Tíminn - 04.02.1967, Page 12

Tíminn - 04.02.1967, Page 12
12 TlfálNN ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 4. febrúar 1967 Reykjavíkur-liðið sterk- ara en Khafnar-úrvalið? Alf-Reykjavík. — Leikur Reykja Tíkur og Kaupmannahafnar, leik- urinn, sem handknattleiksunn- endur hafa beðið lengi eftir, verð- ur háður í Laugardalshöllinni í dag og hefst klukkan 5. Dönsku leikmennirnir komu til Reykjavík ur í fyrrakvöld og j hópi þeirra eru fimm af landsliðsmönnum Dana, sem tóku þátt í nýafstað- inni heimsmeistarakeppni. Reykja víkur-liðið á erfitt verkefni fyrir höndum, en við skulum vona, að leikanennirnir standi sig vel og sigri Danina. Yrði það nokkur uppreisn fyrir ísl. handknattleik, sem varð fyrir mörgum áföllum á síðasta ári. Það verður hinn gamalreyndi Körfuboltí \ í næstu viku íslandsmótinu í körfuknattleik verður haldið áfram á mánudags- kvöld að Hálogalandi. Leika þá í 4. fl. ÍR—ÍKF, í 3. fl. KR—ÍKF og í 1. flokki ÍR—KR. Keppninni í 1. deild verður haldið áfram á miðvikudagskvöld og leika þá ÍR —f S og KR— Ármann. Staðan j 1. deild er nú þessi: KR 1 1 0 0 94: 60 2 ÍR 1 1 0 0 45: 37 2 Á 2 1 0 1 106: 88 2 ÍHF 2 1 0 1 130:127 2 KFR 2 1 0 1 131:151 2 ÍS 2 0 0 2 99:142 0 Gunnlaugur Hjálmarsson, sem stýr) ir Reykjavíkur-liðinu í dag. Eng-1 inn hefur leikið fleiri landsleiki ! en hann, eða 35 talsins, og gam- 1 an yrði, ef Gunnlaugur næði að i sýna „glans-leik“ í dag. Við hlið ! Gunnlaugs standa þeir Guðjón | Jónsson og Karl Jóhannsson af hinum reyndari leik- mönnum liðsins. Gaman verður að sjá Karl leika aftur með úrvals- liði, en hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá þeim aðila, sem velur landslið. Karl er aldursfor- seti liðsins, 32ja ára gamall, og hefur 29 landsleiki að baki. Línumenn í liðinu eru þeir Framhald a bls. 15. Badmintonmót hjá KR í dag Badmintondcild KR heldur op- ið mót í tvíliðalejk í KR-húsinu í dag. Er hér um að ræða keppni í 1. flokki karla, en um síðustu helgi var keppt í meistaraflokki. Þátttaka í mótinu í dag er mjög góð og hafa þegar yfir 30 kepp- endur tilkynnt þátttöku. Eru þeir frá KR, TBR, Vas og Akranesi. Athygli vekur, að Valur sendir nú | þáttakendur í fyi'Sta skipti í bad- minton. Væntanlega líður ekki á löngu áður en stóru knattspýrnu- félögin j höfuðborgiflni fyrir ut- an KR stofni badminton-deildir. Keppnin í dag hefst klukkan 3. FH kikur í Buda- pest á sunnudaginu íþróttir í blað- inu á morgun Skrif um íþróttir hafa yfirleitt ekki verið j Tímanum á sunnu- dögum, en nú verður breyting á því. f blaðinu á morgun byrjai nýr þáttur, sem nefnist „Á víta- teig“ og verður það rabbþáttur um íþróttir. Þátturinn á morgun fjallar um landsliðsmálin í knatt spymu. Þátturinn „Á vítateig*' mun svo birtast í Tímanum fram- vegis á sunnudögum. Einn af silfurmönnum Dana frá HM, Bent Jörgensen, skorar gegn Tékk um. Hann leikur meS Khafnarúrvalinu f dag. B-lið Kefla- víkur vann! - og blaðamenn unnu Val í hörku leik 7:5 B-Iið Keflavíkur bar sigur úr býtum í innanhúss knatt spymumóti Vals, sem lauk í Laugardalsliöllinni í gær- kvöldi. Léku Keflavfk b og Keflavík a til úrslita og eft- ir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 3:3. Eftir fram- lengingu var enn jafnt, 4:4 og var þá hlutkesti varpað. Vann b-liðið hlutkastið. Leikur kvöldsins var leik ur íþróttafréttamanna og „old boys“ Vals, sem tefldu fram stjörnum eins og Al- bert Guðmundssyni, Lollá, Sig. Ólafssyni og fleirum. Blaðamenn, með sitt bezta lið, létu þessi stjörnunöfn ekki hræða sig og léku af öryggi allan tímann. Þeir höfðu yfir í hálfleik 4:3, komust um tíma í síðari hálf Framhald á bls. 14- Á fimmtudaginn hélt handknatt leikslið FH með PanAm-þotu frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Buda pest. Og það er á morgun, sunnu- dag, sem FH-ingar mæta mót- herjum sínum í Evrópubikarkeppn inni, Hoved, í Búdapest. Ungverska liðið Honved er geysi sterkt og hefur á að skipa mörg- um ungverskum landsliðsmönnum. Eiga FH-ingar því erfiðan leik fyrir höndum. Eins og áður hefur komið fram, gat Ragnar Jónsson ekki farið með liðinu utan, en að öðru leyti fóru allir sterkustu menn FH með í förina. Sagt verður frá úrslitum leiks- ins í þriðjudagsblaðinu. Skíðamót Rvík- ur um helgina 1 Skíðamót Reykjavikur hefst á sunnudaginn með keppni j svigi í öllum flokkum. Fer mót ið; fram í Skálafelli, en þar er nu gott skíðafæri. Keppendur eru um 70 talsins frá 4 félög- um, flestum frá Ármanni, 24. ÍR og KR senda 22 keppend- ur hvor og 2 keppendur verða frá Víking. Keppnin hefst klukkan 11 f.h. á sunnudaginn með keppni í drengjaflokki og telpnaflokki og einnig fer þá fram keppni í c-flokki. Klukkan 2 e. h. hefst keppni í a- og b-flokki og kvennaflokki. Skíðadeild KR sér um mótið. er KR-liöiö í sundknattleik, sem stöðvaði sigurgongu Ármanns, sem staðið hafði yfir i rúm 20 ár. Með á myndinni er Einar Sæmundsson, form. KR, og til vlnstri er þjálfari þeirra, Þorsteinn Hjálmarsson BORGARKEPPNI I HANDKNATTLEIK ídagki. 17: REYKJAVÍK - KAUPMANNAHÖFN Dómari Hannes Sigurðsson. Forleikur: UNGLINGALANDSLIÐ A og B Verð miða kr. 125,00, og fyrir börn kr. 50,00. H* K. R. R.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.