Tíminn - 04.02.1967, Qupperneq 3
T
LAUGARDAGUR 4. febrúar 1967
TÍMINN
3
MINNING
ÞORSTEINN JÓSEPSSON
Þorsteinn Jósepsson var um
margt óvenjulegur maSur. En
það hygg ég, að hafi borið af,
hve einbeittur og óhvikull vilji
hans var. Hann fór ungur að
heiman með tvær hendur tómnr
og ekki annað veganesti en góðar
gáfur. Hvergi voru útréttar hend-
ur, sem buðust til pess a'5 styðja
hann, — engir, sem óðfúsir vildu
hlaða undir hann. Einn og óstudd-
ur komst hann sakir eliu sinnar
og einbeittni í fremstu röð á mörg
um sviðum
Hann gerðist kornungur iþrótta-
maður og sigurvegari , sinni grem
Hann brauzt til metinta í fram-
andi löndum og lagði slíka rækt
við tungu þeirra þjóða, sem hanni
dvaldist á meðal, að ég hygg, að
vald hans á henni hafi verið með
sérstökum ágætum. Hann gerð-
ist ferðamaður og náttúruunn-
andi einn hinn mesti, komst í
fremstu röð ljósmyndara og varð
loks bókasafnari slíkur, að þá ís-i
lendinga má telja á fingrum sér,
er stóðu honum jafnfætis.
Jafnhliða þessu vann hann full-
gilt starf í annarri þjónustu. þar
sem blaðamennskan var, hafði
samt ærinn tíma til þess á lífs-
leiðinni að sinna gestum, sem
oft voru margir á heimili hans, og
leiðbeina fjölda útlendinga, Þjóð-
verja og Svisslendinga, sem leit
uðu til hans með margan vanda.
Bg hygg, að í flestum mönn-
um búi hæfileikar.til þess að inna
meira af höndum en raun vill
verða á. Þorsteinn Jósepsson er
mér ein sönnun þess, hve miklu
má áorka, ekki á einu sviði heldur
jafnvel mörgum, þegar saman fer
einbeittur vilji og orka.
Starfsfýsn Þorsteins var fágæt.
Hann tók jafnan snemma til
vinnu, sat lengi við og afkascaði
miklu. Helsjúkur gerði hann hvoTt
tveggja hina síðustu mánuði ævi
sinnar, að hefjast handa um nýtt
stórvirki, þar sem var ritið Land-
ið þitt, og vinna linnulaust að
hugðarmálum sínum. Fram á sið-
asta dag var hann að leggja drög
að útvegun þess, sem hann taldi
vanta í hið góða bókasaín sitl.
Hann lét engan bilbug á sér finna
andspænis sjálfum dauðanum, svo
einbeittur var viljt hans og af-
dráttarlaus trúnaður hans yið það
málefni, sem hann helgaði sig.
Þó að Þorsteinn væri jafnan
maður önnum kafinn, hafði hann
einnig nægan tíma cil þess að
gleðjast, þegar það átti við. Þá
var hann í senn veitull gestgjafi
og glaðvær félagi, og í hvívetna
var hann hinn bezti drengur, heill
og sannur maður.
Margir kveðja Þorstein Jóseps-
son með eftirsjá. Þar er pú skarð
fyrir skildi, er áður var vel skip-
að, og nrnnlífið allt fátæklegra
en áður var Svo finnst mér, og
svo mun fleiri fara.
Vinir Þorsteins telja sig hafa
mikið misst. En hvað mun þá um
konu hans, Edit Wischarta, og
Ástríði dóttur hans og Jósefínu
Gísladóttur, fyrri konu hans. Þeim
votta ég innilégustu samúð mína.
J.H.
Ef væri mér ggfin sú mikla rit-
leikni og. skarpa hugsun, sem ein
kenndi hinn látna sæmdarmann,
Þorstein Jósepsson, myndi mér
reynast auðvelt að tjá huga minn
á verðugan hátt, en hugur og
hönd eru bundin.
Kynni okkar voru í rauninni frem
ur stutt og má rekja þau til árs-
byrjunar 1965 er hann tók að sér
að rita bók þá er kom út fyrir
síðustu jól, „Landið þitt“- Þorj
steinn var að vísu löngu ' orðinn’
landskunnur maður og áður en
kynni okkar tókust hafði ég nokkra
hugmynd um hæfni hans og áhuga
svið, en það verð ég að viður-
kenna að ekki hafði ég gert mér
veitingahúsið
ÆSKUR
BÝÐTJR
YÐUR
GRILLAÐAN
KJUKLING
o.fl.
í handhœgum
umhúðum til að taka
HEIM
ASKUK
suðurlandxbraut 14
sími 38550
Stýrimannafélag Islands
Fyrri hluti aðalfundar verður haldinn sunnudag-
inn 5. febrúar kl. 15.30 að Bárugötu 11.
1. Uppstilling til stjórnarkjörs.
2. Önnur naál.
Stjórnin.
TILBOÐ
óskast i nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis
að Grensásvegi 9, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 1—
3. Tilboðin verða opnuð i skrifstoíu vorri kl. 5
sama dag.
SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA.
I grein fyrir því hvílíkur fræðasjór
hann var né afkastamaður. Hvort
i tveggja var rneð ólíkindum. Frum
I handriti að bókinni skilaði hann
\ á þremur mánuðum og var þá ekk-
ert að vanbúnaði að hýn yrði birt,
miðað við fyrstu áætlanir, ef ekki
hefði svo um samizt okkar á milli
að hann breytti gerð hennar að
| nokkru vegna breyttra aðstæðna.
1 Þessar breytingar voru hins vegar
mjög tafsamar og kröfðust jafn-
vel enn meiri vinnu en hann hafði
þegar framkvæmt Ekki skoraðist
hann undan hin / uiklu viðbótar-
vinnu og fók til yið breytingarnar
í ársbyrjun 1966. En nú var sköp
um skiph Hann kenndi sér hins
voðalega sjúkdóms er um síðir
fékk hann að velli lagðan og tví
vegis lagðist hann undir skurðar
hniíinn meðan hann vann að end
urskoðuninni. Engan bilbug lét
hann á sér finna og vann af óbug
aðri elju að ritverkinu, þar til
hann lagðist á skurðarborðið í
bæði skiptin. Og ekki var hann
fyrr vaknaður af svæfingunni en
hann tók aftur til við fyrri störf,
þótt sárþjáður væri. Eg undraðist
hinn óþrjótandi kjark og dáðist að
karlmennsku Þorsteins, sem verður
mér hvort tveggja næstum óskilj
anlegt því meir sem ég hugsa um
það- í rauninni var það næstum
ofurmannlegt.
Eg hlaut að hafa mjög náið sam
starf við Þorstein þetta tímabil og
gat því fylgzt nokkuð með vinnu-
brögðum hans sem fræðimanns og
rithöfundar. Eitt var hans aðal
einkenni; sannleiksleitin. Vissi
hann nokkurn vafa á heimildum,
gerði hann sitt ítrasta til að leita
hins rétta. Því varð ég ekki undr-
andi. en þótti að sama skapi vænt
um, er eijin úr foringjaliði lögregl
unnar í Reykjavík gat þess við
mig að Þorsteinn hefði verið sá
fréttamaðurinn er ætíð hefði haft
lögreglufréttir réttast eftir, öllum
öðrum fremur.
Það voru mér mikil gæfuspor
er leiddu til kynna minna af Þor-
steini. Þá gafst mér tækifæri til
að kynnast manni sem á skömmum
tíma hefur haft meiri áhríf á mig
en flestir aðrir. Aldrei heyrði ég
hann hallmæla nokkrum manni og
aldrei skyldu sleggjudómar um
menn eða málefni heyrast af hans
vörum. Mér er að skiljast nú, bet-
ur en áður, merking þess að vera
drengur góður.
Þótt Þorsteini væri það ekki
eiginlegt að flíka tilfinningum sín-
um, þá mátti ég þó vel finna gleði
l hans vegna þeirra viðtaka sem
j bók hans fékk. Það gladdi hann
' áreiðanlega mikið, og ég veit að
það gladdi einnig alla hans nán-
ustu vini er fylgzt höfðu með
harðri baráttu hans við að ljúka
, verkinu áður en kallið kæmi. Þor
steinn var sérstaklega vinmargur
maður og vinfastur og veit ég að
hans verður saknað af mörgum,
hérlendis og erlendis.
Á heimili Þorsteins kynntist ég
einnig þeim tveim manneskjum
sem honum þótt áreiðanlega vænst
um af öllum, dóttur hans Ástu og
eiginkonu hans Edith sem er af
austurrísku bergi brotin. Báðar
vissu þær hvert stefndi en báru
harm sinn í hljóði. Án þess að
kasta rýrg á nokkurn annan get
ég ekki látið hjá líða að geta þess
með aðdáun og virðingu hvernig
Edith annaðist Þorstein og gerði
allt sem hún gat til að styðja hann
og styrkja. Hún reis hærra við
hverja raun og býr sýnilega yfir
þeim mannkostum sem öllum eru
ekki gefnir.
Eg vil votta Ástu og Edith, syst
ur hans og öðrum vandamönnum
samúð mína. Með Þorsteini er
g'enginn óvenjulegur mannkosta-
maður, sem sigraði þótt hann félli.
Megi minning hans lifa íslcuzkri
þjóð til blessunaar.
Örlygur Ilálfdanarson.
m
ma
Á VÍÐAVANGI
Jafnvægi landshlut-
anna
Dagur segir svo í forestu-
grein um jafnvægið í byggð
landsins nýlega:
„Vcrndun og efling lands-
byggðar er þjóðarnauðsyn. Hér
er ekki um það að ræða að
hvergi megi leggja niður byggð
ból cða flytja á hagkvæmari
stafj. Uppbygginguna ber að
miða við það að hagnýta sem
bezt gæði náttúrunnar tii lands
og sjávar, þar sem þau eru til
staðar. Björgulega staði ætti
ekki að vfirgefa.
Jafnframf ber að hafa það í
huga að ráðið til þess að hjndra
beina og hlutfallslega fólksfækk
un í einhverjum Iandshluta get
ur verið meðal annars fólgið í
því að koma þar upp þéttbýlis-
hverfum eða efla kaupstaði og
kauptún ,sem fyrir eru. Aukn-
ing fólksfjölda á slíkum þétt-
bvlisstöðum getur, þótt hún í
bili dragi til sfn eitthvað af
fólki úr umhverfi sínu, verið
brýnt hagsmunamál hlutaðeig-
andi landshluta, ef hún ræður
úrslitum um það, að sá lands-
hluti, sem heild haldist í byggð
og eflist. I bæjum og þorpum
skapast líka markaður og ýms
ir aðrir möguleikar fyrir nálæg
ar sveitir. Af þessu leiðir. að
byggðajafnvægið verður ekki
Ieyst svo að vel sé, hema á það
sé litið frá heildarsjónarmiði
hinna stóru landshluta. en þá
jafnframt baft í huga að björgu
legar byggðir, þótt nú séu fá-
mennar og eigi í vök að verj-
ast, dragist ekki aftur úr í sókn
þjóðarinnar til bættra atvinnu-
hátta og betri lífsvjara“.
Afköst fámennisins
„Byggðajafnvægisstarfsemin
á ekki að vera fólgin í „atvinnu
leysisráðstöfunum" eða örvun
þjóðhagslega óhagkvæmrar
framleiðslu. Koma þarf í veg
fyrir þann misskilning, sem
stundum ber á, að hin fámenn-
ari byggðarlög og atvinnu-
rckstur þeirrá sé yfirleitt byrði
á þjóðarbúskapnum. Athuganir
hafa leitt í ljós, að i sumum fá
mennum sjávarplássum til dæm
is skilar hver íbiti að meðaltali
svo mikilli gjaldeyrisvörufram-
leiðslu í þjóðarbúið, að athygli
vekur við' samanburð. Víða >
sveitum er framleiðslan líka án
efa mjög mikil, ef reiknað er á
þennan hátt. En þar sem tilfinn
anlegur skortur er á fjármagni
og tækni af skornum skammti,
getur þetta orðið á annan veg.
Það er athyglisvert í þessum
samanburði, að engin stétt
þjóðfélaginu mun leggja eins
mikið fram hlutfallslega af eig
in tekjum og með vinnu sinni
til uppbyggingar í landinu og
bændastéttin Óhætt mun að
gera ráð fyrir. að hagnýt þjóð-
arframleiðsla minnki ekki held
ur vaxi við aukið jafnvægi
byggð landsins.
Með aðstoð fjármagns og
tækni þarf að gera börnum
(andsins kleift að grundvalla bú
setru sína, lífsafkomu og menn
ingu á náttúrugæðum til lands
og sjávar. hvar á landinu, sem
þau náttúrugæði eru’.