Tíminn - 16.04.1967, Síða 9

Tíminn - 16.04.1967, Síða 9
5TOWCÐ&GIIR 16. apríl 1967. TÍMINN 21 ÁST OG HATUR ANNEMAYBURY 10 __Hiáii er skólasystir mín. Þér hafið líklega ekki heldur séð Hek- tor? — Hektor? — Það er skjórinn minn. Hann hefur ekki verið heima í allan dag. Viijið þér konia með mér og sjá hvort hann er kominn aftur? Ég hefði átt að flýta mér að sækja eggin, en ég gat ekki staðizt þetta vináttuboð. Já, sagði ég. Það vil ég gjarnan. Það var ekki fyrr en ég hafði tekið boðinu, að ég fór að velta því fyrir mér hvað Lúkas Herriot mundi segja ef hann sæi að ég væri enn þá að þvæl- ast í kringum húsið. Tommi fór með mig að stóru gróðurskýli, sem byggt hafði ver- ið við húsið. í stað þess að vera fullt af pottaplöntum var þar ó- samstætt safn af leikföngum. Göml um rugguhesti hafði verið fleygt út í eitt hornið. Við opinn gluggann var komið yrir stóru fuglabúri. — Hann er ekki kominn enn- þá, sagði Tommi. En hann fer ekki langt: hann getur ekki flog- ið mikið. Faðir minn fann hann vængbrotinn, þegar hann var ungi og nú er hann alveg taminn. Meðan hann var að tala flaug svart flykki fram h;". andlitum okkar. — Þetta er Hektor, sagði Tommi. Ég deplaði augunum og sá fugl með silkimjúkar fjaðrir fljúga klunnalega og setjast á prikið. Þar sat hann og hallaði undir flatt og horfði á okkur. — Ég er fegin að hann er kom- inn aftur, sagði ég. En núna verð ég að fara. Get ég ekki komizt til bóndabæjarins ef ég fer beint í gegnum skéginn? Tommi kom með mér og vísaði mér á stíginn. Það var hikandi tillit í augum hans, þegar hann kvaddi mig kurteislega. Hann ætl aði ekki að viðurkenna vin- átti mína formálalaust. Hann var ekki eitt af þeim börnum, sem þjóta óhikað í fangið á fullorðn- um til að vera elskuð. Ég kom út úr skóginum og gekk yfir heiðalandið. Gamla náman við Lark Barrow glampaði í rauðri sólinni. Einu sinni var tekið grjót þar. Núna var staðurinn lei'kvöllur fyrir börn. Frú Oowan, kona bóndans, var ægifeit. Hún stóð í dyrunum og talaði við ungan mann og stúlku. Ég kannaðist við manninn. Hann var Diarmuid Gaunt, myndhöggv- arinn. Troðningurínn upp að bænum var nokkuð langur, svo að ég faafði tíma til að virða mynd- höggvarann fyrir mér á leiðinni. Hann hafði faeyrt til mín og horfði nú á mig. Hann var ákaf lega stór og sterkbyggður, eins og risi, rneð rauðbrúnt faár og tindrandi, brún augu. Ég vissi að Kládínu var mjög illa við hann, þótt hann væri góður vinur Davíðs. Janvel Sóló frænda var ekki vel við hann, þótt hann hefði kynnt okkur einu sinni þegar við mættum hin um á göngu okkar um landið. Á eftir hafði hann sagt mér að Gaunt væri ístöðulaus og drykki of mikið. Hann var líka mjög málgefinn, þegar hann var við skál. Þau voru mörg leyndarmál in, sem hann sagði frá og sór síðan og sárt við lagði, að varir sínar væru innsiglaðar favort sem hann væri drukkinn eða ekki. Ég hafði aldrei séð ungu stúlk una áður. Hún var mjög snotur og iðandi af fjöri. Hún var í búningi þjónustustúlku, og naktir handleggir hennar voru Ijósrauðir og fallegir. Hún var skellihlæj- andi og lyfti andlitinu upp á móti Diarmuid Gaunt. — Og þarna var ég í herberg inu mínu og banse-ttur skjórinn sat á snyrtiborðinu og horfði á mig afklæðast. Ó . . . Hún hafði snúið sér við og séð mig, tók faendinni fyrir munninn og fjör- leg, blá augu hennar horfðu á mig yfir fingurgómana. — Ungfrú Lothian, sagði Gaunt ánægjulega. — Hvað eruð þér að sækja? Brauð? Egg? Væn an kjúkling? Hann greip um hand leg-g stúlkunnar. — Þér getið fengið hana Pollý fyrir tuttugu krónur. — Svona, herra Gaunt. Hún flissaði og sneri sig úr greipum hans. — Það er ástæðulaust að vera með svona læti fyrir framan dömuna. — Daman er ungfrú Jess-íka Lothian frá Munkahettu. Og þetta — hann tók um hendi stúl'kunnar með miklum tilburðum — er Po'llýanna frá Barbery Hall. Ég veit ekki favers vegna það var dá-lítið áfa-11 fyrir mig, að þessi fjöruga, laglega stúlka skyldi búa á húsi Lúka-sar Herri ots. — Pollýanna er ráðskona Lúk asar Herriots, útskýrði Gaunt, — og hefur verið það alveg síðan — ja — síðan Maneven lávarður rak hana á dyr. — Það er ekki saga fyrir eyru ungu dömunnar, sagði Pollý glað SMJÖRFRAMLEIÐSLA Framhals af bls. 1. aukizt um 160 lestir og nýmjólkur mjölframleiðslan um 630 lestir. Söluaukning varð mikil í smjöri á árinu eða úr 1059 lestum árið 1965 i 1482 lestir. Söluaukningin varð 433 lestir og jókst hún lang- mest við verðfellinguna, sem kom til íramkvæmda um miðjan maí- mánuð s.l. Neyzluaukning í osti nam um 70 iestum, en heildarsalan varð 690 lestir. Jókst smjör- og ostaneyzlan, bæði á sölusvæði Osta- og smjör- sölunnar og á heimasvæðum mjólk ursamlaganna. Útflutningar varð sem hér segir: 900 lestir af osti 1000 — - nýmj.mjöli 240 — - kaseini 2 — - smjöri. Markaðslönd Osta- og smjörsöl- unnar voru mest megnis hin sömu eins og á næsta ári á undan. Osturinn seldist aðallega til Ameríku en að hluta til Færeyja, en Færeyingar keyptu einnig það litla mfagn, sem flutt var út af smjöri. Nýmjólkurmjölið fór á brezkan markað en kaseinið til Danmerkur. Heildarvelta fyrirtækisins á ár- inu <966 varð rétt um 402 millj. króna Heimasala mjólkursamlag- anna j unnum vörum nam rúmum 92 millj. króna. Samanlagt sölu- verðmæti vinnsluvara mjólkuriðn- aðarins á árinu var því röskar 494 milljónir króna. Dreifingar- og sölukostnaður SJÓNVARP Sunnudagur 16. apríl 1967 18.00 Helgistund Prestur er séra Ingimar Ingimars son, Vík í Mýrdal. 18,20 Stundin okkar Þáttur fyrir börn í umsjá Hinriks Bjarnasonar. 19,05 íþróttir Hlé 20,00 Fréttir — Myndsjá Kvikmyndir úr ýmsum áttum. 20,30 Graltaraspóarnir Þessi þáttur nefnist „í kapp við köttinn". ísl. texti. Ellert Sigurbjörnsson. 21,00 Málverkaþjófarnlr. Bandarísk kvikmynd. í aðalhlutverkum: Art Carney og Spring Byington. ísl. texti: Ingi björg Jónsdóttir. 21,50 Dagskrárlok. Mánudagur 17. apríl 1967. 20.00 Fréttir. 20.30 Harðjaxlinn. Þessi þáttur nefnist „Hættulegur andstæðing- ur. Aðalhlutverkið, John Drake, leikur Patrick McCoohan. íslenzk ur texti: Ellert Sigurbjörnsson. 20.55 Borgin undir isnum. Mynd in sýnir, hvernig bandarískir vís- indamenn hafa byggt sér nota- leg híbýli og heila kjarnorkustöð undir yfirborði Grænlandsjökuls. Þulur og þýðandi: Eiður Guðna son. 21.15 Öld konunganna. Leikrit eft ir William Shakespeare, búinn til flutnings fyrir sjónvarp. 11. hluti. „Skrillinn frá Kent‘‘. Ævar R. Kvaran flytur inngangsorð. 22.20 Dagskrárlok. Nú getum v/ð ðoð/ð Volkswagen-bil, sem kostar 136.800,- krónur Hvers konar bíll er það? Nýr YOLKSWAGEN 1200 Hann er me3 hina viðurkenndu 1.2 litra vél, sem er 41.5 h.a. — Sjólfvirku innsogi — Al-sam- hraðastilltur fjögurra hraða gír- kassa — Vökva-bremsur. Hann er meS: RúSusprautu — Hitablóstur ó framrúðu ó þrem stöðum — Vindrúður, til að fyr- irbyggja dragsúg í loftræstingu — Tvær hitalokur við fótrými að framan og tvær afturi. Hann er með: öryggislæsingar ó dyrum — Hurðahúna, sem eru felldir inn í hurðarklæðningu, og handgrip ó hurðum. Hann er með: Stillanleg fram- sæti og bök — þvottekta leður- likisklæðningu ó sætum — Plast- klæðningu í lofti — Gúmmímott- ur ó gólfi — Klæðningu ó hlið- um fótrýmis að framan. Hann er með: Krómaða stuðara Krómaða hjólkoppa — Króm- lisfa ó hliðum. Þér getið fengið VW 1200 perluhvítum, Ijósgróum, rubí-rauðum og blóum lit. Og verðið er kr. 136.800,— í KOMIÐ, SKOÐIÐ OG REYNSLUAKIÐ Sími 2124Q HEILDVFRZLUNIN HEKLA hf Laugavégi HSjSSS 170-172 sssss fyrirtækisins varö á árinu kr. 9.581.821,39 eða 2,38%. Endurgreidd umboðslaun til mjólkursamlaganna, námu kr. 6.665873,23. Framkvæmdastjórinn upplýsti á fundinum, að búið væri að greiða mjólkursamlögumim allt andvirði seldra vara á árinu 1966. í stjórn Osta- og smjörsölunnar eru: Eriendur Einarsson, forstjóri, formaður. Einar Ólafsson, bóndi. Grétar Siímonarson, mjólkur- bússtjóri. Hjalti Pálsson, framkv.stjóri. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri. Stefán Björnsson, forstjóri. Auk stjórnar og framkvæmda- stjóra, sátu þennan ársfund, stjórn ir Sambands ísl. samvinnufélag og Mjóikursamsölunnar í Reykjavík. ÚTVARPIÐ Sunnudagur 16. apríl 8.30 Létt morgunlög. 8.55 Fréttir 9.10 Morgun- tónleikar. 11.00 Messa í safnaðarheimili Langholtssókn- ar (fermingarguðsþjónusta) Prest ur: Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson. Organleikari: Daníel Jón asson. 12.15 Hádegisútvarp. Tón leikar. 13.15 Úr sögu 19. aldar. Nanna Ólafsdóttir magister tal- ar um skólamál. 14.00 Miðdegis- tónleikar. 15.25 Endurtekið efni: Skagfirðingavaka. (Áður útv. sem kvöldvöku bændavikunnar 7. þ. m., en sakir rafmagnsbilunar féll langbylgjustöðin út um stund meðan á vökunni stóð). 16. 30 Veðurfregnir. 17.00 Barnatími Ólafur Guðmundsson og Kjartan Sigurjónsson stjórna. 18.00 Stund arikorn með Brahms. 18.20 Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. 19.20 Tilkynningar. 19.30 Kvæði kvöldsins. Gunnar Stefánsson stud. mag. velur kvæðin og les. 19.40 Fimm mót- ettur eftir Claudio Monteverdi. 20.10 Stórveldi Persa. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri flytur er indi. 20.25 Píanómúsík eftir Chop in. 20.45 Á víðavangi. Árni Waag talar um hrafninn. 21.00 Fréttir og íþróttaspjall. 21.30 Á hrað- bergi. Þáttur spaugvitringa og gesta þeirra í útvarpssal. Pétur Pétursson kynnir. 22.30 Veður- fregnir. Danslög. 23.25 Fréttir £ stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 17. apríl 7.00 Morgunútvarp. 2.00 Hádegis- útvarp. 13.15 Búnaðar- þáttur. Jóhann Jónasson forstjóri talar um útsæði og ræktun kartaflna. 13.30 Við vinnuna: Tónl. 14. 40 Við sem heima sitjum. Val- gerður Dar les söguna „Systurn- ar í Grænadal“ eftir Maríu Jó- hannsdóttur (2). 15.00 Miðdegis- útvarp. 16.30 Sx'ðdegisútvarp. 17. 40 Börnin skrifa. Séra Bjarni Sig urðsson á Mosfelli les bréf frá ungum hlustendum. 18.00 Tón- leikar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. 19.20 Tilkynningar. 19.30 Um daginn og veginn. Heimir Hannesson lögfræðingur talar. 19.50 „Sú rödd var svo fögur“. Gömlu lögin sungin og leikin. 20.20 Athafnamenn. Jónas Jónas son ræðir við Óskar Jóhannssoii fiskkaupmann. 21.00 Fréttir. 21. 30 íslenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þátt- inn. 21.45 Sónata nr. 1 í G-dúr fyrir fiðlu og píanó op. 78 eftir Brahms. 22.10 Kvöldsagan: „Landið týnda“ eftir Johannes V. Jensen. Sverrir Kristjánsson sagn fræðingur les þýðingu sína (4). 22.30 Veðurfregnir. Gunnar Guð mundsson kynnir tónverk og hljómplötur. 23.20 Bridgeþáttur. Hallur Símonarson flytur. 23.50 Dagskrárlok. B,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.