Tíminn - 04.02.1967, Page 13

Tíminn - 04.02.1967, Page 13
LAUGARDAGUR 4. febrúar 1967 TÍMINN 13 MINNING Framhald af bls. 9. aðall til œviloka. Naut hann þess þar og að eiga konu, sem hvatti hann en ekki latti. En þau báru ekki góðgerðasemi sína á glæsi- brekkur né litu til endurgjalds. En sá. sem hefur vakið gleðitár f augum hins snauða, á sér endur gjald í betri stað en hér á jörðu. Jóhann andaðist viku fyrir síð- ustu jól eftir harðsnúna baráttu við ólæknandi sjúkdóm. JDauða sínum ’tók hann með æSíureysi og karlmennskuró, — vakti til síðustu stundar yfir velferð fjölskyldu sinnar og vina. Eiginkonu Jóhanns, börnum hans og aidraðri móður flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Þar eru guðs vegir, er góðir menn fara. Vinur. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 5. fundi Væntanl. mundí forsætisráð herrann líka sjálfur gera grein fyrir henni og fengist^þá aðstaða til að ræða hana. Annars virðist ríkistjórnia_.S£ra_farin_ að nota Efnahagsstofnunina eins og póli tískt tæki sitt, og væri furðu- legt, að Efnahagsstofnunin léti þannig hvað eftir annað nota sig til að vitna með ríkisstjórninni í ýmsum deilumálum, þar sem hún ætti að vera óbáð og ópóli- tísk stofnun. Annars sagði Þór- arinn, að ekki þyrfti neitt að leita til Efnahagsstofnujiarinnar í þessum efnum. Samkjomulagið, sem náðzt hefði í Kjararannsókn arnefnd, væri bezti grundvöllur- inn, sem enn hefði verið lagður að útreikningum um kaupmátt tímakaupsins. Hann hefði rakið það í fyrri ,ræðu sinni, hver sú, niðurstaða væri, og hún stað- festi það, sem haldið væri fram f greinargerð tillögunnar. Þórarinn kvaðst taka árið 1959 til samanburðar af tveimur ástæð um. í>að væri seinasta árið fyrir „viðreisn". Það ár hefði kaupið raunverulega verið ákveðið af Alþmgi og þá verið byggt á því mati hagfræðinga, að kaupið j/æri ekki of hátt. Þá sagðist Þórarinn vera undr andi yfir því, að Ólafur teldi, að ekki mætti gera samanburð á árskaupi Dagsbrúnarmanns, sem er 114 þús. kr. samkv. mánaðar taxta Dagsbrúnar, og því, sem framfræsluvísitalan áætlar fjögurra manna fjölskyldu til greiðslu á vörum, þjónustu og beijium sköttum, að húsnæði und anskildu, en sú upphæð nemur 117 þús. kr. Telur einn af þing mönnum Sjálfstæðjsflokksins virkilega að fjögurra manna fjö! ! skylda geti komist af með minna 117 þús. kr. vegna þessara, útgjalda? Ólafur Bjömsson svaraði stutt lega aftur, aðallega til að bera blak af Efnahagsstofnuninni, en síðan var umræðunni frestað. skarð fyrir skildi í bandarísk- um geimvísindum. Hann hafði skipað sér í fremstu röð geim- fara, og fáir höfðu jafnmikla reynslu og hann. Hann sýndi jafnan frábært hugrekki og jafnaðargeð í hverju sem á gekk. Hann . gekk snemma í flug- herinn og gat sér frægðarorð í Kóreustríðinu og hlaut fyrir bragðið Flugorðuna, sem ekki er veitt nema fyrir frábær af- rek. Árið 1959 var hann val- inn einn af 7 fyrstu geimför- um Bandaríkjamanna, og var annar til að fara út í geiminn- Sú ferð var nokkuð söguleg, eins og menn muna, því að lúgan á geimhylkinu opnaðist við komuna til jarðar, og það tók að sökkva. Grissom sýndi mikið æðrpleysi, skreið út úr hylkinu og svamlaði í hafinu þar til hjálp barst. Grissom fór aðra geimferð, þá með Gemini 3 og þótti sú ferð’ takast með eindæmum vel. Roger B. Chafee. Hann var flugverkfræðingur að mennt, og gekk í flugher inn árið 1957.- Alls mun hann hafa flogið 2.100 flugtíma, eig- inlega eingöngu í orustuþotum. Árið 1963 var hann- valinn til að taka þátt í geimferðaáætl- uninni, og hafði hann aldrei tekið þátt í geimferð, er hið hörmulega: slýs váTrð. SLYSIÐ í GEIMFARINU Framhald af bls. 9 mínútum á eftir áætlun, gerðij hann það þó, og sagði síðar, að sér hafi þótt rnjög fyrir bví i að þurfa að hlýða. White /ar flugverkfræðingur frá háskól- anum í Michigan. Árið 1957 fékk hann skyndilega áhuga á geimvísindum, og gekk í flug- herinn. Árið 1962 var hann valinn til að taka þátt í geim- ferðaáætluninni, og þremur ár um síðar fór hann í sína fyrst ferð, er hann var látinn fara út úr geimfarinu og var hann fyrsti „geimgöngumaður“ Bandaríkjanna. Gus Grissom. Við fráfall Gus Grissom er MINNING Framhald af bls. 8 fræðslu til fermingaraldurs að þeirra tíma hætti. Hefur hugur hans vafalítið staðið til frekari menntunar, ef að þess hefði verið kostur. var sfofnað^i ytri hlutá Babjar- hrepps, gekk Ólafur strax í það og starfaði þar með lífi og sál, um margra ára skeið, og var for- maður þess um hríð. Þótt árin færðust yfir hætti hann aldrei afskiptum af félaginu og var með limur þess alla tíð. Ég hygg að Ólafur hafi eins og fleiri samtímamenn hans, hrifist af hugsjón ungmennafélaganna, eins og hún var þá túlkuð, og sótt aukinn þroska og manndóm í þennan félagsskap. Ólafur var vel greindur maður, drenglynd- ur og félagslyndur og var gott að starfa með honum. Hann var sam vinnuþýður, hreinskiptinn og hjartahreinn. Hann var víkingur til allrar vinnu og má segja að kappið hafi verið helzt til mikið, þvj að hann ætlaði sér tæplega af. 16. nóv. 1940 giftist Ólafur eftirlifandi konu sinni Kristínu Guðbjartsdóttur, úr Arnarfirði vestra. Hún er hin mesta ágætis- kona og var sambúð þeirra hjóna hin ástúðlegasta alla tíð. Þau eign uðust tvo syni: Guðjón, er nú býr á Valdasteinsstöðum og Þórarinn, er býr í Bæ. Hóf þar búskap á síðastliðnu ári í samvinnu við föður sinn. Ólafur var hinn nýtasti bóndi og kom það bezt í ljós. er hann fluttist áð Bæ. Bær er mikil kostajörð. en hún var líka vel setin, og getur það ekki dulizt neinum, er þangað kemur. Ólafur endurbyggði öll hú.s jarðarinnar með hinum mesta myndarbrag og lagði auk þess mikið fé i ræktun og framræslu Ólafur átti alltaf mjög gagnsamt bú. Hann fór mjög vel með skepnur sínar, enda að eðiisfari mjöe glöggur fjármaður. Þao sem mér fannst mest ein- kenna Ólaf og þau hjón í búskap sínum, var spyrtimennska í allri umgengni. Þar sást aldrei neitt rusl. allt hreint og fágað úti sem inni. Þau hjón voru mjög gestrisin, og var gaman þjir að koma, enda kom ég þar oft, eftir að þau fluttu í nágrennið. Húsbóndinn glað- ur og reifur og sagði skemmtilega frá. Húsmóðurin þlý og umhyggjusöm. Þar var \oft dvalið við fjörugar samræður fram á nætur. Ólafur tók mikinn þátt í félags málum, enda ágætlega til Jjess fallinn. Honum voru falin ýmis írúnaðarstörf, er hann innti af 'hendi með hinni mestu samvizku semi. Hann hafði framúrskarandi fallega rithönd og var því á fund um oft ritari, og gat það á stund- um verið erfitt hlutverk. Ég, sem þessar línur rita, vann töluvert með Ólafi að félagsmálum, og féll mér það vel. Hann var glöggur og lagði sig fram um að kynna sér vel mál áður en afstaða væri tekin. En eftir að hún var tekin, reyndist hann fastur fyrir og hélt ótrauður fram sinni skoðun. Hann var nokkuð ör í lund og gat brðið hvassyrtur, ef að því var að skipta. Aldrei erfði hann slík- ar deilur við nokkurn mann og var jafn ljúfur og áður við næstu fundi. Svo sem áður er gétið sleit Ólafur bernskuskónum í Heydal og dvaldi þar allt til fullorðinsára. Sú jörð er nú, fyrir nokkru, kom- in í eyði. Mjög virðist dalurinn hlýlegur og fallegur, og allt er þar grasi vafið, svo sem nafnið bendir til. Mikið bar Ólafur hlýjan hug til dalsins. Það var eins og birti yfir svip hans ef að á hann var minnst. Mjög lofaði hann land kosti þar og fleira, vafalaust með réttu. Ólafur helgaði heimili sínu og sveit alla starfskrafta sína, og lá ekki á liði sínu, enda hefur hann með starfi sínu reist sér traustan minnisvarða, bæði í stór felldum framkvæmdum á jörð sinni, Bæ, svo og í hugum sveit- unga sinna og samferðarmanna, vegha mannkosta og öruggs stuðn irigs ' við framfaramál héraðsins. Eiginkonu lians, sonum og öðru venzlafálki færi óg innilegar sam úðarkfeðjur. Að leiðarlokum' er margs að minnast. Við samferða- mennirnir minnumst sviphreina mannsins, er með okkur fagnaði unnum sigrum. einnig í ósigrum og vonbrigðum alltaf heill og sannur. Það 'er bjart yfir minningu hans. Jón Kristjánsson. v/Miklatorg Simi 2 3136 AKURNESINGAR! BORGFIRÐINGAR! UTSALA Á ALLSKONAR FATNAÐI KVEN OG KARLA BÚTAÚTSALA TEPPAÚTSALA NOTIÐ TÆKIF/ÍRIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP VERZLUNIN FtDÓ AKRANESI ÚTBOÐ Tilboð óskast í notaða sandhörpu, sem nú er stað- sett við Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar við Ár- túnshöfða. Sandharpan samanstendur af: Þremur trésílóum úr eik, fyrir 4 tegundir. Sigtasamstæða með útbúnaði fyrir þvott, 3x2 rammar. Nýtt gúmmíband til vara. Gúmmífæriband með skúffum. Skammtari. Rafmótor fyrir skammtara. Rafmótor fyrir færiband. Rafmótor fyrir sigti. Kaupandi skal taka þessi tæki niður og fjarlægja þau af núverandi stað á einum mánuði frá sam- þykkt tilboðs. Bjóðéndur geta skoðað þessi tæki á ofangreindum stað og ber að snúa sér til yfirverkstjóra Grjót- náms í bifreiðavog borgarinnar við Ártúnshöfða. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, Vonar- stráeti 8, þriðjuáaginn Í4. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 STÚLKUR Stúlkur vantar í Veitingahúsið Hreðavatnsskála sem fyrst. Upplýsingar á símsstöðinni, Hreðavatns skála. /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.