Alþýðublaðið - 09.02.1984, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 09.02.1984, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 9. febrúar 1984 RITSTJÓRNARGREIN......-....... Mega borgarfulltrúar ekki hafa skoðanir í kjaramálum? Eiga sveitarstjórnarmenn ekki að láta sig varða afkomu fólks i viðkomandi sveitarfélögum? Er eðlilegt að samningar bæjaryfirvaldavið starfsfólk sitt, séu því marki brenndir, að kvenfólk sé þar hlunnfarið og- launamunur meðal starfsmanna sveitarfélaga sé langt umfram það sem eðlilegt getur talist? Er það ekki sanngjörn krafa launa- fólks gagnvart kjörnum fulltrúum sínum í sveitar- stjórnum, að þeir beiti sér fyrir þvi^að allir bæjar- starfsmenn hljóti mannsæmandi laun og að misrétti á þeim vettvandi sé leiðrétt? Þetta er hér gert að umtalsefni vegna tillögu- flutnings Sigurðar E. Guðmundssonar borgarfull- trúa Alþýðuflokksins og borgarfulltrúa Kvenna- framboðsins, þar sem var fjailað um launamála- pólitlk borgarinnar í komandi kjarasamningum. Tillaga Aiþýðuflokksins og Kvennaframboósins, sem lögð var fram í borgarstjórn fyrir réttri viku, var þannig: Borgarstjórn samþykkir að hún í væntanlegum kjarasamningum við Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar leggi m.a. áherslu á eftir- farandi: a.) Að tryggja i sem ríkustum mæli, að meðallaun kvenna nái meðallaunum karla í borg- arkerfinu." * Vmsir hefðu haldið að þessi tillaga Alþýðu- flokksins og Kvennaframboðsins myndi renna greiðlega í gegn og fást samþykkt innan borgar- stjórnar. En það var öðru nær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fundu því allt til foráttu, að borgarstjóm beindi þeim tilmælum til embættis- manna borgarinnar, sem með kjarasamninga fara fyrir hönd borgarstjórnar, að þeir iegðu áherslu á bætt kjör láglaunafólksins og að konur nytu jafn- ræðis á við karlmenn í kjaramálum. Það var Markús Örn Antonsson borgarfulitrúi Sjálfstæðisflokksins, sem jafnframt er formaður launamálanefndar borgarinnar og fer því með samningsumboð fyrir hana gagnvart starfsfólki Reykjavíkurborgar, sem sagði að það væri óvar- legt fyrir borgarstjórn að taka afstöðu í þessum málum fyrr en aðrir væru búnir að marka stefn- una. Hvernig það geturverið óvarlegt hjá borgar- fulltrúum að lýsa skoðunum sínum og viðhorfum til komandi kjarasamningavið borgarstarfsmenn, er furðuleg röksemdarfærsla. Er það „tabú“ að sveitarstjórnarmenn hafi skoðanir í kjaramálum? Eru slík vinnubrögð of „óvarleg" eins og borgar- fulltrúinn og formaður launamálanefndar borgar- innar orðaði það á borgarstjórnarfundinum fyrir viku? Um það hefur ekki verið deilt, að innan starfs- mannafélaga sveitarfélaga er fólk starfandi, sem hefur laun langt undir meðallaunum í þjóðfélag- inu. Það er og óyggjandi staðreynd, að konur eiga erfitt uppdráttar á sama vettvandi; þær eru öllu jöfnu í lægstu launaflokkum. Eiga borgarfulitrúar, sem eru raunverulega atvinnurekendur þess fólks, er hjá Reykjavíkur- borg starfar, ekki að hafa neinar skoðanir á kjara- málum starfsmanna sinna og allra borgarbúa? Margir hafa rætt um nauðsyn þess að sjálfsfor- ræði sveitarfélaga yrði aukið að miklum mun frá því sem nú er. Flestir stjórnmálaflokkanna hafa tekið undir þessar raddir, þótt minna hafi orðið úr framkvæmdum á því sviði, en efni hafa staðið til. Það er fyrir löngu orðin brýn nauðsyn á þvi að sveitarfélögin fái aukin verkefni undir sinn hatt og aukin valddreifing í stjórnkerfinu verði þannig að veruleika. Miðstýring ríkisvaldsins er nú þegar alitof mikil. En augljóst er að borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins eru ekki þessarar skoðunar. Þeir vilja alfarið lúta stefnumörkun og forsjá fjármálaráð- herra og ríkisvaldsins í kjaramálunum sem og öðrum málum. Það er rétt að borgarstarfsmenn og aðrir gefi því gaum, hvernig hug borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins bera til láglaunahópanna og jafnréttisbaráttu kvenna á vinnumarkaðnum. íhaldsmeirihlutinn varekki tilbúinn til að lýsa yfir stuðningi við réttamætar kröfur þessara aðiia. íhaldið vildi ekki samþykkja tillögu Alþýðuflokks- ins og Kvennaframboðsins í borgarstjórn um auknaáherslu ákröfurláglaunafólksog kjarajöfn- un kynja í komandi samningum borgarinnar við Starfsmannafélag Reykjavíkur. - GÁS. Laus staða Staða forstöðumanns Borgarskipulags er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrirráðn- ingartíma allt að 5 árum. Um laun og önn- ur kjör fer eftir kjarasamningum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Umsóknir skulu sendar undirrituðum eigi síðar en 29. febrúar 1984. 8. febrúar 1984, Borgarstjórinn í Reykjavík. Blaðberar óskast strax Njarðargötu, Skólavörðustíg og Þórs- götu. Gullteig, Borgartún, Otrateig og Sundlaugaveg. Dalbraut, Laugarásveg og Sporðagrunn. Ægissíðu og Sörlaskjól. alþýóu- ■ n miM Kvenfélag Aiþýðuflokksins í Hafnarfirði heldurfélagsfund fimmtudaginn 9. febrúarklukk- an 20.30 í Alþýðuhúsinu Hafnarfirði. Fundarefni: Svend Aage Malmberg ræðir um náttúruvernd í Hafnarfirði. Félagskonur eru hvattar til að mæta og taka með sér gesti. Stjórnin. NATO____________________4 — Við viljum hins vegar taka það skýrt fram að menn missi ekki sjónar af aðalmarkmiðinu; friði. Sigur er vart möguleiki ef hernaðar- bandalögunum lýstur saman. Talið er að kenningar þessara níu hernaðarsérfræðinga geti haft mikil áhrif á umræður og ákvarð- anir um varnartaktík NATO-ríkj- anna. Ragna 1 takinu var með yfir 20 þús. krónur, þrátt fyrir að 90% bónusins væri færður yfir á dagvinnuna. „Það lifir enginn á einni fyrir- vinnu og því er fólk allt tilneytt að fara á vinnumarkaðinn. Þessi könnun dregur fram staðreyndir sem ekki verður komist hjá að hafa sérstaklega til hliðsjónar í allri um- ræðu um kjör hinna lægst launuðu. Við höfum lengi fundið fyrir því að konur í Framsókn og öðrum slíkum félögum hafa búið við óviðunandi kjör. Kjaraskerðingin hefur haft í för með sér að ástandið hefur stór- versnað, slíkt má þola um skeið en síðan springur þetta,“ sagði Ragna. Miðalda 4 með öllum hugsanlegum ráðum. Aðalfundur FHHN harmar að miðaldar hugsunargangur sem þessi skuli enn þekkjast meðal ís- lenskra atvinnurekenda“ Þá hcfur Iðnnemasambandið samþykkt sérstaka ályktun í til- efni deilu starfsmanna og yfir- manna álversins; „Iðnnemasamband íslands lýsir yfir endregnum stuðningi við verk- fallsaðgerðir og kjarabaráttu starfsmanna Álversins í Straums- vík. Enn fremur vill Iðnnemasam- bandið lýsa yfir furðu sinni á þeim ummælum sem iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson hefur Iátið frá sér fara í þeim umræðum sem verið hafa um þessi mál. Einnig lýsir Iðnnemasamaband- ið furðu sinni á þeim skrifum sem þörfin á samstöðu verið meiri en átt hafa sér stað í sumum dagblöð- nú, þar sem stjórnvöld hafa skert unum undanfarið um að störf í lífskjörin meira en dæmi eru um og Álverinu séu hrein paradís á jörð. finnst varla hliðstæða á öðrum eins Iðnnemasambandið vill benda kjaraskerðingum i hinum vestræna öllu launafólki á að sjaldan hefur heimi“ Styrkir til háskólanáms í Noregi Norskstjórnvöld hafatilkynnt aö þau bjóði fram I löndum sem aðild eiga að Evrópuráði fimm styrki til háskólanáms í Noregi háskólaárið 1984—85. Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut íslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. — Um- sóknirskulu sendartil: Utenriksdepartementet, Kontoret for kulturelt samkvem med utlandet, Stipendiesksjonen, N-Oslo dep., Norge, fyrir 1. aprll nk., og lætur sú stofnun í té umsókn- areyðublöð og frekari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið 6. febrúar 1984. Styrkir til háskólanáms í Austurríki Austurrísk stjórnvöld bjóða fram I löndúm sem aðild eiga að Evrópuráðinu nokkra styrki til háskólanáms í Austurríki há- skólaárið 1984—85. Styrkirnir eru ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsóknastarfa að loknu háskólaprófi. — Umsóknar- frestur er til 27. febrúar nk. Umsóknum skal skila til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, sem jafn- framt lætur I té tilskilin umsóknareyðublöð og nánari upplýs- ingar. Menntamálaráðuneytið 6. febrúar 1984. Auglýsing um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarty-stofnunin í Bandarlkjunum býður fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vis- indastofnanir I Bandaríkjunum. Styrkir þessireru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldragreinafbiomedical science). Hverstyrkurerveitturtil 6 mánaða eöa 1 árs á skólaárinu 1985—86. Til þess aðeigamöguleikaástyrkveitingu þurfaumsækjend- ur að leggja fram rannsóknaáætlun I samráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa fást í menntamálaráðu- neytinu: — Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. júlí nk. Menntamálaráðúneytið 6. febrúar 1984. Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.