Alþýðublaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.05.1984, Blaðsíða 1
' Námsvika Sambands Alþýðuflokkskvenna Konur í atvinnulífinu .augardagur 19. maí 1984 Dagana 3rl0. ágúst verður haldin „studiuvika" á vegum Sambands Alþýðuflokks- kvenna. Námsvikan verður haldin í Húsmæðraskólanum að Laugarvatni. Kísilmámvinnslan í Reyðarfirði Samnmgsumleitanir aðalverkefnið núna t fyrrakvöld var afgreidd þings- ályktunartillaga um framkvæmd á lögum frá 1982, um heimild til ríkisstjórnarinnar á erlendum lánatökum í sambandi við kísil- málmvinnsluna í Reyðarfirði. Þingmenn Alþýðuflokksins studdu þessa þingsályktunartil- lögu, nema Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem vill hafa annað verklag á, en leggur jafnframt áherslu á að áfram verði unnið að málinu en án opnunar fjárheimildar. Alþýðublaðið hafði samband við Kjartan Jóhannsson til að grennslast nánar um þetta mál. Hann sagði að hér væri stórt og þarft mál á ferðinni og því hefði Alþýðuflokkurinn stutt það. Síðan sagði Kjartan orðrétt: „Aðalverkefnið núna verður að vinna af þrótti að samningaum- leitunum við erlenda aðila og ganga úr skugga um hvort hægt sé að ná viðunandi samningum við þá“. Hann sagðist leggja áherslu á að það yrði gert vel og lögð við það alúð. Af þeim niðurstöðum, sem koma út úr slíkum samning- um hlýtur framhaldið að ráðast, hvernig haldið verði á málum. „Svona samningagerð er viða- mikil og vandasöm, en stjórn verksmiðjunnar hefur greinilega unnið mjög mikið að málinu og ætti því að vera vel í stakk búin að snúa sérað því af alefli“, sagði Kjartan að lokum. Þátttakendur verða 30 tals- ins, 5 frá hverju Norðurland- anna, auk 2ja kvenna frá Fær- eyjum. Möguleiki er á að fleiri íslenskar konur komist með, en þá kemur til greina að íslensku þátttakendurnir, sem umfram eru, þurfi að taka þátt í kosnað- inum að einhverju leyti. Von- andi kemur þó ekki til þess, þar sem allt verður gert til að auð- velda konum frá íslandi og Færeyjum þátttöku. Stjórnendur námsvikunnar verða tveir. Jóna Ósk Guðjóns- dóttir, varaformaður Sambands Alþýðuflokkskvenna, en enn er óvíst hver hinn stjórnandinn verður. Á námsvikunni verður fyrst og fremst fjallað um konur í at- vinnulífinu. Starfað verður í hópum en auk þess verða flutt framsöguerindi, eitt frá hverju Norðurlandanna. Á kvöldin verða kvöldvökur. Farið verður í stuttar ferðir um nágrennið, auk þess sem Gullfgss og Geysir verða skoðaðir. Ýmislegt annað verður sér til gamans og upplýs- ingar gert. Stjórn Sambands Alþýðu- flokkskvenna hefur ákveðið að þær alþýðuflokkskonur, sem áhuga hafa á þátttöku í um- ræddri námsviku, verði að sækja til stjórnar sambandsins á eyðublöðum sem hægt er að fá þar. Hvað varðar úrvinnslu um- sóknanna verður mikið farið eftir atriðum eins og starfi um- sækjenda í Alþýðuflokknum, áhugamálum með tilliti til um- ræðuefnis námsvikurnar og kunnáttu i einhverju hinna norðurlandatungumálanna. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Samtaka Alþýðu- flokkskvenna, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík. Auk þess er hægt að nálgast eyðublöðin hjá Kvenfélögum Alþýðuflokksins út um landsbyggðina. Ráðstefnan á Illugastöðum: Mikill áhugi á „atvinnu- stefnu til aldamóta“ Er stefnt að stéttaskiptingu í hverfum borgarinnar? Lóðir í Reykjavík eru nú á upp- boði og verða slegnar hæstbjóð- endum. Nýjar reglur sem borgar- stjóri íhaldsins, Davíð Oddsson hefur beitt sér fyrir og miða að því að þeir aðilar sem drýgst fjárráð hafa geta slegið eign sinni á þær lóðir i borgarlandinu, sem eftirsótt- astar eru, hafa nú tekið gildi eins og auglýsingar þar af lútandi bera með sér. Tuttugu og ein einbýlishúsalóð við Stigahlíð lúta þeim lögmálum, að þeir sem bjóða hæst og best, hljóta lóðirnar. Sigurður E. Guð- mundsson borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins lýsti viðhorfum sínum og Framhald á bls. 2 Alþýðuflokkurinn hefur boðað til ráðstefnu að Illugastöðum í Fnjóskadal dagana 25r27. þessa mánaða, þar sem fjallað verður um atvinnustefnu til aldamóta. Greint var frá þessari ráðstefnu í Alþýðu- blaðinu fyrir viku, og hefur þegar komið fram mikill áhugi á henni. Á ráðstefnunni fjalla lærðir og leikir um hina margvíslegustu þætti atvinnumálanna; fullvinnslu sjá- varafla og landbúnaðarafurða, fiskrækt, lífefnaiðnað, búsetu og atvinnuskiptingu og fleira. Ráðstefna hefust klukkan 20:30 hinn 25. maí með sameiginlegum kvöldverði. Síðan verður starfað rösklega á laugardag og sunnudag, en ráðstefnunni lýkur síðdegis á sunnudag. Þátttökugjald er 1300 krónur og eru þrjár máltíðir og gisting inni- faldar í því. — Tilkynningar um þátttöku í ráðstefnunni þurfa að berast skrifstofu Alþýðuflokksins ekki síðar en mánudaginn 21. maí. ■RITSTJÓRNARGREIN' Kjaramál flugmanna Kjaradeila flugmanna og Flugleiða er langt frá því leyst, þótt samþykkt hafi veriö lög á Alþingi, sem banna verkföll flugmanna til haustsins og kveða einnig á um það, að kjaradómur ákveði kjör flug- mannatil31.októbernæstkomandi. Flugmenn hafa svarað þessari lagasetningu með skæruaðgerðum. Þeirlögðust allir veikir f gærmeð þeim afleiðingum að flugsamgöngur féllu niður. Mikil óvissa rlkir þvl um flugsamgöngur á næstu mánuðum. Þær gætu orðió ótryggar, ef flugmenn halda uppteknum hætti og grípa til aðgerða af og til I svipuöum dúr og þeir gerðu í gærdag. Lagasetning sem bannar verkföll og grlpur inn í frjálsa samninga vinnuseljenda og vinnukaupenda á að vera hreint neyðarbrauð. Það þurfa að vera til staðar sterk og óhagganleg rök fyrir sllkri lagasetn- • ingu, þvl hinn frjálsi samningsróttur aðila vinnu- markaðarins er ein grundvallarstoð þess lýðræðis- skipulags, sem við búum við. Verkfallsrétturinn er og oft eina verkfæri launamanna til að standa vörð um kjör sln. Við þeim rétti fólks á ekki og má ekki hrófla nema I algjörum undantekningartilfellum — neyðartilfellum. Vlst eru menn ekki á eitt sáttir um það, að samn- ingaleiðin I viðræöum flugmannaog Flugleiða hafi verið fullreynd I þessari kjaradeilu, þegarlögin voru sett. Einnig má það vera álitamál hvort nægilega gild rök voru að baki áðurnefndri lagasetningu. Um það má lengi deila. Hinu verður þó ekki á móti mælt, að launakröfur flugmanna, voru ofan við og utan við allt sem eðli- legt getur talist. Stétt flugmanna eru hálaunamenn. Mánaðarlaun þeirra eru á bilinu 35 til 81 þúsund krónur á mánuði. Það eru há laun á Islenskan mæli- kvarða. Það er og fátt sem réttlætir sllkar launa- greiðslur til flugmanna. Ennþá minna réttlætir þær óhóflegu launakröfur, sem þeir hafa sett fram I yfir- standandi samningavðöræðum. Þá er það ævinlega vafasamt, þegar fámennir hópar geta með vinnustöðvun sett stórar og um- fangsmiklar atvinnugreinar I stórhættu. Flugmenn eru aðeins einn hlekkur úr langri keðju í flug- og ferðamannaþjónustu hér á landi. Þeirra hiekkur er hins vegar mikilvægur og vinnustöðvun af þeirra hálfu myndi valda glfurlegum erfiðleikum. Slíkt myndi höggva á nauðsynlegar samgöngur þjóðar- innar við önnur lönd, stofna íslenskum ferðamanna- iðnaði I stórhættu og valda ómældum skaða fyrir þjóðarbúið. Margar furðulegar yfirlýsingar hafa komið fram I tengslum við þessa kjaradeilu. Öll met siær þó yfir- iýsing Frosta Bjarnasonar formanns FÍA I biaðavið- tali I gær, þegar hann er spuröur um það, hvernig flugmenn geti réttlætt þau laun sem þeir hafa og þær kröfur sem þeir halda nú á lofti. Flugmenn hafa haldið þvf fram að greiðslur I llfeyrissjóði og þeir fjármunir sem þeir greiða I opinber gjöld geti vart talist þeirra — þeir fjármunir séu flugmönnum óvið- komandi. Formaður FÍA réttlætir þennan málflutn- ing þannig, að þeir fjármunir sem flugmenn greiöi I eigin llfeyrissjóð fari aðhlutatil inn í húsnæðislána- kerfið — „til að haida uppi lánakerfi svo hægt sé að byggja hús á íslandi", eins og hann orðar það. Og talsmaður flugmanna bætir um betur, þegar hann ræðir skattgreiðslur flugmanna, en þeir greiða náttúrlega skatta og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar hér á landi. Ástæða er til að birta orðrétt ummæli formanns FÍA um þau mál; önnur eins og þvílík endaleysa hefur ekki sést á prenti um langt skeið. Hann segir: „Auk þess eru þeir skattar sem við erum aö borga m.a. til þess að geta haldið uppi svo og svo mörgum börnum hjá tannlæknum I frlum tannlækningum og haldið svo og svo mörgum skólum opnum. Ef við heföum dállt- ið lægri laun kæmi minnafjármagn fráokkur I þessa neyslu. Þeir sem eru að býsnast hvaö mest yfir því nú, hvað laun okkar séu ofboðsleg, yrðu bara þess I stað að taka þyngri byrðar á sig sjálfir, ef laun okkar væru verulega lægri, til þess að geta haldið uppi þeirri samneyslu, sem nú er haldið uppi hér á ís- landi“. Þessi makalausa yfirlýsing talsmanns flugmanna dæmirsig sjálf. Rökleysan er meðólíkindum. Óskilj- anlegt er að málsvari stéttarfélags hér á landi skuli láta annað eins frá sér fara. Llfeyrissjóðir lána fé til húsnæðislánakerfisins. Það fjármagn fá lífeyrissjóðir til baka. Llka sjóöur flugmanna. Allir þjóðfélagsþegnar greiða ákveðið hlutfall af slnum launum til samneyslunnar. Flugmenn eru ekkert sérfyrirbæri I þeim efnum. Og að bjóða fólki þann málfiutning, að ef laun væru lækkuð á flug- mönnum, þá myndi skattbyrðin þyngjast til muna á öðrum skattgreiðendum, er barnaleg einföldun og fráleitur útúrsnúningur. Eða vildu flugmenn skipta um hlutverk við verkafólk? Þaö greiðir að sönnu færri krónur til samneyslunnar en hálaunastétt á borð við flugmenn. En almennt verkafólk hefur líka fimm eða sex sinnum iægri laun en flugmenn og að sama skapi jafn miklu minni ráðstöfunartekjur. Og meðal annarraorða. Njótabörn flugmannaekki tannlækningaþjónustu eins og börn annarra þjóð- félagsstétta? Ganga þau ekki I skóla? Njóta flug- menn ekki þeirra opinberu þjónustu sem haldið er uppi af aimannafé eins og aðrir þjóðfélagsþegnar? Eru það bara aðrir I þjóðfélaginu sem njóta þeirrar þjóriustu sem fjármögnuð er m.a. með skattgreiðsl- um? — GÁS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.