Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hnngið í síma 12323 24 SÍÐUR 80. tbl. — Sunnudagur 9. apríl 1967. — 51. árg. Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Eru verkstjórar ekki tryggöir á vinnustað ? IÞG-Reykjavík, laugardag. Verkstjórasamband íslands mun lita svo á, aS verkstjórar séu ekki nægilega tryggðir á vinnustað. Bent er á í því sambandi, að slys á verkstjórum hafi ekki verið bætt nema fyrir velvild og vegna til- hliðrunarsemi í tveimur tilfellum, og hljóp þá vinnuveitandinn a.m.k. í öðru tilfellinu undir bagga og borgaði skaðann. f báðum þessum 9500 FLEIRI Á KJÖRSKRÁ EJ-Reykjavík, laugardag. Samkvæmt áætlun Hag- stofu íslands verða á kjör- skrá við al'þingiskosningarn ar í júní um 109 þúsund manns, eða um 9500 fleiri en við aliþingiskosningarn- ar árið 1963. Hagistofan hefur birt skrá yfir tölu einstaklinga 21 árs og eldri á þessu ári, og seg- ir, að ekki sé ástæða til að ætla, að mikill munur verði á þeim tölum og raunveru- legum tölum kjósenda á kjörskrá við alþingiskosn- ingarnar í júní næstkom- andi. Tala einstaklinga, 21 árs á árinu, er eftir kjördæm- um þessi (1963 í sviga): Reykjavik 46159 (42.251). Reykjaneskjördœmi 17.096 (13.754). Vesturlandskjör- dæmi 7.086 (6.630). Vest- fjarðakjördæmi 5.579 (5.540). Norðurlandskjörd. vestra 5.731 (5.769). Norður landskjördæmi eystra, 11. 945 (11.202), Austurlands kjördæmi 6.169 (5.799). Suð urlandskjördæmi 9.546 (8. 8153). í heild á landinu er tala einstaklinga 21 árs og eldri 109.310, en voru á kjör- skrá 1963 99.796. í kaupstöðum eru ein- staklingar yfir 21 árs aldur samtals 74.903, en í sýslum landsins 34.407. Tilsvarandi tölur í kosningunum 1963 voru 67.603 og 32.195. tilfellum munu vinnuveitendur hafa haft svokallaða ábyrgðartrygg ingu, sem tryggir vinnuveitandann fyrir þeim kröfum sem starfsmenn kunna að gera vegna slysa. Tíminn sneri sér í dag til Björns E. Jónssonar, verkstjóra forseta Verkstjórasambands íslands, og, sagði hann að tryggingamál verk- stjóra hefðu í tvö ár verið í atihug-; un og á stigi viðræðna við Vinnu- veitendasambandið. Þar hefði því ti'l þessa verið haldið fram, að á- birgðartrygging fyrirtækja næði til verkstjóra eins og annarra starfs- manna. Björn sagði að hins vegar sýndi nýfallinn hæstaréttardómur, að verkstjórum dygði ekki ábyrgð- artryggingin. Verkstjórar eru full- trúar vinnuveitenda á vinnustað, og því nær tryggingin fyrst og fremst til þedrra, sem verða fyrir slysum við venk sem verkstjóri skipar fyrir um í nafni vinnuveit-1 anda. Forseti Verkstjórasambandsins sagði að sambandið hefði skipað þrjá menn í samninganefnd til að ræða við Vinnuveitendasambandið um tryggingarmálið. Bjóst hann við því, að samninganefndir beggja aðila kæmu saman á fund í næstu viku. Sagði Björn, að verkstjórar hefðu helzt álhuga á svonefndri at- vinnuslysatryggingu, þar sem mað- urinn er tryggður undantekningar- iaust, og án tillits til saka á tjóni. Björn sagði að trygging þessi væri að vísu nokkuð dýr, en þess bæri líka að gæta að verkstjórar eru í meiri hættu og bera meiri ábyrgð á vinnustað en almennur starfsmað ur, og koma verður í veg fyrir það, að trúnaðarstarf þeirra leiði til þess að þeir séu verr settir ef slys beri að höndum en undirmenn þeirra. Iðgjald af svona tryggingu mundi verða greitt af vinnuveitenda, og hefur Vinnuveitendasambandið eðlilega þurft að athuga þetta. Hins vegar sagði Björn, að hann bygg- ist við því, að samningar tækjust, þótt hann vissi ekki hvenær úr þeim yrði. Eins og skýrt var frá hér I blað- inu íyrir skömmu fékk verkstjóri Framhald á bls. 22. ÆSKAN 1967! GÞE-Reykjavík, laugardag. Sigurvegari í keppninni um titilinn „fulltrúi ungu kynslóð- arinnar 1967“ var Kristín Waage, 16 ára gömul reykvísk gagnfræðaskólastúlka, o.g var hún krýnd af Valgerði Dan leikkonu í lok fjölbreyttrar kvölds'kemmtunar í Austurbæj- arbíói í gærkveldi. Hlýtur hún dð launum 3 mánaða skólavist í Englandi næsta sumar. Nr. 2 í keppninni varð Ásta Sigurð- ardóttir, einnig 16 ára og verð- laun hennar eru gullúr. Sú þriðja í röðinni varð Kolbrún Sveinsdóttir og mun afbragðs plötuspilari fala henni í skaut. Dómnefnd skipuð af Sigurði Hreiðar ritstjóra Vikunnar, Baldvin Jónssyni auglýsinga- stjóra, Þorsteini Magnússyni kennara, Andreu Oddsteinsdótt ir tízkukennara og Óla Fáli Kristjánssyni ljósmyndara var látin einráð um valið, og áður en úrslitin voru kyeðin upp gerði Sigurður Hreiðar í fá- um orðum grein fyrir störfum dómnefndar og skýrði frá eft ir hverju hún hefði farið í vali sínu. Hann sagði að þau hefðu verið ásátt um, að fara fyrst og fremst eftir persónuleika stúlknanna, þá hæfileikum þeirra og í þriðja lagi útlits- fegurð, en það hefði verið fá- dæma erfitt að gera upp á milli þessara sex glæsilegu og greindu stúlkna, en eftir fjöl- mörg viðtöl við þær og langar rökræður hefði dómnefndin loks komizt að niðurstöðu, sem hún áliti eins réttláta og unnt væri. Mikil ef tirvænting ríkti í salnum, þegar kveða átti úr- slitin upp og var sigurvegaran- um fagnað með lófataki og k'öllum, og allar fengu stúlkurn ar blómvendi, sem hinir vin- sælu yngissveinar úr hljómsveit unum Toxik og Hljómum færðu þeim á sviðið. Framhald á bls. 21. Kristín Waage, eftir að hún var kjörin fulltrúi ungu kynslóðar innar 1967. (Tímamynd GVA) Lyfjafræð- ingar á sáttafundi EJ-Reykjavík, laugardag. í gærkvöldi va. haldinn sáttar- fundur í kjaradeilu Lyfjafræðinga og Apótekarafólags íslands, en án þess að samkomulag næðist. Annar sáttarfundur hefur verjð boðaður á sunnudag. Lyfjarfæðingar hafa boðað verk- fall frá og með kl. 9 árdegis á mánudag, ef samningar hafa ekki tekiít fyrir þann tíma . Hætfa vegna netatj'óns? OO-Reykjavík, laugardag. Varðskip tók þrjá trollbáta að ólöglegum veiðum við Suðurströnd ina í nótt. Farið var með tvo þeirra til Vestmannaeyja og einn til Þor- lákshafnar. Aðgangur trollbáta í landhelginni á þessu svæði er nú orðið slíkt vandamál fyrir netabát- ana sem gerðir eru út frá Þorláks- höfn og Eyrarbakka að skipstjórar smærri báta eru að hugsa um að hætta veiðum nú um hávertíð. Trollbátarnir æða um allt upp i fjörusteina og draga þvers og kruss yfir netatrossurnar og sjást hvergi fyrir. Netatjónið er orðið slíkt að þótt afli sé að öllum jafnaði sæmi- legur vegur það hvergi nærri upp á móti netaskemmdunum sem troll bátarnir valda. Það eru daglegar fréttir að Land'helgisgæzlan tekur vo og svo marga báta að ólöglegum veiðum á þessum miðum. Þeir eru færðir til hafnar og skipstjórarnir mæta fyrir rétti og halda síðan aft ur á sömu mið. Það er ekki einasta að þessar veiðar eru gróflegt landhelgisbrot, heldur valda skipstjórar trollbát- anna, netabátum gífurlegu tjóni með því að draga yfir net þeirra og eyðileggja. Flestir trollbátanna sem veiða þarna í landbelginni eru gerðir út frá Vestmannaeyjum. Skipstjórar á netabátunum kvarta sáran vfir m jð ferð á netum sínum en fá ekki að gert. Eins og fyrr segir er Laiid- helgisgæzlan sífellt að taka þessa báta og kæra skipstjóra þeirra en allt kemur fyrir ekki. Dæmi eru um að landhelgisbrjótur var lek inn að morgni að ólöglegum veiðu.n út af Þorláks'höfn og færður til Eyja. Skipstjórinn mætti þar fynr rétti og brot hans sannaðist. Að kvö.:- sama dags var hann aftur farinn að toga á sömu miðum og hann var á þegar hann var tekinn um morguninn. Ekki geta skipstjórar trollbátanna skotið sér á bak við að þeir vdti ekki hvar net liggja í sjó og virðist sumum þeirra standa nákvæmlega á sama hvort þeir draga yfir þau eða ekki. Fyrir nokkru kom það fyrir að trollbátur var blinn að draga yfir þrjár netatrossu. en gat ekki torg- að meiru því troillið slitnaði frá. Kom það síðan upp í netum eins bátsins og voru í því þrjú tonn af Framhald á bls. 21.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.