Alþýðublaðið - 02.06.1984, Blaðsíða 4
Bryde-pakkhúsið áður en hafist var handa um endurbyggingu þess.
Laugardagur 2. jUni 19Ö4
Bryde-pakkhúsið eftir endurbygginguna, t.h. Sívertsenhús.
Viðtal við Pál V Bjarnason, arkitekt:
Sjóminjasafn íslands loksins
að komast í eigið húsnæði
Akurgerðislóðin í Hafnarfirði
var þar sem Vesturgata 6 er nú. Hún
er beint á móti Bílastöðinni í hjarta
bæjárins, skáhallt á móti Bæjarút-
gerðinni. Á lóðinni blasa við tvö
falleg, gömul hús. Þau eru bæði frá
síðustu öld og nýuppgerð. Það
grænmálaða kallast Siyertsenhúsið
og er elsta hús í Hafnarfirði. Það er
kennt við Bjarna riddara Sívertsen,
sem hefur verið kallaður faðir
Hafnarfjarðar. Hitt er í gráum tón-
um og kallað Bryde-pakkhús.
Þriðja húsið er rauðmálað og í frek-
ar hrörlegu ásigkomulagi. Það er
Hansensbúðin og er fyrirhugað að
það verði gert upp einsog hin húsin
og þessi þrjú hús myndi i framtíð-
inni byggðasafnskjarna í Hafnar-
firði.
Bryde-pakkhúsið var gert upp
með það í huga að það hýsti Sjó-
minjasafn íslands til bráðabirgða.
Enn þá er verið að vinna að því að
gera upp viðbyggingu hússins og
mun áætlað að ljúka því í sumar.
Páll V. Bjarnason, arkitekt, hef-
ur haft umsjón með endurbyggingu
hússins. Við fengum Pál til að sýna
okkur Pakkhúsið og segja okkur
sögu þess. Auk þess skrapp hann
með okkur út á Skerseyri, við Hafn-
arfjörð, en þar á Sjóminjasafnið að
rísa í framtíðinni.
Bryde-þakkhúsið er á þrem hæð-
um. Á fyrstu tveim hæðunum eru
sýningarsalir, en í risinu geymslu-
pláss fyrir safnið. I viðbyggingunni
verður svo aðstaða fyrir safnvörð,
verkstæði skjalageymsla og snyrt-
ing.
Saga Bryde-pakkhússins
Húsið var byggt á árunum
1866—1868. Það vardanskur kaup-
maður, sem verslaði í Hafnarfirði,
er lét reisa það. Hann hét P.C.
Knudtzon. Hann keypti svokallaða
Akurgerðislóð af dánarbúi Bjarna
Sívertsen. Á þessari lóð standa nú
þrjú af elstu húsum Hafnarfjarðar.
! Hansensbúð á horninu var versl-
unin, verslunarstjórinn bjó í
Sívertsenhúsi en í pakkhúsinu voru
geymdar vörur fyrir verslunina og
útgerðina. Það var fyrst og fremst
sekkjavara, salt, korn, veiðarfæri
o.s.frv.
1896 keypti svo Bryde húsið, en
hann var eins og Knudtzon dansk-
ættaður kaupmaður, sem verslaði
bæði í Hafnarfirði og Reykjavík.
1910 eignaðist Hafnarfjarðarbær
húsið. Notaði hann það sem
geymsluhúsnæði. Geymdi Bæjar-
útgerðin veiðarfæri og ýmislegt
annað í því, auk þess sem Byggða-
safn Hafnarfjarðar notaði húsið
sem geymslurými hin síðari ár.
Slökkvilið Hafnarfjarðár flutti
inn í viðbyggingu hússins, sem nú
var verið að gera upp, árið 1931. Þar
var það til húsa allt til ársins 1970 að
það flutti upp á Flatahraun. Við-
byggingin var reist um 1870 og er
því næstum því jafn gömul sjálfu
pakkhúsinu.
Sjóminjasafnsnefnd
íslands
Sjóminjasafnsnefnd var skipuð
af menntamálaráðherra árið 1979.
Hlutverk nefndarinnar er að vinna
að stofnun Sjóminjasafns íslands.
Gils Guðmundsson rithöfundur og
fyrrverandi alþingismaður, hefur
verið formaður nefndarinnar frá
upphafi. Hann er sá maður, sem
hvað ötulast hefur starfað að þess-
um málum. í nefndinni eiga nú sæti
auk Gils þeir Ólafur G. Einarsson
alþingismaður, Jónas Guðmunds-
son, rithöfundur og málari,
Runólfur Þórarinsson, stjórnar-
ráðsfulltrúi og Bragi Sigurjónsson
f.v. ráðherra. Þór Magnússon þjóð-
minjavörður starfar Iíka með
nefndinni.
Nefndin ákvað að fara þess á leit
við Hafnarfjarðarbæ, að fá hjá
honum lóð undir safnið. Hafnar-
fjarðarbær brást vel við þeirri um-
leitan og úthlutaði safninu landi á
Skerseyri við Hafnarfjörð. Auk
þess var ákveðið í samráði við
Hafnarfjarðarbæ og Hafnarsjóð
Hafnarfjarðar að endurbyggja
Bryde-pakkhúsið í þeim tilgangi að
nota það sem bráðabirgðahúsnæði
fyrir safnið.
Framkvæmdir hófust haustið
1980. Endurbyggingin hefur verið
fjármögnuð af Byggðasjóði og
ríkissjóði, auk þess sem Hafnar-
fjarðarbær hefur lagt nokkuð af
mörkum.
Páll V. Bjarnason var ráðinn sem
arkitekt að húsinu og fram-
kvæmdastjóri verksins. Bygginga-
meistari er Bjarni Böðvarsson.
Frá sjóminja- og byggðasýningu í Bryde-pakkhúsinu á 75 ára afmœli Hafnarfjarðar.
Endurbygging hússins
Páll lýsti í stuttu máli fyrir okkur
endurbyggingunni. Haustið 1980
var byrjað að mæla húsið upp og
kanna ásigkomulag þess. Ástand
hússins reyndist mjög bágborið.
Framhlið þess og annar gafl voru
nánast ónýt vegna fúa. Húsið var
missigið og farið að halla. í stuttu
máli sagt var það nánast að hruni
komið vegna lélegs viðhalds.
Árið 1981 voru ráðnir smiðir til
að vinna verkið. Húsið var tjakkað
upp, tjakkað til, rétt af, steyptar
varanlegar undirstöður undir það,
framhliðin og annar gaflinn voru
algjörlega endurbyggð og húsið
fært í sem upprunalegast horf eftir
nákvæma rannsókn. T.d. fannst
upprunalegur gluggi inni í einum
veggnum og var hægt að smíða
glugga í húsið eftir honum. Undir
bárujárninu á framhlið hússins
fannst klæðning með upprunaleg-
um lit hússins, en það er sá litur,
sem húsið skartar nú.
Það er álitið að pakkhúsið hafi
verið flutt inn frá Noregi, þ.e.a.s. að
timbrið hafi verið tilhöggið þar en
ekki er hægt að sanna neitt um það.
Þetta er bindingsverkshús og er
grindin úr lerki. Upp í bindinginn
var síðan múrað með hrauni úr
Hafnarfirði. Það var síðan kalkað
að innan en klætt með listum að
utanverðu. Á þaki og göflum var
upphaflega skífa en nú er bárujárn
á þakinu.
Við endurbygginguna var reynt
að nota sem mest af upprunalegum
efnivið hússins, en gólfefnið var t.d.
svo illa farið, að það sem heilt var af
öllum þrem gólfunum rétt dugði á