Alþýðublaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 26. apríl 1984 2, RITSTJÓRNARGREIN. Húsnæðislánakerfið á brauðfótum n úsnæðislánakerfið er á brauðfótum. Það er staðreynd, sem þarf ekki að koma neinum á ó- vart. Að þessu ófremdarástandi hefur stefnt hin síðustu misseri. í ár tekur hins vegar út yfir allan þjófabálk i þessum efnum. Þrátt fyrirstór orð stjórnarflokkanna um róttækar betrum- bætur í húsnæðismálunum hefur þróunin ver- iö öll á hinn verri veg frá því núverandi ríkis- stjórn tók við stjórnartaumunum. Það vantar enga smáaura til að fylla gatið í húsnæðislánakerfinu. Það gat liggur einhvers staðar nærri einum milljarði króna. Þau eru fleiri götin, sem stjórnarherrarnir standa ráð- þrota yfir, en ríkisfjármálagatið eitt. Og hug- myndir ráðherra ganga ekki í þá átt aö fylla þetta gat í húsnæðismálunum og reyna með því að standa vió a.m.k. einhvern hiuta þeirra loforða, sem þeir gáfu í kosningabaráttunni fyrir réttu ári síðan. Nei, þvert á móti er dag- skipunin þessi f stjórnarráóinu þegar húsnæð- islánin eru annars vegar: Skipulagt undanhald. Þannig er búið að setja stopp á allar nýjar fram- kvæmdir í hinu félagslega húsnæðislánakerfi. Það þýðiraðekki verðurbyrjað áneinum nýjum verkamannabústöðum á þessu ári. Það viröist líka fyrirsjáanlegt að bygginga- sjóður rikisins mun ekki geta staðið við skuld- bindingar sínar samkvæmt lögum gagnvart húsbyggjendum og íbúðakaupendum. Ef ekki verður gripið i taumana hið fyrsta, þá mun byggingasjóðurinn ekki hafa neina peninga til að lána fólki. Þegar fólk kemur að sækja hús- næðislánin sfn í haust getur staöan allt eins verið sú, að því verði snúið til baka með þeim skýringum að allt fjármagn sé uppurið; ekki sé hægt að greiða út lánin. Og það er ekkert frá- leitt að þetta verði niðurstaöa mála á síðari hluta þessa árs. Meira að segja ganga hug- myndir stjórnvalda beinlínis út á það, að fjár- hagsvandinn í húsnæðislánakerfinu verði að hluta til leystur þannig, að frestað verði útborg- un lána fram á næsta ár. Aiþýðuflokksmenn hafa ekki stundað yfir- boð i húsnæðismálum, hvort sem kosningar eru innan seilingar eður ei. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar lagt fram markvissar og raun- hæfar tillögur til eflingar hinu opinbera hús- næðislánakerfi. í tíð Magnúsar H. Magnússon- ar á stóli félagsmálaráðherra 78—80 var lagö- urgrunnuraðtraustri uppbyggingu þessakerf- isog markmiðin voru byggð aákveðinni fjáröfl- un til þessa verkefnis, en ekki eins og aðrir flokkar hafa gjarnan sett málið fram, þ.e. lofa gulli og grænum skógum en „gleyrna" því síð- an aö fjalla um það hvernig að fjármögnun skuli standa. Itarlegar tillögur Magnúsar kom- ust þvf miður ekki til framkvæmda. Svavar Gestsson fyrrum félagsmálaráðherra fór aðrar leiðir í sinni ráðherratíð 1980—83. Afleiðing- arnar þekkja allir: Hann stóð á rústum hins al- menna húsnæðislánakerfis (lok síns ráðherra- ferils. Og ekki hefur betra tekið við í tíð Alexanders Stefánssonar núverandi félagsmáiaráðherra. Hann hefur algjörlega lúffaö fyrir stjórnsöm- um fjármálaráðherra sem hefur margítrekað sýnt andúð sína á eflingu hins almenna hús- næðislánakerfis. Og þrátt fyrir loforð um átak I þessum málum, þá hefurekkert orðið úr efnd- um hjá núverandi félagsmálaráðherra. Hann skipuleggur aðeins undanhald og frekari nið- urskurö. Þessa dagana leggja þingmenn Alþýðu- flokksinsfram tillögurslnarog hugmyndirá Al- þingi um átak i húsnæöismálunum. í þeim er miðað að framsókn og aukinni aöstoð til hús- byggjenda og íbúðakaupenda s.s. hækkun lána. Jafnframt eru tilnefndir valkostir til að standa undir fjárvöntun byggingarsjóðanna. Fróðlegt verður að fylgjast með niðurstöðum þessara mála á þingi á næstu vikum. - GÁS Aðalfundur KRON 68 % af eignum Eigið fé 47. aðalfundur Kaupfélau.s Kcykjavíkur og nágrennis var hald- inn að Hótel Sögu. Fundinn sóttu 111 lulltrúar. Fundarstjórar voru kjörnir Bald- ur Óskarsson og Hermann Þor- steinsson og fundarritarar Eysteinn Sigurðsson og Ásgeir Höskuldsson. Ólafur Jónsson, stjórnarfor- maður.og Ingólfur Ólafsson, kaup- félagsstjóri, fluttu skýrslur um rekstur og hag félagsins á liðnu ári. Rekstrarafkoma félagsins var ívið betri en árið áður. Heildarvörusala félagsins að frádregnum söluskatti var 260 milljónir og er það um 60% aukning frá fyrra ári. Niðurstaða efnahagsreiknings er 171.860 þús- und, þar af eigið fé 117 milljónir eða 68% af eignum. Rekstrarhagnaður varð 6.3 milljónir. Afsláttarkort voru gefin út á árinu og var afsláttartímabilið frá 20. október til 19. desember. Stærsta verkefni KRON á sl. ári var að koma Miklagarði á fót og meginverkefnið á þessu ári verður að tryggja rekstur Miklagarðs jafn- framt því að treysta rekstur búða félagsins. Einnig verður unnið áfram við byggingu verslunarhúss við Furugrund í Kópavogi og stefnt að því að opna þar verslun á þessu ári. Kjörtíma í .stiórn KRON höfðu lokið Ólafur og Böðvar og báðust undan endurkjöri, en í þeirra stað voru kosnir, ásamt Ásgeiri, þeir Þröstur Ólafsson og Kjartan Ólafs- son. Annar endurskoðandi félags- ins, Gunnar Grímsson, hafði lokið kjörtima. Gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs og í hans stað var kosinn Jörgen Þór Halldórsson. Varaendurskoðandi var kjörinn Baldvin Einarsson í stað Björns Stefánssonar, sem er fluttur af félagssvæðinu. Á fundinum voru kosnir 18 fulltrúar á aðalfund Sam- bandsins. Á fundinum var samþykkt tillaga frá 6. deild KRON þar sem talið var miður að Samband íslenskra sam- vinnufélaga skuli hafa gengið til samstarfs um ísfilm h.f. og talin nauðsyn á að taka það mál til um- ræðu á aðalfundi Sambandsins. Einnig var samþykkt eftirfarandi tillaga um umfjöllun um skattamál samvinnufélaga að undanförnu. „Aðalfundur KRON 1984 átelur harðlega ítrekaðar árásir á KRON og alla samvinnuhreyfinguna og mótmælir tilefnislausum fréttaflut- ingi um skattafríðindi samvinnu- félaga. Samvinnuhreyfingin hefur ekki skattfríðindi umfram önnur rekstrarform og óskar ekki eftir þeim. Hins vegar tekur fundurinn ein- dregið undir kröfu almennings um stórlega hert efíirlit með skilum á söluskatti og óskráðum rekstri í iðnaði og viðskipum“ Helmut 4 almennt. Það ætti að vera sjálfsagt mál að ná Iausn í slíkum málum. Akkúrat eins og þjóðirnar verða að hafa fjárlög hversu mikil óeining ríkir um þau.“ Schmidt sagði hreint út að nú þyrfti að „slátra slatta af heilögum kúm“ og það ætti ekki síst við um vandamál stáliðnaðarins og skipa- smíðaiðnaðarins. Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bœkur o.m.fl. Ármiíla 38 — Sími 81866 Útboð Stjórn landshafnar, Þorlákshöfn, býður hér meö út framkvæmdir viö byggingu varnargarðs viö Suöurvarar- garð I Þorlákshöfn og nef nist verkið „Landauki viö Suð- urvarargarö". Útboösgögn veröa til sýnis hjá Hafnamálastofnun ríkisins Seljavegi 32 Reykjavík og hjá hafnarstjóranum, Þorlákshöfn, og veröa þar afhent bjóöendum. Tilboöum skal skilað I lokuöu umslagi merktu nafni út- boðs til Hafnamálastofnunar ríkisins, Seljavegi 32 Reykjavík, eigi síðar en kl. 14.00 hinn 30. apríl 1984 og verða tilboðin opnuð þar opinberlega kl. 14.00 sama dag. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Hafnarstjórinn í Þorlákshöfn UMFERÐIN - ÞÚ OG ÉG Lúdó tekur Eftir 20 ára hlé ætlar gamli kjarninn úr Ludósextettinum og Stefán að stíga á fjöl að nýju í Þórs- café og halda upp á afmælið. At- burðurinn mun eiga sér stað á föstudagskvöldið, þ.e. annað kvöld, og verður gamla stemmingin (Samanber „Því ekki að taka lífið létt“) rifjuð upp sem á árum áður og hvetja þeir félagarnir alla gamla og góða aðdáendur hljómsveitar- lífið létt innar til að mæta með góða skapið og dansskóna til að endurlifa „gull- árin“. Hjóinsveitina skipa nú: Berti Möller (söngur gítar), Hans Kragh (trommur), Elfar Berg (hljóm- bord), Arthur Moon (bassi), Hans Jensson (tenorsax), Þorleifur Gíslason (tenorsax) og Stefán Jóns- son (söngur). Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Borgarmálaráö Alþýöuflokksins er kvatt saman til fundar I hádeginu mánudaginn 30. apríl næst komandi að Hverfisgötu 106a 3. hæð. Áríðandi mál á dagskrá. Mætið vel og stundvíslega. Formaður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.