Tíminn - 29.01.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.01.1967, Blaðsíða 16
'mám 23. Ifcl. — Laogardagur 28. [anúar 1967 — 51. árg. wmtik_______ Mao Tse-tung Lin Piao ■nníiiAxnm-itmx Chiang Ching Chen Po-ta Tao Chu Chou En lai Frásögn af þróun menningarbyltingarinnar í Kína Tapar Mao í eigin byltingu? EJ—Reykjavík, laugardag. Harkan eykst sífellt í menning arbyltingunni, og hcrma fregnir, að byltingin, sem hófst nteð árás um á nokkra menntamenn í Pek ing hafi nú leitt til blóðugra bar- daga í norð-vesturhluta Kína, og hafi þar verið beitt sprengjuvörp um og vélbyssum- Virðist ljóst vera, að nú dregur að úrslitaátök um í byltingunni, og telja sérfræð ingar í málefnum Kína, að Mao hafi aðeins eitt tromp eftir á hendinni — herinn, eða það af hernuni, sem hann ræður yfir. Spurnlngin er: beitir Mao honunt eða ekk!? Fregnir blaða hafa meira verið uppbygðar á ólátum Rauðra varð liða og formælingum manna í Kína en frásögnum af raunveruleg um atburðum — enda oft erfitt að komast að því þar eystra, hvað á seiði er, og hvað gerzt hefur. Sú frásögn af þróun menningarbylting arinnar frá upphafi, sem hér er birt, byggir á frásögnum erlendra blaða að mestu leyti. Þegar menn í dag lesa fregnir um blóðuga uppreisn í norðvest- anverðu Kína hljóta þeir að spyrja: Hvað hefur eiginlega gerzt? Hvern ig hófst þetta allt saman? Og hvert munu þessir furðulegu atburðir leiða fjölmennustu þjóð heimsins? Mestan hluta svarsins er að finna í huga Mao Tse-tung, nú 73 ára, sem kom frá Hunan héraðinu og varð einn sérstæðasti byltinga leiðtogi tuttugustu aldarinnar — pólitískur og hernaðarlegur snill ingur, sem endurskóp marxismann og veitti bændastétt Kína, vissa þátttöku í málefnum þjóðarinnar í fyrsta sinn í þeirra löngu sögu. Sur segja, að ástæða núver andi ringulreiðar sé einfaldlega, að Mao sé brjálaður — skynsemin ráði engu lengur hugsun hans og gerðum. En, eins og austur-evrópsk ur diplómat sagði á dögunum: — Að segja, að Mao sé geðveikur, er í rauninni að segja ósköp lítið. Það hljóta að vera aðrar ástæður fyrir átökunum í Kína.“ Svo mun einnig vera. Ein sú þvðingarmesta er sú staðreynd, að Mao þrátt fyrir snilli sína, hefur alltaf verið takmarkaður að einu leyti, — hann veit svo til ekki neitt um önnur ríki. Hann hefur aðeins farið til annarra ríkja tvisv ar sinnum í bæði skiptin til Sovét ríkjanna. í bæði^skiptin flaug hann I beint frá Peking til Moskvu og til baka, og sá því ekkeM af landi né þjóð. Líklegasta skýringin á afstöðu Maos virðist vera að finna í löng un aldraðs byltingamanns. til að skilja við þjóð sína í því ástandi, sem hann telur að húp eigi að vera, án tillits til raunveruleikans, bæði í Kína og erlendis. Eins og brezka tímaritið ,,Economist“ sagði nýlega: — Það, sem Mao hefur sett sér að ná fram, er eilíf bylting — með öðrum orðum, regluleg endur tekning byltinga, sem eigi sér Stað einu sinni á hverjum manns aldri eða oftar. Hann telur, að ekkert minna nægi til þess að halda upphaflega byltingareldinum lifandi". Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Mao hefur gert tilraun td að enduriífga byltingareld í hugum Kínverja. Hin hörmuleg tilraun hans árið 1958 — „stóra stökkið fram á við“ — skildi eftir sig djúp sár í hugum alþýðunnar — sér staklega þó hinnar nýju iðnaðar stéttar, sem verst varð fyrir barð inu á tilrauninni. Vegna þessara mistaka samþykkti Mao, þótt hann héldi stöðu sinni sem formaður Kommúnistaflokksins, að afhenda Liu Shao-chi forsetaembættið. Og næstu sjö árin — eða þar til nokkuð var liðið á menningarbylt inguná, var það Liu, sem hafði yfir stjórn í málum landsins dag frá degi. /. Liu er, eins og Mao, frá Hunan — en það er líka það eina, sem þeir eiga „sameiginlegt". Liu er hvorki skáld né hernaðarsérfræðingur, þótt hann sé mikill byltingasinni. Hans mestu hæfileikar eru sem skipuleggjari og sem slíkur kaus hann að stjórna Kína með skrif stofuveldi, sem upp var byggt af verksmiðjustjórum, tæknilaerðum ; mönnum og hagfræðingum, seml j höfðu meiri áhuga á að ná prakt* ískum árangri en að hugsa upp byltingarkenningar. Þótt Liu væri tryggur Mao, á hann að hafa sagt er líða tók á sjöunda áratuginn: — „Nú er tími U1 að njóta ávaxta byltingarinn- ar“. Þetta var auðvitað villutrú í augum Maos, sem var stöðugt sann færðum um, að „stóra stökkið" hefði átt að takast, og það var vegna slíkra skoðanamismunar milli kínversku leiðtoganna, að fyrstu sáðkorn ringulreiðarinnar náðu að dafna. Fyrstu merki um óveðrið, sem var í aðsigi, biriust haustið 1965, þegar Mao hóf menningarbylting una með árásum á kínverska lista menn og rithöfunda. Þótt hér væru um velþekkta menn að ræða í Kína, voru þeir svo til óþekktir erlendis. Því var þessi fordæm ing á menntamönnum einungis tal in vera nýtt skref í baráttu Maos fyrir „hreinni hugsun" — eða jafn vel til þess' gerð, að draga athygli frá diplómatískum ósigrum Kín verja crlendis. En hreinsanirnar jukust næstu mánuðina. Næst varð fyrir komm únistíska blaðaútgáfan, og síðan sjálfur flokkurinn. Samstarfsmenn Maos urðu sífellt varari um sig. Hversu langt ætlaði „gamli mað urinn“ að ganga að þessu sinni? 1 Mundi ákvörðun hans um að „bjarga" byltingunni leiða til nið urrifs þess veikbyggða efnahags kerfis, sem Liu og samstarfsmenn hans höfðu byggt upp með svo mikilli þrautseigju og erfiði síð- ustu sjö árin? Hver þegar þar að kom, gat verið öruggur um sig? Svörin létu ekki lengi bíða eftir sér. Snemma síðastliðið sumar ákvað Mao, að nauðsynlegt væri að „hreinsa" út varkára leiðtoga í Peking — þar á meðal borgarstjór ann, Peng Chen. Mao leitaði til hersins og fékk Lin Piao, varnar málaráðherra á sitt band. Þeir settu upp miðstöð starfsemi sinnar í Shangrai — stærstu borg Kína. ítarlegasta frásögnin af því, sem síðar gerðist, hefur fréttaritari júgóslavneska blaðsins Politika í Belgrad, Branco Bogunovic, ritað. Það var 27. apríl, að sögn hans, serp Mao og Lin tóku örlagaríkt skref. Fórnarlambi'ð átti að vera Peng borgarstjórí — sem erlendis var þó bezt þekktur fyrir fordæm ingu sína á sovézkum „endurskoð unarsinnum". Þennan dag, þeg-! ar Peng kom að skrifstofu sinni í flokksbyggingunni í Peking, stóð hópur hermanna úr Þjóðfrelsisher Lins fyrir dyrum og varnaði hon um inngöngu. En Peng neitaði að gefast upp, og stjórnaði málefnum borgarinn ar frá heimili sínu. Og Mao, sem var óviss um aðstöðu sína, ef hann Liu Shao-chi Teng Hsiao-ping Peng Chen sneri heim til Peking, hætti við fyrirhugaða ferð sína þangað til í maí. Það var ekki fyrr en í byrj un júní — þegar Lin sendi tvo trygga herforingja til Peking og tók með valdi Dagblað alþýðunnar, útvarpið í Peking og fréttastofuna Nýja Kína — að Peng var borinn ofuriiði og fjarlægður úr sæti sínu sem æðsti maður borgarinnar. En þrátt fyrir þetta hafði Mao ekki Peking á sínu valdi. Hann hélt því áfram hreinsunum — tók einn flokksleiðtogann á fætur öðr um. Andstæðingar Maos í höfuð- borginni skyldu fljótlega, að póli tísk fragitíð þeirra bygðist á gagn árás, og brátt söfnuðust þeir um einn leiðtoga — Liu Shao-chi. Því næst voru gerðar ráðstafanir til þess að kalla saman aukafund í miðstjórn kommúnistaflokksins, þar sem ætlunin var að setja Mao úrslitakosti: annað hvort mundi hann stöðva þessa starfsemi sína, eða hann yrði sviptur flokksfor- usjunni. En til þess að þetta tækist urðu Liu og stuðningsmenn hans a'ð fá stuðning framkvæmdastjóra flokksins, Teng Hsiao-ping. í júní-mánuði reyndi Lúi því á- kaft að vinna fylgi Tengs, sem, vegna stöðu sinnar hafði geysi leg völd innan flokksins. Liu til aðstoðar kom maður nokkur, Li Hsueh-feng að nafni — maðurinn sem Mao hafði nýlega sett í stað hins brottrekna Peng Chen! Og til þess að gera málið enn flókn- ara — og leggja áherzlu á veika aðstöðu Maos — fór Peng sjálfur í ferð um norðvestur- og suðvestur svæði landsins til þess að vmna andstæðingum Maos fylgi í síðari hluta jiiní. Snemma í júlí voru Liu-sinnarJ tilbúnir td að láta til skarar skríða.1 FÍokksleiðtogar alls staðar i Kínaj fóru að streyma til höfuðborgarinn i ar til að shja fund miðstjórnarinn! ar. Skjót talning sýndi, að Liu! hafði 89 atkvæði af 165 möguleg-! um — þægilegan meirihluta. Ör-j uggur um stöðu sína lagði hann1 þýí til, að fundurinn skyldi hef j j ast 21- júlí — hvort sem Mao væri; kominn til Peking eða ekki. En Mao sat ekki aðgerðalaus^ 17. júlí skipaði hann Lin Piao að ein angra Peking með hermönnum sín um og taka járnbrautarstöðina í sínar hendur. Næsta dag tilkynnti Lo Jui-ching Mao miðstjórnarmönnum, sem komnir voru til Peking, að hann ætlaði sér að koma til höfuðborgar innar bráðlega, og lagði svo til, að fundi miðstjómarinnar s-kyldi frestað þar til hann kæmi. Tii þess að mæta henmönnum Lins skipaði eirni af stuðningsmönnum Lius__ hinn brottrekni herráðsfotíngi Lo J'ui-ching — herdeild, sem stað- sett var í Shensi, að koma þegar til Peking. En Mao frétti af þessari áætlun, og sendi skeyti til her- foringjans í Shensi og skipaði hon um að fara hvergi. En það var á elleftu stund, að Mao gerði áætl- aðan fund andstæðinga sinna að engu. Kvöldið áður en kalla skyldi miðstjómarfundinn saman lýsti Teng Hsiao-ping því yfir, að hann vildi, að beðið væri eftir Mao, Og því var það, að síðdegis 28. júlí lentu fjórar flugvélar á Pek- ing-flugvellinum með Mao og Lin fylgdarlið þeárra og stuðnings- menn innanborðs. Fjórum dögum síðar, fullviss um að hafa næg at- kvæði tfl að berja niður alla and stöðu, kallaðí Mao sjálfur saman ellefta fund miðstjómar kommún- istaflokksins. Fundarsalurinn var þéttskipaður, og stúdentar, sem voru viðstaddir, hrópuðu niður and stæðinga Maos, og fögnuðu mjög, er Lin Piao sagði; —Ekki er haegt að hafa tvær sfefnur og tvær að- alstöðvar. Mao fókk stuðning flokksins, þó ekki án erfiðis, til þess að hækka helztu stuðningsmenn sína í tign. Chen Po-ta, fyrrum einkaritari hans, var gerður að leiðtoga menn ingarbyltingarinnar. Flokksleið- toginn Kang Sheng var gerður að fultrúa í framkvæmdaráðinu. Tao Chu — miskunnarlaus flcLVsfor ingi frá suðurhluta landsins — var gerður að áróðursmálaráðherra — áður hafði hann verið í 86. sæti valdamanna í Kína, en þetta nýja embætti þýddi fjórða sætið í þeim pýramída. En — þýðingawnest af öllu — Lin Piao, maðurinn, sem gerði þetta allt saman mögulegt, tók við af Liu Shao-chi, sem vænt anlegur eftirmaður Maos. En Mao reyndist hafa unnið Pyr rohsar-sigur. Að vísu hafði hann meirihluta á miðstjórnarfundinum, en það var viðbúið, því fáir þorðu a'ð andmæla honum, auglit til aug litis. Athyglisverðara var, að Mao Frambald a bls. 14- ' "" . .. 'V'&SrSMBHÍÍ Lu Ting-yi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.