Tíminn - 26.02.1967, Side 11
SUNNUDAGUR 25. febróar 1967
TÍIVIINN
Á VÍTATEIG
Þótt meira en mánuður sé
þangað til íslendingar og Svíar
mætast í tveimur landsleikjum
í handknattleik í Laugardals-
höllinni, hafa spunnizt fróð-
legar umræður um ísl. lands-
liðið. Að minni hyggju á það
vel við, að breytt sé út af
vananum og rætt kröftuglega
um landsliðið áður en út í
leikina er farið, í stað þess
að ræða eingöngu um liðið að
landsleikjum loknum.
í umræðunum hafa komið
tvö sjónarmið fram. Annars
vegar hvort rétt sé að halda
sig við kokkteilinn, þ.e., að
velja leikmenn úr mörgum fé
lögum, og hins vegar, hvort
rétt sé að tefla félagsliði, litil
lega styrktu, fram sem lands
liði.
Gunnlaugur Hj'álmarsson
fyrirliði íslenzka landsliðsins,
og sá leikmaður, sem flesta
landsleiki hefur að baki, hefur
sent mér bréf til birtingar.
Hefur hann ýmislegt að at
huga við málflutning Hall-
steins Hinrikssonar og Péturs
Bjarnasonar (og þá jafn-
framt mína skoðun á þessu
málj) ogtber fram nokkrar
fyrirspurnir. Geta bæði Hall-
steinn og Pétur srvarað þessum
fyrirspurnum í blaðinu síðar.
Hefst þá bréf Gunnlaugs:
„Um leið og ég vil þakka
ritstjóra íþróttasíðu Tímans
fyrir þær umræður, sem hann
hefur komið af stað um Iands
liðsmálin í handknattleik, þá
langar mig að beina nokkrum
fyrirspurnum til tveggja þeirra
sem svöruðu Tíma-spurning-
unni s.l. fimmtudag, Hall-
steins Hinrikssonar og Péturs
Bjarnasonar, og er þeim aðal
lega beint til Hállsteins.
Varðandi það, sem Pétur
sagði, vil ég benda honum á,
að af 13 lejkmönnum, sem
valdir voru til landsliðsæfinga
nýlega vegna leikjanna við
Svía, eru 6, sem annað hvort
hófu að leika með landsliði á
síðasta ári eða munu gera það
á þessu ári. Telur Pétur, að
hægt sé að yngja landsliðið
meira upp á einu ári? Og
hvaða steffnu hafði Pétur við
val síðasta kvennalandsliðs?
Ég hef tekið þann kost að
tolusetja fyrirspurnirnar til
Hallsteins og fara þær hér á
eftir:
1. Hver, eða hverjir, völdu
leikmenn í landsleikina gegn
Rúmenum og Ungverjum í
heimsmeistarakeppninni 1958
og litlu síðar Norðmönnum
sama ár?
2. Hvaða leikmenn voru
hreyffanlegir línumenn í ísl.
landsliðinu í hedmsmeistara-
keppninni 1961?
3. Hvaða hlutföll voru á
milli skotmanna og Mnu-
manna í ísl. liðinu í þessari
sömu keppni?
4. Hvaða hUðarráðstafanir
voru gerðar af þér og PH-íng
um í sambandi við lands
liðið i heimsmeistarakeppn-
inni 1961?
5. Hvaða forustumenn í
handknattleiknum hafa verið
á móti þér og í hvaða málum?
6. Ef velja á felagsUðið, sem
uppistöðu í landslið, við hvað
skal miða, þegar sUkt lið er
valið?
7. Ef fara á eftir frammi
stöðu félagsliðanna í íslands-
mótum, á uppistaðan þá ávallt
að vera úr þvi liði, sem verð
ur sigurvegari. Með öðrum
orðum, á að skipta um uppi
stöðu landsliðsins eftir úrsUt-
um á hverjum tíma?
8. Af hverju réði Karl
Benediktsson mestu um vál
landsUðsins í 3ja manna lands
liðsnefnd?
Þetta er landsliðið frœga, sem náði 6. sæti í HM 1961. Fremst frá
vinstri: Erlingur Lúðvíksson, ÍR, Hjalti Einarsson, FH, Sólmundur
Jónssno, Val og Birgir Björnsson, FH. Miðröð: Ragnar Jónsson, FH,
Karl Jóhannsson, KR, Örn Hallstelnsson, FH og Krlstján Stefánsson,
FH. Aftasta röð: Karl Benedlktsson, Fram, Einar Sigurðsson, FH,
Pétur Antonsson, FH, Gunnlaugur Hjálmarsson (þá í fR) og Hermann
Samúelsson, ÍR.
9. Ef leikmenn, sem valdir
eru í landsUð, neita að æfa
eða keppa með því, hvaða af
stöðu á landsUðsnefnd, eða
sá aðiU, sem velur landslið, að
taika gagnvart þeim mönnum?
10. Ef Sigurður Jónsson vel
ur ekki landslið einn, hverjir
velja það iþá með honum?
Ég vonast eftir svörum við
þessum fyrirspurnum mlnum
hið fyrsta.
Gunnlaugur Hjálmarsson."
Mér þykir rétt að endurtaka
að Hallsteini og Pétri stendur
til boða að svara þessum fyrir
spumum Gunnlaugs, hvort
sem þeir kjósa fremur á
Iþróttasíðunni eða í þætt-
inum ,,Á vítateig“ í næsta
sunnudagsblaði.
alf.
n
AKSTUR OG ÖKUTÆKI
■Ar Nýjasta bílgerðin frá Fiat
verksmiðjunum ítölsku er Fiat
124, laglegur fimm manna bíll,
sem þegar er farinn að sjást
hér á götum. Svo sem kunnugt
er þá hafa Fiat verksmiðjum-
ar komið á fót bílaverksmiðju
í Sovétríkjunum, og Fiat 124
er einmitt bdllinn sem þeir fá
að framleiða þar. Afköst verk-
smiðjunnar munu vera í kring-
um 2000 bílar á dag, og eru
þetta fyrstu vestrænu bílaverk
smiðjurnar sem setja upp úli-
bú í Sovét. Þessi nýji Fiat á
áreiðanlega eftir að vekja at-
hygU bílaáhugamanna hér
sem annars staðar, en hann
virðist rúmgóður, og er með
fjóram hurðum. Fyrst við er-
um farin að tala um Fiat, þá
er ekki úr vegi að geta þess
að umboðið hér hefur nýlega
endurbætt verbstæði sitt mjög,
og býður nú upp á að gera
við bíla í ákvæðisvinnu, þ.e.
a.s. ef liggur hreint fyrir hvað.
er að bílnum er hægt að segja
eigandanum strax hvað kost-
ar að gera við bílinn og hvað
það tekur langan tíma.
UmferðardómstóU á hjólum.
★ i Indlandi hafa nú nýlega
verið teknir í notkun þrír
Fargó vagnar sem eru líkleg-
ast fyrstu umferðardómstól-
arnir á hjólum, en í vögnun-
um hafa verið útbúnir litlir
dómsalir, ef sali mætti þá kalla.
Vagnar þessir eru í þrem borg-
um Indlands, Madras, Calcutta
og Delhi og hafðir við fjöl-
förnustu gatnamótin á miklum
umferðartímum, og í þeim eru
afgreidd öll minniháttar um-
ferðarbrot. í vögnunum er rúm
fyrir dómara og aðstoðarmann
hans, tvær stúlkur fyrir þá
sem hafa brotið af sér í um-
ferðinni, bekkir fvrir áheyr-
endur og stúka þar sem greiða
má sektir, svo hægt sé í einu
og öllu að afgreiða málin á
staðnium.
TaUð er að í Sovétríkjunum
séu í kringum ein mlljón
einkabíla, en íbúamir eru um
það bil 230 milljónir, eða með
öðrum orðum að þarna eru 230
manns um hvern einkabíl. Mos
kvitoh kostar um 3.400 rúblur
eða í kringum 125 þúsund ,sl.
Hvað skyldi fara mikið cfn-
ismagn í nýjan amerískan
bíl? er spuming sem mörg-
um leikur áreiðanlega hugur
á að fá að vita. f Chrysier
tíðindum sem þættinum hafa
borizt er greint frá því hve
mikið magn af efni fari í
algengan Dodge bíl af ár-
gerð 1967, og eru þetta fróð-
legar tölur. f bílinn fara
1.050 kg. af stáU, 234 kg.
af jámi, 86 kíló af gúmmíi,
krónur en Volga bílamir kosta
í dag ca. 5.500 rúblur eða tæp-
lega tvö hundruð þúsund kr.
fslenzkar. Til samhanburðar má
geta þess að duglegur iðnverka
maður hefur um 100 rúblur í
kaup á mánuði, sem samsvar-
ar til ca. 3.700 kr. ísl. og þarf
hann því líklega að spara lengi
til þess að geta eignast nýjan
bíl. En þrátt fyrir að bílar
munu tiltölulega dýrir í Sovét
ríkjunum, þurfa væntanlegir
eigendur að bíða töluvert eftir
að fá nýja bíla, og þessi bið-
tími getur farið upp í allt að
því fimm ár hvað viðkemur
Volga og Moskvitch bilunum.
Burtséð frá því hvað bílam-
ir em dýrir, og hve lengi vænt-
anlegir eigendur þurfa að bíða
eftir þeim, þá greinir viku-
blaðið „Nedjelia“ frá því fyrir
skömmu að í allri Moskvu séu
aðeins 12 bílaverkstæði, en
einkabílar þar em taldir vera
í kringum eitt hundrað þúsund
talsins. Skorturinn á bílaverk-
stæðumum er skiljanlegur þeg-
ar tilUt er tekið til þess að
flestir einkabíleigendur
leggja bílum sínum yfir vetur
inn, og þvi er Mtið að gera
hjá verkstæðunum nema um
sumartímann. Vegna hinna fáu
bílaverkstæða verða einkabíla-
eigendur þvi að vera sjálfum
sér nógir um viðgerðir á far-
artækjum sínum, og hér er þá
komin skýringin á þvi hveis
vegna svo mikið af verkfæmm
fylgja hverjum rúsmeskum bíl.
Það er til þess að eigendumir
45 kg. af gleri, 37 kg. af
áli, 18 kg. af zinki, 19 kg.
af kopar, 15 kg. af blýi, 10
kg af plasti, vökvar og
smumingsoUur vega 85 kg.
lakk og ryðvamarefni alls
10 kg. og önnur efni sam-
tals 76 kg.
sjálffir geti gert við bíla sína,
og þurfi ekki að treysta á
verkstæði í því sambandi, enda
mun það svo að t.d. leigubíl-
stj. í Moskvu eru hreinir galdra
menn í bílaviðgerðam — bún-
ir að fá mikla æfingu og
þekkja orðið farkjsti sína út
og inn.
í sambandi við vöntun á
bUaverkstæðum, beizínstöðv-
um o.fl. hvað bílum viðkemur
hefur verið gerð fimm ára
áætlun, og er t.d. þannig áæti-
að að verja um 250 milljónum
ísl. króna til úrbóta á þessu í
Moskvu. Þá var gerð fimm ára
áæUun um bílaframleiðsluna í
Sovét og á hún að komast upp
í 700—800 þúsund bíla árið
1970, en var rúmlega 200 þús-
und bílar árið 1965.
Hvernig væri að ökumenn
sem mæta bílum með biluð ljós,
hreinlega slökkvi aðeins Ijós-
in hjá sér til þess að gefa
þeim er á móti íemur til
kynna að eitthvað sé í ólagi
með ljósin. Það virðist svo
sem sérstaklega mikið beri á
biluðum ljósaútbúnaði öku-
tækja núna, og ekki vanþörf
á að ökumenn athuguðu Tjósa-
útbúnaðinn áður en þeir stíga
upp í bíUnn. Þetta er ekki
mínútu verk ökumenn góðir
en sjálfsagt að gera sér að
reglu að athuga Ijósautbúnað-
inn öðru hvoru, og þa sérstak
lega í snjóatíð, bvi þá viil
það sérstaklega brenna við
að ljósaútbúnaður bili.
Kári Jónasson.