Tíminn - 22.03.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.03.1967, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. marz 1967 TÍSV3BNN ÞINGFRETTIR MÓTMÆLA SKERÐINGU Á FRAMLAGINU TIL JÖFNUNARSJÓDS SVFITARFÉLAGA Annarri umr. um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins lauk á mánudagskvöld. 3. umræða um málið var í gær og töluðu m.a. Björn Pálsson, Sverrir Hermanns son og Jón Skaftason. Allar brevt ingatillögur Framsóknarmanna voru flelldar. Á mánudag talaði Einar Ágústsson, minnti á mót- mæli sveitarfélaganna og m.a. borgarráðs Reyikjavíkur á skerð ingu á framlagi til Jöínunarsjóðs sveifarfélaganna um 20 milljónir króna auk þess sem hann svaraði nokkrum atriðum úr ræðu Svjerris Hermannssonar. Nokkrir kaflar úr ræðu Einars fara hér á efíir: Ég er orðinn úrkula vo.nar um að aðrir verði til þess að vekja athygli á samlþyklkt Borgarráðs Reykjavíkur um þetta mál en hún er svohljóðandi: „Reykjavík, 15. marz 1987. Á fundi sínum í gær, samþykkti borgarráð Rvíkur, að ítreka mót mæli stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, við því ákvæði á frv. til laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, að framlag ríkis- sjóðs til jöfnunarsjóðs sveifar- félaga verjði skert um 20 millj. kr.'Borgarráð samiþ. enn fremur að tilkynna A'lþ. þessa afstöðu Rvíkurborgar: Geir Hallgríms- son“. Sjálfstfl. skipar meirihluta borg arráðs Rvíkur. Ég hefði þess vegna vænt þesis, að slík ályktun frá þessum meirihluta mundi vekja einihverja af hv. þm. þessa byggðalags til umhugsunar um það, hvort ekki væri stefnt hér inn á ranga braut. Þau mótmæli stjórnar Sam- bands íisl. sveitafélaga sem borgar ráð á við hefur verið útbýtt hér á Alþ. Þau eru svobljóðandi: „Lagt hefur verið fram á Alþ. frv. til laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. í frv. þessu er gert ráð fyrir að lækka greiðslu til jöfn unarsjóðs sveitarféilaga fyrir árið 1966, frá því sem ákveðið er í tekjustoifnalögunum um 20 millj. kr. f greinargerð frv. er upplýst, að telkjur jöfnunarsjóðs 1966 muni fara 23 millj. kr. fram úr áœtlun fjárlaga fyrir árið 1966 og er ráðgerð lækkun rökstudd með því, að sveitafélögin njóti góðs af árangri verðstöðvunarinnar og því sé sanngjarnt að þau taki nokkurn þátt í cáðstöfun um til að tryggja framgang henn ar. Það hafi verið l>aráttuefni sveitafélaganna árum saman að fá nýjan tekjustofn, þ.e. hlutdeild í söluskatti ríkissjóðs. f samþykkt söluskattslaganna nr. 10/1960 og laga um jöfnunarsjóðs sveita- félaga nr. 19/1960 kom ríkisvaldið til móts við þessa ósk sveitarfélag anna og sýndi með því skiln- ing á aðstöðu þeirra á því lítils verða hlutverki sem þau gegna í þjóðfélaginu og síðan segir, að lögfesting þessa fyrirkomulags hafi markað tímamót í samskipt um sveitafélaga og ríkissjóðs. Sveitaifélögin telja sig hafa bæði þakikað þetta og metið. Því ber að harma að með ákvæðum frv. skuli nú stefnt að skerðingu þess ara þýðingarmiklu réttinda sveitafélaganna". Síðar í þessari greinargerð segir, að sveitafélög in telji það mjög ranglátt að til viðbótar því að þeim útgja’da hækkunum, sem áður eru raktar í greinargerðinni, eigi að koma hvort tveggja skerðing á fram lagi til jöfnunarsjóðs og lækkun á framlagi ríkisins til sameigin- legra framkvæmda þess og sveita félaganna, svo sem gert er ráö Skylt að koma rafmagni til allra landsmanna Framsóknarmenn í fjárhags nefnd neðri deildar, Skúli Guð- mundsson og Einar Ágústsson hafa skilað af sér nefndaráliti og fluttu breytingartillögur við 2. umræðu við frumivarp til orku laga, er rdkisstjórnin flytur. Ne'fndarélitið fer hér á eftir: Við flytjum nokkrar breyting artillögur við þetta frv. Sú fyrsta er um það, að einka réttur ríkisins til að reisa og reka raforkuver yfir ákveðna stærð haldist óbreyttur, með þeirn frávikum, sem núgildandi lög á- kveða. Sú smábreyting er þó gerð, að stærðartakmörk orkuvera eru talin í kw í frv. í stað jafnmargra hestafla í gildandi lögum. Sáðan raforikulögin voru sett, árið 1946, hefur þingkjörið raf- orkuráð gegnt þýðingarmiklu hlut verki við meðferð raforkumála. Verkefni þeiss hefur verið að fylgj- ast með stjórn og framkvæmdum í raforkumálum. Samfcvæmt lög um hefur raforkuráðið fengið til athugunar og umsagnar tillögur um að reisa ný orkuver og orku veitur, tillögur um gjaldskrár raf magnsveitna ríkisins, reikninga og fjáihagsáætlanir þeirra fyrir- tækja o.m.fl. Samkvæmt þessu frumvarpi á raforkuráðið að hverfa úr sög- unni. Hins vegar gerir frv. ráð fyrir því, í kaflanum um orku sjóð, að Alþingi kjósi svonefnt orkuráð, en verkefni þess á að verða það eitt að fara með stjórn orkusjóðs, undir yfirstjórn ráð- herra. Hinu nýja ráði er þannig ætlað miklu þrengra verksvið og valdsvið en raforkuráðinu, sem nú starfar. Verði þetta gert að lögum, teljum við, að stigið sé stórt skref aftur á bak. Við flytj um því breytingartillögu um, að inn í frumvarpið verði bætt nýj um kafla um stjórn orkumála, sem verið hliðstæður kaflanum um stjórn raforkumála, sem nú er í raforbulögunuim. Þar verði, edns og í gildandi lögum, ákveð in verkefni orkuráðsins, og séu þau ákveðin með hliðsjón af íyrir mælum gildandi laga um verk- efni raforkuráðs. í samræmi við framanrjtað flytj um við breytingartillögur við nokkrar greinar frv. um bað., að leitað sé eftir umsögnujn og til- lögum orkuráðs um ýmis málefni, sem frv. f jallar um. Við flytjum brtt. við 71. gr., þess efnis, að lán til að koma upp vatnsaflsstöðvum til heimilis nota megi nema allt að Vr, stofn- kostnaðar í stað %. Þá flytjum við tillögu um, að við frv. verði þætt ákvæði til bráðabirgða, þar sem m.a. verði ákveðið, að á þessu ári og næstu 2 árum verði lokið við að leggja raflínur frá rafmagnsveitum rí'kis ins til allra heimila, sem hafa ekki áður fengið rafmagn frá samveitum eða sérstökum vatns- aflsstöðvum, þar sem meðal línu- lengd milli býla er 2 tan. eða minni. Láta mun nærri, að urn næstliðin áramót hafi 3800 sveita- heimili haft rafmagn frá samveit- um eða sénstökum vatnsafls- stöðvum. Má þá ætla, að tala þeirra heimila, sem hafa hvorugt þetta, sé nálægt 1500. Sennilega er um það bil helmingur þessara býla á svæðum, þar sem meðal- línulengd milli býla er 2 km eða minni, en verði tillaga okkar sam þykkt, eiga öll þau heimili að fá rafmagn frá samveitum á ár- unum 1967—1969. Ein af brtt. okkar er um það, að rafmagnsveitustjóra verði falið að gera á þessu ári áætlanir um kostnað við að leggja raflínur frá rafmagnsveitum ríkisins til býla á svæðum, þar sem meðallínulengd milli þeirra er 2—2,5 km. og 2,5 —3 km. Þessar áætlanir er nauð- synlegt að gera til undirbúnings ákvörðunum um það, að hve miklu leyti raforkuþörfinni verð- ur fullnægt með línum frá samveit um. En sjálfsagt er að gera það, að svo miklu leyti sem mögu’egt þykir kostnaðar vegna, þar sem með því móti er unnt að veita mönnum fullkomna þjónustu í þessu efni. Vafalaust skipta þau heimili þó huhdruðum, sem eru á svo strjálbyggðum svæðum, að ekki verður talið fært að leggja raflínur til þeirra frá samveitum. Trúlegt er, að íeitthvað af þeim hafi möguleika til að koma upp sérstökum vatnsaflsstöðvum, jg er sjálfsagt að veita þeim að- stoð til þess, t. d. með hagstæðum lánum. En fyrir hina, sem ekki búa við þau skilyrði, er þá ekki um annað að ræða en dísilstöðvar til rafmagnsframleiðslu, þótt það sé mjög ófullkomin úrlausn í sam anburði við rafmagn frá samveit- um. Samkvæmt brtt. okkar er raf magnsveitustjóra ætlað að gera tillögur um uppsetningu dísil- stöðva á þeim heimilum, sem eiga ekki. kost á öðru betra, og eiga tillögurnar að miðast við, að not- endur slifkra stöðva njóti ekki minni stuðnings af opinberri hálfu en þeir, sem fá rafmagn frá 'samveitum. í þessu samþandi má geta þess, að samkvæmt síðustu reikningum héraðsrafmagnsveitna ríkisins hefur ríkisstyrkur, sem þær hafa hlotið, numið yfir 36% af stofnkostnaði þeirra. Áætlanir ®g tillögur rafmagnsveitustjóra, sem um getur hér að framan, á samkvæmt tillögum okkar að full- gera og leggja fyrir Alþingi eigi Síðar en 1. nóv. þ. á. Það er auðvelt verk að ljuka því á allra næstu árum að koma raf- magninu til allra landsmanna, og þetta er skylt að gera. Þa3 er ósæmilegt að fresta því lengur en orðið er að taka ákvörðun í þessu efni og láta þá, sem enn bíða eftir þægindum rafork innar, vita, hvers þeir megi vænta um úrlausnir í því þýðingarmikla máli. fyrir í frv. Og þessu brófi lýkur á þennan hátt: „Stjórn sambands ísl. sveitafélaga treystir þvi, að 'hv. Aiþ. leysi þet'ta mál á farsæl an hátt fyrir sveitafélög landsins, þannig að þeim verði ekki tor veldað að gegna þeim þýðingar miklu verkefnum, sem löggjöfin hefur falið þeim“. Ég vænti þess að þeir þm. Rvíkur, sem hér eru inni vilji taka vilja alha kjörinna borgarbúa hvar í flofcki sem þeir standa til greina í þessu efni. Ein hver kann að vilja benda á það, að frv. til laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegisins sé þegar búið að ganga gegnum efrideild án þess að nokkur þingmaður stjórnaríiðsins þar hafi séð ástæðu til þess að snúast gegn þessu ákvæði. Þegar málið var afgreitt þar, þá lá ekki fyrir þessi áskor un borgarráðs Rvíkur og því tel ég tvöfalda ástæðu til þess fyrir þm. í þessari hv. deild að skoða málið betur. Á Hv. frsm. meiri hluta sjávar- útvegsnefndar sagði • hér áðan i framsöguræðu sinni, að aðeins um tvær leiðir væri að ræða til þesis að standa undir þes-sum út- gjöldum sem á ríkissjóð væru lögð. Iíann sagði að það væri þessi leið, þ.e.a.LS. taka af iöfn- unarsjóði sveitafélaganna, að skera niður verklegar framkvæmd ir, sem Ailiþ, er nýbúið að ákveða skv. fjárlögum. Eða, sagði hann, að leggja á nýja skatta. En ég held að hann hafi gleymt þriðju leiðinni, það er þeirri sem lögð er til með breytingatillögu Eram sóknarmanna þ.e. að greiða þess ar 85 millj. til viðbótar af greiðslu afgangi 1966, sem upplýst .*r, að er fyrir hendi — 800 900 millj. kr. hefi ég heyrt. Alþ. hefur ekki ráðstafað greiðsluafgangi 1966. Þess vegna getur Alþ. ef því svo sýnist ákveðið það, að þessar greiðslur skuli greiðast af greiðslu afgangi 1966 og hætt við að klípa þetta tilllag af jöfnunarsjóði sveitafélaga. Frsm. sjávarútvegs málanefndar, var búinn að reikna það út, að þessar 20 millj. kr. væru nú ekki nerna 1% af heildar tekjum sveitafélaganna. Og hann' sagði, að það væri um slífct litil! ræði að tefla, að hann teldi það I nú ekki eftir sveitafélögunum,; annað eins og búið væri fyrir þau að gera, að manni skyldist, að bera þennan bagga. Mér telst til, að þessar 20 millj. séu ekki nema 0,4% af heild artekjum skv. fjárlögum. Svo enn þá minna munar þá um þenn an litla bagga á þeim stóra lið. Augljóst er, að með vaxandi innbeimtu söluskatts til ríkis- sjóðs, minnka þeir tekjustofn ar sem sveitarfélögin hafa til þess að leggja á, því að vitanlega er gjaldþol einstaklinganna tak markað. Ef nú á enn að fara að skerða þennan litla hlut, sem sveitafélögin hafa haldið í inn 'heimtu söluskattsins, hygg ég, að farið sé út á varbugaverðar þraut ir. Ég vil því mjög eindregið hvetja menn til að endurskoða þessi ákvæði og vænti þess. að ein'hverjir þm. a.m.k. sem hafa ætlað sér að fylgja þessu fn’., endurskoði þá afstöðu sína nú þegar þessi mótmæli liggja fyrir. Sverrir Hermannsson vildi kenna Framsfl. um þá verðbólguþróun, sem hér hefði átt sér stað á ind anförnum árum. Hann sagði, að Framsfl. væri hinn eini, sem hefði aðra stefnu heldur en framfylgt væri og manni skildist, að þess ari stefnu Framsfl. væri það að kenna hver verðbólga hefði verið hér nú að undanförnu. Ég neld, að það verði nú ákaflega erfitt fyrir þennan hv. þm. að sannfæra fólk almennt um. að þessu sé svona varið. Hann sagði enn fremur, að samningarnir við verkalýðs- félögin samkv. júní-samkomu lagi, hefðu stuðlað að því að draga verulega úr verðbólgunni. Það er satt, að verkalýðsfélögin hafa sýnt alveg ótrúlegt langlund argeð þessari hæstv. ríkisstj. og meira langlundargeð heldur en oft hefur verið að mæta úr þeirri átt. Þau hafa sætt sig við, að kaupmáttur tímakaupsins hefur lítið sem ekkert hækkað á undan förnum 7-8 arum. Það má vissu lega viðurkenna þetta hjá verka lýðsfélögunum og menn ieggja það út eftir þvi ,sem þeim lízt. En ýmislegt hefur |jó annað ver ið gert og það mætti kannske spyrja þennan hv. þm., 3. þm. Austf. að því, hvað hefur það dreg ið mikið úr verðbólgunni, að sam ið var um vísitöluálag á lán hús næðismálastjórnar, þannig að þeir sem byggja nýjar fbúðir, verða einir allra að bera þær dráps klyfjar. Hann svarar þessu vænt anlega hér á eftir í framhaldi af þessu, hvað þurfa kaupgreiðsl ur að hækka til þess að standa undir þessum auknu útgjöldum. Sambengið milli kaupgjalds og húsnæðiskostnaðar hefur svo oft verið rakið og rifjað upp hér á hv. Alþ., að ég hygg, að það sé óþarfi að gera það einu sinni enn. Þess vegna skal ég ekki fara langt út í það, en aðeins sggja eins og hér hefur raunar oft ver ið bent á, að lágmarkskaupgreiðsl ur hljóta vitanlega að piiðast við það, að menn hafi húsnæði til að búa í og sú ráðstöfun að setja vísitöluálag á húsnæðislán in, hefur gert þennan lcostnað meiri og þess vegna þarf lág marfcskaupið að hækka. Þá vék þessi háttv. þm. að því reginbneyksli, að ráðh. beitti sér fyrir því að málfrelsið í útvarp inu var skert. Ég held það hafi þurft mikla hreysti, eða vanþekk ingu til þess að fara að hreyfa þessu máli hér. Ég hygg að af mörgum ráðstöfunum, |sem þessi ríkisstj. hefur verið gagnrýnd fyrir sé fátt sem hún hefur verið meira gagnrýnd fyrir en einmitt þetta. Pramnol^ *> j ^ Á ÞINGPALU ★ Ríkisstjórnin lagði í gær fram á Alþingi frumvarp um Skipaútgerð víkisins. Þeir sem fá frumvarpið í hendur halda sjálfsagt að vonum, að hér sé um að ræða frumvarp um kaup á nýjum skipum til endur- nýjunar og bóta á strandferðaþjónustunnL Svo er því miður ekki. Þetta er frumvarp um að lögfesta það nefndarbasl, sem verið hefur um þessl mál að undanförnu. Framkvæmdir eiga engar að vera, cn hins vegar eru prentaðar með sem fylgiskial tillögur stjórnskipaðrar nefndar um kaup á skipum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.