Tíminn - 26.02.1967, Side 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hrmgið í síma 12323
24 SÍÐUR
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
48. tbl. — Sunnudagur 26. febrúar 1967. — 51. árg.
Boða ,nýja
öld‘ í skipa
flutningum
NTB-London og EJ-Reykjavík,
laugardag.
Notkun geyma tíl flutn-
ings á farmi með hafskipum er
■ upphaf „nýrrar aldar í skipa-
flutningum“ sagði Anthony
Cayzer hjá ,,Ohamber of Shipp
ing“ í Bretlandi dag. —
„Frá skipasmíðastöðvunum
munu koma dýr, en athyglis-
verð ný skip, sem verða a’.l-
miklu stærri en nútíma flutn
ingaskip, og allt öðru vísi“
Hann kvaðst vona, að Bret
land gæti orðið í fararbroadi í
slíkum fiitningum, þegar
þessi nýju skip he+'ja sigl-
ingar á næstu árum.
Stórt brezkt skipafélag
Overseas Containers LVi., heí
ur pantað slik „hólfaskip" iil
þess að annast flutninga milli
Bretlands og Ástralíu. Verð
þeirra í heild er um 30 míll
jón pund.
Fimm þessara skipa verba
byggð í Hamborg í Þýzkalandt,
en hið sjöi.ta hjá Fajrfield
Shipbuilding Company í Glas-
gow, Skotlandi.
Þessi skip geta siglt með
21 Vzhnúts hraða og hafa 32
Framh;' - bls. 10
Iðnaðarmenn í Hafnarfirði og á Suðurnesjum:
VILJA KOMA Á
FÓTGÆBAMA 77
Tetkning af einu skipanna, sem Bretar láta smíða í Hamborg.
SÞ-Ilafnarfirði, laugardag.
Á aðalfundi Iðnaðarmannafélags
Hafnarfjarðar, sem haldinn var í
vikunni, kom fram að félagið á-
samt Iðnaðarmannafélagi Suður-
nesja hafa ákveðið að beita sér
fyrir því að komið verði á fót gæða
matsnefnd, er hafi það hlutverk að
meta verk sem ágreiningur hefur
orðið út af, ef verkkaupandi telur
verkið ekki vera af hendi leyst
eins og hann hefði viljað, eða er
óánægður með það á einhvern
hátt.
Aðalfundur Iðnaðarmannafélags
Hafnarfjarðar var haldinn á
fimmtudaginn í Iðnaðarmannahús-
inu að Linnetstíg 3, Hafnarfirði.
Formaður félagsins Sigurður
Kristinsson skýrði frá félagsstarf
inu á s. 1. ári, og kom þar fram
að niikið hafði verið starfað á
vegum félagsins og að fjárhagur
stendur með blóma. Formaðurinn
! baðst undan endurkosningu, og
Nýfundnaiand kaupir
142 nýja skuttogara
EJ-Reykjavík, föstudag.
Þrátt fyrir markaðserfiðleika fyr
ir frystan fisk, hafa útvegsmenn á
Nýfundnalandi ákveðið mikla upp
byggingu togaraflota síns. Er
ætlað, að 142 nýir skuttogarar bæt
ist í flotann næstu 10 árin, en
togarar á Nýfundalandi eru nú að
eins 47. Á næsta áratug má gera
ráð fyrir að um 10 þeirra verði
lagt vegna aldurs og óhagkvæmni,
þannig, að eftir 10 ár er áætiað að
togararnir verði 179 taisins, flest
ir þeirra nýtízku skuttogarar um
400 brúttótonn að stærð.
ítarlega er frá þessu skýrt í
síðasta hefti blaðsins „The Globe
and Mail Report on Business", en
það blað er kanadískt.
Frá því er greint, að veruleg
verðlækkun hafi orðið á frystum
fiski á aðalmarkaði Nýfundnalands
Breyting gerð
á heimastjórnar-
lögum Færeyinga?
NTB-Kaupmannahöfn, laugardag.
Jens Otto Krag forsædsráð-
herra Danmerkur, hefur lýst sig
reiðubúinn til að hefja viðræður
við j'firvöld Færeyja um hugsan
lega breytingu svonefndra heima
stjórnarlaga Færeyinga, að því
er tilkynnt var í morgun.
Framh. á bls. 10.
frá síðasta vori, en talsmenn fisk
framleiðenda telja að verðin muni
ekki lækka meira, og fari síðan
batnandi er frá líður. Á þessum
grundvelli er nú í undirbúningi gíf
urleg uppbygging bæði toga;aflot
ans og fiskverkunarstöðva í landi.
Mikill hluti hinna nýju togara
verður byggður í nýbyggðri skipa
smíðastöð á Nýfundnalandi, en
fulla framleiðslu getur stöMn haf
ið eftir tæpt ár. Afkastar hún
þá einum stáltogara á mánuði.
Þegar uppbyggingu flotans er
lokið, er áætlað, að heildarfuKveiði
magn Nýfundnalands, sem var 209
milljónir punda 1965 verði einn
milljarður punda árið 1957. Þetta
sýnir Ijóslega, hversu mikils virði
er að markaðir aukist. En forsætis
ráðherrann, Joseplh Smallwood,
segir, að núverandi örðugleikar séu
einungis ein af 4—5 slíkum „krepp
um“ frá því síðari heimsstyrjöld
lauk, og er bjartsýnn á framtíð-
ina.
Að sjálfsögðu er margt óvisst i
sambandi við svo geysistóra upp-
byggingaráætlun þar á meðal þjálf
Framhald á bls. 10
ennfremur þeir Jón Kr. Jóhanpes
son og Einar Sigurðsson, en þeir
hafa allir átt sæti í stjórn félags
ins í mörg ár. í stjórn félagsins
voru kosnir þessir menn: Formað
ur, Ólafur Pálsson, ritari, Gunnar
Guðmundson, gjaldkeri, Pétur
Auðunsson, varaformaður, Her-
mann Sigurðsson, og fjármálaritari
Úlfar Haraldsson.
Það markverðasta sem kom
fram á fundinum var að Iðnaðar
mannafélagið í Hafnarfirði ásamt
Iðnaðaimannafélaginu á Suður
nesjum beita sér fyrir því að
sett verði á stofn gæðamatsnefnd
er hafi það hlutverk aS fara og
meta verk sem ágreiningur hefur
lorðið út af, og hafi að dómi
verikkaupanda ekki verið af hendi
leyst eins og hann hefði víljað,
eða álitið að ætti að vera. Ætlazt
er til að í nefndina verði
kosnir þrír menn. Einn
frá Iðnaðarmannafélaginu í
Hafnarfirði eða Iðnaðarmanna-
félagi Suðurnesja, þannig að
Hafnfirðingarnir meti á Suður
nesjum og öfugt, einn maður
verði kiosinn af bæjarstjóm
Hafnarfjarðar eða neytendasam
tökunum og þriðji maður verði
kosinn af iðnfélögunum í hinurn
ýmsu iðngreihum, bannig að í
nefndinni verði ætíð einn maður,
sem er fagmaður í viðkomandi
iðngrein. Þetta er nýmælf að
iðnaðarmannafélag beiti sér fyrir
að koma á fót gæðamatsnefnd
sem þessari, og kemur þannig á
móts við viðskiptav'ininn, svo
að honum sé tryggt að verkið sé
sem bezt af hendi leyst og eins
Framhald á bls. 10
AUSTUR-LANDEYJAR FA
VATN FRÁ EYJA VEITUNNI
FB-Reykjavík, alugardag.
Ákveðið hefur verið að Austur-
Landeyjahreppur gerist aðili að
vatnsveitu þeirri, sem Vestmanna
eyingar eru að leggja frá Stóru-
| Mörk niður að sjó og síðan út
: til Vestmannaeyja. Austur-Land
! eyingar munu kaupa 1/30 hluta
veitunnar uppi á landi, oegar
búið er að draga áætluð ríkis
framlög frá. Reiknað er með að
þeir fái 200 tonn af vatni dag-
. lega, sem er 1/30 af flutnings-
i getu leiðslunnar, og milli 10 og
20 bæir verða aðilar að þessum
vatnsveitukaupum.
Blaðið hafði samband við
Magnús Magnússon bæjarstjóra
í Vestmannaeyjum, og staðfesti
hann, að aðild Austur-Landeyja-
hrepps að veitunni hefði verið
samþykkt bæði í bæjarstjórn í
Vestmannaeyjum og hjá hrepps-
nefndinni í Austur-Landeyja-
hreppi, en eftir væri að ganga
formlega frá samningunum. .
Hann sagði að veitan væri frá
gengin niður að Markarfljótsbrú,
en þar fyrir noðan ætti eftir að
þrýstiprófa rörin og moka yfir.
Taldi hann að Austur-Landeymg
ar ættu að geta fengið vatnið um
mitt sumar í sumar, en til Vest
mannaeyja kemur það ekki fyrr
en í júM 1968. Er það ári á eftir
áætlun, og stafar töfin af því, að
verksmiðja sú, sem framleiðir
vatnsrörin úti í Kaupmannahöfn
; átti í erfiðleikum með. að flytja
rörin frá verksmiðjunni út
skip, og varð að breyta um fram
leiðsluhætti til þess að koma því
í lag.
Eins og kunnugt er brast mik
ið af rörum við þrýstiprófun, og
sagði Magnés að það hefði verið
2-3%, og væri óvenju hátt hlut-
fall. Ekki væri vitað hvort hér
væri um framleiðslugalla að ræða,
eða skemmdir í sambandi við
flutninginn. Hins vegar hefðu
Vestmannaeyingar gert kröfu á
fyrirtækið um að standa straum
af þessum aukakostnaði, og eru
sérfræðingar væntanlegir hingað
til lands frá fyrirtækinu til þess
Framh. á bls. 10.
MÁNAÐAR-
VEIÐIBANN
í PERÚ
EJ—Reykjavík, föstudag.
Loðnuveiði er nú hafin að
nýju bæði fyrir suður- og
vesturlandi. Bjarni V. Magn
ússon, framkvæmdastjóri
Sjávarafurðadeildar SÍS,
sagði í viðtali við blaðið í
dag, að búið væri að selja
all mikið af loðnumjöli.
Hafi nokkuð verið selt fyrir
fram þegar í haust. Verð
hefði verið sæmilegt um
tíma, en farið lækkandi.
Bjarni sagði, að mjög
miklir erfiðleikar væru á
mörkuðum fyrir mjöl og
lýsi yfirleitt, allt væri yfir-
fullt. Perúmenn hefðu fyrir
skipað stöðvun á anjósu-veið
um í einn mánuð, frá miðj-
um febrúar til miðs marz, en
eftir þann tíma væri ætlunin
Framhald á bls. 10