Alþýðublaðið - 16.03.1984, Page 4
alþýðu-
■ H hT'JT'M
Föstudagur 16. mars 1984
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson.
Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, simi 81866.
Setning og umbrot: Álprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
I
Áskriftarsíminn
er 81866
Danska stjórnin
styrkir
dagblaðaútgáfu:
Það er langtum víðar en á íslandi
að útgáfa dagblaða og annarra
blaða er styrkt af almannafé. Þykir
það nauðsynlegt til að styrkja og
tryggja frjálsa skoðanamyndun í
þjóðfélaginu og koma í veg fyrir
algjöra einokun fjársterkara afla í
fjölmiðlaheiminum.
Hægri öflin, sem í flestum lönd-
um búa yfir hvað mestum blaða-
kosti, hafa þó ævinlega haft horn í
síðu þessara mála og vilja að aug-
lýsendur og fjármagnið ráði algjör-
lega ferðinni. Nú nýlega mælti
t.a.m. Poul Schlúter forsætisráð-
herra Danmerkur fyrir tillögu í
danska þinginu, þar sem gert er ráð
Ríkisstyrkur upp á
14 danskar milljónir
fyrir þvi að stuðningur til blaðaút-
gáfu frá hinu opinbera lækki úr 22
milljónum danskra króna í 14 millj-
ónir. Hins vegar vill Schlúter ekki
ganga svo langt að skera algjörlega
á stuðning af þessu tagi.
í tillögu Schlúter er gert ráð fyrir
að þessi upphæð fari m.a. í að
styðja uppbyggingu og endurbætur
hjá þeim blöðum sem þegar eru fyr-
ir hendi og einnig að hluti upp-
hæðarinnar fari til að styrkja nýjar
útgáfur.
Þessi mál hafa á stundum verið
umdeild hér á landi, en mikill meiri-
hluti þingmanna hefur þó álitið að
tryggja verði eftir fremsta megni að
upplýsingamiðlun verði ekki alfar-
ið á hendi örfárra aðila, sem allir
eru á hægri væng íslenskra stjórn-
mála. Þess vegna hefur ákveðinni
Framhald á bls. 2
„Vargar
völdin
í Alþýðublaðinu 22. febrúar sl.
birtist vísukorn sem kunningi
blaðsins SÞE hafði sent, en í
annarri visunni kom fram orð-
skekkja er gerði merkingu hennar
kolranga.
Hér birtist vísan aftur og nokkrar
aðrar sem SÞE hefur verið svo
vænn að senda okkur.
Ekki batnar íhaldið
Afturábak og út á hlið,
anga sína krabbar glenna.
En ekki batnar íhaldið,
út um borð hjá Denna.
ísfilm hf.
ísfilm var stofnað, enginn fær séð
hver eignast þar feitastan bita.
Fallega gert af Flugleidum
að setja budduna sina undir
lekann á ríkiskassanum ...
girnast
Þó láðist að taka þann langskásta
með,
sá lagt gat fram grjótnógan hita.
Grjónagrautur
Matarleysi er mesta þraut,
mögnuð af grunnfærninni.
Þá étur Denni grjónagraut,
góðan hjá Eddu sinni.
Vargar.
Vargar girnast völdin há,
vegsemd hlýtur sá sterki.
Og grimmasti ránfugl sem ísland á,
er þeirra skjaldarmerki.
MOLAR
Forsetaframbjóðandinn
Margir muna vafalaust eftir þessu
glæsimenni. Ef ekki, þá skal upp-
lýst, að hér fer enginn annar en
fyrrverandi forsetaframbjóðandi
í Frakklandi, trúðurinn Coluche.
Eins og menn muna bauð hann
sig fram í forsetakosningunum í
Frakklandi 1981, þegar Mitter-
rand og Estaing börðust og hion
fyrrnefndi hafði betur. Að vísu
dró Coluche sig í hlé áður en til
kosninganna sjálfra kom, en á
tímabili var hann einkar virkur í
kosningabaráttunni og varð vel
ágengt; hlaut í skoðanakönnun-
um heil 10% atkvæða.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
Coluche í kosningamundering-
unni, þegar sú uppákoma stóð
sem hæst. Skyldi nokkurn undra
þótt forsetaframboð hans hafi
vakið athygli í Frakklandi og
heiminum öllum?
TIL UMHUGSUNAR
Vilja kjósendur einveldi ráð-
villts íhaldsflokks yfir sig?
Fyrir 55 árum sáu íhaldssamir
stjórnmálamenn, atvinnurekend-
ur og embættismenn að eitthvað
yrði að gera til að stemma stigu
við uppgangi verkamanna og
bænda. Þessar undirokuðu stéttir
virtust ekki sætta sig lengur við
óþolandi kjör, hverfandi atvinnu-
öryggi, réttindaleysi og slæman
aðbúnað.
Þá höfðu í þrettán ár verið við
lýði flokkar verkalýðs og bænda.
Atvinnurekendavaldið og já-
bræður þeirra úr hópi stjórnmála-
manna og embættismanna,
höfðu verið klofnir vegna and-
stæðra hagsmuna. Útgerðarauð-
valdið og verslunarauðvaldið
höfðu ekki getað tekið ótvírætt
saman, nema í almennri afstöðu
um að skipan þjóðfélagsins skyldi
miðast við eignarréttinn óg einka-
framtakið. En nú var ógnun
stéttaflokkanna orðin slík að i-
haldið varð að snúa bökum sam-
an. Þingmenn íhaldsflokksins og
Frjálslynda fiokksins komu sam-
an og stofnuðu Sjálfstæðisflokk-
inn.
Vissulega tóku að styðja flokk-
inn verkamenn og bændur. En
öflugustu stuðningsmennirnir
voru eignamenn, hagsmunasam-
tök þeirra, embættismenn og
millistétt. Frá upphafi var aðstaða
flokksins mun betri en hinna
flokkanna, hann átti fylgi að
fagna og sterk ítök þar sem slíkt
skipti megin máli. Þar sem fjár-
magnið var, í ríkisbönkunum, í
Háskólanum, í dómskerfinu
o.s.frv.
Þrátt fyrir sameininguna er
ljóst að ávallt hefur ríkt togstreita
innan flokksins. Frá upphafi
deildu útgerðarmennirnir við
verslunarmennina um gengismál-
in. Síðan hafa ótaldar krísur herj-
að á flokkinn, fljótlega eftir
stofnunina missti flokkurinn lið
yfir til nasista og reyndar hafði
flokkurinn við þá samvinnu í
kosningum. Upp úr 1940 fór að
gæta mikillar óánægju innan
verslunarauðvaldsins sem endaði
með því að stofnaður var Þjóð-
veldisflokkurinn. Enn sauð upp
úr þegar verslunarauðvaldið opin-
beraði óánægju sína með flokks-
agann og ríkisumsvifin og þá var
Lýðveldisflokkurinn stofnaður
1953.
Ágreiningurinn og hagsmunaá-
rekstrarnir hin síðari ár eru mönn-
um svo í fersku minni að ekki þarf
að rifja upp í löngu máli. Gunn-
arsar.nur hefur slegist við Geirs-
arm og Albertsarmur slegist við
hvað sem fyrir kann að hafa verið.
Menn hafa hrósað og menn hafa
rakkað niður leiftursóknarstefnu.
Um þessar mundir er Albertsarm-
urinn í heilögu stríði við flokks-
eigendaveldið.
Og hvernig tekur svo flokksfor-
ystan í afstöðu hinna almennu
stuðningsmanna þegar þeir fá
vinsamlegast að tjá sig? Fyrir því
eru ágæt dæmi. T.d. nú fyrir
nokkrum árum við prófkiör
flokksins í feykjavík. Þá fengu
prófkjörsþátttakendur, auk þess
að raða frambjóðendum, að svara
þremur spurningum ef rétt er
munað. Ein þeirra laut að
Aronskunni svo kölluðu. Hvort
Varnarliðið ætti að taka þátt í
kostnaði við vegagerð, brúargerð
og þess háttar.
Drjúgur meirihluti prófkjörs-
þátttakenda greiddi atkvæði með
Aronskunni, hinn almenni stuðn-
ingsmaður flokksins var því með-
mæltur að fram kæmi framlag
Varnarliðsins til þessara fram-
kvæmda. Ætla skyldi að flokks-
Framhald á bls. 2
Hver borgar hvað í tekjuskatt?
Jóhanna Sigurðardóttir hefur
lagt fram fyrirspurn til Alberts
Guömundssonar fjármálaráherra
um innheimtu tekjuskatts.
Spyr Jóhanna Albert hverju inn-
heimtur tekjuskattur á árinu 1983
hafi numið og hvernig hann hafi
skipst á eftirtalda aðila: einstakl-
inga, einstaklinga með atvinnu-
rekstur, hlutafélög, samvinnufélög
og sameignarfélög.
Þá spyr Jóhanna hversu margir
greiddu tekjuskatt á árinu 1983
samkvæmt sömu sundurliðun og
hér að ofan og hver hafi verið fjöldi
skattskyldra aðila, sundurgreint á
sama hátt.
„Sannleiksást“ eða
ólæsi!
Tíminn gaumgæfir í fyrradag
niðurstöður skoðanakönnunar
DV, og er voðalega hreint undr-
andi á því, að Framsóknarflokk-
urinn skuli ekki bæta við sig
meira fylgi. Svo kemst blaðið að
þeirri niðurstöðu, að stjórnarand-
stöðuflokkarnir tapi fylgi, nema
kvennaframboðið. Ekki tekst
okkur að lesa þessa niðurstöðu út
úr könnuninni. Alþýðuflokkur-
inn einn stjórnarandstöðuflokka
bætir við sig fylgi frá því í októ-
ber-könnun; úr 8,2% í 9,4%.
Kvennalistinn fer hins vegar úr
7,2% í 4,9%, eða tapar 2,3%.-
Annað hvort er hér á ferðinni
dæmigerður Framsóknar-sann-
leikur eða bara hreint og klárt
ólæsi. Úrklippurnar segja alla
söguna.
Athyglisvert er að stjórnarandstöðuflokkarnir tapa fylgi, nema helst
kvennaframboðið, sem stendur svo gott sem í stað. En stjórnarandstað-
an hefur ekki verið svo beysin að von sé til að hún veki traust kjósenda.
Ef aöeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar
þessar: Til samanburðar eru niðurstöður skoðanakönnunar DV í
október og úrslit síðustu þingkosninga:
Nú I okt. Kosn.
Alþýðuflokkur 9,4% 8,2% 11,7%
Framsóknarflokkur 17,0% 14,8% 19,0%
Bandalag jafnaðarm. 2,7% 3,7% 7,3%
Sjálfstæðisfl. 51,1% 47,9% 39,2%
Alþýðubandalag 14,9% 18,0% 17,3%
Samtök um kvennal. 4,9% 7,2% 5,5%