Tíminn - 22.03.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.03.1967, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUK 22. marz 1967 TIMINN 3 I SPEGLITIMANS Kér sjáum við þau Lindu Bird Jo'hnson og leikarann George Hamilton þar sem þau eru að koma úr Brodwayleik- húsinu i New York. Vbru ★ Hundrað og eins árs gömul koma í Svílþjóð var fyiir skemmstu sborin upp við botn- langabólgu og nokkrum dögum síðar gat hún farið á íætur og gengið um eins og ekkert hefði í skorizt. Skurðaðgerðin er talin einstök í sinni röð, þar sem það hefur ekki áður þekkzt að ®vo gömul manneskja fái botnlangabólgu. ftalska leikkonan Claudia Cardinale er afar vinnusöm og hefur áhuga á ýmsu. Nú er hún farin að læra söng og dans í einkatímum og ekki nóg með það heldur er hún einnig farin að læra rússnesku. Segir hún þag vera sökum þess að henni hafi liðið svo illa, að hafa ekki getað sagt neitt við forseta Sovétríkjanna, Podgorny, þeg ar hún hitti hann í boði á Ítalíu. Um söng- og dansnám sitt segir hún: Leikkona verður að geta allt. Eg lærði akrobatik til þess að geta leikið í kvikmyndinni Cirkus og ég lærði að híóla til þess að geta leikið í kvikmynd inni Bubes girl. þau að sjá söngleikinn Mame, sem þar er sýndur. Linda er eins og kunnugt er blaða- kona við kvennablað í New York. Um þessar mundir eru liðin 20 ár síðan franski tízkukóng- urinn Cbristian Dior innleiddi hið svokallaða „New Look“ í kventízkuna, það er að segja þessi síðu og víðu pils, sem voru í tízku 1947. Og nú í dag finnst mörgum ekki veita af, að nýr Christian Dior komi fram á sjónarsviðið því hvað hefur ekki gerzt í tízkunni á þessum tíma? Pilsin komin upp fyrir hné og nú eru Eng- lendingar alveg skelfingu lostn ir, því að í fyrsta sinn hefur það gerzt, að kona hefur snætt miðdegisverð á hinu virðulega Savoyhóteli klædd síðbuxum. Var það lafði Whitmore, sem það gerði og enginn sagði orð, og virðist svo vera, að ekki sé sama, hver í hlut á, því að nokkru seinna hringdi Cathy MacGowan og ætlað! að panta borð handa sér og söngfcon- unni Cillu Black og var hún þá kurteislega minnt á það, að hún gæti ekki komið þar í sið- buxum. Þegar hún mætti samt sem áður í síðbuxum var henni meinaður aðgangur. Fólk hefur mismunandi áhuga mál og má segja að áhugamál Danans Börge Jakobsen sé ekki sérlega algengt. Síðan að morð ið á Kennedy átti sér stað hef ur Jakobsen klippt út úr dönskum blöðum jafnt dagblöð um sem vikublöðum allt, sem hefur viðkomið morðinu. Skipta greinarnar, frásagnirnar tugum þúsunda. Jakopsen hef ur alltaf haft mikinn áhuga á Kennedy og hans lífi og hefur meðal annars gert af honum . mynd . ★ Lee Radiziwill prinsessa, syst ir Jacqueline Kennedy, er nú farin að láta innrétta hús sin á austurlenzka vísu. Hefur hún látið gera eitt herbergi.í húsi sínu í London algerlega á tyrk- neska vísu og nú hefur hún fengið ítalskan innanhúsarki- tekt til þess að gera teikaing- ar að kínversku herbergi, en hún ætlar að gera eitt hverbergi á sveitasetri sínu í Englandi að kdnversku herbergi. ★ Parísarborg er sögð undir- lögð af rottum um þessar mund ir og er talið að þar séu um það bil 6 milljónir af rottum og eru þær álika margar og íbúar allrar borgarinnar. Hafa rotturnar meðal annars lagt undir sig eitt hús í borginni. svo að íbúar hússins urðu að fara úr húsinu og eftirláta rott- unum það. Ef hægt væri að safna saman öllum rottunum í borginni á Oonoorde-torgið, sem oft er sagt stærsta torg í heimi, myndu þær þekja torgið með fimmtíu sentimetra lagi. Eftir því sem franska dagblaðið L'Au rore segir eru tíu sinnum fieíri nottur í Parísarborg nú en voru á miðöldum. í hverri viku eru teknar rottur til rannsókn- ar til þess að athuga heiibrigð- isástand þeirra, svo hægt verði að koma í veg fyrir að farsótt breiðist út. ★ Það eru orðin alldýr réttar- höld, sem nú eiga sér stað í London. Fjaila þau um það, hvaða rétt, vín, sem eru fram- leidd í öðrum löndum en Spáni, hafi til þess að bera nafnið Sherry, og eru það fjór- ir víninnflytjendur, sem óska eftir því að nafnið Sherry verði einungis á víni innfluttu frá Spáni en á móti þeim eru fjögur fyrirtæki, sem blanda Sherry úr vínum frá ýmsum löndum. Málaferli þessi hafa staðið í 23 daga og hafa kost- að um 15 milljónir það sem af er. Nú hafa báðir málsaðil- ar ákveðið í sameiningu að líftryggja dómarann, sem er 62 ára, því að ef hann fellur frá, þýðir það, að byrja verður á málinu að nýju og lögreglu- maður hefur verið fenginn til þess að gæta hans, þar til mál- inu lýfcur. ★ Geraldine Ohaplin er nú langt komin með að leika í fjórðu kvikmynd sinni. Hún er by.g'gð á sfcHdsögu eftir George Simeon, höfund Maigret-bók- anna, og fjallar um glæpasam- tök unglinga. Geraldine leikur „drottningu“ samtakanna og mótleikari hennar er James Mason. ★ í Bandaríkjunum er það sagt að þessi maður hér á myndinni sé fymsti stærðfræðiprófessor- inn, sem er dægurlaga söngvari en í Frakklandi er sagt, að hann sé eini dægurlagasöngv- arinn sem verður stærðfræði- prófessor. Hann heitir Evariste og er 'frá Lyon í Frakklandi og enda þótt hann sé aðeins 24 ára gamall kennir hann stærðfræði og eðlisfræði við háskólann í Princeton í Banda- ríkjunum. Þegar hann er í Frakklandi vinnur hann sér inn mikið fé með söng sínum. Everiste hefur alltaf þótt mjög efnilegur og er sagt um hann meðal annars, að bann hafi hætt að reykja, þegar hann var fimm óra, þrettán ára gam- all hafði hann grætt talsverða peninga á fjárhættuspili og sextán ára gamall lærði hann hebresku. Hann státar af því að sú námsgrein, sem hann hafi verið lélegastur í í skóla hafi verið leikfimi. Hvað hann heitir í ,-auninni vill hann ekki láta uppiskátt, en hann notar nafnið Evariste til þess að heiðra minningu stærðfræðingsins Evariste Gal- ois, sem lét lífið í einvígi 22 ára gamall. Evariste er nú sem stendur í Frakklandi og held- ur þar hverja söngskemmtun- ina eftir aðra, en innan skamms verður hann aftur kominn í kennarastól sinn í Princeton. Aðspurður segist hann œtla að syngja þangað til hann er bú- inn að syngja inn svo mikla peninga, að hann geti veitt frönskum stærðfræðingum Styrki til þess að neniia við Princeton háskólann. Á VÍÐAVANGI Fækkar á Akranesi Að halda jafnvægi í byggð landsins er vandamál þessarar aldar. Talað er um, að þjóðin sé a3 safnast saman á suð- vesturhorni landsins, en bygg® ir vestdn, norðan og austan íands að eyðast. Sú hefur og orðið raunin hin síðari ár, að bæirnir við Faxaflóa hafa vaxið mjög, einkum Reykjavík og bæimir sunnan við hana. Akranes hefur tii dæmis verið blómlegur athafnabær. Þar var útgerð rismikil og vaxandi, fiskignaður blómlegur. Á ára- cugnum milli 1950 og 1960 fjölg aði íbúum Akraness um 127 að meðaltali á ár. Hið mikla fyrir- tæki, Sementsverksmiðjan, lief- ur ekki megnað að halda fjölg- uninni við, því að útvegurinn hefur dregizt saman, bátum fækkað og fiskverkun minnkað. Þau undur hafa gerzt, að síð- ustu árin hcfur íbúum Akraness heldur farig fækkandi, og s.l. ár fækkaði þar t.d. um 33. Bæir eins og Akranes eru burðarstoðir í útflutningsfram- leiðslunni. Það er illur dómur um stjórnarstefnu þá, sem kail ar sig „viðreisn“ að fækka skuli og útvegur dragast saman á slík um stöðum. Það sýnir, að við eigum nú ekki aðeins við að etja byggðavandamál í fyrri skilningi, þar sem fólk safn- ast til Suðvesturlandsins, held- ur flótta frá undirstöðuatvinnu veginum á einum blómlegasta útgerðarstað við Faxaflóa. Þungur dómur Síðustu dagana hafa staðið yfir á Alþingi umræður um Djargráðafrumvarp ríkisstjórn- arinnar vegna sjávarútvegsins. Þetta er mesta hallærisfrum- varp, sem Alþingi hefur fengið tií meðferðar, og hallærið staf- ar ekki af náttúrunnar völdum, heldur óáran þeirri, sem „við- reisn“ kallast. Það eru harð- indi af manna völdum, en þau eru vcrsta óáran, sem til þekk- ist, segir Konungsskuggsjá. — ;Vleð flutningi þessa frumvarps gerir ríkisstjórnin mikla sektar- játningu fyrir þjóðinni og fellir dóm yfir sjálfri sér. Sá dómur er á þá lund, að sjö ára „við- reisn“, sem miða átti að því að koma atvinnuvegunum á heilbrigðan grundvöll, hefur í revnd komið þeim á vonarvöl. Þetta er hin raunverulega kosningastefnuskrá, sem ríkis- stiórnin birtir þjóðinni. Gamalt og gott orðtak og fyrr notað, segir: Verkin tala. í hallæris- frumvarpi ríkisstjórnarinnar cala verkin skýru máli, og þ.tóðinni bei að dæma eftir staðreyndum. Að opna fyrir sér- fræðinqum l pistli, sem undirritaður er flerjólfur. ræðir Alþýðublaðið um málfrelsi •' tilefni af stþd- entafélagsfundinum um heil- brigðismálin, en hann var af- teiðing valdníðslu gegn mál- freisinu, er þjóðlífsþáttur út- varpsins var bannaður. Herjólf ur scgir: „Sumir ætla, að opinberar umræður eins og ^túdentafund urinn á dögunum, séu aðeins bær andlegu skylmingar, en deilur kallast. Það er þó mikill misskilningur. Megingildi þeirra er að koma hugmyndum Framhaló s bis 15 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.