar í
fjölmiðlahlutafélaginu ísfilm.
r-RITSTJORNARGREIN-
Eru jafnaðarmenn hlaupatíkur Kremlverja?
Skrif (slenskra blaða um
njósnamálið í Noregi taka á
sig ýmsar myndir, og eru sum-
ar þeirra fremur ógeðfelldar.
Morgunblaðið, eins og blöð
hægri flokkanna i Noregi, hef-
ur reynt að koma höggi á jafn-
aðarmenn og jafnframt reynt
að gerajafnaðarmannaflokka-
Evrópu tortryggilega, sérstak-
lega fyrir afskipti þeirra af frió-
armálum og fyrir kröfuna um
afvopnun. Þetta gerist á sama
tima og hrunadans kalda
stríðsins ógnar tilveru allra
jarðarbarna.
Njósnir fööurlandssvikara (
Noregi eru þannig notaðar til
að læða þeim grun að almenn-
ingi, að það sé nánast almenn
regla, að innan jafnaðar-
mannaflokka séu karlar og
konur í löngum röðum á mála
hjá KGB. Þessi kenning er rétt-
lætt með því, að forystumenn
margra jafnaðarmannaflokka
veiki stöðu Atlantshafsbanda-
lagsins með því að taka þátt í
friðarbaráttunni og með þvf að
reyna að knýja stórveldin til að
hefja afvopnunarviðræður aö
nýju.
Fyrir þá, sem þekkja sögu
jafnaðarmanna I Evrópu,
hljómar þetta eins og fárán-
leikinn uppmálaður. Allt frá
rússnesku byltingunni hafa
flokkar jafnaðarmanna verið
helsta vígi hins frjálsa heims
gegn hverskonar öfgastefn-
um, svo sem kommúnisma,
nasismaog helköldum kapíta-
lismanum. Hina siðari áratugi
hafa jafnaðarmenn talið það
eitt mikilvægasta verkefni sitt
'aö spyrna gegn áhrifum
kommúnista, enda kommún-
istar talið þá í hópi erkifjenda
sinna. — Það eru staðreyndir
stjórnmálanna, og þaö hafa
ekki verið til umræðu neinar
„sögulegar sættir“, eins og
heyrst hefur úr herbúðum
Morgunblaðsins og lesa hefur
mátt á siðum þess. Alþýðu-
flokkurinn hefur ekki he;ldur
þurft að hrópahúrrafyrir klofn-
ingsstarfi kommúnista hina
síðari áratugi.
En í allri þessari umræðu tek-
ur fyrst steininn úr í fimmtuda-
gsgrein Magnúsar Bjarnfreðs-
sonar! Dagblaðinu. Þessi dag-
farsprúði maður virðist þar fá
útrás fyrir bælda andúð eða
hatur á jafnaöarmönnum, og
því miður verða skrif hansáð-
eins flokkuð undir andlegan
sóðaskap.
Arne Treholt skipaði sér í .Jriöar”-
arm norska krataflokksins, var á móti
vestrænu samstarfi, baröist gegn
kjamorkuvopnum og svo framvegis,
en varö þó aö gæta n(Akurs hófs.
Kannski hann gæti gefiö einhverjar
upplýsingar um þaö hvers vegna
krataflokkar Norövestur-Evrópu hafa
einn af oörum lagt á flótta frá fyrri
skoöunum og grafa nú hver sem betur j
.ugum svu teiigi sem þau
kommúnismanum.
En ef Ame Treholt skýröi frá öllu^
sem hann veit um moldvörpustarfsemi
, kommúnista í Norðvestur-Evrópu,
! ekki hvaö síst innan krataflokkanna,
þá færi skjálfti um marga. Þá myndu
jafnvel Kremlarmúrar kippast örlítiö
tU og ýmsir kikna i hnjáUðunum —
jafnvel uppi á^slandi. Þá myndu mold-
vörpurskjálfa.
Magnús Bjarofreðsson.
I grein sinni gefur Magnús
fyllilega i skyn, að innan Al-
þýðuflokksins eigi sér stað
einhver moldvörpustarfsemi í
þágu kommúnista. Skrif hans
verða ekki skilin á annan veg
en þann, að í Alþýðuflokknum
sé stunduð njósnastarfsemi
fyrir Kremlverja. Ef Anre Tre-
holt opni á sér munninn muni
þetta koma í Ijós, og þá muni
moldvörpurnar í fslenska
krataflokknum fara að skjálfa.
— Þannjg skrifar „gullpenni“
Dagblaðsins um íslenska
jafnaðarmenn.
Þessi skrif Magnúsar Bjarn-
freðssonar eru auðvitað svo
alvarlegs eðlis, að gera verður
þá kröfu til hans, að hann renni
stoðum undir þær getsakir, að
innan Alþýðuflokksins séu
menn, er stundi njósnir í þágu
Sovétrlkjanna. Alþýðuflokkur-
inn mun ekki þola áburð um
föðurlandssvik.
Aðdróttanir Magnúsar eru
svipaðs eðlis, og ef Alþýðu-
blaðið léti að þvi liggja, að
flokksbræður hans í Fram-
sóknarflokknum hlytu að
ganga erinda Kremlverja
vegna hinna miklu samskipta,
sem þeir hafa við Sovétmenn
vegna margvislegra viöskipta
samvinnuhreyfingarinnar við
Sovétríkin. Benda mætti á, að
einmitt verslunarsendinefndir
Sovétrikjanna á Vesturlöndum
hafa verið helstu njósnamið-
stöðvar Sovétmanna. Eða þá
að Alþýðublaðið teldi Fram-
sóknarmenn sérstaklegahalla
undir Moskvu-valdið vegna
þess að Timinn birtir blaða
mest greinar sovésku frétta-
stofunnar APN,— Alþýðublað-
inu dytti hins vegar aldrei (
hug, að gera því skóna að
Framsóknarmenn væru
hlaupatíkur Kremlverja, ekki
einu sinni þeir í hópi Fram-
sóknarmanna, sem standa
framarlega f friðarhreyfing-
unni.
Magnús Bjarnfreðsson nýtur
þess álits, að taka verður tillit
til skrifahansog gerahann um
leið ábyrgan fyrir þeim. Ef
hann ekki færir betri rök fyrir
máliisinu en i fimmtudagsgrein
Dagblaðsins, verða skrif hans
flokkuð undir ómerkilegan
vaðal.
ÁG