Tíminn - 02.03.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.03.1967, Blaðsíða 14
14________________________________ VITNIS ÓSKAÐ Framhgls at ob 'i heyrslur kom fram, að Elmo Niel- sen hafði gert samning við Fál um afhendingu loftklæðningar í IfOÍtleiðalhótelið. Til málamynda var samningurinn gerður af fyrir- tæki eiginkonu Nielsen, Elmodan, þar sem Nielsen sem forstjóri Hovedstadens Möbelfabrik vildi ekki veita Póli hugsanlegt lán í sambandi við viðskiptin. Að því er Nielsen sagði, var Páll þá í 400 þúsund danskra króna skuld við Hovedstadens Möbelfabrik og þess vegna hefði hann látið fyrir- tæki konu sinnar afgreiða vöruna. Á þennan hátt fékk Elmodan 10 þúsund krónur í þóknun, sem að áliti ákæruivaldsins átti að renna réttilega til Hovedstadens Möbel- faibrik. Eflir er að halda yfirheyrslur varðandi fjórtán verz unarsam- bönd hins ákærða og má búast við að sá _ málarekstur taki langan tima. í dag var ekki þingað í mál- inu. FÁ DAGBLÖÐ — , Framhald at bis. i . hefði verið athugð, hvort þær ráðstafanir, sem gripið hefði verið til í öðrum löndum til styrkar dag blöðum, ættu við hér á landi. Hér hefur verig talin óheppileg mikil afskipti ríkisvaldsins af þessum málum og í Svíþjóð var niðurstað an sú, að styrkur var ekki veittur til blaðanna heldur til flokkanna og þar miðað við kjósendafjölda TfMINN FIMMTUDAGUR 2. marz 1967. Ihvers flokks. f Frakklandi á sér þó stað margvíslegur stuðningur til dagblaðanna mest með óbeinum hætti. Rí'kisstjój^in hefur ekki tek ið neina ákvörðun a.m.k. ekki að svo komnu, að stjórnarfrumvarp um það mál verði borið fram, en til athugunar er hvort unnt sé að létta af blöðunum vissum út gjöldum til að gera þeim léttara um útgáfu og eins að blöðin fái fullar greiðslur frá ríkinu og ríkis stofnunum fyrir þjónustu, sem þau hafa iátið í té fram til þessa ókeypis. Þetta væri meira fram- kvæmdaatrðii en löggjafár, t. d. póst- og símagjöld, þjónusta við útvarp og sjónvarp og fl. Það væri innan Jjessa ramma, sem sú atíhugun, sem ríkisstjórnin stæði nú að, færi fram, þ.e. að létta gjöldum af dagblöðunum. FLOGIÐ TIL Framhald af bls. 16 son, en auk áhafnarinnar ver.ða með í förinni menn, er meta munu skemmdirnar á Glófaxa. Áhöfn hans er nú búin að vera teppt í Dan manksihavn í eina viku. í Danmarkshavn er nyrzta byggða ból á austurströnd Grænlands. Þar er starfrækt veðurathugunarstöð allan ársins hring, og eru 12 Dan ir að jafnaði í stöðinni. í dag var unnið að því að lagfæra skiðið, sem kom frá Bandaríkjunum, en annað var tii hérlendis. ÞAKKARÁVÖRP Alúðar þakkir færum við óllum, sem heimsóttu okk- ur á 50 ára hjúskaparafmæli okkar, og glöddu okkur með blómum, gjöfum og skeytum. Biðjum guð að blessa ykkur. Kær kveðja. Þórveig og Jóhannes Jarðarför konu minnar, Ragnheiðar Ágústsdóttur, sem andaðisf 26. febrúar fer fram frá Selfosskirkju iaugardaginn 4. marz kl. 1 e. h. Jarðsett verður á Ólafsvöllum. Eiríkur Þorsteinsson, Löngumýri. Einar Sigurðsson, Guðrúnargötu 7, verður jarðsunglnn frá Fossvogskirkju laugardaginn 4. marz kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna'. Þórunn Elfa Magnúsdóttlr, Einar Már Jónsson. Jarðarför föður okkar og fósturföður, Bergs Pálssonar, skipstjóra, Bergstaðastræti 57, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 3. þ. m. kl. 1,30. Jarðað verð- ur I gamla klrkjugarðinum. Guðrún J. Bergsdóttir, Jón Þ. Bergsson, Lára Bergsdóttir, Helgi Bergsson, Ólafur H. Guðmundsson. bleikja hentar Framhald af bls 16 veiðimálastjóri að 700 laxar hefðu gengið í stöðina á síðastliðnu ári. Þessi góði árangur þar hefur vakið mikinn áhuga fijá mönnum víðs- vegar um landið fyrir fiskieldi. Skertur á starfskröftum hamlaði eins og stæði en minnst þrjá sér- fræðinga vantaði til starfa. Fiskejdi er nýjung hér á landi, hófst ekki fyrr en árið 1941, en í öðrum löndum var hafizt handa fyrir síðustu aldamót, t. d. í Dan mörku með regnbogasilung. Ráðstafanir sem gerðar hafa ver ið til að viðhalda veiði í ám hér á landi hafa gefist mjög vel, þar sem um ofveiði er að ræða, eru félagsmál í moluín. Einnig hefur að sjálfsögðu verið lögð áherzla á að auka veiðina með því að sleppa seiðum og gera fiskistiga og á marg vfslegan annan hátt. — Hér höfum við farið af stað með laxeldi, því það ætti að gefa meira í aðra hönd en silungseldið, en það kemur þó síðar. Laxeldi er erfitt í byrjun, en seiðin verða 7—8 cm á einu ári. Vatnshiti verður að vera 10° C eða hærri yfir sumarmánuðina, ef lax- eldi á að takast. — Bezta leiðin til að auka laxgengd í árnar er að sieppa gönguseiðum. Nú eru 12 aðilar sem tarfa að fiskeldi. — Rétt er að fara hægt af stað og byggja á fenginni reynslu. Stærsta stöðin hér á landi er í Kollafirði, en þar eru um 7000 ferm. í tjörnum. Árið 1965 voru til ráðstöfunar hér á landi 35 þús. gönguseiði, en I ár er gert ráð fyrir að sleppt verði 120 — 130 þúsun^um göngu seiða, en það ætti að gefa okkur 8—9 þúsund fleiri laxa í árnar. Auðvelt er að tvöfalda laxveið ina hér á landi. Innilegar þakkir til þeirra, er tjáðu okkur samúð sína vegna fráfalls Gylfa S. Gunnarssonar Oddný Sigurðardóttir og börn. Kristín Eiríksdóttir. Gunnar M. Magnúss og bræður. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður og afa, Andrésar Björnssonar frá Bæ. Stefania Ólafsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. KYNDISTOÐVAR Framhalri af bls 16 nema muni a.m.k. 50 þús. krón- um á íbúð. III. Felur borgarstjórnin hitaveitu stjóra. í samráði við borgarstjóra og borgarráð, að beita sér fyrir því, 'ið reistar verði kyndistöðvar í þessurii hverfum, og hitaveitan leggi um þau dreifikerfi, þannig að væntanlegir íbúar geti fengið varma frá hitaveitu í hús sín strax. er þeir þurfa hans með. IV. Fari hins vegar svo, að fram- kvæmdir þær, sem um er rætt í III. lið hér að framan, nái ekki fram að ganga, telur borgarstjórn in nauðsynlegt, að húsbyggjendum í Fossvogs- og Breiðholtshverfum sé hið fyrsta gerð grein fyrir því. Geta þeir þá strax í upphafi ætlað rúm fyrir sérkyndingu í hús unum. Felur borgarstjórnin byggingar nefnd að fylgjast sérstaklega með því máli í sambandi við sam- þykkt teikninga“. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 7. Allmikið hefur verið rætt um lækkun þessa aldurs frá því, sem nú er og kemur atlhugun á því eðlilega inn í endurskoðun stjóm arskrárinnar. 7. Kjördæmaskipun. Kjördæmaskipunin og þing- mannakjörsreglurnar, sem 31. grein stjórnarskrárinnar segir fyr- ir um, eru aðalgrundvöllur stjóni- málalífsins í landinu. Hvort ýtir þessi grundvallar- skipan undir samstöðu eða sundurþykkju? Og hvort er heppi- legra, að slík skipan geri? Allir geta séð, að hlutfallskosn- ingar í stórum kjördæmum ýta sterklega undir flokkadrátt og uppbótarsætin, sem þingflokkar hljóta til jöfnunar í ofanálag með útreikningi fyrir allt landið, herða á flokkadrættinum og gera hann að verulegu leyti að blindingsleik. Afleiðingin er líka: Fjórir minnihlutaflokkar á Albingi. Eng in skilyrði til að mynda ríkis- stjórn, nema samsteýpustjórn, með þeim hrossakaupum, er slík- um stjórnarmyndunum fylgja. Varla nokkur hrein lína fyrir kjós andann að átta sig á. Lýðræðið krefst jafnréttis fyrir þegna til stjórnarfarsáhrifa, en þarfnast eigi- að sjður aðhald til að lenda ekki í sundrungu og glundroða. Hið svonefnda tveggja flokka kerfi virðist henta því bezt. Grundvöllur þess kerfis eru ein- menningskjördæmi. Þau ieiða af sér það kerfi, en það knýr til heil -steyptara og ábyrgara stjórnar- fars. Bretar eru þar til fyrirmynd- ar. Á í'S'landi hefur því miður sjálfs elsika stjórnmálaflokka og henti- semi á augnablikum ráðið mestu i um þróun skipulagsins, en ekki llangsýn fyrirhyggja um velferð þjóðfélagsins eða skilningur á því, hve smáþjóð þolir illa margklofn ing og það ábyrgðarleysi, sem hon um fylgir venjulega, gangvart þjóð arfhei'ldinni. Aukið nábýli fslend- inga við voldugar þjóðir og ör- lagarík samskipti við þær marg- , falda nauðsyn þess að ráða hér bót á og styrkja stjórnkerfið og grundvöll þess, svo sem hægt er. Áríðandi er að taka þessi mál- efni, svo fljótt sem unnt er, til endurskoðunar með raunhæfri víð sýni og hefja þau yfir sérhags- muni flokka og dægurmálaþras. 8. Þingflokkar. Stjórnarskráin ætlar þingflokk- um rétt, en fyrirskipar enga iög- gjöf um þá eða stjórnmálaflokka yfirleitt. Stjórnmálaflokkar eru þó orðnir mikil fyrirtæki, sem full- komin ástæða virðist til að sérstök löggjöf verði sett um, að því er aðalréttindi og aðalskyldur varð- ar. 9. Ný skipting landsins í sam- takaheildir. Röskun byggðajafnvægis í land inu veldur þungum áhyggjum. Samþyrping landsmanna með bú- ferlaflutningi til höfuðborgarsvæð isins skapar öllu landinu — höfuð- borginni lfka — stórkostlega erf- iðleika. ■ Ýmsar tillögur hafa komið fram í úrbótaskyni. Róttækastur þeirra á meðal eru tillögurnar um að skipta öllu landinu í fylki, er hafi sj'álfstjórn í sérmálum. Æskilegt verður að telja, að nefnd sú er fjallar um alhliða endurbætur á stjórnarskránni, gaumgæfi þessi vandamál þjóðar- innar og geri síðan um þau til- lögur, að því leyti sem hún telur úrbætur á þeim þurfa að eiga sér stoð í stjórnarskránni. Áriðandi er og sjálfsagt að nefndin kunni sér rækilega við- 'horf til þessara mála hjá öllum sýslunefndum, bæjarstjórnum og fjórðungssam'böndum í landinu, svo og borgarstjórn Reykjavíkur og Samband íslenzkra sveitarfé- laga. I iv. Bæði í þingsályktunartillögu þessari sjálfri og í greinargerð hennar hér að framan hefur ein- göngu verib' stiklað á stóru um þetta þýðingarmikla málefni. Auð vitað er eigi að síður ætlazt til, að endurskoðunin verði gagnger og alhliða. Margt er t.d. óhæft í orðalagi ýmissa greina stjórnarskrárinnar. Dæmi: 56. gr. hljóðar þannig: „Nú þykir þingdeild ekki ástæða til að gera aðra ályktun um eitíhvert málefni og getur hún þá vísað því til ráðherra.“ Hér segir: „aðra ályktun“, eins og skírskotað væri til einhverrar ályktunar, en þá viðmiðunarálykt- un er hvergi að finna .Þetta er ruglandi í meðferð máls og hugs- unar og fer alls staðar illa, en ekki sízt í löggjöf. Dæmið er • einfalt sýnishorn af gölluðu mál- j fari á stjórnarskránni og nefnt , sem sönnun þess, að í þeim efn- um er lika þörf á endurskoðun. Ekki getur talizt sæma þjóð, sem telur sig með réttu eiga göfuga tungu og glæsilega, að hafa -.tjórn skipunarlög sín í máltötrum. Auðvitað er þó mest um vert, að stjórnskipunarlögin verði efn islega hellubjarg, sem íslenzka lýðveldið geti grundvallað á heil- brigða þjóðfélagsstarfsemi og trausta um ókomin ár. Flutningsmaður vill vænta þess, að alþingismenn taki tillögu þess- ari af skilningi, og hefji, — þegar þessi tími er kominn, — endur- skoðun stjórnarskrárinnar hátt yfir dægurþras og flokkaríg. BÁTAR í ERFIÐLEIKUM Frarrhal'' ~>f hls ih Þá munu bátar á Breiðafjarðar- miðum hafa lent í einhverum erfiðlejkum en 6—8 vindstig voru á miðunum. Mun einn bátur hafa fengið netin í skrúfuna, en frétt- ir af því voru óljósar í kvöld. KÍSlLVEGUR Framhald af bls. 2. blaðinu, að fyrirtækið hyggðist kaupa til verksins nýjar vinnuvél ar fyrir um 13. milljónir króna. Útboð á hlutabréfum er hafið og eru þau til sölu á Akureyri. FYRIRSPURNIR Framhald af bls. 2. 2. Hvemig skiptist kostnaðurinn: a) Vinna við gerð teikminga og sérfræðileg aðstoð? b) Stjómarkostnaður, þar með talinn framkvæmdastjóri? ( 3. Hversu mikið fjármagn hefur Reykjavíkurborg lagt fram vegna undirbúnings byggingaframkvæmd anna? 4. Hversu mikið fjármagn er áætlað að Reykjavíkurborg þurfi að legga fram á þessu ári vegna byggingaframkvæmdanna? 5. Hvenær má ætla að íbúðirnar í fyrsta áfanga verði tilbúnar til afhendingar? 6. Hvaða ástæður valda þeim drætti, sem orðið hefur á því, að framkvæmdir við fyrsta áfanga hæfust: a) Var byggingarsvæðið í Breið holtinu ekki tilbúið frá hendi borg arinnar? b) Stóð á teikningum eða öðrum tæknilegum undirbúningí? 7. Ætlar framkvæmdanefndin að bjóða út byggingaframkvæmdir við fyrsta áfanga, eða semja við ákveðinn verktaka?" Þórhallur Vilmund- arson á kvöldvöku í Grímsnesi BS-Ljósafóssi, miðvikudag. Félagsheimilið Borg í Grímsnesi efnir til kvöldvöku Iaugard„0inn 4. marz, og verður það hin fyrsta af sex kvöldvökum, sem ráðgerðar eru á þessu ári. Á kvöldvökunni á laugardag mun Þórhallur Vilmundarson, pró- fessor, tala um örnefni og sýna skuggamyndir til skýringar efn- inu, en eins og kunnugt er, hefur prófessor Þórhallur sett fram nýstárlegar kenningar um upp- runa ýmissa örnefna. Einnig verður kvartettsöngui undir stjórn Jónasar Ingimundar- sonar, og getraunaþátturinn „Ilve; er maðurinn?“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.