Tíminn - 16.04.1967, Qupperneq 6
18
TÍMINN
SUNNUDADGUR 16. april 1967.
MEÐí NÓTDNDM
Reykvískir dansstaðir.
—Fyrri grein —
Dansstaðirnir í Reykjavrk
virðast aldrei nógu miargir.
Þó eru þeir misjafniega sóttir
og kannski einmitt vegna þess
að það, sem þeir hafa upp á
að bjóða er æði misjafnt að
gæðum
Tökum Röðul sem dæmi.
Þar er áivallt yfirfullt um hverja
helgi. Þeir sem þangað koma,
eru þar tæplega til þess að
dansa fyrst og fremst, því
dansplássið er sennilega
minna en salernið. Hijómsveit
Magnúsar Ingimarssonar leik
ur fyrir dansi og er skipuð
prýðisgóðum hljóðfæraleik-
urum og úrvalssöngvurum,
þeim Önnu Villhjálms og Vil-
hjálmi Viihjálmssyni. Röðull
auglýsir ávallt ,,heimsfræga“
skemmtikrafta, sem reyndar
eru flestir tæplega þriðja
flokks. Það er talað um, að
það sé alltaf mikið __ „fyllerí“
á þessum dansstað. Ég held,
að þetta sé dálítill misskilning
ur. Það er sama á hvaða dans-
stað er komið, hvað þetta
snertir, það ber einungis
meixa á því á Röðli, vegna
þess hve húsakynnin eru
þröng.
Þegar Lídó opnaði aftur fyrir
almenning eftir vonlausa bar
áttu við barn'ávernd og Æsku-
lýðsráð, kom fram í fyrsta
sinn hljómsveit Ólafs Gauks.
Hún vakti þegar mikla og al-
menna athygli, enda skipuð
úrvalshljóðfæraleikurum. Þá
var sú nýibreytni á hljóðfæra-
skipaninni, að blásararnir voru
í aðalhlutverkinu, þeir Björn
R. og Andrós Ingólfsson, og
var þessi nýtoreytni mjög kær-
komin tilbreyting frá hinum
yfirþyrmandi gítarleik, sem
einkennir svo margar hljóm-
sveitir í dag. Lagavalið _ var
með aftorigðum gott hjá Ólafi,
en er vikurnar og mánuðirnir
liðu, var eins og petta staðn
aði. Maður gat orðið talið
fyrir fram á fingrum sér hvaða
lög þeir kæmu með í næstu
syrpu. Allar útsetningar _eru
ákaflega vel unnar hjá Ólafi
og miðast að þvi að blásaram
ir njóti sín sem bezt og er það
vel. Töluvert er um það, að
Ólafur og Andrós komi Svan
hildi og Birni R. til aðstoðar í
sÖngnum og er slíkur kvartett
söngur oft á tíðum skemmti-
legur. Dansplássið í Ládó er
alger andstæða við Röðul, þvi
það er sennilega það stærista
í Reykjavík. Þjónustan er
ekki góð og ástæðan líklega
of fáir þjónar, en það er ó-
fært að þurfa að bíða upp und
ir klukkutímia eftir matnum.
Lídó hefur oft á tíðum haft
upp á að bjóða úrvals skemmti
krafta eins og t. d. Insela
Brander, vasaþjófurinn frægi
o.fl. Um þessar mundir er þar
forkunnar vel vaxin strip-tease
dama, sem þykir skila hlut-
verki sínu með mestu prýði.
Klúhtourinn er ákaflega þægi-
legur staður og það er efcki
hægt að segja, að þar séu
þröng húsakynni. Hljómsveit
Hauks Morthens skilar sínu
hlutverki með hinni mestu
prýði. Þetta eru mestmegnis
ungir menn og það fer ekki
milli mála, að Haukur er ald-
ursforsetinn, en hann hefur
áunnið sér stóran hóp aðdá-
endia á sínum langa söngferli,
enda er söngur hans enn í
dag eitt það bezta, sem mað
ur heyrir á dansstöðunum. Það
hefur verið sagt, að sjómanns-
konur sæki þennan stað meira
en góðu hófi gegnir, þegar
eiginmennimir eru úti á sjó,
hvað sem hœft er í því. Og
svo er það þessi umtalaði bekk
ur þar sem létfflyndu stúlkurn-
ar sitja — en það er bezt
að hætta sér ekki lengra út í
þá sálma.
Hótel Loftleiðir opnuðu
ekki fyrir ýkja löngu dansstað.
Þetta er dálítið sérstæður stað
ur, lógt til lofts, en ekki vitt
till veggja. Hljómsveitarstjór
inn er Karl Lilliendahl, frekar
slöpp hljómsveit Þegar dans-
gólfið var ákveðið hefur senni
lega verið farið nákvæmlega
eftir Röðulsmælikvarðanum því
miður. Frá byrjun hefur Hótel
Loftleiðir haft upp á að bjóða
sérstaklega góða skemmti-
krafta, sem vakið hafa verð
skuldaða athygli, en þjónust-
una mættu þeir betrumbæta,
og skelfing er hvimleitt að sjá
þjónana vaða um í þessum
„kandidata" sloppum .
Fólkið er fljótt að finna að
öllum sköpuðum hlutum, án
þess þó að líta í eigin barm.
Það er oft ljótt að sjá til
þeirra, sem sækja dansstaðina
og það þarf ekki vín tiL Mienn
henda frá sér logandi sígarett
um á teppalögð gólfin, blanda
úr pelum undir borðum og svo
mætti lengi telja. Ég hef t.d.
orðið vitni að því, að sjá fólk
standa upp á borðum til að
sjá betur til skemmtikraftsins.
íslendingar hafa víst aldrei
þótt kurteisir.
Benedikt Viggósson.
Hin vinsæla hljómsveit Ólafs Gauks er átti ársafmæli s. I. mánudag.
Hér í þættinum hefur áður
verið minnst nokkuð á þann
þátt norskrar kjarabaráttu,
sem um tryggingarmál fjallar.
Hefur einkum verið rætt um
það nýmæli, að sum launþega
sambönd eru farin að semja
fyrir alla meðlimi sfna í heiíd
um svonefnda heimilistrygg
ingu við tryggingarféiag
norsku samvinnuhreyfing-
arinnar — Samvirke. Þykir mér
þvi rétt að ræða hér aðeins
nánar, hvers konar trygging
hér er á ferðinni og hvern
sparnað launþegar hafa að því
að standa margir saman að
slíkri tryggingu.
Nær til alls innan
venjulegs heimilis
Heimilistrygging þessi er
byggð upp samkvæmt sam-
komulagi milli Samvirke og
launasamtakanna. Tryggingin
á að ná yfir eftirfarandi tjón
á heimili hins tryggða.
1. Tjón vegna bruna, eld-
inga, sprengingar eða flughraps.
úr vatns,- hita,- eða MóakkenfL
4. Ábyrgðar tryggingartaka
vegna tjóns, sem hann eða fjöl
skylda hans kann að valda öðr-
um samkvæmt norskum lögum.
5. Slys á húsmóður og eða
börnum innan 16 ára aldurs
á heimilinu.
Auk þessa felst í heimilis-
tryggingunni trygging á öllum
farangri í ferðalögum og trygg
ing fyrir húsmóður, böm á
framfæri tryggingartaka vegna
lömunar.
Heimilistrygging þessi getur
einnig gilt fyrir ógift börn
tryggingartaka, ef þau búa á
heimili hins tryggða.
Greitt gegnum
félagsgjaldið
Tryggingariðgjaldið greiðir
viðkomandi launiþegasamhand
fyrir alla félagsmenn sína, en
þeir greiða aftur hærri félags-
gjald sem iðgjaldinu nemur. í
sambandi við endurbætanlegt
tjón er gert ráð fyrir, að trygg
ingin sé ótakmörkuð — þ.e.
að hún nemi endurbótarverð-
inu.
Ætlunin er að einungis sé
gefið út eifct tryggingarbréf
fyrir hvert það launþegasam-
band, sem semur um heimilis-
tryggingu. Það þýðir mjög mik
inn spamað, þar sem ekki þarf
að gera sérstakan tryggingar-
samning við hvern einstakan,
eins og myndi eiga sér stað,
ef hver einstaklingur annað-
ist sfna eigin tryggingu. Er á-
ætlað, að ef 400 þúsund af
575 þúsundum félags-
manna norska alþýðusam-
bandsins — LO — væm tryggð
ir á þennan máta, þá sé sparn-
aður félagsmanna bara á þessu
sviði um 35—40 milljénir kr.
Sparnaður þessa sama hóps
við að standa sameiginlega á
þennan hátt að heimilistrygg-
ingu yrði í iðgjöldum ca. 50—
60 milljónir króna á ári hverju.
Er hér þvf ekki um neinar
smáupphæðir að ræða þótt sum
um finnist það ef til vill ekki
stórar upphæðir á einstakling
á ári.
Halda ótrauðir áfram
Eins og áður hefur verið
skýrt frá í þessum þætti, var
dómsúrskurðí undirréttar í
Osló í þessu máli vísað til
hæstaréttar. En hinn neikvæði
úrskúrður undirróttar hefur
ekki haft áhrif j önnur sam-
bönd. Norska Málmiðnaðar-
sambandið ákvað t.d. nú á dög-
unum, að láta heimilistrygg-
ingu fyrir félagsmenn sína taka
gildi frá 1. janúar næsta ár.
í því sambandi er athyglis-
vert, að heimilistryggingin nær
einnig til fjölmargra þeirra,
sem vegna örorku og annarra
orsaka greiða engin fé-
lagsgjöld. Þeir munu vera um
5000 talsins í þessu samhandi,
en um 3500 þeirra fá heimilis-
trygginguna ókeypis.
Slitnaði upp
úr viðræðunum
Frá því var skýrt hér fyrr
í vetur, að yfir stæðu í Noregi
viðræður um styttingu vinnu-
vikunnar úr 45 stundum í
42% stund. Nú hefur aftur á
móti Slitnað upp úr þessum
viðræðum. Astæðan er sú, að
atvinnurekendur kröfðust þess
að í staðinri iyrir samkomulag
um þessa vinnutímastyttingu,
yrðu launþegasamtökin að fall
ast á framlengingu núverandi
kjarasamninga um eift ár.
Þetta var að sjálfsögðu ekki
fallist á, og samningar því eng
ir gerðir.
Mál þetta fer nú aftur til
þeirrar vinnutímanefndar, sem
lagði fram tillöguna upphaflega
og mun nefndin væntanlega
.senda álit sitt til stjórnarvalda
landsins og norska Stórþings-
ins bráðlega. Er við því búizt
að Stóriþingið samþykki þessa
styttingu þar sem stjórnmála-
menn úr öllum flokkum hafa
lýst yfir stuðningi sínum við
vinnutímastyttinguna.
Færri verkföll
I Bretlandi
Frá því hefur verið skýrt,
að færri verkföll hafi verið í
Bretlandi 1966 en árið á und-
an, nánar tiltekið 421 verkfalli
færri. Töpuðust 533.000 færri
vinnudagar í verkföllum þá en
árið 1965. Samt sem áður voru
verbföll samtals 2.392.000
vinnudaga. Sjómannaverkfallið
var lan-g mesta verkfall ársins,
en í því töpuðust samtals um
350.000 vinnudagar.
Dagafjöldinn er fundinn út
með því að margfalda fjölda
þeirra, sem í verkföllum voru,
með tölu þeirra virkra daga,
sem þau náðu yfir.
Vilja mat
á störfum kvenna
Kvenréttindafélag íslands
faélt fund seinni hluta síðast-
liðins mánaðar og samþykkti
þar m.a. ályktun um ýmis launa
mál kvenna. Þar segir m.a. svo:
— „Fundurinn telur tímabært,
að framkvæmt verði mat á þeim
störfum á hinum almenna
vinnumarkaði, sem eingöngu
bonur vinna."
Það væri vissulega þarft verk
efni, að framkvæma slíkt mat.
Myndi þá vafalaust koma fram
ýmsar athyglisverðar upplýsing
ar um störí kvenna í íslenzku
atvinnulífi.
Elías Jónsson.
2. Tjón af völdum innbrots,
ráns, peningaþjófnaðar upp að
vissri upphæð o.s.frv.
3. Tjón vegna vatns og leka
/