Tíminn - 22.03.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.03.1967, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. marz 1967 Þú ert nýkominn yfir gróður- snauða rnelana og ekur inn með firðinum um lágvaxið og kræklótt kjarrið, sem við nefnum Hafnar skóg. Handan við hrægrunnan fjörðinn, sem í rauninni er ekki nema nokkrir álar milli víðáttu- mikilla sandeyra er flýtur yfir um flóð, rís bærinn: Kirkjan hátt á bjargi, raðir reisulegra ibúðarhúsa fram á klettabrúnir, drifhvít mjólk urstöðin í lágri sandvík. Þér verð ■ ur starsýnt á þennan bæ, því að í góðu veðri er svo að sjá handan yfir fjörðinn, að þarna sé dálítil borg. Þetta er þó ekki nema rösk lega þúsund manna bær — Borg- arnes. En einhverjir töfrar valda að það er eins og hann stækki, þegar á hann er horft úr hæfilegri fjarlægð sunnan frá. Borgames á sér ekki langa sögu. Fyrir rösklega hundrað og tuttugu árum var fyrst tekið að bera fram óskir um það, að þar mætti verzlun arstaður rísa. Fyrir rúmlega hundr að og tíu árum stýrði skeggjaður karl, sem í senn var bóndi í hér- aðmu og góður sjóliði, fyrsta kaup skipinu skerjaleið milli grynninga og boða inn á Brákarpoll. Og fyrir ingur, og talaði anngrlega tungu. Þetta var norskur smiður, Ole J. Haldorsen, sem Akra-Jón hafði komið með á skipi sínu frá Björg- vin hrjúfur nokkuð, en þrautseigur og eljusamur. Handaverk hans blasa enn við allra augum í Borg arnesi — verzlunarstjórabústaður inn undir Búðarkletti, fallegt hús og traust. Kristófer Finnbogason á Stóra- Fjalli, sem stýrði fyrsta kaupskip inu inn á Brákarpoll, gat núið hendurnar ánægjulega, enda höfðu þær tekið út þann þroska á ára- hlunnunum framan af ævi, að þar þar var nokkuð ag núa — stórar eins og kálfskrof og þumalfingurn ir langir og gildir eins og birkiraft ar. Og nýi kaupmaðurinn, Akra- Jón, sneri upp á vaxborið yfirskegg ið, unz broddarnir stóðu þráðbeint út í loftið spilaði lomber við helztu bændur héraðsins í hálfan mánuð samfleytt, þegar haustönnum var lokið, og gekk að eiga kornunga og gullfallega heimasætu í Hvítársíðu, dóttur gáfaðra, kynstórra og efn- aðra foreldra, Sigríði á Haukagili- Seinna komu Thor Jensen, sem reið um hérað með hundinn réttum hundrað árum var staðfest i Misson, er átti jafnvel til að rneð konungsbréfi sú samþykkt al- j stökkva upp á herðar mönnum og þingis, að þar skyldi vera verzlun arstaður. Það var þó gegn harðri andspyrnu gert, þvj að kaupmönn um í Reykjavík, Hafnarfirði og Stykkishólmi var alls ekki um þessa nýjung gefið, og sumir, sem ekki létu sér sérlega annt um, að þeir fylltu sál sína gróða af verzl- un í Borgarfirði, gerðu sér litlar vonir um að þetta yrði nokkurn tíma barn í brók. Enn leið áratugur, unz fyrsti kaupmaðurinn sigldi einn fagran sumardag inn á Brákarpoll með húsavið og vörubirgðir, kominn þeirra erinda að reisa þar verzlun arhús. Það var Akra-Jón, sem jafn an hefur svo verið kallaður af alþýðu — öðru nafni Johnsen kaupmaður eins og hann hét í skjöl um á meðan í lyndi lék. Áður en þetta gerðist höfðu eipungis ensk ir taxkaupmenn numið þar iand um stundar sakir- Brátt tóku að heyrast'-hamarsbögg í brekkunnj norðan undir klettinum upp af Suðurnesi. Þar var að starfi ung ur maður, lávaxinn og breiðskeggj að'ur, kýttur mjög 1 herðum, sv0 við lá, að hann gæti kallazt kryppl taka af þeim hattinn, Finnur Finnsson, faðir fyrsta borgneska barnsins, og Hinrig Bjering, hold- ugastur allra verzlunarstjóra , í Borgarnesi í heila öld. Senn leið að því, að kaupmenn irnir og verzlunarstjóramir voru ekki einir með fólk sitt í Nesinu. Þorsteinn Einarsson, borinn í efstu byggðum Norður-Múlasýslu, reisti fyrsta gistihúsið, Þorbergur Þorbergsson, kvalinn upp á sveit arbrauði í Rangárþingi, umkomu- laus reikunarmaður á barnsaldri, reisti fyrsta steinbæinn sama árið og stórbóndinn í Sveinatungu byggði hús það sem hann varð frægur af, og Teitur Jónsson, gró- inn Borgfirðingur, settist ag vest an við sandinn og keypti fyrsta vélbátinn í eigu Borgfirðinga litlu eftir aldamótin — um svipað leyti komu þejr einpig upp símalínu sin á milli, Teitur og séra Einar á Borg, löngu fyrir daga landssím ans. Það myndi nú þykja nokkurs um vert, ef til væri kvikmynd, sem sýndi lífið í Borgarnesi á bernsku skeiði kaupstaðafins: Skonnortur og galíasa svínbundna í Brákar- sundi, fólkið, sem flykktist í kaup- staðinn á lestunum, hestamergð- ina, sem svarf jörðina svo á fáum árum, að Skallagrímsdalur, er algróinn var áður en skipakomur hófust á Brákarpoll, svo að taspast örlaði á SkallagrímShaugi, varð örfoka áður en nítjánda öldin var úti, gufubátana litlu, sem fluttu fólk og farangur milli hafna við Faxaflóa, svo vanbúna, að þar var ekki einu sinni afdrep til þess að kasta af sér vatni, Gyðinginn Tierney, svartskeggjaðan og bjúg- nefjaðan, með fatauppboð sín — kvikmynd með öllu því ívafi ólg- andi lífs, er engan órar fyrir, sem eigi hefur séð og lifað. En við verðum að sætta okkur við það, er við getum sett okkur fyrir hug- skotssjónir. Skin og skúrir skiptust á eins og jafnan í mannheimi: Kaupmenn gengu slyppir frá þeim fyrirtækj um, sem þeir ætluðu að koma á legg, eldur lék um rjáfur, skip i brotnuðu og sukku, menn drukkn j uðu. Einn daginn kom kona á harðahlaupum niður í kaupstaðinn svo tryllt, að hún varð varla föng uð, á flótta undan andlegum og veraldlegum yfirvöldum, sek um leynilegan barnsburð og útburð afkvæmis síns. í annað skipti var nafntogaðisti skipstjórinn á norsku Borgarnesförunum borinn dauð- vona með brotin rif stungin í gegn um lungun niður í hús ljósmóður innar. Og litlu eftir aldamótin var það einu sinni um sumarmál, að slíkt reykjarkaf lagðist yfir kaup staðinn, að vart eða ekki sást til fjalla. Sinueldur hafði læst sig um meginhluta Borgarhrepps að neð an og vestan verðu. En Borgarnes dafnaði. Þegar leið frá aldamótunum, fluttist þangað fleira og fleira fólk — sumt vel við veg, annað snautt og umkomulítið. Heyholt, Bjargar- steinn og Melur lögðu hinum unga kaupstað til margt mannsefnið þeim árum — einmitt kotin, þar sem þeir er færstra kosta áttu völ, höfðu reynt að bjarga sér við bú- hokur. Á þessum árum hófst Kaupfélag Borgfirðinga á legg, raunar pönt unarfélag í fyrstu, og Jónamir, sem lengi gerðu garðinn frægan, hófu verzlun sína nokkru síðar. Þá voru mágkonurnar, Helga frá Svarfhóli og Ragnhildur frá Sól- heimatungu, ungar og sporléttar. Nýja húsmóðirin í gamla verzlun arstjórabústaðnum, sem Óli norski reisti handa Akra-Jóni, lét sig ekki; muna um sporin við gestina, sémweituðu í hús þeirrar konu, er helzt hefði viljað eiga stofu um þjóðbraut þvera — og átti það reyndar. Og spölkorn ofan við sandinn settist að fyrsti héraðs læknirinn í Nesinu, Þórður Páte son, sem söng fegur en englarnir í sjálfu himnaríki. Handan við daglega önn rikti draumurinn: Málmbræðsla, orku ver, járnbraut, hafnargerð. í nokkur ár fóru Bjarni frá Hofsstöð um og Þorsteinn Kjarval og marg ir fleiri um hérað og keyptu náma réttindi. Englendingar vokuðu yfir Andakílsárfossum, mældu og reikn uðu og fengu lóð undir áburðar verksmiðju í Brákarey. Og eitt skammvinnt sumar brauzt skag- firzkur gestgjafi, fríður og vörpu legur og umsvifamikill í fram- kvæmdum í Borgarnesi og hafði uppi miklar ráðagerðir. Hapn hét Tómas Skúlason og var gæddur sama eðli og vindurinn að því leyti, að hann hvarf jafn skyndi- lega og hann kom. Árið 1913 vildu Borgnesingar ekki lengur róa á sama báti og bændurnir í Borgarhreppi. Þeim hafði vaxið svo t’iskur um hrygg, að þeim þótti betur henta að búa út af fyrir aig. Þá var Borgarnes lireppur stofnaður. Hið fyrsta verk hreppsnefndarinnar nýju var bygging bamaskóla. í fararbroddi voru tveir þeirra manna, sem lengi settu mikinn svip á staðinn — Magnús Jónsson, síðar sparisjóðs stjóri, og Stefán Bjömsson, síðar hreppstjóri. í þeim skóla átti Her- vald Björnsson, einn af víkingun- um í hinum unga kaupstað, langt starf. Síðan kom heimsstyrjöldin með vöruþurrð, dýrtíð og gróðabrall. í Dyriun aldarinnar var það stórræði, er Teitur Jónsson keypti lítinn vélbát. Nú réðust Borgnesingar hvað eftir annað f skipakaup. Þeir fóku jafnvel þá-tt í stofnun togaráfélaga. Smámunir uxu þeim ekki lengur i augum. En tímarnir voru viðsjálir. og synda- gjöldin, sem blóði drifinn heimur kallaði yfir sig, voru skammt und- an. Borgarnes varð fyrir þungum áföllum, er spenntur - boginn brast. Það þurfti skapstyrk, þrek og festu til þess áð fóta sig á ný. Á stríðsárunum hóf Einar F. Jónsson, fyrsti verkalýðssinninn, sem vissi, hvað harin vildi, að skipa þeim, sem unnu hörðum höndum, í þá fylkingu, sem átti að vera skjaldborg þeirra og varnarvirki. En það var torsótt verk, því að hvorki var þá viðurkenndur rétt ur verkamanna til slíkra samtaka, né heldur voru verkamennirnir sjálfir samhuga. Vonir Einars rætt ust ekki fyrr en eftir marga ósigra á efstu árum hans. Samtímis stofn aði unga fólkið ungmennafélag sitt, og þar logaði glatt á arninum. Draumurinn um betra land og betra og glaðara og hæfara fólk var aflgjafi þess. Enn kviknar leiftur í auga og hýru brosi bregð ur yfir undir gráum hárum, þeg ar rætt er við þá, sem ungir vom í kringum 1920, um andann og starfsfjörið í ungmennafélaginu. Eftir stríðið komu erfið ár um skeið. En allt rétti þó við, er hallazt hafði í verðhruninu miklu. Og nú fór heldur betur að færast líf í tuskurnar, þegar stjórnmilin voru annars vegar. Borgarnes varð landsfrægt af hinum miklu deilu- fundum, sem háðir voru á lofti sláturhússins við Brákarsund. Eng ar voru þar eftirhermurnar, en Borgnesingar og Mýramenn létu sig samt ekki muna um að standa í kös í tíu til fjórtán klukkustund ir til þess að hlýða á liðsoddana heyja sennur sínar og veita þeim brautargengi. Vigfús Guðmundsson taldi ekki sporin á þeim árum, og, Hervald og Stefán Björnsson voru harðir I hom að baka, þegar fylk- ingum sló saman. Á þessum árum var Guðmundur Björnsson kominn heim í æskuhér að sitt og orðinn sýslumaður Borg firðinga og Mýramanna — maður inn, sem þá í eins konar vígslu gjöf það heilræði eða öllu held ur fyrirbón af vörum móður sinn- ar að vera „mildur við vesalings þjófana". Þorbergur Þorbergsson hafði reist Borgnesingum kirkju í huga sér og sparaði sér ekkert ó- mak til þess að koma henni niður á jörðina — fékk biskupinn í Borgarnes til þess að auka kirkju- I hugmyndinr.i iylgi, leitaði fjár- jframlaga hjá stríðandi stjórnmála Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.