Tíminn - 16.04.1967, Side 3

Tíminn - 16.04.1967, Side 3
TÍMINN 15 SUNNUDAGUR 1G. aprfl 1967 ÁV ÍTATEIG Spennandi uppgjör í kvöld. Leikur, sem beðið hefur ver- ið lengi eftir, _ síðari leikur Fram og FH í íslandsmótinu í handknattieik, verður leikinn í Laugardalsihöliinni í kvöld. Hér er um hreinan úrslitaleik að ræða, og ef að líkum lætur, verður uppgjör þessara tveggja beztu handknattleiksliða okkar spennandi. Fari svo, að jafn- tefli verði verða liðin að leika nýjan leik. Síðast þegar Fram og FH mættust var „fullt hús“ og má búast við því sama í kvöld. Ef þið ætlið ekki að missa af leiknum, þá er ráðleg- ast að mæta tímanlega. Ákveðnir leikdagar. Innan tíðar leysa sumaríþrótt irnar vetraríþróttirnar af hólmi. Knattspyrnumótin eiga að hefjast í þessum mánuði og upp úr því fara frjálsíþrótta- menn einnig að hugsa til hreyf- ings. Þegar þessar línur eru ritaðar, hefur knattspyrnuleikj- um sumarsins verið raðað nið- ur. í Ijos kemur, að sami hátt- ur er hafður á um niðurröðun og undanfarin ár, sama handa- hófið einkennandi. Það er eig- inlega furðulegt, að ekki skuli vera komið a'lmennilegt skipu- lag á leikjaniðurröðun fyrir iöngu, því að flestir eru sam- mála um, að núverandi skipu- lag heyri gamla tímanum til. Það eru ekki einungis knattspyrnumenn, sem búa við úrelt mótaskipulag. Sömu sögu er að segja í handknattleikn- um og körfuknattleiknum reyndar'líka. Leikjaniðurröðun í íslandsmótinu í handknatt- ieik, setm lýkur um þessa helgi, var með slíkum endemum, að mörgum hefur blöskrað. Þess voru dæmi, að lið í 1. deild léku 3 leiki á 6 dögum, en fengu síðan meira en mánaðar- frí á eftir. Því miður er þetta ekki versta dæmið. Þegar úr- slitaleikurinn milli Fram og FH verður leikinn í dag, verður liðinn mánuður frá því að þessi lið léku síðast. Hvers vegna var ekki hægt að Ijúka mótinu fyrir löngu? Spyr sá, sem ekki veit. Svo við snúum okkur að knattspyrnunni aftur, þá hefur verið bent á, að gott væri að hafa áfcveðna leikdaga fyrir 1. deildar keppnina. Segjum t. d., að alltaf væri keppt á miðviku- dögum í Reykjavík, en um helgar í Keflavík, Akureyri og Akranesi. Samkvæmt núverandi skipulagi — eða óskipulagi — er keppt til skiptis á öllum dög- u*i, nema laugardögum. Eikki þarf að hafa mörg orð um það, hve miklu heppilegra það væri, að hafa ákveðna leikdaga. T.d. væri það mikið hagræði fyrir félögin út af æfingum. Með núverandi fyrirkomulagi falla oft niður æfingar, vegna þess, að leikið er á nær öllum dögum vikunnar. Ef ákveðnir leikdag- ar væru fyrir hendi, gætu fé- lögin haft ákveðna æfingadaga, sem ekki rækjust á leikdagana. Þá væri það mikill kostur fyrir hina fjölmörgu áhorfendur knattspyrnunanr, að ákveðnir leikdagar væru. Þá spyrðu þeir ekki eins og núna, hvenær verð ur leikið? Heldur, hverjir leika? Þegar þessari hugmynd var einhverju sinni áður varpað fram, svöruðu, þeir vísu herrar, sem sjá um niðurröðun leikj- anna, að ekki væri hægt að koma þessu í framkvæmd af þeirri einföldu ástæðu, að frjáls iþróttamenn þyrftu einnig að liafa afnot af Laugardalsvellin- um. Þetta er heldur léttvæg af- sökun, því að það sama gæti gengið yfir f rjálsíþróttamenn. Þeir gætu fengið ein'hvern á- kveðinn dag vikunnar til að halda sín mót. Það er vissulega kiominn tími tíl, að þessi mál verði tekin fastari tökum og molbúahátturinn látinn víkja. Landsleikur fellur niður. Ljóst er, að fyrinhugaður landsleikur við Austur-Þjóð- verja í knattspyrnu fellur nið- ur. Stjórnmálaástæður eru þess valdandi. Þótt íþróttamenn, hvai í flokki, sem þeir standa, harmi, að stjómmálaástæður, úreltar með öllu, skuli koma í veg fyrir komu Austur-Þjóð- verja hingað, er ekki iaust við, að sumir fagni þessum enda- lokum, en af öðrum ástæðum þó. Vitað er, að Austur-Þjóð- verjar eru ein allra sterkasta knattspyrnuþjóð Evrópu og hæpið er, að íslenzka landslið- ið hefði mikið að gera í hend- urnar á þeim. Ekkert er á móti því í sjálfu sér að leika á móti liðum á heimsmæli- kvarða, því að þá er tryggt, að við fáum að sjá góða knatt- spyrnu á heimavelli. Og sá, sem þessar línur ritar, hefur t.d. alltaf mælt með þátttöku í Evrópubikarkeppni, þótt mörgum hafi fundizt í ófæru lagt með þátttöku í svo veg- legri keppni. Þátttaka okkar í Evrópubikarkeppni hefur allt- af komið til framkvæmda á miðju keppnistímabili, eða síð- ari hluta keppnistímabils, þeg ar ísl. knattspymumenn eru komnir í fuila æfingu. Slíku er ekki til að dreifa um 20. maí, en þá var ráðgert, að landsieikurinn við _ Austur-Þjóð verja færi fram. Á þeim tíma eru íslenzkir knattspymumenn rétt byrjaðir að leika, en Aust- ur-Þjóðverjar, knattspyrnu- þjóð á heimsmælikvarða, í topp æfingu. Það hefði orðið ójafn leikur. Hliðstætt dæmi átti sér stað í handknattleiknum s.l. haust, en þá kom danskt handknatt- leikslið hingað í heimsókn. Þá var keppni í Danmörku haf- in fyrir nokkru og danska lið- ið vel þjálfað. En það sama var ekki hægt að segja um ís- lenzku handknattleiksmennina, sem ekki voru byrjaðir keppni. Árangurinn varð líka eftir því. Danir fóru ósigraðir héðan og þóttu það mi'kil tíðindi í Dan- mörku. Hvers vegna gekkst KSÍ inn á það að fá Austur-Þjóðverj- ana svona snemmaV Fyrir því voru sérstakar ástæður. Tilboð Austur-Þjóðverjanna var girnilegt, þar sem þefl ætluðu að borga ferðakostnað sinn sjálfir, sem er mjög óvenju- legt, og erfitt fyrir KSÍ að slá hendi á móti slíku kostaboði. Hitt er ljóst, að gæta verjður þess vel, að etja ekki óæfðum eða lítið æfðum íslenzkum fþróttamönnum, gegn þraut- þjélfuðum erlendum „atvinnu- mönnum." Og þess vegna hafa þeir nokkuð til síns máls, sem fagna því, að ekki verður úr landsleiknum við Austur-Þjóð- verja. Pólitíkin spilar ekki mn í þar. —alf. _ AKSTUR OG ÖKUTÆKI Metri fræðslu vegna hægrl umferðar á íslandi Það er mikið rœtt um vænt- anlega hægri umferð á fs- landi, sem taka á upp eftir rétt rúmt ár, og er ekki nema von að fólk ræði um þessa miklu fyrrihuguðu breytingu á umferð inni. Núna, þegar ekki er nema rúmt ár, þangað til breyt ingin á að eiga sér stað, bólar heldur lítið á fræðslustarfsemi um hina væntanlegu hægri um ferð, það vantar að hið opin þera gangist fyrir að almenn ingi sé gerð grein fyrir breyt ingunni, öllum aðdraganda hennar o. þ. h. Hér er ekki átt við að byrjað sé strax að brýna fyrir fólki hægri regluna sjálfa heldur að skýra frekar frá ýmsum staðreyndum í sam bandi við hiná væntanlegu breytingu og hægri umferð 'al- mennt. Þær fullyrðingar og þau skrif sem fram hafa komið á opinberum vettvangi að und anförnu um væntanlega hægri umferð hér á landi hafa borið það augljóslega með1 sér, að margir hverjir sem um þessi mál hafa fjallað hafa ekki kynnt sér grundvallaratriði máls þessa, og illt er til þess að vita að litlir hópar manna sem ekki hafa kynnt sér málin geti haft áhrif á fjöldann. í sambandi við breytinguna yfir í hægri umferð (ekki hægri akstur, eins og oft er sagt) gefst gullið tækifæri til að brýna fyrir^ almenningi umferð arreglurnar, og ekki aðeins að brýna þær fyrir fólki, heldur líka að fylgja því eftir að í einu og öllu sé farið eftir um- ferðarreglunum, bæði af gang andi vegfarendum og þeim sem stjórna ökutækjum. Það er fullvíst að kalla verð ur til aðstoðar mikinn hóp manna til umferðargæzlu þeg ar breytingin á sér stað, auk hins venjulega liðs, og munu skátar og meðlimir björgunar sveita þegar hafa boðið fram aðstoð sína í þessu sambandi. Ekki ætti að láta ónotað það tækifæri, sem gefst í Svfþjóð í haust, að fylgjast með breyting unni- úr vinstri umferð og yfir í hægri. Það væri áreiðanlega mjög gagnlegt ef hægt yrði að koma því við, að sendur yrði út hópur manna héðan til að fylgjast með uridirbúningi öll um síðustu dagana fyrir breyt inguna, og svo auðvitað til að ver-a í Svíþjóð daginn sem breytingin verður, og sjá með eigin augum hvernig allt fer fram. Ættu hinir ýmsu aðilar sem starfa að umferðarmálum, ekki aðeins lögreglan, heldur líka t. d. þeir aðilar sem hafa akstur að atvinnu, að reyna að koma því svo fyrir að fulltrúar þeirra yrðu í Svíþjóð við breyt inguna, og þeir sem nú eyða tíma og kröftum í að mótmæla hægri umferð á íslandi ættu frekar að leggja breytingunni lið, og vinna að því að hún tak ist sem bezt, svo ekki verði hægt eftir á að segja að ein- hverjir öfgamenn hafi orðið þess valdandi að fólk hafi að óþörfu verið æst upp á móti hægri umferð. Einn af þrem fyrsfu Corolla bílum í Evrópu kominn til íslands. Fyrir nokkru síðan var sagt frá Toyota Corolla bílnum hér í þættinum, en hann vakti strax og hann var sýndur, mikla at- hygli í Japan, en þar er hann framleiddur. Þrír bílar af þess ari gerð komu nýlega til Evr- ópu, og þar af fór einn til ís- lands þar sem hann var sýndur í gær á vegum umboðsmann anna Toyota verksmiðjanna Japönsku bifreiðasölunnari h. f. Corolla er tveggja dyra bíll, 4—5 manna, en þegar þetta er ritað er ekki vitað fyrir hvað rnarga hann fæst skráður hér á landi. Framsætin eru aðskil in, og þægilegt að sitja í þeim. Hægt er að leggja bak fram sætanna niður og setja bak aftursætisins upp, svo þægilegt og gott er að halla sér í bíln um og fá sér blund ef svo ber undir. Gírstöngin er í gólfinu, og gírarnir fjórir, allir sam- hæfðir, og mesti hraði er upp gefin af hálfu verksmiðjanna 140 km á klst. Corolla er 710 kg. á þyngd vélin 60 ha. fjög- urra strokka toppventlavél 1100 rúmsentimetrar með yfir liggjandi knastás og fimm höf uðlegum sem draga mjög úr hávaða vélarinnar. Bílinn er á venjulegum fjöðrum að aftan, en að framan eru sambyggðir gormar og demparar. Þeir hjá Toyota verksmiðjunum virðast hafa lagt mikla áherzlu á að útiloka allan hávaða í þessum bíl, því auk þess sem áður er getið í því samb,, þá er bíllinn með þreföldu gólfi, en einmitt frá gólfinu er oft leiðinlegur hávaði á malarvegum eins og hér á landi. Vélin er frammí og drifið á afturhjólunum, og yfir afturöxli er benzíntankur inn, sem er mikill kostur hér, þar sem þá er engin hætta á að göt komi á tankinn ef bíll- inn skyldi taka niðri í slæmri holu eða hvarfi. Þessi fyrsti Corolla bíll sem hingað er kom ínn er grár að lit? með rauo um sætum, teppum og hliðar- klæðningu, en t.oppur er ljós Hann er í „fastback - stíl að aftan. (Gæti ekki einhver mál- snillingurinn fundið upp gott íslenzkt orð fyrir „fastback?) Það er með þennan bíl eins og svo marga aðra japanska bíla að allur frágangur virðist svo nosturslegur. Það er eins og þeir gefi sér meiri tíma en aðrir bílaframleiðendur til að ganga vel frá öllu útliti bílsins. Bffreiðaskoðun í Reykjavík í næstu viku verða skoðaðir bílar með skrásetningarnúmer- um R-1501—R1800. Eigendur eða umráðamenn bíla eru á- minntir um að athuga eða láta athuga öryggistæki bifreiða sinna áður en komið er með bílana til skoðunar, svo ekki þurfi að láta þá koma aftur vegna smávægilegra atriða sem auðvelt var að kippa í lag áð- ur en komið var með bílinn í skoðun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.