Tíminn - 16.04.1967, Side 7
SUNNUDAGXJR 16. apríl 1967.
/
TÍMSNN___________________________________________________19
........... ' <■>................................“í
Fyrir nokkru birtist í Sunday Times Magazine greinaflokkur, sem nefndist Fallnar hetjur, og fjatlaði hann um nokkra menn og konur, sem
látizt höfðu á hápunkti frægðar sinnar — skrifaðar í flestum tilfellum af nánasta vini hins látna. Greinar þessar flestar verða birtar hér
í blaðinu í lauslegri þýðingu og eru þrjár þær fyrstu í dag.
FALLNAR HETJUR
Duncan
EDWARDS
Álhriifin, sem flugslysið í
Miinöh-en í febrúar 1958 hafði
á fbúa Manohesterborgar voru
hræðilega diapurleg. í flugislysi
þessu létu átta leikmenn hins
heimsfræga knattspyrnuliðs
ManOhester United lífið. Meðal
þeirra, var Duncan Edwards,
einn efnilegasti knattspyrnu-
maður Breta. Dauði hans var
á vissan hátt enniþá surglegri
en félaga hans. Hann lifði í 5
daga eftir slysið, og á þeim
tíma hafði sorgarslæðan ,yfzt
af Mandhesterborg, en fyrr en
varði hafði hún aftur sieipazt
yfir. Vonirnar um, að hann
myndi lifa af slysið voru að
engu orðnar. Duncan var lát-
inn, aðeins 21 árs að aldri.
Enn þann dag í dag, 9 árum
eftir að Duncan Edwards lézt
í Múndhen, kemur það oft fyr-
ir að pflagrímar heimsækja gröf
hans í kirkjugarðinum í Dudley.
Á legsteinunum er mynd af
honum þar sem hann heldur
knettinum fyrir ofan höfuð sér
reiðubúinn að varpa honum
inn á leikvanginn.
Faðir Edwards vinnur sem
garðyrkjumaður í kirkjugarð-
inum. Stundum þegar hann
gengur fram hjá gröf sonar
síns stöðva kirkjugarðsgestirn-
ir hann án þess að vita hiver
hann er. Næstum því allir segja
það sama. „Það kemur aldrei
annar Duncan.“ Foreldrar Ed-
wards eiga tvær kistur fullar
af samúðarbréfum, sem þau
hjónin gengu eftir að Duncan
dó.
Mikiar Iþróttahetjur hafa oft
einhverja galla, en Edwards
var í sérflokki. Hann var um
180 cm. á hæð, og síðasta árið,
sem hann lék með M.U. vó
hann 85 kíló. Hann lék venju-
lega vinstæi framherja, og oft
virtist manni, sem hann væri
of þungur á sér. Samt gat
hann spilað í framlínunni þeg-
ar þess þurfti með og gaf þá
engum framlínumanni eftir
hvað hraða snerti. Hann lék
þannig vinstri innherja með
enska liðinu þegar hann var
18 árí, og skoraði þá tvö mörk.
AHt líf Duncan Edwards var
svipað dagdraumum ungra
drengja, sem eiga þá von heit-
asta að verða frægar knatt-
spyrnuhetjur. Hx. Geoffrey Gro
ves skólastjóri barnaskólans í
Dudley minnist þess, þegar
Duncan var 11 ára að aldri
og lék með liði skóla síns á
móti öðrum skóla. „Hann réði
yfir öllum lekivanginum. Hann
sagði öllum hinum leikmönnun-
um 21 að tölu hvað þeir ættu
að gera svo og dómaranum og
línuvörðunum. Þegar ég kom
heim þetta kvöld, skrifaði ég
vini minum bréf og sagði hon-
um frá því, að ég hefði rétt
í þessu séð 11 ára gamlan
dreng, sem leika myndi í lands-
liði Englands einhvern dag-
inn.“ „Þegar Duncan var 12
ára“ sagði Grove, „lék hann
sem fulltíða maður og h-afði
feykilegan skotkraft.“
Klukkan tvö, nóttina eftir að
hann varð sextán ára, barði
Matt Busby á bakdyrnar heima
hjó honum til þess að tryggja
sér hann fyrir Mandhester Un-
ited. Sextán ára að aldri lék
hann í bezta liði Manchester
og 18 ára lék hann sinn fyrsta
landsleik fyrir England. Á Old
Trafford, heimavelli Manchest-
er liðsins, horfðu áhorfendur á
hann í eins konar leiðslu.
Menn bjuggust fastlega við því,
að Duncan myndi með meiri
þroska verða einn af mestu
kniattspyrnumönnum sögunn-
ar, og sumir sögðu að hann
væri þegar orðinn það. Hann
var ómótmælanlega bezti ungi
leikmaðurinn, sem sézt hafði á
knattspymuvefli. íbúar Dud-
ley hafa sannarlega ekki
gleymt honum. í basnum fara
fram trvö knattspyrnumót, sem
kennd eru við Duncan, og Dun-
can Edwards klébburinn er
tengdur knattspyrnufélagi stað-
arins. f St. Francis kirkju eru
tveir Utaðir gluggar, sem bera
mynd af honum.
Walter Winterbottom, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri
enska landsUðsins kaUaði Dun-
can Edwards „hinn sanna
kjarna", enskrar knattspyrnu.
Hann átti þar við knattspyrnu
sem litla drengi dreymir um,
og knattspyrnu, sem fullorðnir
hugsa sér æðsta og bezta. Dun-
can var ímynd hvort tveggja og
brást aldrei vonum manna.
Arthur Hopcraft.
Graf von
Stauffenberg
Sex vikum eftir innrásina í
Normandí, árið 1944, klifruðu
tveir liðsforingjar í þýzka hern
um, annar þeirra með úttroðna
skjalatösku í hendinni, út úr
Heinkel sprengjuflugvél á flug-
brautinni við aðalbækistöðvar
Hitlers í Austur-Prúslandi.
Eftir margra mánaða leynfleg-
an undirbúning og hvattir af
sífellt nýjum fréttum af ósigr-
um þýzku herjanna í austri og
yestri, voru þeir komnir til að
gera einhverja þá frægustu
morðtilraun, sem heimurinn
bafði orðið vitni af, síðan skot-
ið reið af, sem drap Franz
Ferdinand, erkihertoga Austur-
ríkis, og hleypti af stað heims-
styrjöldinni fyrri. Innan tólf
klukkustunda yrði von Stauff-
enberg, yfirmaður í heimavarn
arliði Hitlers, og meðlim-
ur þýzka herráðsins, ásamt und
irmanni sínum Werner von
Haeften, meðal 150 píslarvotta,
sem köfluðu yfir sig grimmi-
lega hefnd Hitlers vegna vænt-
anlegrar tflraunar tfl að ráða
hann af dögum. Þetta var síð-
asta tiiraunin af mörgum, sem
gerð var til þess að myrða
foringja þriðja ríkisins. f skjala
töskunni var plastsprengja af
brezkri gerð, sem vó tvö pund,
tegund, sem mjög var notuð
gegn Þjóðverjum af mönnum
í neðanjarðarhreyfingum Evr-
ópu. Henni var ætlað að
springa eftir nákvæmlega 10
mínútur. Eftir var áhættumesti
hluti hinnar djörfu áætlunar.
Stauffenberg og aðstoðarmað-
ur hans fóru inn í nærliggj-
andi snyrtiklefa eftir að Stauf-
feniberg hafði beðið um a£5 fá að
fara í hreina skyrtu, áður en
hann hitti foringjann.
Hitler hafði mikið álit á
Stauffenberg. Hann hafði særzt
alvarlega á flótta Þjóðverja frá
Norður Afríku árið áður, og
jafnvel Gestapo foringínn
Himmler hafði mælt með bin-
um unga vinsæJa Iiðsforingja i
eftirsótta stoðu í herráð-
inu, sem átti eftir að koma
honum í náið samband við
mianninn, sem hann ætlaði sér
að drepa.
Sprengjan, í skjalatöskunni,
sem var staðsett of nærri
hinum þunga steinfæti korta-
borðsins, þar sem Hitler stóð,
sprakk nákvæmlega kl. 12.42
á hádegi. Afl hennar var ofsa-
legt, en þótt hún dræpi eða
særði nokkra aldna liðsforingjia
slapp Hitler með skrámur.
Stauffenberg, sem hafði yfir-
gefið fundarherbergið und-
ir því yfirskini, að hann þyrfti
að síma til Berlínar, heyrði
sprenginguna. Ásamt aðstoðar-
manni sínum keyrði hann rak-
leiðis til flugbrautarinnar, en
af eyðileggingu þeirri, sem
Stauffenberg sá, var hann sann-
færður um, að enginn innan
dyna hefði getað sloppið lifandi.
Framhald á bls. 22.
Patrice
LUMUMBA
í
Hár, langleitur grannvax-
inn maður með hökuskegg,
með augu, sem í minningunni
virðast geysistór og fíngerðar
hendur. Þetta er lýsingin á
manninum Patrice Lumumba,
sem leiddi Kongóbúa til sjálf
stæðis eftir áratuga belgísk
yfirráð og var þá aðeins rúm
lega þrítugur. Hann fæddist ár
ið 1925 í litlu þorpi í norður-
hluta Kasai, hlaut menntun
sína í trúboðsskólum mót-
mælenda og kaþólskra, varð
síðan kennari, gekk í þjónustu
hlns opinbera og varð aðstfið-
arpóstmeistari í Stanleyville.
Hann var rekinn úr starfi, og
fangelsaður fyrir fjárdrátt ár-
ið 1956 og flutti tfl Leopold-
ville árið eftir og vann sem
sölustjóri í ölgerð. Gerðist
hann brátt leiðtogi óánægðra
afla, þar sem hann naut álits
sem snjall ræðumaður. Hann
stofnaði stjórnmálaflokk, Kong
ólska þjóðernisflokkinn, sem
■hafði lýðræðislegt sjálfstæði og
sameiningu Kongó að aðal-
stefnumáli. Hann yax andvígur
öllum skilnaðarstefnum og
varð brátt vinsælasti flokkur
landsins. Eftir óeirðirnar í
Leopoldville 1959 tok sjálfs
öryggi og völd Belga að
minnka, og á næstu 18 mán-
uðum fóru fram umræður um
stjórnarskrána síðan kosning
ar, Lumumba varð forsætisráð
herra og landið sjálfstætt. Síð
an eftir ofbeldi, sem jókst
stöðugt á næstu tveim mán-
uðum, varð uppreisn í hern
um, belgískar fallhlífaher-
sveitir gerðu innrás, og Kat-
anga-tfylki sagði sig úr sam-
bandi við Kongó. Sameinuðu
þjóðirnar skárust í leikinn,
vaxandi óvild milli Lumumba
og framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna þegar ekkert
var gert í Katanga málinu.
Lumumba leitaði aðstoðar hjá
Sovétmönnum og Mobuto hrifs
aði völdin í sínar hendur með
aðstoð hersins, Vesturveldun-
um til bersýnflegrar ánægju.
Ég sá Lumumba tvisvar á þess
um tíma. í fyrra skiptið á
blaðamannafundi þegar hann
kom til Lundúna í fyrsta sinn,
þá er völd hans voru sem mest
og í seinna skiptið þegar að-
staða hans fór síversnandi, en
það var á Lundúnarflugvelli
snemma morguns. Ég sat og
ræddi við hann áhyggjufullan
og mér fannst sem ég skynj-
aði væntanlegan dauða hans.
Síðar sá ég sjónvarpsmyndir
frá hinni óhugnanlegu komu
hans til Elisabetville, eftir að
hann hafði sloppið undan
vernd Sameinuðu þjóðanna, til
þess að verða tekinn af mönn
um Mobutos, morðið á honum,
og hinar heiftúðugu mótmæla-
aðgerðir víða um heim. Þetta
var sorgarleikur. Styrkleiki
hans, kjarkur, heiðarleiki og
trú hans á völd sín urðu hon-
um að falli í þessari undarlegu
og grimmdarlegu aðstöðu sem
hann var í. Víðsýnni maður
Framhald á bls. 22.