Alþýðublaðið - 15.03.1984, Side 2

Alþýðublaðið - 15.03.1984, Side 2
2 Fimmtudagur 15. mars 1984 ■RITSTJÓRNARGREIN ■ ■■■■ .... Stefnir í ófremdarástand í húsnæðismálunum Flokksstjóm Alþýðuflokksinsályktaði áfundi sínum sl. mánudag um húsnæðismál og þar vár átalið harðlega sinnuleysi ríkisstjórnarinn- ar í húsnæðismálum. Það er óþarfi að rifja það upp, að húsnæðis- málin voru eitt aðaimál kosninganna í fyrra og núverandi stjórnarflokkar voru með yfirboð og gylliboð af ýmsum toga í þeim efnum. Hús- byggjendum og íbúðakauþendum var lofað gulli og grænum skógum af sjálfstæðismönn- um og f ramsóknarmönnum. Margt hefur breyst frá því þá. Langflest stóru loforðin frá í kosn- ingabaráttunni sl. vor hafa verið svikin. Meira að segjaerþróunin í öfugaátt; dregið hefurver- ið úr þrótti hins opinbera húsnæðislánakerfis og var þó nóg að gert í þeim efnum í tíð Svavars Gestssonar sem féiagsmálaráðherra, þegar raungildi húsnæðislánanna fór stiglækkandi. Nú erástandiðáð verðaþannig, að Húsnæð- , isstofnun getur ekki einu sinni ráðið viö þær skuldbindingarsem á hana eru lagðar; hún sér ekki fram áað geta lánað íbúðakaupendum og húsbyggjendum þær lágmarksupphæðir, sem þeireiga þó rétt á. Er nú rætt um nauðsyn þess að fresta stórum.hiuta útlána, sem til greiðslu eiga að koma á hausti komandi, eitthvað fram á næsta ár. Þetta orsakar ekki einungis veru- lega lækkun á raungildi lánanna, heldur og skapar þetta að sjálfsögðu ómælda erfiðleika fyrir það fólk, sem hefur gengið út frá því að fá sína lánafyrirgreiðsiu áákveönum tíma í haust, en fær svo ekki vegna svika ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur því ekki aðeins svikið lof- orð um stórkostiegar úrbætur í húsnæðismál- unum, heldur hefur hún búið svo um hnútana, að draga verður enn úr lánveitingum frá þvf sem verið hefur. Var þó varla bætandi þar á. Sömu sögu er að segja um hið félagsiega íbúðakerfi. Þar áætlar ríkisstjórnin einnig að skref verði tekin afturábak. Um þessi mál sagði m.a. í ályktun flokksstjórnar Aiþýðuflokksins: Samkvæmt frumvarpi til lánsfjárlaga er fyrir- hugað að stöðva algerlega nýjar framkvæmdir í verkamannabústöðum og seinka fram á árið 1985 stórum hluta þeirra bústaða sem lofað var að afhenda á þessu ári. Jafnframt er gert ráð fyrir að almenn lán til nýbygginga og til kaupa á eldri íbúðum dragist saman um nærfellt fjórðung. Samkvæmt þessu má áætla að upp undír 1000 fjölskyldur verði fyrir töfum á af- hendingu fbúða eða afgreiðslu lána á árinu, ef svo fer fram sem horfir.“ m I flokksstjórnarsamþykktinni er einnig bent á þau sannindi, að þrátt fyrir þennan gífurlega niðurskurð f húsnæðislánakerfinu, þá hafi rík- isstjórnin ekki einu sinni tryggt fjármagn til að standa undir þeim lánum sem hún þó fyrirhug- ar að greidd verði út. Vantar hundruð milljóna upp á að það dæmi gangi upp. Og ekki er að sjá að rfkisstjórnin ætli að taka á sig rögg í þessum málum, þvf engar tillögur hafa f ram komið hjá ríkisstjórninni um að bæta úr ástandi þessara mála og allar yfirlýsingar ráðherra stangast á. í lok ályktunar flokksstjórnar Alþýðuflokks- ins segir: Flokksstjórnin varar eindregið við þessari þróun málaog krefst þess að húsnæð- islánunum verði komið á viðunandi grundvöll þegar f stað þannig að mikill fjöldi fólks verði ekki fyrir stórkostlegum áföllum vegna van- efnda ríkisstjórnarinnar.“ — GÁS Aslaug 4 reynir að bæta stöðu sína nteð því að fara á endurmenntunarnám- skeið hjá Námsflokkunum,— ríkið hefur ekki séð ástæðu til að lög binda slíka endurmenntun. — Síð- an sækir hún um vinnu, full bjart- sýni. Nafnið er skrifað niður og biðin hefst. En það hringir hvorki sími né berst bréf. Hún hefur verið dæmd úr leik. En kannski á hún smugu að komast i fisk eða vera á símaborði. í fiskinum tekur við áframhald- andi réttindaleysi, og öryggisleysi. Það má senda hana heim með viku fyrirvara. Kannski er henni bara sagt að fara í spilaklúbb eða að hún sé lið- tæk í góðgerðarfélag. Ekki geri ég lítið úr því. En hver er uppskera allra áranna? Hvar er rétturinn til þess, sem er afrakstur ævistarfs. Spyrji sig hver og einn. — Kannski má dunda í garðinum, ef eignin leyfir slíkt. Svo má sitja og prjóna og láta útlendinga græða á vinn- unni, og þannig að dútla ýmislegt, þar til þjóðfélagið loks veitir heima- vinnandi húsmæðrum athygli, og fer að senda þeim ellistyrkinn. Um þetta leyti fer hringurinn að lokast. Meira var það ekki frá mér.Ég vona aðeins,. að fyrr en síðar verði staða okkar hóps þannig, að þjóð- félagið minnist okkar áður en við komumst á ellilaun eða í minning- argrein í Mogganum. Borgarstjórn 1 fulltrúi leggur fram á borgarstjórn- arfundinum í dag tillögu þess efnis, að borgarstjórn samþykki að leggja fyrir borgarstjóra að hafast eigi frekar að við samningaviðraeður í nafni Reykjavíkurborgar án vit- undar og heimildar borgarráðs og borgarstjórnar. í samtali við Alþýðublaðið sagði Sigurður að það væri algjörlega óviðunandi að borgarstjóri væri semjandi út og suður án vitundar- vilja borgarfulltrúa. Nú sé nóg komið og tímabært að hreinlega banna honum slíkt.,,Hér er ekki um árás á borgarstjóra að ræða, heldur einungis að borgarstjórn beini því til hans að hann haldi ekki áfram uppteknum hætti‘, sagði Sigurður. Agnar 1 síðasta ár. Þá sagði Agnar að ekki hefði enn reynt á það nákvæmlega hvort fyrirtækið ætti veð upp í lán- ið, enda tekur matsuppgjör langan tíma og í mörg horn að líta. Hvað varðar beiðni um fyrir- greiðslu vegna láns að fjárhæð 800 þúsund dollara sem fram hefur komið með afskiptum Alberts Guðmundssonar, Steingríms Hermannssonar og Matthíasar Bjarnasonar vildi Agnar ekki tjá sig, en sagðist ekki vita hvað ráð- herrar væru að tala um við Búnað- arbankann. Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í lögsagnarumdæmi Keflavíkur- flugvallar 1984. Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1984 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1983 eða fyrr. a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 9 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnu- skyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg. að leyfðri heildarþyngd skulu fylgja bifreið- um til skoðunar. 2. Aðrar bifreiðiren greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn fyrir árslok 1981. Sama gildir um bifhjól. Skoðun ferfram í húsakynnum bifreiöaeftirlitsins að Iðavöllum 4, Keflavík eftirtalda daga, kl 08-12 og kl. 13-16. Mánudaginn Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudaginn 19. mars J -1 - J -100 20. mars J -101 - J - 200 21. mars J - 201 - J - 300 22. mars J - 301 - J - 400 23. mars J - 401 - J og yfir Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild öku- skirteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorö um að vátrygging ökutækis sé í gildi. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júll 1983. Vanræki einhver að færa skoðunarskylt ökutæki til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr um- ferð hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn 12. mars 1984. á Kef lavíkurf lugvelli, Skagaströnd — sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Höfðahrepps, Skagaströnd er laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 30. mars nk. Allar frekari upplýsingar gefur oddviti í síma (95)4651 og sveitarstjóri í síma (95)4707. Hreppsnefnd Höfðahrepps. Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Kópavogi verður haldin laugardaginn 17. mars í félagsheim- ilinu annarri hæð. Árshátíðin hefst með borðhaldi kl. 20. Veislustjóri verður Þráinn Hallgrímsson. Fjölbreytt skemmtiatriði. Hljómsveitin Alfa Beta leikur fyrir dansi. Fjölmennið. Stjórnin. Fundur í Borgarmálaráði Alþýðuflokksins Fundur verður haldinn í Borgarmálaráði Alþýðu- flokksins í Reykjavík n.k. mánudag 19. mars kl. 5 síðdegis, á venjulegum fundarstað að Austur- stræti 16 efstu hæð. Mikilvæg mál á dagskrá. Formaður. Kvennfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Heldur fund fimmtudaginn 15. mars kl. 20.30 í Al- þýðuhúsinu Hafnarfirði. Gestur fundarins verður: Jóhann Ágúst Sigurðsson, héraðslæknir. Félagskonurfjölmennið og takið með ykkurgesti. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.