Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 9. aprfl 1967.
TÍMINN
I SPEGLITIMANS
Hin fræga franska söngkona
Juliette Greco hefur verið í
söng- og brúðkaupsferð í Rúss
landi og á heimleiðinni kom hún
við í Þýzkalandi og hélt þar
nokkrar skemmtanir. Þessi
mynd er tekin í Berlín eftir
eina skemmtunina.
De Gaulle forseti Frakklands
ihefur neitað að láta grafa sig
í Les Invalides í París en þar
eru frægustu herforingjar
Fr<ykklands jarðsettir og var
talið, að hann vildi láta gera
stórt minnismerki yfir sig. Hef
ur hann ákveðið að láta jarð
setja sig í þorpinu Colombey-
les-deux-eglises en þar hefur
hann sveitasetur sitt og lö'g-
heimili og hefur hann nú í
seinustu tið alltaf gengið til
kosninga þar. Líka sögu er að
segja af Franco einræðisiherra
á Spáni. Hann hefur einnig
neitað að láta jarðsetja sig með
al annarra spánskra hershöfð
ingja, og lét pólitíska fanga
á Spáni reisa gífurlegan minnis
varða rétt utan við Madrid þar
sem hann hyggst láta grafa sig-
Það vakti allmikla athygli
fyrir skemmstu, þegar Sophia
Loren ítalska leikkonan fræga
kom til Sviss á-
samt eiginmanni sínum með
heljarmikinn hatt á höfði. Þótt
ust margir þar kenna sama hatt
og tízkusýningardaman fræga
Twiggy hafði haft á höfðinu á
mynd í tízkublaðinu Vogue.
Einkaritari Sophiu stundi þvi
upp að ekki gæti verið um sama
hattinn að ræða, því að hattur
Sophiu hefði verið teiknaður og
keyptur hjá Dior í París, en
við nánari athugun kom í
ljús, að hatturinn sem Twiggy
bar var einnig frá Dior, en ekk-
ert hefur upplýstst enn í þessu
máli nánar.
Franski leikarinn Jean Gab
in sagði fyrir skemmstu um
stuttpilsatízkuna: Ef þér eruð
svartsýnismanneskja þá hrygg
izt þér yfir því að gáfur stúlkn
anna ná eins stutt og pilsin
þeirra, en ef þér eruð bjart-
sýnismaður þá gleðjizt þér yf-
ir því að pilsin þerira ná eins
stutt og gáfur þeirra.
Óheppnasti innbrotsþjófur í
Þýzkalandi heitir Peter Weiss.
og er frá Wiesbaden. Hann or-
sakaði nefnilega sjálfur að
lögreglan stóð hann að verki.
Hann hafði brotizt inn í fyrir
tæki í Wiesbaden og ætlaði að
brjóta upp peningaskáp þar
með járnkarli. Sóttist honum
verkig erfiðleka og á endanum
tók hann upp síma í herberg
inu, sem hann var í og hringdi
í kunningja sinn og sagði: Viltu
senda Heinz hingað, ég get
ekki opnað fjandans skápinn.
Það var ekki Heinz, sem kom
heldur lögreglan því að í mis
gripum hafði þjófurinn tekið
síma, sem gaf beint samband
við heimili forstjóra fyrirtækis
ins og það var forstjórafrúin,
sem kom í símann og gerði lög
reglunni viðvart.
# r X / t > t/tryt.t % ■tjVt 'tJ£/Vt < '••tV&t.t itftfjq
.................!....... .....................................
Brigitte Bardot er nú á ftal kom á flugvöllinn í Róm. Kvik Edgar Allan Poe og mótleikari
íu við kvikmyndaleik og er myndin, sem hún er að leika hennar í kvikmyndinni er
þessi mynd tekin þegar hún í er byggð á þrem sögúm eftir
franska kvennagullið Alan De-
lon.
Það var uppi fótur og fit
í Chicago fyrir skemmstu þeg
ar þau vom gefin saman í
hjónaband þar John D. Rocke
feller IV og Sharon Lee
Percy, og er sagt að ekki hafi
svo margir tignir gestir komið
þar í borg síðan 1959, þegar
Elizabet Englandsdrottning
kom þar. Meðal gesta voru
fjórir Rockefeller, Amyn Khan,
föðurbróðir Aga Khan, sem hér
var á ferð fyrir skemmstu,
Lynda Bird Johnson, sem var
í fylgd með George Hamilton
og tylft leynilögreglumanna,
Maurice Chevalier, Art Buch-
wald, John Lindsey borgar-
stjóri NY.-borgar og flestir
frægustu stjórnmálamenn
Bandaríkjanna.
John D. Rockefeller er sonar
sonur Johns Rockefeller, sem
setti á stofn olíufyrirtækið
Standard Oil Company en
Slharon er dóttir öldungadeildar
þingmannsins og milljónamær-
ingsins Charles Percy. Fyrir
um það bil hálfu ári var mjö'g
mikið skrifað um þessa fjol-
skyldu í blöð um allan heim,
þar sem tvíburasystir Sharon
Percy var myrt, meðan kosn
ingabarátta föður þeirra stóð
sem hæst og nú kvöldið fyrir
giftinguna fékk móðir stjúpu
Sharons heilablóðfall og lézt
dgainn eftir.
Hjónavígslan fór fram í
Rockefeller Memory Church að
viðstöddu 1200 manns og fyrír
utan kirkjuna var fjöldi leyni
löreglumanna frá FBI. Það
sem vakti einna mesta athygli
í kirkjunni var að Lynda B.
Johnson og George Hamilton
komu móð og másandi fimmtán
mínútum of seint.
Hér á myndinni sjáum við
svo brúðhjónin.