Tíminn - 02.03.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1967, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 2. marz 1967. TÍMINN 5 Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarlnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helffason og IndriSl G. Þorsteinsson Fulltrú) ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- iýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrlfstofur ' Bddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastrætl ? Af. greiSslusiml 12323. Augiýsingasimi 19523 Aðrar sfcrifstofur, síml 18300 Askriftargjald fcr 105.00 á mán innanlands — I iausasölu kr. 7.00 elnt — Prentsmiðjan EDBA n. t. Þótt núv. ráðherrar séu lítið ánægðir með landið og þjóðina, sbr. ræður forsætisráðherrans, fer fjarri því, að þeir séu haldnir tómum böimóði. í staðinn fyrir trúna á stokka og steina, eins og trúín á landið er að þeirra dómi, hafa þeir öðlast trú á eigin mátt og megin, eða a.m.k. látast svo. Forsætisráðh. lét t.d. nýlega Vísi birta mynd af sér með undirskriftinm Frostið oss herði, og Mbl birti skömmu áður skáldlega lýsingu á því, hve Alþingi rísi hátt, þegar Bjarni Benediktsson flytti ræður sínar á þeim vettvangi. Þeir ætla sem sagt síður er svo að gefast upp ráð- herrarnir, þótt landið sé lélegt og þjóðin einnig. Frostið oss herði, segir forsætisráðherrann. Og þeir þykjast líka hafa sannað trú sína í verki. Þannig lýkur t.d. forustugrein Vísis í fyrradag, en hún mun hafa verið innblásin af forsætisráðherranum, með þessum orðum: „Vandamálin hafa verið tekin föstum tökum jafn- óðum, sem þau hafa komið fram, og sérhver lota hefur unnizt“. . Það.,er ekki að furða þótt forsætisráðherrann þykist geta sagt: Frostið oss herði. En hefur ísland verið slíkt helgrindahjarn og ætla mætti af orðum forsætisráðherrans þann tíma, sem hann hefur skipað stól stjórnarformanns? Hefur afli brugðizt? Hefur veðráttan verið erfið til landsins? Hefur verðlag á útflutningsvörum verið óhagstætt? Hefur starf for- sætisráðherrans þurft að vera þrotlaust erfiði við frost og óhöpp, vegna óblíðrar náttúru og óduglegrar þjóðar? Sé þetta álit forsætisráðherrans, þá munu hann og ráðherrar hans sennilega vera einu mennirnir, sem eru þessarar skoðunar. Sannleikurinn er sá, að engin íslenzk stjórn hefur búið við hagstæðara árferði og betri við- skiptakjör en núverandi ríkisstiórn. Og opinberar al- þjóðlegar skýrslur sýna ?ð á þessum tíma hefur landið ekki reynst verra en það og þ.ióðin ekki verr en það, að óvíða hafa þjóðartekjurnar orðið eins miklar og hér, ef miðað er við fólksfjölda. En þrátt fyrir þetta, hafa vandamálin hrannast upp. En þar hefur hvorki verið land eða bióð um að saka. Þar hafa stjórnarherrarnir sjálfir verið fyrst og fremst að verki. Og hvernig hafa svo vandamálin verið leyst? Þau hafa nú seinustu mánuðina verið levst með það eitt fyrir augum. að hægt sé að flevta bjóðarskútunni fram yfir kosningar \Tiðurgreiðsiur endast aðejns fram eftir árinu. Bátaútgerðin og hraðfrystihúsin setja þau skilyrði, að áfallnar skuldir verði ekki innheimtar að sinni. Annars geta þessir aðilar ekki sætt sig við bráðabireðaaðgerðir stjórnarinnar Stjórnin siálf játar. að taka verði öll bessi mál til nýrrar og gagngerar endurskoðunar strax eftir kosninffarnar. Þetta kalla svo ráðherrarnir að taka málin „föstum tökum“. Blað Sjálfstæðisflokksins segir sigri hrósandi, að hver „lota hafi unnizt“. Og forsætisráðherrann þykist mikili maður og segir: Frostið css herði. Er það ekki mikil bót fyrir þjóð, sem hvorki má trúa á sjálfa sig eða land sitt, að geta þó alltaf treyst á „föstu tökin“ hans Bjarna Benediktssonar? ERLENT YFIRLIT Liöast Indland sundur eða tekur „sterkur" maður völdin? Ósigur Kongressflokksins getur haft mikilvægar afleiðingar ÝMSIR EBLENDRA blaða SS INDIRA GANDHI manna, sem þekkja vel til í Indlandi, létu í ljós þann ugg áður en þingkosningar þar fóru fram, að þær gætu orðið seinustu aUsherjarkosn- ingamar, sem færu þar fram og telja mætti nokkurn veginn frjálsar. Spádómar þessir voru byggðir á .því, að Kongress- flokkurinn myndi tapa, en í kjölfar þess myndi fylgja auk inn glundnoði og upplausn. f framhaldi af þvi, gæti annað hvort gerzt: að Indland liðaðist sundur og skipt- ist í fleiri ríki eða ein- hver „sterkur“ leiðtogi tæki völdin í sínar hendur með að- sfoð hersins, líkt og gerzt hefur í Pakistan, Burma og víðar í Ihinum nýfirjálsu löndum í Asíu og Afríku. Fljótt á litið mætti álykta að þessari hættu hafi verið af- stýrt, þar sem Kongressflobk- urinn héit meiriihluta sínum á þinginu. Þegar óljóst var að- eins um úrslit í ellefu kjör- dæmum (kosið er í einmenn- ingskjördæmum), var staðan iþessi: Kongressflokkurinn 278 þing- sæti, en hafði áður 364. Swatantra-flokkurinn, sem er í ætt við lýðræðissinnaða íhaldsflokka á vesturlöndum, 43 þingsæti í stað 22 áður. Jan Sangih-flokkurinn, sem er flokkur afturthaldssamra og þjóðernissinnaðra Hindúa, 35 þingsæti í stað 12 áður. Hann fékk meirihluta í höfuðborg- inni, Nýju Dellhi, en þar var það eitt helzta baráttumál fhans, að hinar heilögu kýr væru látn ar í friði. Hægri kommúnistar, sem fylgja Moskvu, 21 þingsæti, en áður hafði Kommúnistaflokkur inn áður en hann skiptist í Moskvukommúnista og Peking kommúnista, 11 þingsæti. Vinstri kommúnistar, sem fylgja Peking að málum, 19 þingsæti. í fylkiskosningunum urðu þeir mun sigursælli en Moskvukommúnistar, t. d. ; Kerala, og fengu í heild mun meira atkvæðamagn. Ef komm- únistar hefu verið ókiofnsr, myndu þeir hafa orðið iar.g stærsti fíokkurinn á eftir Kon- gressflokknum. Praja-jafnaðarmannaflokkur- inn 10 þingsæti, en hafði áð- ur 9. Samyukta-jafnaðarmanna flokkurinn 23 þingsæti, en ihafði áður 11. Dravida-flokkurinn, sem er Óháður flokkur í Madras og berst aðallega fyrir viðlialdi sérstaks tungumáls þar (Tam- il), 25 þingsæti í stað 8 áð- ur. Það var einn af fransbjóð- endum hans, sem felldi Kamar aj, formann Kongressflokksms, en hann hafði áður verið for- isætisráðherra í Madras og taldi sig öruggan þar. Óháðir þingmenn eru taldir 49. AJIs eru þingmenn á sam bandsþinginu 520, en voru áð- ur 509. Ellefu nýjum þingsæt um hafði verið bætt við með tilliti til fólksfjölgunar og end urskipunar í kjördæmunum. EINS og kunnugt er, hefur Kongressflokkurinn farið með völd óslitið síðan Indland varð sjálfstætt eða í 20 ár. Öll óánægja hlaut því að bitna á honum, en hún hefur mjög magnazt seinustu árin, m.a. vegna uppskerubrests, er leitt hefur til almennrar hungurs- neyðar í landinu. Það styrkti hins vegar aðstöðu Kongress- flokksins, að andstæðingar hans voru margklofnir. fhalds menn voru klofnir í trvo flokka, kommúnistar !í tvo flokka, jafnaðarmenn í tvo flokka, og auk þess var fjöldi smáflokka og óháðra fram- bjóðanda. Samkvæmt framangreindum tölum, hefur Kongressflokkur inn alltaf tapað um 90 þing- sætum. Það er vitanlega mikið áfall. Hitt er þó vafalaust enn meira áfall, að hann missti meirihluta sinn í helmingi fylkjanna. Fylkin sem hafa all viðtæka heimastjórn, eru sext án. Flokkurinn hafði áðui meirihluta á þingum þeirra allra, nema 1 Keraia. Nu missti hann til viðbótar meirihlutann í Madras, þar sem áðurnefnd ur tungumálaflokkur fékk meiri'hlutann, í Orissa, þar sem Swatantraflokkurinn mun sennilega taka við stjórn með aðstoð óháðra, og í Vestur- Bengal, þar sem Calkutta er, en þar er líkleg samsteypa Pekingkommúnista og óháðra. í Kerala vann samsteypa und ir forustu Pekingkommúnista. Þá missti Kongressflokkurinn meirihluta sinn í fjórum fylkj um öðrum, Punjab, Rajasthan, Uttar Pradesh og Bihar, en í þessum fylkjum eru andstæð ingar hans svo klofnir að ef til vill getur hann farið þar á- fram með völd með aðstoð ein- hverra smáflokka og óháðra. Únslit fylkiskosninganna þykja líkleg til þess, að á- greiningur aukist milli sam- ríkisins og fylkjanna, og það geti ýtt undir það að Indland skiptist í fleiri ríki. Annað. sem þykir ills\ viti í því sam- | bandi er það, að hægri menn I unnu mest á í Norður Indlandi, 9 þar sem Hindúar eru sterkas*'- | Lr, en vinstri menn unnu eink 1 um á í Suður-Indlandi, þar | sem áhrif Hindúa eru minni. | VAFALAUST' veitur fram- tíð Indlands mjög á því, hvern ig samheldnin verður í Kon- gressfl. næsta kjörtímabil. Flokkurinn er ósdm.-.cæðp-. í honum eru bæði vinstri menn og hægri menn. Indira Gandhi er umdeild, en ssnnilegt er þó, að flokkurinn hefði heðið meiri ósigur undir annarri for ustu. Samt er nú uppi háværar kröfur eftir kosningarnar um „sterkari" forustu og hafa þeir, sem það mæla, einkum augastað á Desai, f./rrv. fjár málaráðherra, sem er íhaldssam ur Hindúi, 72 ára gamall. Að þeim Indiru Gandhi og Desai frágegnum, er einkum nefnd ur Ghavan innanríkisráðherra, sem var áður varnarmálaráð- herra og þótti reynast vel sem slíkur, en þar áður var hann aðalleiðtogi flokksins í Mahara sjtra, en þar hélt flokkurinn einna bezt velli i kosningunum nú. Þingflokkur Kongressflokks- ins kemur saman 12. þ. m. til að velja forsætisráðherra. Þess fundar er beðið með eftirvænt ingu, þvi að hann getur orðið örlagaríkur fyrir Indland. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.