Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 9. aprfl 1967.
Útgefandi: FRAMSÖKNARIFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján ETenediktsson. Ritstjórar Pórarton
Þórarinsson (áb> Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og lndriíJi
G. Þorsteinsson FulltrúJ rítstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýslngastj.: Steingrimur Gíslason Kitstj.skrlfstofur ' Bddu-
húsinu, sixnar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætl ?. Af.
greiðslusim) 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands. — I
lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiöjan EDDA h. t.
Úreltur hugsunarháttur
Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda, taldi hún
sig hafa í hendi óbrigðul hagstjómarráð og tæki til þess
að halda efnahagslífi þjóðarinnar í réttum skorðum og
réttri þróun. Þessi hagstjórnarkenning var á þá lund að
unnt væri að stýra og stjórna og halda öllu i góðu gengi
með ráðstöfunum í peningamá'um einvörðungu. Fram-
sóknarmenn héldu fram — og hafa ætíð haldið fram —
að þetta væri fjarstæða hér á )andi og byggt á úreltum
hugsunarhætti, þetta væru gömul og gatslitin íhaldsráð,
og sjö ára reynsla hefur nú sýnt þetta með óvægnum
hætti, enda er það nú í raun og veru viðurkennt af tals-
mönnum stjórnarflokkanna, að þessi stjórnartök og ráð
hafi brugðizt, og nú þurfi að koma til önnur og velvirkari
hagstjórnartæki.
Að stjóma með ráðstöfunum í peningamálum einum er
einmitt alveg óhugsandi hér á landi vegna þess, að það
eru atvinnuvegirnir á íslandi ,sem mest þurfa á lánsfé
að halda og háðari lánsfé en atvinnuvegir flestra annarra
landa. Þessi „peningamálastefna“ hefur því átt sérstak-
lega illa við hér og beinlínis lamað margar mikilvægustu
atvinnugreinar okkar og lokað leiðum til eðlilegrar þró-
unar. Rekstrarfjárskorturinn hefur orðið fyrirtækjum
fjötur um fót og beinlínis verkað eins og mölur og fúi
í þjóðarbúinu, og mörg fyrirtæki hefur þetta beinlínis
lagt í rústir og gert þeim ókleilt að standast samkeppni
við erlenda framleiðslu. Hefur aldrei annar eins val-
köstur fyrirtækja hlaðizt upp hér á landi sem hin síðustu
ár.
Þessar staðreyndir skýra það óhugnanlega fyrirbæri,
sem nú blasir við hér á landi, að fjöldi blómlegra og vel
rekinna fyrirtækja á nú í nálega óyfirstíganlegum rekstr-
arörðugleikum eftir 7 veltiár í röð, þótt kaupmáttur tíma-
kaups hafi nær ekkert hækkað á þessum tíma.
Þetta stafar allt af því, að úreltur hugsunarháttur
hefur ráðið, og hagstjórnartæki, sem ekki geta átt við
íslenzka atvinnuhætti, notuð sem í blindni, og hafa því
verkað sem skaðræði í óvitahöndum eða eitur í þjóðai>
líkamanum, eins og gildur stjórnarsinni lýsti einu sinni.
Horfir agndofa á
Nú er svo ástatt, að ríkiss1'jórnin horfir agndofa sem
í undrun og spurn á hið óeðlilega og hættulega ástand,
sem orðið er sem afleiðing úrelts hugsunarháttar og
úreltra ráðstafana í efnahagsmálum, virðist hvorki vilja
né geta skilið hvernig á þessu stendur en viðurkennir
ófarirnar bæði 1 verki og orði og leitar að yfirskinsafsök-
un til þess að segja þjóðinni. Sú afsökun er, að undan-
farna mánuði hafi verð íslenzkra framleiðsluvara á er-
lendum mörkuðum fallið lítillega. En það liggur í augum
uppi, að slíkt er engan vegin nægileg skýring, því að
verðfallið er svo lítið og útflutningsverð, sem farið hefur
síhækkandi undanfarin ár, er enn miklu hagstæðara en
þegar viðreisnarstjórnin tók við. og ef ekki hefði komið
til hin skaðvænlegu áhrif úrelts hugsunarháttar og
óhæfra hagstjórnartækja, ættu atvinnuvegirnir nú að
standa mjög vel að vígi og miklar kjarabætur að hafa
orðið hliðstætt því sem gerzt hefur síðustu ár í nágranna-
löndum.
TÍMINN
Forustugrein úr „The Times", London:
Hví gerast menn útlagar?
Það vakti athygli um pásk-
ana í sambandi við ísknatt-
leikskeppni, sem var háð í
Vínarborg að 84 þátttakendur
frá kommúnistalöndunum í
Austur-Evrópu, ákváðu að
nverfa ekki heim aftur, held-
ur gerast útlagar erlendis.
Um þetta fjallar eftirfarandi
forustugrein, er birtist í „The
Times“ 11. þjn.:
HVAÐ veldur því, að nálega
hundrað ísknattleiksunnend
ur fná Austur-Evrópu sækja um
hæli í Austurríki? Getur verið,
að daglegir lífshættir í kommú
nistaríkjunum séu enn jafn
úblíðir og þeir hafa áður verið,
eða er aðeins um það að ræða,
að hópur æskufólks hafi þama
heillazt af fyrstu svipmynd
sinni af ljóma Vesturlanda?
Sennilega er sanni næst, að
hvoru tveggja sé til að dreifa.
Vér hljótum að álíta — og
verðum að vona, — að fjölda
fólks verði ávallt óbærilegt að
búa við einræði manns, flokks
eða kerfis. í sumum kommú
nistaríkjanna er málum enn
svo háttað, að hver og einn,
sem komast vill á burt, verður
að undirbúa för sína með stakri
þolinmæði og í fullri leynd.
Oss berast nokkurn veginn
stöðugt fréttir um sigra og
harmleiki á landamærum Aust-
urs og Vesturs, og þessar frétt
ir gefa til kynna hvílíka hættu
fólk leggur sig í vegna mögu
leikans til flótta.
í öðrum kommúnistaríkjum
eru ferðalög miklu auðveldari,
eins og til dæmis í Tekkósló
vakíu, (en þaðan voru flestir
flóttamannanna í Vín). Flest er
fólk þetta ungt að árum og flest
ir einstaklingarnir segjast vilja
bæta kjör sin. Hið raunveru-
lega markmið þeirra er vel
launað starf í Bandaríkjnnum
eða Kanada. Þeim leyfist ekki
að flytja úr landi með lögleg
um hætti, og þá flytja þeir
bara ólöglega.
ÞAR með er sagan þó ekki
alveg öll sögð. Bretar verða í
sífellu að sjá á bak tæknimönn
um og læknum í þúsundatali og
geta því augsýnilegí. ekki verið
ósnortnir af útflæði vits og
kunnáttu, jafmvel þó frtá
kommúnistaríki sé. 1 Austur-
Evrópuríkjunum situr eflaust
fastur ótölulegur fjöldi kunn-
áttumanna, sem fegnir vildu
komast á burt. En venjulega
munu erfiðleikar þeirra ekki
síður stjórnmálalegs en efna-
hagslegs eðlis.
Hverjum þeim, sem á gott
með að laga sig að aðstæðum,
getur venjulega vegnað mjög
vel í kommúnistaríkjunum.
Þar sem loftslag stjórnmálanna
er orðið tiltölulega milt, eins
og víða er orðið, þarf einstak
lingurinn ekki að gera sér
neitt far um að láta á því bera,
að hann vilji í öllu fara að
settum reglum. En hann á
einskis úrkostar, ef hann lend-
ir í andstöðu við yfirboðara
sína eða vél skipulagsins. Hann
verður annað hvort að láta und
an eða hverfa af hólmi. End
þótt orðið sé í flestum lönd-
um miklu auðveldara en áður
að skerast úr leik, þá kostar
eigi að síður geigvænlegt átak
að ákveða að hverfa úr landi.
Flutningurinn hefir í för með
sér aðskilnað frá ættingjum
og vinum og útlegð, sennilega
ævilangt. Honum fylgir einnig
áhætta ókunnra örðugleika. Auð
vitað breyta sumir eftir skyndi
ákvörðun og iðrast þess á síð
an, en hjá lang flestum er
meiri alvara að baki þessari
ákvörðun en nokkru öðru, sem
þeir taka sér fyrir hendur á
lífsleiðinni.
KOMMÚNXSTAKERFINU er
áskapaður þessi þungi dómur.
Tékkoslóvakía eða önnur ríki
Austur-Evrópu búa ekki nú
við neitt svipaða blóðtöku og
Austur-Þýzkaland gerði áður
en múrinn var hlaðinn. Allt að
9000 hinna beztu þegna hurfu
þaðan á burt á viku hverri. En
þessi ríki búa eigi að síður við
hægfara og dálítið vanvirð-
andi blóðmissi.
Ef landamæralhömlumar í
Evrópu hyrfu úr sögunni kynnu
Austur-Evxópuríkin að missa
nokkrv fleiri en áður til Vest
urlanda, að minnsta kosti fyrst
í stað. En svo mótsagnakennt
sem það virðist, þá má telja
nokkurn veginn öruggt, að val
frelsið yrði til þess að stuðla
að þvi, að halda hinum beztu
mönnum kyrrum heima, og ef
til vill að laða heim að nýju
suma þeirra, sem áður voru
farnir. Eigi Evrópu að vegna
vel verða allir að vera frjálsir
ferða sinna, bæði í austur og
vestur, jafnt læknar, náms
menn, vísindamenn og ísknatt-
leiksunnendur.
Forustugrein úr „The New York Times":
Erfitt hlutverk U Thants
Fyrra þriðjudag birti U
Thant nýjar tiUögur um lausn
Vietnam-styrjaldarinnar, sem
hann hafði sent viðkomandi
ríkjum 14. f.m. Þessum tiUög
íim var strax óbeint hafnað.
ítétt á eftir bar Clark öldunga
deildarþingmaður fram þá tU-
iögu, að BandarUdn stigu ein
íyrsta skrefið og hættu öllum
arásum á andstæðingana um
sinn. U Thant lýsti strax fylgi
við þessa tillögu Clarks, og er
eftirfarandi forustugrein
„The New York Times“, sem
birtist í blaðinu 3. þ.m., skrif
uð í tUefni af því.
U THANT framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna hefir nú
gert nánari grein fyrir tillög-
unum, sem hann lagði fram
fyrir skömmu um friðsamleg
endalok Vietnam-styrjaldar-
innar. Hann gerði þetta í síð
ustu ræðu sinni, þar sem hann
fór lofsamlegum orðum um þá
uppástungu Josephs Clarks
öldungadeildaTþingmanns, að
Bandaríkjamenn „stigi fyrsta
skrefið“ og framkvæmi vopna
hléstillögu U Thants af sinni
hálfu.
Þess gætti nokkuð, að til-
lögur U Thants væru taldar
sniðnar fremur eftir stefnu
Bandaríkjamanna en Hanod-
manna. U Thant hafði þetta
ekki í huga. Hann var að reyna
að leggja fram áætlun, sem
báðir stríðsaðilar gætu gengið
að. Væru tUlögur U Thants
túlkaðar á einhvern annan veg,
hlyti það að spilla mjög að
stöðu hans sem óhlutdrægs,
óbundins stjórnmálamanns,
sem stefndi aðeins að friði.
Hin þrískipta áætlun U
Thants — vopnahlé, undirbún
ingsviðræður og síðan ný Genf
ráðstefna, — var ekki, að sögn
hans sjálfs, lögð fram sem frá
hvarf frá hinum fyrri þrískiptu
tillögum, heldur sem endurbót
á þeim.
U THANT framkvæmdastjóri
hefir ekki viðurkennt það álit
Bandaríkjamanna, að Hanoi-
menn yrðu að svara loftárása
hléi á Norður-Vietnam á ein
hvern hátt i sömu mynt.
, Hlé á loftárásum á Norður-
Vietnam er“, sagði hann, „eins
og ég hefi ávallt haldið fram,
fyrsti undanfari frekari að-
gerða, og ég er enn sannfærð
ari en nokkru sinni um, að ef
lqftárásirnar á Norður-Viet-
nam hætta, þá verða viðræður
hafnar eftir nokkrar vikur“.
LítU von virðist orðin um að
hinir nýju friðartillögur U
Thants beri árangur eða að
valdhafarnir í Washington
verið við áskorun Clarks öld
ungadeildarþingmaiins. U
Thant studdi uppástungu
Clark til þess að nota tækifær
ið til að leiðrétta framkomna
rangtúlkun á tilgangi hans og
vonum um frið í Vietnam.
Gildi U Thants framkvœmda
stjóra sem mögulegs málamiðl
ara veltur á því, að hann haldi
traustri kommúnista, ekki síð
ur en trausti forustumanna
hins frjálsa heims. Friðarvið-
leitni U Thants bæri grimmi-
lega háðulega^ árangur ef
Bandaríkjamenn notfærðu sér
tiUögur hans sem réttlætingu á
enn frekari útfærslu styrjald
arinnar í Norður-Vietnam.
/