Tíminn - 04.02.1967, Qupperneq 5

Tíminn - 04.02.1967, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 4. febrúar 1967 Útgefandi: FRAMSÚKNAR'FLOKKURINN Framkvæmdastjórí: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúj ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug. lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritst j .skrif stofur < Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastrætl 7. Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, siml 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — í iausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Hvað er undír kosningakápunni? Snemma á s.l. hausti seildist forsætisráðherrann inn í fataskáp ríkisstjórnarinnar og tók fram kosningakáp- una frá 1959 og 1963, hristi af henni mesta rykið og smeygði sér í hana. Síðan gekk hann fram fyrir lýðinn með Kjörorðið í bak og fyrir — verðstöðvun. Alþýðu- flokkurinn flýtti sér að minna á. að hann hefði sýnt það með glæsilegum árangri, árið 1959, hvernig ætti að fara að því að stöðva — fram yfir kosningar. Síðan hefur ríkisstjórnin skartað kosningakápunni með þungan ábyrgðarsvip á andlitinu og enn þyngri vandlætingu yfir ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar. En hvað er undir kosningakápunni? Jón Skaftason, alþingismaður dró upp skýra mynd í fáum dráttum af því í grein hér í blaðinu s.l. þriðjudag. Hann minnti á, hve íslendingar lifi nú við einkennilegt og ótryggt ástand, þar sem töluverð yfirborðsvelmegun ríkir í lífi margra einstaklinga og hjá allstórum hluta þjóðarinnar, en sá grundvöllur, sem öll varanleg velmeg- un hvílir á, virðist vera að gliðna. Afkoma undirstöðu- átvinnuvegánh.a’ stendur á slíkum brauðfótum eftir margra ára samfellda uppgripatíma til lands og sjávar og hagstæð og síbatnandi viðskiptakjör erlendis allt fram á síðustu mánuði, að horfir til stórvandræða eða full- komins hruns, þar sem verst gegnir. Þetta er það, sem er undir kosningakápunni. Um þetta þarf ekki að deila. Óyggjandi yfirlýsingar, jafnt stjórnarliða sem andstæðinga, sem þetta gerþekkja, sanna þetta alveg ótvírætt. Má minna t.d. á álit þing- nefndar allra flokka sem lýsti vfir, að útgerð minni báta en 120 lestir. hefði alls ^ngan rekstrargrundvöll. og LTÚ hefur sent frá sér svipaðar samþykktir. Álit nefndar, sem rannsakaði togaraútgerðina er ekki glæshegra enda fullkemin örbrot hennar aikunn. Yfirlýsiígar samtaka hraðfrvstihúsanna. bar sem sýnt er og beinlínis sannað að rekstrargrundvöllur er ekki fvrir hendi. eru einnig tvímælalausar. Forvígismenn iðnaðarins eru ekki heldur myrkir í máli, og vitna um það fjölmargar samþykktir beirra og val- ur iðufvrirfækia segir sína óþyrmilegu sögu. Orsakir bessa ófarnaðar eru fvrst og frernst dvrtíðin og óðaverðbólgan, sem geisað hefur allt viðreisnartímabilið og valdið sfvaxandi framleiðslukostnaði Þessi verðbólga er að langmestu levti afleiðing beinna stiórnarathafna og stjórnarstefnu og við hefur bætzt lánsfiárskortur og vaxtaokur og síhækkandi skattaálögur Allt þet.ta hefur * hreinlega sligað atvinnulífið eins og nú biasir við enda ber ríkisbúskanurinn órækast vitni um bessa þróun, þar sem fiárlög eru nú 4—500% hærri en 1958. Það er aðeins einn aðili sem ekki kvartar, og það eru st.órgróðamennirnir í viðskintálífinu þeir sem fleyta gróða sinr ofan af hinum hraða straumi verðbólgunn- ar. Jón Skaftason endar grein sína með þessum orðum: „Um 3—40-0 innflutningsfyrirtæki með fiölmennu starfs liði og mfelum kostnaði keppast við að flvtja inn allt frá dýrustu gerðum lúxusbíla á ónýta vegi, niður í danska tertubotna, og álagningarfrelsið er nær ótakmarkað. Þetta er allt mjög flott og gott, en einhverjir verða þó að borga þetta .Og skyldi nú ekki vera. að það væru undirstöðuatvinnuvegirnir, sem bæru hitann af inn- flutningsæðinu?" TÍMINN Frá umræðum á Alþingí: Hví er island eina Evrópulandið þar sem kaupmáttur tímakaups hefur ekki aukizt síðan 1959? Á fundi Sameinaðs Alþingis í fyrradag hófst umræða um þá tillögu þeirra Þórarins Þórarins- sonar og Einars Ágústssonar, að Alþingi skori á ríkisstjórnina að fela Kjararannsóknarncfnd athug un á orsökum þess, að kaupmátt- ur tímakaups í dagvinnu hefur ekki aukizt, heldur í sumum til- fellum minnkað síðan 1959, þrátt fyrir miklu meiri þjóðartekjur nú en þá. í greinargerð fyrir tillögunni segir m. a. að „það verði að vera eitt megintakmarkið í launamál- um að auka kaupmátt tímakaups ins í dagvinnu. Til þess að gera sér grein fyrir því, hvernig þessu marki verði náð, mur.di það vafa laust verða lærdómsríkt að I ynna sér sem bezt ástæður þess, að kaupmáttur tímakaups verka- manna í dagvinnu skuli ekki hafa aukizt síðan 1959”. ísland undantekning Þórarinn Þórarinsson fylgdi tillögunni úr hlaði með nokkr- um orðum. Hann sagði m. a. — í nær öllum löndum er stefnt að því að stytta vinnutíma verkafólks og bæta jafnframt af- komu þess. Það er ekki aðeins litið á þetta sem hagsmunamál launþega, heldur einnig sem hags munamál atvinnurekenda. Of- löngum vinnutíma fylgja lélegri afköst og því er hann ekki at- vinnurekstrinum til hags, þegar hægt er að komast hjá honum- Til þess að ná þessu marki, ,að stytta vinnutímann, en bæta þó afkomuna, er ekki nema ein ör- ugg leið. Hún er að auka kaup- mátt tímakaupsins í dagvilnnu. í þessum efnum hefur náðzt mikill árangur í Evrópu sein- ustu árin. Vaxandi þjóðartekjur hafa gert það mögulegt að auka kaupmátt timakaupsins, án þess að það leiddi til óeðlilegrar verð bólgu. Hlutdeild launafólks í auknum þjóðartekjum hefur orð- ið með þeim hætti, að kaupmátt ur tímakaupsins hefur aukizt. ' ísland er eina undantekningin í þessum efnum. Hér hefur kaup máttur tímakaupsins í dagvinnu ekki aukizt almennt síðan 1959, jafnvel rýrnað í sumum tilfellun um. Þó hafa þjóðartekjurnar stór aukizt á þessum tíma. Launa- fólk hefur því aðeins fengið hlut deild í aukningu þjóðarteknanna, að það hafi stóraukið vinnutíma sinn. Þetta er mikil öfugþróun. Þess vegna ex það rannsóknarefni hvers vegna þetta hefur farið á allt aðra leið hjá okkur en öðr- um þjóðum seinustu árin. Hver er kaupmáttur- inn? Það hefur verið nokkurt deilu efni að undanförnu, hver væri kaupmáttur tímakaupsins í dag vinnu. Það ánægjulega hefur nú gerzt, að kjararannsóknarnefnd, sem er skipuð fulltrúum verka lýðssamtakanna og atvinnurek- endasamtakanna, hefur orðið á- sátt um, hvernig kaupmáttur tímakaupsins skuli fundinn- Þetta samkomulag um viðkvæmt deilu- efni er gott merki um batnandi sambúð og gafjikvæman skiln- ing þessara aðila. Niðurstöður út reikninga, sem eru byggðir á þessu samkomulagi, er að finna í Fréttabréfi frá Kjararannsókn arnefnd, sem kom út í desember síðastl. Nefndin notar árið 1959 sem grundvöll. Sé kaupmáttur tímakaupsins í dagvinnu þá met- inn 100, var hann í almennri verkamannavinnu 97.7 hinn 1. desember síðastl., en í fiskvinnu 100.3, og í almennri hafnar- vinnu 105-8, en hafnarverka- menn hafa verið færðir upp um allmarga flokka. Þetta sýnir, að í almennu verka mannavinnunni er kaupmáttur tímakaupsins nú minni en hánn var á árinu 1959. Júnísamkomulagið 1964 Þórarinn kvaðst telja rétt að vegna þessa tilefnis að vikja nokk uð að hínu svokallaða ‘ júní- samkomulagi 1964. Hann hefði verið í hópi þeirra, er hefðu gagnrýnt það og því verið á- sakaður í blöðum stjórnarinnar fyrir yfirboð og ábyrgðarleysi. M. a. hefði verið sagt, að hann væri verri en kommúnistar. Nú lægi fyrir, hvér kaupmáttur tíma- kaupsins í dagvinnu hefði orðið samkvæmt júnísamkomulaginu- 1964. Hann hefði orðið 86.7 í almennri verkamannavinnu, mið að við 100 árig 1959. Þórarinn kvaðst síður en svo sjá eftir því að hafa gagnrýnt þessa niður- stöðu. Það hlyti hins vegar að hafa verið nokkuð örðug spor fyrir þá, sem felldu vinstri stjórn ina haustið 1958 vegna þess, að kaup væri ekki nó£u hátt, að þurfa svo að semja við óvin- veitta ríkisstjórn sex árum síð- ar um 13—14% minni kaup- mátt tímakaupsins. Þórarinn sagði, að gagnrýni sín og fleiri á júnísamkomulag inu hefði leitt til þess, að feng izt hefði fram aukinn kaupmátt ur tímakaupsins og því væri hann nú fyrst að nálgas' .ma- horf og 1959. Nú teldi forsætis ráðherra þetta einn bezta árang urinn er náðzt hefði í forsætis- ráðherratíð hans, þótt hann hefði fyrir tveimur árum kallað það yfirboð, ábyrgðarleysi og kommúnisma að gagnrýna júní samkomulagið! Úrslitavaidið Þórarinn sagði, að ýmsir kynnu að kenna verkalýðshreyfingunni um það, að ekki hefði orðið hin sama þróun hér og í öðrum lönd- um seinustu árin, þ. e. kaup- máttur tímakaupsins aukizt í samræmi við auknar þjóðartekj- ut. Ef til vill ætti verkalýðshreyf ingin hér einhverja sök. Aðal- ástæðan væri þó sú, að vald. verkalýðshreyfingarinnar væri ekki einhlýtt. Það væri ekki nóg að knýja fram kauphækkanir, ef ríkisstjórnin, sem færi með völd, gerði þær strax að engu með aukinni verðbólgu. Úrslitavaldið í þessum málum væri í höndum Alþingis og ríkisstjórnar. Því skipti meginmáli fyrir launþeg- anna að tryggja sér vinveittan þingmeirihluta og vinveitt a rík- isstjórn. En ríkisstjórn, sem er vin- veitt launþegunum, sagði Þórar- inn, hlýtur einnig að vera vin- veitt atvinnuvegunum. Kjör laun þega verða nefnilega ekki bætt, nema atvinnuvegunum vegni vel. Núverandi ríkisstjórn er hvorki vinveitt launþegum eða atvinnu- vegunum. Því fylgir hún t. d- stefnu i lánamálum og vaxta- málum, sem er jafn óhagstæð báð um þessum aðilum. Að lokum lagði Þórarinn svo áherzlu á nauðsyn þeirrar athug unar, sem tillagan fjallaði um. Slík athugun gæti vel orðið til þess, að menn sæu möguleika til að auka kaupmátt tímakaups ins eftir öðrum leiðum en kaup hækkun. Ræða Ólafs Björns- sonar Ólafur Björnsson talaði næst- ur. Hann taldi tillöguna fjar- stæðu, án þess þó að rökstyðja það sérstaklega. Hann las síðan upp úr skýrslu, sem hann kvað forsætisráðherra hafa látið Efna hagsstofnunina semja til að hnekkja ýmsum atriðum í grein argerð tillöeunnar varðandi kaup mátt timakaupsins. Þá taldi .ar.n það rangt, að miða saman- burð við árið 1959, því að það ár hefði kaupið verið óeðlilega hátt. Loks sagði hann, að ekki væri rétt, eins og gert væri í greinargerðinni, að gera saman burð á árskaupi verkamanns og því sem fjögurra manna fjöl- skyldu væri áætlað í fram- færsluvísitölunni fvrir vörum og þjónustu. Framfærsluvf=Þaian' væri meðaltal af reynslu ýmissa stétta, sem sumar væru kaup- hærri en verkamenn. Skýrsla Efnahagsstofn- unarinnar Þórarinn kvaðst hafa búizt við öðru af Ólafi Björnssyni, sem hann hefði a. m. k. stundum haft kynni af sem sanngjörnum vís- indamanni, að hann skyldi full- yrða, að tillagan væri fjarstæða, án þess að færa rök fyrir því. Hann kvaðst ekki að þessu sinni getað svarað skýrslu þeirri, sem Ólafur hefði sagt frá, að for- sætisráðherra hefði látið Efna- hagsstofnunina semja sem svar við greinargerð tillögunnar varð andi kaupmátt tímakaupsins. Hann hefði ekki séð hana og heyrt fyrst um hana á þesum Framlhald á bls. 13. 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.