Alþýðublaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 1
„Kókus, jókus, pókus og lögin að engu gerð“ Ekki eru þeir jafnir fyrir lögunum Jón og séra Jón! Fimmtudagur 26. apríl 1984 Kjaradeila sjómanna og útgeröarmanna til sáttasemjara:_ Mikið ber á milli „Kókus, jókus, pókusdeila" — fjármálaráðherra og Mjólkur- samsölunnar hefur vakið mikla athygli. Ráðherrann hefur gert kröfu um að framfylgt sé gildandi lögum um greiðslu á söluskatti vegna sölu á tilteknum vörum. Það var að vísu heldur skítt að svo skyldi til takast, að krafist var þessarar hækkunar á mjólkur- drykkjum á sama tíma og ýmsir svaladrykkir lækkuðu í verði. En hvað um það? Fjámálaráðherra virðist í full- um rétti að heimta söluskatt af þessum vörum. En þá bregður svo við, að allur Framsóknarflokkur- inn verður vitlaus og lagt er fram frumvarp til laga á Alþingi um að fella niður söluskatt af þessum vörutegundum. Þar með hefur það verið staðfest, að alla tíð hefði átt að greiða söluskatt, og hér væri á ferðinni raunverulegt lagabrot, langt aftur í tímann. í umræðum um þetta mál hefur verið ógjörningur að fá upplýst hvernig verð á þessum vöruteg- undum er reiknað út. Verðlags- grundvöllurinn er leyndarmál, sem neytendum kemur fjanda- kornið ekkert við. Eins og fyrr eru neytendur réttlausir í samskiptum við ráðamenn í sölumálum land- búnaðarafurða. — Þessi leynd gefur auðvitað byr undir báða vængi þeim hugmyndum, að verð- lagningin fari eftir öðrum hags- Verðbólguhraðinn 16,2% ogfer hœkkandi: munum, en hagsmunum neytenda og framleiðenda. Hún sé fremur miðuð við hagsmuni milliliðanna, sem þurfa að framleiða svo margt annað í samkeppni við önnur fyrirtæki í landinu, t.d. ávaxta- safa. Allt er þetta mál hið undar- legasta, en það sem upp úr stend- ur er það, að hér á landi eru ekki allir jafnir fyrir lögunum. Ef hér hefði átt í hlut lítið fyrirtæki í einkaeign, eða einstaklingur, sem hefði verið að dunda við einhverja framleiðslu, er hætt við að annað hljóð hefði komið í strokkinn. Hefðu slíkir orðið uppvísir að „söluskattsvikum“ til margra ára, hefði ekki verið hikað við að fara dómstólaleiðina. Líklega hefði saksóknara ríkisins verið tilkynnt um málið, og eigandi eða forstjóri fengið heldur betur orð í eyra. En hér sannast að sitthvað er að heita Jón eða séra Jón. Þegar samtök undir verndarvæng stjórnmálaflokks eiga í hlut, er bara lagt fram frumvarp til að gera verknað þeirra lögmætan. Þeir menn sem slíkt frumvarp leggja fram og eru fulltrúar á löggjafarsamskundu þjóðarinn- ar, eiga auðvitað að skammast sín. Þeir eru eingöngu að biðja Alþingi að staðfesta óréttmætan verknað. Og svo mikið liggur við að fjórir ráðherrar eru settir í sáttanefnd til að geta sagt einni Nálgast 20% að óbreyttu Kjaradeilu sjómanna og útgerð- armanna hefur verið vísað til sátta- semjara, en síðasti viðræðufundur aðilanna átti sér stað í gær. Að sögn Óskars Vigfússonar, forseta Sjómannasambandsins, hefur hvorki gengið né rekið í við- ræðum aðilanna hingað til. „Ef eitthvað þá hefur færst fjær samkomulagi, það ber mikið á milli. Þannig að eins og nú horfir er ekki útlit fyrir lausn í bráð. Það er einkum eitt atriði sem setur stórt strik í reikninginn, en það er að engin ákvæði hafa verið í samn- ingunum um úthafsrækjuveiðina og skiptir miklu fyrir alla að ganga frá þessu í samningana. Ég hygg að það sé vilji fyrir hendi hjá útgerðar- mönnum til þess, það verður að ger- ast ef ekki á að koma til átaka. Að öðru leyti virðist helst stranda á því röddu: „Kókus, jókus, pókus“, allt í himnalagi. Fjármálaráð- herra, sem að þessu sinni, heldur fram réttum málstað verður látinn fara með hlutverk galdramanns- ins. Göfugt hlutverk að tarna. að fyrir hendi sé hjá útgerðarmönn- um raunverulegur vilji til að setjast niður og leysa máliný sagði Óskar. Óskar Vigfússon febrúar byrjun. Svarar það til þess að verðbólguhraöinn sé um þessar mundir 16.2%, miðað við óbreytta þróun vísitölunnar næstu mánuði. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði nokkru meir nú í apríl en í mars, 1.42% á móti 1.09 í mars. Eftir stöðuga lækkun verðbólgunn- ar frá því núverandi stjórn tók við virðist sem hún hafi nú hætt að lækka og sígi jafnvel upp á við á ný. Miðað við „miðsetta" 4 mánaða hækkun stefnir verðbólguhraðinn upp í 20% um þessar mundir með sömu þróun, en verðbólgan hefur síðustu 12 mánuði verið um 50%. Af fyrrgreindri 1.42% hækkun vísitölunnar frá mars til apríl stafa 0.4% (28 af hundraði) af hækkun tóbaksverðs og 0.2% af hækkun áfengisverðs (14 af hundraði). Aðr- ar vísitöluhækkanir eru þessar helstar: Verðhækkun á kjöti 0.2%, á fatnaði 0.2% og á nokkrum þjónustuliðnum 0.35%. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði frá mars til apríl nokkru meir en framfærsluvísitalan eða um 2.08%, nær helmingi meir. 80. tbl. 65. árg. Hagstofan hefur reiknað út hækkun vísitölu framfærslukostn- aðar miðað við verðlag í byrjun þessa mánaðar og reyndist hún vera 102.53 stig, miðað við 100 stig: í Verður NT óháð framsóknarvaldinu — eða fjarstýrt af Steingrími og co? Nútíminn hefur nú séð dagsins ljós. Fyrsta tölublaðið kom út í fyrradag. Útlitsbreytingar frá gamla Tímanum eru verulegar. Umbroti hefur á margan hátt ver- ið gjörbylt; blaðið er litskrúðugra en fyrr og í stað fimm dálka á hverri síðu, er Nútíminn brotinn um með sex dálkum. Á hinn bóg- inn dregur hið nýja blað dám af fyrirrennara sínum á margvísleg- an hátt. Dagblaði verður ekki breytt á einni nóttu með útlits- breytingum einum. Starfsfólkið er að kjarna til hið sama þótt fjölgað hafi verið í þeim hópi, eigendur blaðsins eru að stofni til þeir sömu —Framsóknarflokkur- inn og framsóknarmenn. Sumir vilja ætla að hér séu á ferðinni nýir belgir utan um gamla gallsúra vínið. Aðrir vonast til þess að NT megni að brjóta sér leið út úr því þrönga fari, sem gamli Tíminn hefur verið fastur í um áratugaskeið. Og víst er það, að tilskrifin í fyrstu tveimur tölublöðunum bera með sér ferskan blæ lausan við hið þunga og hæga stef íhald- seminnar á gamla Tímanum. Og hinn nýi ritstjóri, lofar nýju blaði, nýrri og víðsýnni pólitík. Sagt er að Magnús Ólafsson ritstjóri Nútímans muni hafa til- tölulega frjálsar hendur frá eig- endum blaðsins. A.m.k. er látið að því liggja í skrifum blaðsins og loforðum um óháða og hlutlæga fréttamiðlun. Þórarinn Þórarins- son sem verið hefur ritstjóri Tímans um langt árabil mun halda áfram störfum og sjá um hin beinu pólitísku skrif — leið- araskrif og annað þess háttar. Hann mun sem sé kappkosta að dansa á ótraustri og sveiflandi flokkslínu Framsóknarflokksins. En hversu mikið er svigrúmið ritstjórnarinnar í raun, ef gengið er út frá hugheilum vilja hennar til að gefa út „hlutlaust, hart og krefjandi fréttablað“ eins og hinn nýi ritstjóri blaðsins hefur nefnt það? Og hversu langt verður starfsmönnum blaðsins leyft að ganga hvað varðar „frjálslynd og umbótasinnuð“ stjórnmálskrif „í anda samvinnu og félagshyggju"? Hinn nýi ritstjóri hefur einnig sagt frjálshyggju og markaðs- hyggju stríð á hendur í blaðavið- tölum og sagt þessa stjórnmála- stefnu „óalandi öfgar sem eiga ekkert erindi á sker okkar íslend- inga“. Ef Nýtíminn verður sannur þessum yfirlýsingum ritstjórans þá hlýtur Alþýðublaðið að bjóða hann velkominn i hóp þeirra blaða sem berjast gegn vinnu- brögðum og stefnumiðum núver- andi ríkisstjórnar, sem hefur svar- ið sig í ætt við römmustu aftur- halds- og íhaldsstjórnir í Evrópu. Framsóknarflokkurinn hefur í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi grafið djúpt í jörðu hugsjónir félagshyggjunnar og samvinn- unnar, en tekið heilshugar þátt i heilagri baráttu Sjálfstæðis- flokksins gegn félagshyggju í landinu — tekið þátt í tilraunum til að afsósíalísera þjóðfélag okk- ar. í stjórn útgáfufélagsins Nú- tímans, sem stendur að útgáfu hins nýja blaðs eru einvörðungu framsóknarmenn. Það er fyrir- liggjandi að stór hópur flokks- manna i Framsóknarflokknum er allt annað en ánægður rneð hinn nýja hægri stíl sem forystan hefur tileinkað sér í yfirstandandi ríkis- stjórnarsamstarfi. Hins vegar er Framsóknarflokkurinn einkar miðstýrður flokkur og forysta hans hefur lítið aðhald frá al- mennu flokksfólki. Óánægja inn- an flokksins er kæfð niður. Gan- grýni á forystusveitina er sömu- leiðis mjög illa séð. Höfuðspurningin er því sú hvort NT fái raunverulegt frelsi frá flokksvaldinu eða hvort heng- ingaról Steingríms og co verði þétt um háls ritstjórnarinnar. En það er fyrirliggjandi að útbreiðsla NT og áhrif byggjast á því hvort blað- ið nær að slíta sig frá þúfnagangi flokksvaldsins eða ekki. Ef Nú- tíminn verður eitthvað í líkingu við gamla Tímann hvað varðar fréttamat og efnistök, þ.e. hjá- leiga hinna stjórnarblaðanna tveggja, Dagblaðsins og Morgun- blaðsins, þá er næsta víst, að þessi útrás Nútímans, þessi um margt merka tilraun til að hnekkja ofur- valdi hins tvíhöfða þurs dag- blaðaheimsins —DV og Mbl. —, fer út um þúfur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.