Tíminn - 16.04.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1967, Blaðsíða 1
BLAD II BÞG-Reykjavík, laugardag. Listin að brosa Þegar „maðurinn með bros- ið“, Hurbert Horatio Humph- rey (55 ára), varaforseti Banda ríkijanna, kom heim til Wash- ingiton úr tveggja vikna Evrópuiferð sinni, gekk forseta frúin, „Ladybird", á móti hon- um og klappaði honum á kinn ina, eins og hún vildi með því segja: „Þú stóðst þig eins og hetja“ — Og Humphrey brosti út að eyrum. Svo sannarlega áttj hann klappið skilið, eftir allan mót byrinn í þessari annarri opin beru ferð hans til stórborga Evrópu. Hvar sem hann kom á almannafæri safnaðist um hann 'öskrandi mannsölfnuður með spjöld á lofti: „Farðu heim Humphrey". Fólkið á göt unni tók á móti honum með skrílsiátum, en af hálfu hátt settra manna varð hann sums staðar að þola furðulegt af- skiptaieysi. — En samt sem áður brosti Humphrey. Þann ig heiisaði t.d. Heinrich Liibke, forseti Vestur-Þýzkalands, hon um með þessum orðum: „Vel- kominn herra varaforseti. En hvenær kemur annars for- setinn?“ Og f*»£en Gersten- maier, forseti vestur-Þýzka þingsins mátti ekki vera að því að taka á móti starfsbróð- ur sínum (varaforseti Banda ríkjanna er samkvæmt stjórn arskrá landsins einnig forseti öldungadeildarinnar), vegna þess að hann var upptekinn á flokksfundi í Hannover. — Og hann enn brosti Humphrey að eins. Það átti svo sannarlega ekki af varafoxsetanum að ganga. Einfaldir málshættir gátu ekki einu sinn átt við hann, eins og t.d.: Fall er fararheill. Humphrey byrjaði nefnilega ferðina með því að detta svo ilia, að hann varð að ganga með hægri hand'legg í gipsumbúðum allt ferðalagið. — En Humphrey heilsaði bara brosandi með þeirri vinstri. „Brosið eitt nægir ekki“, sagði þýzka blaðið „Bild“ í þver síðufyrirsögnum og voru það raunar orð að sönnu. HÍtt er sjálfsagt jafnvíst, eins og brezk blöð sögðu, að fólkið sem kast aði að honum málningarpok- um og reyksprengjum, hafði ekkert út á manninn sjálfan að setja, enda þekkti það hann ekki og vissi sáralítið um hann. Hann varð að taka á sig sví- virðingar, vegna þess að hann var opinber fulltrúi þjóðar í stríði, sem fólkið var á móti. Hann var fulltrúi stefnu, sem mikill fjöldi Evrópubúa sætfir sig ekki við. Hann var aðeins tekinn sem „pars pro toto“ í þessu tilliti. Vegna alls þessa var gott, að „Ladybird" skyldi taka svona vel á móti honwn í Washington. í Lundúnum voru Banda ríkjamenn kallaðir , „barna- morðingjar“ í áheyrn Humph- reys, í Róm voru plastpokar fullir af rauðri málningu sprengdir á bifreið hans, í Briissel var varpað að honum Svipmynd úr ferð Humphreys, varaforseta: Bandaríski fáninn brendur nálægt Champs Elysees í París. reyksprengjum, í París var bandaríski fáninn brenndur að honum ásjáandi og í Vest- ur-Berlín undirhjuggu menn jafnvei „samsæri“. Hver giæti haldið brosinu undir öllum þessum ósköpum annar en Humphrey? Er það furða, þótt blaðið „Bild“ breytti nú yfir- skriftinni á forsíðu í „Vopn hans: brosiðl" Ferð Humphreys hefur vafa laust átt að vera til þess m.a. að kanna afstöðu Bvrópu- manna til stefnu Bandaríkja- manna í Vietnam og í bezta falii að vinna henni fylgi. Varla er ofsagt, að a.m.k. á yfirborðinu hafði sú ósk ekki rætzt. Það er ekki sök Humplh reys. Hann gerði áreiðanlega sitt bezta. Hann gegndi að- eins embættisskyldum sínum og gætti málstaðar, sem hann trúir á, en margir aðrir ekki. Það er ekki þeim málstað til framdráttar, að gripið sé til skítkasts. Annars hefur ferð Humph- reys lí'ka átt sínar björtu hlið- ar jafnvel svo skemmtilegar, að brosið varð að skellihlátri. Daily Express sagði m. a. þessa sögu, Þegar Humphrey heim sótti George Brown, utan- ríkisráðherra Breta, fór sá fyrrnefndi að leika sér við „Jenny“, sem er hvolpur þess fyrrnefnda. Minnugur gagn- rýninnar á Johnson, Banda- rfkjaforseta fyrir að taka hunda sína, „Him“ og „Her“ upp á eyrunum í garði Hvíta hússins í nærveru gesta, svo sem frægt er orðið, sagði nú Brown við Humphrey: „í guðs bænum takið Jenny ebki upp á eyrunum!“ Listin að verða forseti Skólasystkin hans kölluðu hann „pennastöngina", af því hann var mjór og langur. Ár- ið 2002 verður hann jalfngam- all og de Gaulle, Frakklands- forseti er nú. Árið 1972 hyggst hann ganga inn í Elysee-höll- ina, sem húsbóndi. Núverandi húsbónda þar bjargaði hann írá því að missa meirihluta á þingi í nýafstöðnum kosning- um. Þessum bjargvætti hafði þó de Gaulle á sínum tíma vísað úr stöðu fjármálaráð- herra og sett Debré í staðinn. Þá sagði björgunarmaðurinn: „Eg er svo vonsvikinn að ég get ekki brosað, en ég er orð- .inn of stór til að gráta.“ Fyrirmynd þessa manns er Kennedy heitinn Bandarí'kja- forseti. 15 ára gamall sagði hann: „Ég verð einhvern tíma fjármálaráðherra Frakklands.“ 36 ára gamall varð hann það. Þegar skoðanakönnuðir upp- götvuðu „sexapíl“ hans birtist hann hvenær sem færi gafst, loðbrjósta á baðströndum Frakklands. Á veturna fer hann á skíðum, en á sumrin leifcur hann polo og tennis. Hann stjórnar „andstöðu í stjórnarsamstarfi“ með Gaull- istum. Eftirlætisbókin hans er eftir Thedore Whites: The mak ing of the president. En hver er svo maðurinn? Hann heitir Valéry Giscard d’Estaing, 41 árs að aldri, fremst ur í hópi þeirra, sem telja sig kjörna eftirmenn de Gaulle, forseta. Hann er í fararbroddi „óháðra lýðveldissinna," sem árið 1962 klufu sig út úr hin- um hægri sinnaða flokki: Cen- tre National des Indépendants, en sbyðja nú stjórn gaullista, UNR. Flokkur Giscard hlaut 44 þingsæti í síðustu kosning- um, en hafði áður 34. Sú fylg- isaukning reið baggamuninn fyrir stjórn de Gauile. Le Gen eral varð að hafa það, þótt „bjargvætturinn“ væri óstýrilát ur, að hann væri hrifinn af Bandaríkjunum og Bretlandi, að hann vildi breyta Efnahags- bandalaginu í pólitískt „Bvrópu bandalag," með sjálfstæðum her og aðskildum fjárhag — og það fyrir árið 1980. Hann verður að umbera þennan mann, sem segir ekki „já“ við því sem fonsetinn segir, heldur „já, en . . .“ Eina mótspil de Gauille er: Með „en" getur mað ur ekki stjórnað. Eigi að síður lagði Giscard út í kosningabar- áttuna með þessi orð á vör um: „já en . . .“, í baráttuna gegn aðalandstæðingum Jean Lecanuet, sem hafði að baráttu orðum: „nei, en . . .“ Giscard segir „já“ við hinni sjálfstæðu utanríkisstefnu de Gaulle og efnahagslegu jafnvægi, sem hann berst fyrir, „en“ aftur á móti við minnkandi völdum þjóðþingsins, stefnunni í fé- lagsmálum og málefnum varð- andi sameiningu Bvrópu. Að þessu leiti er hann „andstæð- ingurinn“ í stjórnarsamvinn- unni. Giscard berzt gegn hækk uðum sköttum, gegn atvinnu- leysi, gegn auknum ríkisútgjöld um gegn hirðuleysi í íbúðar- málum. Og þessi barátta hef ur borið árangur. pessum bar- áttumálum ætlar hann að ryðja sér braut upp í forse'astólinn. Giscard er fæddur í þýzka Koblenz árið 1926, kominn af ríku og áhrifamiklu fólki, rétt eins og Kennedy. Hann hefur enda verið kallaður „gallíski Kennedy". Hann er grannur og hár maður vexti, 1 metri og 90 sentimetrar. Hallast þvi ekki á með hæðina við núver- andi forseta Frakklands. Hann er þunnhærður með mjög hátt enni. í skóla var hann alltaf fremstur, „dux“. Hann stund- aði nám í „snobbskóla" Frakk- llands, Lycée Janson-de-Saille í París, Eoole Polytechnique og Ecole Nationale Adminis- tration (ENA). Fyrrverandi nemendum síðastnefnda skól- ans safnar Giscard nú um sig eins og hirð, sem á að styðja hann í blíðu og s-tríðu á göng- unni til loka marksins. Árið 1956 varð Giscard þing maður og erfði eiginlega þing sæti afa síns, Jacques, í heima- kjördæmi hans. Þrem árum seinna varð hann meðlimur fiönsiku strjórnarinnar, aðeins 33 ára gamail, yngstur allra. Enn þrem árum seinna varð hann fjrámálaráðherra, svo sem áður er greint fra. í Louvre í F/arís, aðsetri fjármálaráðu- neytisins, hóf yngsti fjármála- ráðheira hins vestræna heims .baráttuna við verðbólgu innan lands. Hann fyrirskipaði al- gera verð- og launastöðvun tókst að vinna upp 7 milljarða fjárlaga'halla og greiddi Banda ríkjamönnum mikinn hl-ta skulda franska ríkisins við þau. Er furða þótt Giscard raupi nú og segi: „Ég lagði grund- völlin að franska efnahagsundr inu.“ En með stöðvunarstefnu sinni dró Giscard samtímis úr hagvextinum. De Gaulle vildi að vísu ekki verðbólgu, en hann vildi mikinn vöxt efnahagslífs- ins. Þegar hinn ungi fjármála- ráðherra gekk í berhögg við skipanir og kröfur yfírmanns síns, de Gaulle, á alþjóðlegum fjármálaráðstefnum, varð mæl irinn fu'llur. De Gaulle kippti stólnum undan þessum baldna, unga ráðherra sínum. Nú er hins vegar svo komið, að viðir franska forsetastpls- ins eru teknir að fúna og riða undir þunga hins aldna for- seta, de Gaulle. Giscard yrði fyrsti sjálifboðaliðinn til að lappa upp á ha.... En það gerði hann þó varla nema fullnægt væri einu skilyrði: Að setan væri honum ætluð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.