Tíminn - 16.04.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.04.1967, Blaðsíða 12
Fólk af þrem þjóðemum vinnur hjá Food Centre KJ-Reykjavík, laugardag. Heldur finnst íslendingi I til London kemur og lítur inn á sem I Iccland Food Center, lítið ís- Werner Hoenig framkvæmdastjóri (t. v.) í afgreiðslusal Hamborgarskrif stofunnar ásamt Davíð Vilhelmssyni framkvæmdastjóra Loftleiða í Frank- furt. (Tímamynd K.J.). ISLENDINGAR íKKI NÓGU HARÐIR í SAMNINGUNUM UM LENDINGAR KJ-Reykjavík, laugardag. — Við erum eina flugfélagið sem auglýsum í þýzka sjónvarpinu, og það er vegna þess að við höf- um eitthvað annað að bjóða en öll hin félögin sem fljúga yfir Atlanzhafið — eða lág fargjöli. Á þessa leið mælti Werner Ho enig framkvæmdastjóri Loftleiða skrifstofunnar í Hamborg er fréttamaður Tímans ræddi við hann suður í Köln á dögunum. — Hvað eruð þér búinn að vera lengi hjá Loftleiðum, Hoenig? — Fyrsta september í haust er ég búinn að vera 10 ár fram- kvæmdastjóri Loftleiðaskrifstof- unnar í Hamborg, en það var í maí 1957, þegar ég var í sumar- leyfi suður á Mallorca að ég fékk símskeyti þar sem ég var spurður um hvort ég vildi taka að mér starfið, og nokkru seinna eftir 20 mínútna fund með Loftleiðamönn um í Osló var ég ráðinn í starfið. Svæði mitt nær yfir Þýzkaland, Austurríki og nokkur A-Evrópu- lönd; Ungverjaland, Júgóslavíu og I Tékkóslóvakíu. 90% af allri far- ] miðasölu Loftleiða á þessu svæði ; fer fram í gegn um ferðaskrifstof- . ur, en 10% seljum við beint. Eitt iþúsund ferðaskrifstofur fá stöðugt allar upplýsingar frá okkur, og þar af hafa 400 farmiða frá okkur að staðaldri. — Eru mikil viðskipti við A.- Evrópulöndin? — Við flytjum þaðan 3—400 far þega á ári, og fara við- skiptin stöðugt vaxandi. í flest- um tilfellum er það fólk eða félög í New York sem greiða far- gjaldið fyrir A.-Evrópufarþegana. — Hvernig hagið þið áróðrinum fyrir Loftleiðir hér? —Mesta áherzlu leggjum við á að kynna umboðsmönnum okkar fé lagið sem bezt, og í því sambandi byrjuðum við árið 1960 á því að bjóða blaðamönnum og ferðaskrif stofufólki til íslands, og höfum síðan boðið 285 manns. Þá erum Framhald á bls. 11. lenzkt andrúmsloft svífa þar í salnum, þar scm smlkur af þrem þjóðernum þjóna til borðs, og að eins ein íslenzk stúlka er á staðn um þessa dagana. íslenzku stúlkurnar sem upphaf lega voru ráðnar lil starfa á staðn um, og þær íslenzku sem komu í þeirra stað eru nú allar hættar, og engin ber nú hið skemmtilega aflbrigði af íslenzka upphlutnum elns og áður, og sem gaf staðnum sinn sérkennilega svip. Frá ára- mótum hafa orðið mikil manna- skipti á staðnum, og mun alls fimmtíu manns hafa starfað þar frá þeim tíma og fram á þennan dag. Er fréttamaður blaðsins átti leið þarna um á dögunum, var stanzlaus straumur af alls konar fólki þar í matartímanum sem var að falast eftir vinnu. Eina ís- lenzka stúlkan sem starfaði á staðn um þá var búin að vera þar í fjóra daga, og aðstoðarfram- kvæmdastjóri á staðnum, hægri hönd hins nýja enska framkvæmda stjóra er norsk stúlka sem hafði verið á staðnum í 10 daga, en hafði þó með mannaráðningar að gera, sá um innkaup á mat auk þess sem hún srtjórnaði framreiðsl- unni í salnum, og þurfti oft að skipta sér af blessaðri smurbrauðs stúlkunni, sem greinilega var ekki útskrifuð í faginu, en íslenzku brauðsneiðarnar voru einmitt eitt af því sem leggja átti áherzlu á þama, auk lambakjötsins og þá sér í lagi London lamb, sem fram- reitt var á dögunum vafið plasti. Það verður að segjast_ eins og er að staðurinn er lítið íslandsleg Framhald á bls. 23. HVERAGERÐI Aðalfundur Framsóknarfélags Hveragerðis verður í kaffistofu Ullarstöðvarinnar þriðjudaginn 18. apríl kl. 20,30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf; laga- breyííngar; önnur mál. Félagar! Fjölmennið. Stjórnin f Freyjukonur kaffikvöld verður í félagsheimilinu, Neðstuströð 4 þriðjudag kl. 9 e. h. Fjölmennið — Stjómin. AKRANES Framsóknarfélag Akraness held ur skemmtisamkomu i félagsheim ili sínu, Sunnubraut 21, í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 8,30 síð- degi«. Til skemmtunar: Framsókn arvist og kvikmyndasýning. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir Loftpúðaskipin þola litla ölduhæS j EJ-Reykjavík, laugardag. Eins og kunnugt er, kemur hingað til reynslu í sumar loftpúðaskip af gerðinni SR, N6,, sem framleitt er af Brit- ish Hovercraft Corporation í Bretlandi. Er þetta sú tegund loftpúðaskips, sem þessa stund ina er mest notuð. Aftur á móti mun það skoðun flestra, að þetta skip sé cinkum fali- ið til reynsluferða, og er tal- ið að fyrst þegar SR.N4 kemst í framleiðslu, muni flutning- verða að ar með lotpúðaskipum raunhæfir fjárhagslega. SR.N6 er einkum ætlað til farþegaflutninga. Getur skipið tekið 38 farþega í farþegarými, en hægt er að breyta því með tiltölulega lítilli fyriilhöfn í flutningsrými fyrir 3 tonn a farangri — t. d. bílum. Á sléttum sjó getur SR.N6 farið með 56 hnúta ferð, en draga verður allmikið úr ferð- inni ef alda er einhver. Get- ur skipið svifið yfir sjó í allt firnm til átta feta ölduhæð — sem að vísu þykir ekki mik ið hér á landi. Miklar tilraunir haa verið gerðar með SR.N6 í Bretlandi, Noregi og Danmörku svo nokkrir staðir sér nefndir. í Bretlandi- hefur loftpúðaskipið m. a. verið reynt í ferðum yfir Ermasund. Veðurástandið á þessum slóðum og ölduhæð varð þess þó valdandi, að ein- ungis var hægt að fara í 20% áætlaðra ferða þar. Á öðrum stöðum í Bretlandi, þar sem ástandið hvað veðurfar og ölduhæð snertir er betra, gekk allur rekstur skipsins mun bet ur. Það er talið sennilegt, að loftpúðaskipin geti helzt kom- ið að góðu gagni á stuttum leiðum við flutning á farþeg- um og bifreiðum, einkum á leiðum þar sem flug er ekkert eða ófullnægjandi. Helztu kost ir skipsins er hversu fámenn Framhald á bls. 23 T. v. er SR. N6 á siglingu, en myndin til hægri er tekin þegarnýbyrjað var að byggja SR. N4. í baksýn þar eru loftpúðaskip af gerðunum stærð N4 og þeirra skipa, sem þegar eru i notkun. gefur góðan samanburð á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.