Tíminn - 02.03.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.03.1967, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 2. marz 1967. ÞINGFRÉTTIR TIMINN ÞINGFRÉTTIR Gerðar verði alhliða endur bætur á stjórnars kránni Þingsályktunartillaga Karls Kristjánssonar Karl Kristjánsson befur lagt fram þingsályktunartillögu um að alþingi stofni til endurskoðunar á stjórnarskrá lýðveldtsins og skipi ríkisstjórnin menn í nefnd er gert tillögiur til Alþingis. í nefndina skal skipa skv. tilnefn- ingum þingflokkanna, Lagadeild- ar háskólans og Hæstarétts. Tiilag- an er svohljóðandi: Alþingi álytetar að stofna til endursboðunar á „stjómarskrá lýð veldisins íslands“ og fela ríkis- stjóminni að skipa til þessa níu menn samfcvæmt tilnefningu eft- irgreindra aðila: 1. Þingflokkarnir á Alþiogi til- nefni f jóra, sinn mannin taver. 2. Lagadeild Hlásteóla íslands til- nefni tvo menn. 3. Hæstiréttur tilnefni þrjó menn og einn þeirra, sem for- mann nefndarinnar. Nefndin taki m.a. sérstaklega til athwgunar eft- irtalin efnisatriði: 1. Forsetaembættið. Hvort fyrirteomulag æðstu stjórnar fslands sé svo heppiiegt sem það gæti verið, og iwaða skip- an hennar mundi vera beat við hæfi þjóðarinnar. 2. Skipting Alþingis í deildir. Hvort hún sé efcki úrett cu-ðin, og ein málstofa hagfélldari. 3. Aðgreining löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds. Hvort ekkj sé þörf skýrari á- kvæða um þessa greiningu. 4. Samskipti við önnur ríki. Nauðsyn ákvæða, er marki rétt tíkisstjórnar og Aliþingis til samn- inga við aðrar þjóðir. & Þjóðaratkvæði. Áte&æðá um, hwenær rótt sé eða skyit að iáta fram fara þjóðar- atkvæðagrefðsiu — og bvað hún gíldi. 6. Kjörgengts- og kosningarrétt- araldur. Hvort rétt sé að lækka þann aldur frá því, sem nú er. 7. Kjördæmaskipun. Hvort ekki sé rétt að breyta kjördæmaskipuninni á þá leið, að landinu öllu verði skipt í ein- menningskjördæmi, þar sem aðal- menn og varamenn verði kosnir saman ðhlutbundnum kosningum, en uppbótanþingmenn engir. 8. Þingflokkar. Hvort ekki sé þörf lagasetning- ar um skyldur og réttindi þing- flokka, þar sem þeir eiga rétt til uppbótaþingsæta skv. stjórnarskr- ánni. 9. Ný skipting landsins í sam- takaheildir. Hvort ekki sé æskilegt að taka inn í stjórnarskrána ákvæði um skiptingu landsins í fylki eða aðr- ar nýjar samtakaheildir, er hafi sjálfstjórn í sérmálum, enda leiti nefndin um þetta álits sýslu nefnda, bæjarstjóra, borgarstjórn ar Reykjavikur, fjórðungssam banda og Sambands ísl. sveitar- félaga. Nefndin ljúki störfum svo fljótt sem hún fær við komið og skili tillögum sínum til Alþingis. Kostnaður við nefndarstörfin greiðist úr ríkissjóði. f greinargerð segir flutnings- maður: Þegai ákveðið hafði verið, að íslendingar slitu konungssamband inu við Danmörku og að endur- reisa skyldi lýðveldi á íslandi, skipaði Alþingi nefnd fimm manna 22. maí 1942. til að gera tillövur um breytingar á stjórn- skiDunarlögunum. er gilt höfðu fyr ir konungsríkið ísland. Net'nóin vir ''ndurskipuð um haustið 1942 v Hætt í hana þrem mönn- öess að i henni yrðu tyeir menn fró hverjum þáverandi þing flokki. Var hún þar með orðin átta manna nefnd. Árið 1943 skilaði nefndin frum- varpi til stjórnskipulaga með greinargerð. Þetta frumvarp var samþykkt og lýðveldið stofnað 17. júní 1944. En nefndin leit alls ekki svo á, að verkefni sínu væri þar með lok- ið. í greinargerðinni, sem frum- varpinu fylgdi, segir hún, að hún muni halda áfram að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Téiur hún þetta seinni hluta verk efnisins, sem sé — eins og hún kemst að orði: „að undirbúa aðr- ar breytingar á stjórnskipulaginu er þurfa þykir og gera verður á venjulegan hátt“. „Má vera“, bætir nefndin við, „að það starf verði öliu víðtækara og þurfi þar til að afla ýmissa gagna, er nú liggja eigi fyrir, svo og að gaumgæfa reynslu þá, er lýðræðidþjóðir heimsins óefað öðlast í þessum efnum á þeim tímum, sem nú ldða yfir mannkynið. Þangað til því | verki er lokið, ætti sú stjórnarskrá sem hér er lögð fram, að nægja, enda eru ákvæði hennar mest- megnis þau, er nú gilda í stjórn- skipunarlögum hins íslenzka ríkis, að breyttu hinu æðsta stjómar- fonmi frá konungsdæmi til lýð- veldis o.s.frv.“ Nefndarmennirnir, sem undir þetta rituðu, vom: Gísli Sveins- son, Bjami Benediktsson, Her- mann Jónasson, Stefán Jóh. Stef- ánsson, Jónas Jónsson, Haraldur Guðmundsson, Einar Olgeirsson, Áki Jakobsson. I4óst er af því, sem hér er upp tekið úr greinargerðinni, að þess- ir oddvitar íslenzkra stjórhmála, sem áttu sæti. í nefndinni, hafa litið svo á, að aðeins væri lokið fyrri hluta endunskoðunarinnar, |þ.e. „að breyta hinu æðsta stjórn- 'arformi frá konungdæmi til lýð- veldis", en að hið víðtæka við- 'fangsefni væri óleyst, — og það 'bæri að leysa. Allþingi var einnig á sömu skoð- un, sem ótvírætt sést á því, að það gerir til þess ráðstafanir 3. marz 1945, að skipuð var 12 manna nefnd til ráðuneytis 8 manna nefndinni, og heimilaði þá enn fremur, að .ráðinn væri sérfróður maður tuttugu manna hópnum til aðstoðar. Flutningsmaður tillögu þcirrar, sem hér liggur fyrir, þekkir ekki ístarfsferil tuttugu manna-nefndar- .innar. Þó er það vitað, að hún sendi mann úr sínum hópi utan. og fór hann víða um lönd til að ;kynna sér stjórnarskrár ýmissa 'landa og draga að nefndinm fróð- leik um þær. Mun sá fróðleikur væntanlega geymdur einhvers stað ar í skjalaforða ríkisins. Þegar tvö ár og nálega ársfjórð- ungi betur höfðu „liðið yfir mann kynið“, frá því að tuttugu manna nefndin var skipuð, felldi Alþingi niður umboð hennar. Þetta gerð- ist, að því er Aiþingistíðindi herma, 24. maí 1947. En ekki var gefizt upp þarna, þvi að samtímis fól Alþingi ríkis- stjórninni að skipa sjö manna nefnd „til þess að endurskoða stjórnarskrr lýðveldisins íslands". Vitað er, að sú nefnd kom sam- an á fundi og að af hálfu ein- stakra nefndarmanna voru lagð- ar fram lauslega mótaðar tillögur sem umræðugrundvöllur um areyt ingu á stjórnarskránni. Enn frem ur tillögur um að efna til sér- staklega kjörins stjórnlagalþings, er hefði það verkefnr eitt að full- semja stjórnarskrána. Um þessa tillögu er hægt að fá nokkrar upplýsingar í bókinni „Land og lýðveldi" (Fyrri hluta), sem kom út 1985, eftir dr. Bjarna Beendiktsson forsætisnáðherra, en 'hann var formaður nefndarinnar. Tillögurnar voru sama sem ekk- ert ræddar í nefndinni og þaðan af síður afgreiddar. Nefndin var sem heild haldin sams konar ó- virkni og fyrirrennarar hennar. Aldrei hefur nefnd þessi, mér vitanlega, verið formlega lögð nið- ur. Hún á því ekkert skráð -ncia- dægur — frekar en sumir landa leitarmenn, sem aldrei komu fram — en eigi að síður er hún á- reiðanlega úr sögunni. Og „seinni hluti verkefnisins" við endurskoð- un stjérnarskrárinnar — hinn „víðtækari" — sem frsetað var þegar lýðveldið var enduirsist 1944, er enn óleystur af hendi og í einskis höndum sem viðfangs- efni. II. Ekki er sæmandi, að íslenzka lýðveldið gefist upp við að ganga frá stjórnarskrá sinni heildarlega. Að vísu má segja. að ef reynsla á þessum rúma aldarfimmtungi er liðin er síðan lýðveldið tób- ti! starfa, bendi eindregið tii þess, að stjórnarskráin þyrfti ékki frékari endurskoðunar en orðin er, þá væri rétt að láta við svo búið standa. En því er ekkj að heilsa. Reynslan hefur sýnt og sann- að betur en ljóst var 1944, þörf á breytingum. Sú þörí heíur færzt í aukana með nýjum tímum, og verður kiomið að því siðar í þessari greinargerð. Rétt er að leitast við að skilja, hvað það muni helzt hafa verið, sem gerði óvirkar nefndir þær, sem skipaðar voru ein á fætur annarri t il að halda áfram og ljúka endurskoðun stjórnarskrár- innar. Líkast er sem á þær hafi fallið herfjötur, sem þær með engu móti hafi getað af sér höggv- ið. Flutningsmaður þessarar tillögu telur á því engan vafa, að flokka- pólitíkin, sem 'skiptir löggjafar- samkomunni í eintóma minni- hiutaflokka, eigi hér aðalsök. Sú næ-rsýna liugsun fulltrúa slíkra flokka að gera ekkert, sem flokki þeirra gæti til ógagns orðið í næstu lotu eða öðrum til ávinnings hefur orðið nefndunum sem her- I f jötur. | Það styður þessa skoðun, að 1959, þegar þrír flokkar álitu sér, eins og horfði, allir allt i einu a.m.k. stundarhagnað í því að breyta kjördæmaskipunarákvæð- um stjórnarskrárinn.,r gerðu þeir það af skyndingu, en létu lönd og leið hina „víðtæku" endurskoð- un, sem hafði verið i sambandi við lýðveldisstofnunina fastmæl- um bundin. Treystu sér ekki til að sameinast um hana. Það er vitanlega mannlegt í stjórnmálabaráttu að hugsa um stundarhagnað fyrir flokk sinn, en samrýmist illa þeirri framsýnu þjóðhollustu og óhlutdrægni, sem setning stjórnarskrár útheimtir. III. Tillaga sú, sem hér er fram lögð um endursk. stjórnskipunarlag- anna, tekur tillit til þess, hve oiið- ráðanlega erfitt flokkapólitíkin virðist hafa átt með að taka al- hliða á málinu. Alþingi er samkv. tillögunni ekki ætlað að tilnefna í nefndina nema fjóra menn af níu. Ilver þingflokkur á að hafa þar sinn fulitrúa ,svo sjónarmið allra núverandi flokka á þinginu geti kömið fram við undirbúnmg þessa máls, sem Alþingi svo að sjálfsögðu gengur endanlega frá. Aðra nefndarmenn, sem eru meiri hluti nefndarinnar, telur flutningsmaður rétt að þeir aðúar velji, sem telja má að treysta megi til að hafa það sjónarmið við tilnefninguna, að þakking og óhlutdrægni eigi að ráða í nefnd- arstarfinu, án nofckurs tillits til hagræðis eða óhagræðis fyrir bar áttu miili stjórnmálafiokkanna á líðandi stund. Leg.gur hann tii, að lagadeild Háskóla íslanfls til- nefni tvo mennina og Hæstiréttur tilnefni 3, — einn þeirra þriggja sem formann nefndarinnar. Að sjálfsögðu er flutairigsmað- ur til viðræðu um aðra tilhögun á skipun nefndarinnar. ef heppi- legri kynni að þykja. í tillögunni eru 'alin upp a:l- mörg efnisatriði, sem nefndiimi er ætlað að taka sérstaklega til athugunar. Upptalningin er auðvit að alls ekki tæmandi, en gerð til áherzlu því, að verkefnið er fjöl- þætt og þýðingarmikið. Enn frem ur til þess að tryggja það, að yfir þessi tilgreindu atriði verði ekki Maupið. Bygging tillögunnar í þessum stíl, — ef svo má að orði kom- ast, — gerir hana auðvelda til innskota og viðauka, ef Alþingi skyldi þykja henta að taka fleira fram. Skal nú með nokkrum oröum vikið að hverju efnisafriði, sem þó að sjálfsögðu verða nánar rædd í framsögu: 1. Forsetaembættið. Eins og forsetaembættið er skv. hljóðan stjórnarskrárinnar, líkist það helzt hinu þingbundna kon- ungsembætti, sem horfið var frá með lýðveldisstofnuninni. 5r eftir tektarvert, þegar hin gildandi „Stjórnarskrá lýðveldisins ís- lands“ er borin saman við .,Stjófn arskiá konungsríkisins íslands", sem áður gilti, hve víða hefur að- eins verið skipt um orðin „for- seti“ og „konungur" — og við ann að látið sitja. Tæplega er hægt að segja, að á bak við sé alls staðar óbrengluð hugsun. Leynir sér ekki í sambandi við þetta, að flausturs lega hefur verið unnið, enda var fastákveðið að bæta um, þótt er.n hafi ekki af orðið. Ekki mun hafa verið ætlazt til að vald forsetaembættisins yrði mikið, enda eru fslendingar ekki að eðilsfari gefnir fyrir að iúta valdi eins manns. Ekki hafa þeir heldur fengið uppeldi ttl að vilia hafa þjóðhöfðingja eingöngu til að tigna hsjin. Þeir voru jafnan sem þjóð i fjarlægð við konunga sína. Nálægð fámennis nú við þjóðhöfð ingjann er þar einnig til trufl- unar. Margir telja betur við hæfi fyrirkomulagið í Sviss, en þar fylgir forsetastarfið einfaldlega ríkisstjórninni. Lítil þjóð þarf að gæta þess, að gera sér ekki að óþörfu stjórn arformið of dýrt. Þetta virðist einboðið að taka til ítarlegrar endurskoðunar, að- ur^en fastar hefðir myndast. í því, sem hér hefur cerið sagi. felst síður en svo ádeila á þá foriseta, sem hingað til hafa gegnt þeirri háu stöðu á íslandi. Hér er rætt um embættið, en ekki for- Karl Kristjánsson setana. Segja má með sanni, að þeir hafi notiíj mikilla og verð- skuldaðra vinsælda. En þær per- sónubundnu vinsældir má einmitt alls ekki láta hafa áhrif á mat á stjórnarforminu við endurskoð- unina. 2. Skipting Alþingis í deihlir. Áreiðanlega orkar mjög tvímæl is, að rétt sé að skipta Alþingi í tvær málstofur. Sérstakur grund völlur var fyrir skiptinguna, með- an ekki var kosið með sama hætti til heggja deildanna, Tvær málstofur lengja þinghald ið. Hins vegar er sagt, að gera megi ráð fyrir meiri vandvirkni Í afgreiðslu mála, ef tvær málst.of urfjalla um þau. Þetta hljómar sennilega, en Þrándur er þar í Götu á seinni árum, hve hið vax- andi flokksræði á Alþingi bindur oft hendur síðari deildar og ber við tímahraki. Sennilega væri hægt að finna önnur ráð en deildaskiptinguna til að tryggja vandvirkni. 3. Aðgreining Iöggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds. Nauðsynlegt er, að þessi þrí- þætta valdgreining lýðveldisins fái sem skýrasta undirstöðu í stjórn- arskránni, til þess að komizt veiði hjá hættu á viðsjárverðum sam- slætti þáttanna. Slík hætta flest t.d. í ákvæðam 46. gr. sjálfrar stjórnarskrárinnar, eins og er nú. Þar segir: „Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi micst kjörgengi". Þarna eru löggjafar gerðir að dómurum og flokkspólitískri hlut- drægni boðið heim, ef svo vill verkast. 4. Samskipti við önnur ríki. Einangrun íslands hefur rofnað. fslenzka þjóðin á með ári hverju meiri og meiri samskipti við aðr- ar þjóðir. Þetta er mikill ávinning ur, ef vel er á haldið. En sé ekki með gætni stjórnað, fylgja þvi miklar hættur fyrir efnahagslegt og andlegt sjálfstæði hinnar fá- mennu íslenzku þjóðar j yfirgangs sömum heimi. Þar mega is'ænd- ingar í engu láta kylfu ráða kasti. Hin nýtilkomnu viðhorf í þess- um efnum kalla eftir því, að sett verði fulkomnari ákvæði í stjórn arskrána en þar eru nú um um- boðsréttinn til að semja við aðrar þjóðir fyrir íslands hönd og undir byggingu þess réttar. 5. _ Þjóðaratkvæði. í stjórnarskránni eru engin ákvæði um það, hvenær Alþingi sé rétt eða skylt að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- efni og hvaða ákvörðunargildi sú lýðræðislega viljakönnun eigi að hafa. Oft hafa komið fram tillögur um að stofna til þjóðaratkvæða- greiðslu, þótt eigi hafi nema siald an af orðið framkvæmdum. At hugandi er, hvort í stjórnarskr ánni ættu ekki um þessi efni að vera markalínur. 6. Kjörgengis- og kosningarrétt- araldur. Frarahald bls 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.