Alþýðublaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið segir: F]mmtudagur 15. mars 1984 53. tbl. 65. árg. Agnar Friðriksson,__________ framkvœmdastjóri A rnarflugs: Muimr á styrk og ríkisábyrgð „Það er regin miskilningur að Arnarflug sé að fara fram á styrk frá ríkissjóði. Það er munur á styrk annars vegar og ríkisábyrgð hins vegar. Við erum ekki að biðja um peninga, en Flugleiðir aftur á móti eru að fá margra milljón dollara styrki,“ sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs meðal annars í samtali við Alþýðu- blaðið um stöðu mála hjá fyrirtæk- inu. Aðspurður um hvort það væri fyrst og fremst Iscargokaupin sem komið hefðu fyrirtækinu í þá erf- iðu stöðu sem það nú er í vildi Agn- ar ekki tjá sig um það, því hann hefði gerst framkvæmdastjóri eftir að þessi kaup áttu sér stað. Hitt væri staðreynd að rekstur Electra- flugvélarinnar hefði gengið mjög illa og hann hefði beitt sér fyrir sölu vélarinnar. Hins vegar væri ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hversu stóran þátt Iscargo- kaupin eiga í rekstrarvandanum, þar sem ekki væri búið að gera upp Framhald á bls. 2 Frumvarpið um að breyta lausaskuldum bœnda í föst lán: Ber að vísa frá sem óþörfu! Landbúnaðarnefnd neðri deildar ið um að breyta lausaskuldum alþingis hefur fjallað um frumvarp- bænda í föst lán. Meirihluti nefnd- arinnar leggur til að það verði sam- þykkt, en Jón Baldvin Hannibals- son, sem skipar minnihluta nefnd- arinnar, bendir á í nefndaráliti um frumvarpið, að samkvæmt löguin um Veðdeild Búnaðarbanka ís- lands er hlutverk deildarinnar út- gáfa bankavaxtabréfa og veiting lána gegn veði í fasteignum. Hún hafi því ótvíræða heimild til að breyta í föst lán lausaskuldum bænda ef næg veð eru fyrir og lána- drottnar sætta sig við lánstíma og greiðslukjör. Sérstök lög um þetta séu því óþörf og leggur Jón til að frumvarpinu verði vísaö frá. Framhald á bls. 3 Arnarflug fórnarlamb hinna dæmigerðu pólitísku spillingar! í Alþýðublaðinu í gær var frá því skýrt, að ráðherrarnir Albert Guðmundsson og Steingrímur Hermannsson hefðu gert ráðstaf- anir til þess, að Búnaðarbankinn lánaði eða útvegaöi Arnarflugi h.f. lán að fjárhæð 800 þúsund dollara, eða 22,4 milljónir ís- lenskra króna út á væntanlega ríkisábyrgð. Beðið var um þetta lán til fimm ára. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild fyrir fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán fyrir Arnarflug h.f. hefur ekki enn verið rætt í nefnd. Hvað þá að Alþingi hafi afgreitt það. Það er því fullkomnlega óeðlilegt, að ráðherrar beiti sér fyrir lánsfyrirgreiðslu hjá ríkis- banka útá ríkisábyrgð, sem Al- þingi hefur ekki samþykkt. Með þessu er ekki verið að segja, að Arnarflug h.f. eigi ekki fyllsta rétt á ríkisábyrgð af þessu tagi, ef það getur orðið til þess að bjarga fyrirtækinu yfir erfiðleika- tímabil og ef veð eru fyrir hendi. Hins vegar mótast viðbrögð ráð- herranna tveggja af fyrri afskipt- um af Arnarflugi h.f., þegar fé- lagið var nánast knúið til að kaupa gjaldþrota fyrirtæki, Iscargó hf., sem var í eigu „góðra“ flokksmanna í Framsóknar- flokki. Fjármálaherra þvældist inn í það mál sem formaður bankaráðs Útvegsbanka íslands, en Iscargó hafði fengið mikla fjárhagslega fyrirgreiðslu í þeim banka, og langt umfram það sem eðlilegt gat talist á þeim tíma. Það voru því hagsmunir Útvegsbankans að sal- an tækist og bankinn bjargaði aurunum sínum með greiöslum og betri ábyrgðum, en einmitt á þeim tíma þurfti Útvegsbankinn á opinberri aðstoð að halda svo hann mætti rétta úr kútnum. Núverandi forsætisráðherra lét Arnarflugi í té nokkrar áætlunar- flugleiðir gegn því að félagið keypti Iscargó. Þessar flugleiðir hefði félagið getað fengið án nokkurrar greiðslu, þar eð tví- hliða loftferðasamningar voru í gildi á milli íslands og þeirra landa, sem Arnarflug vildi fljúga til. — í þessu máli hefur Arnar- flug h.f. orðið fórnarlamb póli- tiskrar spillingar af versta tagi. Það breytir engu í þessu máli, þótt ríkisstjórnin hafi ákveðið að stinga þeirri dúsu upp í Flugleiðir, að félagið fái niðurfelld lending- argjöld á sama tíma og Arnarflug fær rikisábyrgðina. — Fjárhags- Framhald á bls. 3 Borgarstjórn: __ r __ Einum togara BUR breytt í frystiskip? Á borgarstjórnarfundinum í dag mun Sigurður E. Guðmundsson, fulltrúi Alþýðuflokksins, leggja fram tillögu, sem miðar að því að láta áætla hversu hagkvæmt sé að breyta einum af eldri togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur í frysti- togara þar sem unnt er að vinna og frysta fiskinn um borð. Fyrir áramót lagði Björgvin Guð- Alþýðublaðið hefur greint frá því áður að Davíð Oddsson hafi stund- að það mjög að standa í samninga- viðræðum og undirrita samninga fyrir hönd borgarinnar án þess að hafa samráð við borgarráð og borg- arstjórnarfulltrúa. Hefur hann jafnvel hundsað eigin flokksmenn og því gengið frá málum upp á eigin spýtur án þess að Ijóst sé um meiri- hlutastuðning að baki. mundsson fram i útgerðarráði Bæjarútgerðarinnar sams konar til- lögu, en það var á síðasta útgerðar- ráðsfundi hans áður en ihaldið kaus að bola honum burt. Var tillögunni frestað, en hún hefur ekki verið tek- in fyrir að nýju. Slík málsmeðferð er í hæsta máta óeðlileg, því ljóst er að útgerð þeirra þriggja frystitog- ara sem fyrir eru í landinu hefur Engar ákveðnar reglur, lög eða samþykktir eru í gildi um tilhlýðileg vinnubrögð í slíkum málum og því hefur borgarstjóri getað farið sínu fram að vild, eins og í ísfilm-mál- inu, þar sem borgarráði var kynntur samningurinn aðeins tveimur dög- um fyrir undirritun. Það er þvi að gefnu tilefni sem Sigurður E. Guðmundsson borgar- Framhald á bls. 2 gengið all vel og því sjálfsagt fyrir stærsta útgerðarfélag landsmanna að kanna þennan möguleika. Nauðsynlegt er að fá fram og úr því skorið hvort vilji sé fyrir því að kanna þetta, enda óviðunandi að borgaryfirvöld sitji með hendur í skauti og láti sem engin þróun eigi sér stað. Borgarstjórn stöðvi geðþóttasamninga Davíðs Viðbrögð manna, þegar launin nœgja ekki fyrir mat Fylkingar riðlast og biðlund þrýtur Friður og ró á vinnumarkaði er mikils virði, þegar glímt er við hörmulegar afleiðingar óstjórnar fjölda ára. íslensk verkalýðs- hreyfing gerir sér þessar stað- reyndir ljósar, og þótt læknisráð ríkisstjórnarinnar hafi eingöngu verið blóðtaka hjá launamönn- um, hafa þeir reynt eftir mætti að veita henni svigrúm til aðgerða, í trausti þess, að betri tímar séu framundan. Þótt kjarasamningar hafi verið samþykktir víðast hvar, þá fer það ekkert leynt, að mikil óánægja ríkir innan launþegasamtakanna. Þessi óánægja á sér þá einföldu skýringu, að lágtekjufólk lifir ekki lengur af launum sínum, og ríkisstjórnin hefur nákvæmlega ekkert aðhafst til að leysa vand- ann eftir öðrum leiðum en með kjaraskerðingu. Varla hefur biðlund og ábyrgð íslenskrar verkalýðshreyfingar verið meiri en einmitt nú. Svo langt hefur hún gengið, að undir- rita samninga þar sem lágmarks- laun eru 12.600 krónur. Sá þáttur samninganna er gagnrýni verður og slæmt, að íslensk launþega- hreyfing skuli hafa misst sjónar á einu helsta markmiði kjarabarátt- unnar: Að daglaun nægi fyrir nauðþurftum. En segja má, að þessu hafi verið fórnað í þeim til- gangi, að veita ríkisstjórninni tækifæri til að ná tökum á efna- hagsvandanum. Nú virðist hins vegar Ijóst, að svo stór hópur launamanna hefur hvorki til hnífs eða skeiðar, að böndin bresta áður en langt um líður. Vitað er, að kjarasamning- arnir voru víða samþykktir fyrir orð og áeggjan forystumanna launþegasamtakanna. Víða hefur það aðeins verið brot af félags- mönnum, sem samþykkt hefur fyrir hönd heildarinnar. Má í þeim efnum minna á fund Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, þarsemum 1% félagsmanna sam- þykkti samningana fyrir alla hina. Verkafóik í Vestmannaeyjum sættir sig ekki við kjarasamning- ana, ekki Dagsbrún í Reykjavík og nú hefur Sókn fellt þá. A Húsavík voru samningarnir betrumbættir og fáir vita hver var raunveruleg niðurstaða kjara- samninganna í Straumsvik. Á fundum BSRB að undanförnu hefur komið fram megn óánægja með samningana, en fundarmenn yfirleitt talið rétt að gefa ríkis- stjórninni tækifæri til haustsins. Eftir kennarafundinn mikla í fyrradag getur þó komið upp sú staða að samningarnir verði felld- ir í allsherjaratkvæðagreiðslu, enda kennarar nærfellt þriðjung- ur af félögum í BSRB. — Allt ber þetta að sama brunni. Hvorki rík- isstjórnir né leiðtogar launþega- hreyfinga geta ráðið ferðinni, þeg- ar launakjör eru orðin slík að sult- ur sverfur að. Eða vita menn kannski ekki, að á sumum heimii- um eru menn farnir að selja bæk- ur sínar til að eiga fyrir nauð- þurftum. En á sama tíma og sverfur að launamönnum situr rikisstjórnin ráða og aðgerðalaus. Vissulega á hún úr vöndu að ráða, en vegna helmingaskiptareglunnar, sem ríkir á þeim bæ, verður aldrei- hægt að taka á sukkinu, skatt- svikunum, milliliðakerfinu og öðrum þeim þáttum, sem launa- maðurinn verður að greiða fyrir með vinnu sinni. Þess vegna mun þessi ríkisstjórn ekki ráða við þann vanda, sem framundan er. Það má líkja ástandinu við gufuketil. Þrýstingurinn á katlin- um eykst stöðugt og hann getur sprungið hvenær sem er. Gufan myndast á öllum þeim heimilum, þar sem menn eru nú að berjast við það eitt að bjargast frá degi til dags. Og ríkisstjórnin kyndir undir kötlunum með skilnings- leysi og vítaverðum mistökum, m. a. við fjárlagagerð. — Ef bardag- inn við verðbólguna á að vinnast verður ríkisstjórnin að hefja leit- að peningum annarsstaðar en hjá launafólki —Ág—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.