Tíminn - 28.04.1967, Page 1

Tíminn - 28.04.1967, Page 1
24 SÍÐUR NÝJVNG hoíéSS^ RÚMFATAEFNI 95. tbl. — Föstudagur 28. apríl 1967. — 51. árg. ÞARFNAST EKKI STRAUINGAR SEGJA 13.000 HAFA VERIÐ HANDTEKNA! KONSTANTÍN TALINN HAFA FELLT SIG VIÐ HERSTJÓRNINA Ina. Konstantín hefur felít sig vi3 herstjórn BÞG-Reykjavík, NTB-Alþenu, fhnmtudag. • Vestrænir fréttamenn hafa eftir heimildum í Aþenu, að ! meira en 13000 borgarar í Aþenu ! einni hafi verið teknir höndum | síðan byltingir, var gerð í Grikk- ! landi á föstudaginn var. • George Papandopulos, ofursti og einn af heiztu leiðtogum i einræðisstjórnar hersins viður- I kenndi á blaðamannafundi í Aþenu í dag að um 5000 manns hefðu verið tekin hendum á fyrsta degi byltingarinnar. • Konstantín, Grikkjakonungur hélt ræðu í gær á fundi með hinni nýju stjórn, og enda þótt hann Iéti í það skína, að lýðræðis- legir stjórnarhættir yrðu aftur teknir upp í Grikklandi innan tíð-| ar, þykir nærvera hans á fundin- um vera staðfesting á því, að kon- ungur hafi viðurkennt hina nýju hersvjórn. Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum í Aþenu í dag, að ræða konur.gs í gær myndi sennilega gera vestrænum ríkjum auðveld- ara með að halda diplómatísku sambandi við herstjórnina. Allt frá því byltingin var gerð hafa erlendir sendimenn forðazt sam- skipti við hina nýju stjórn, m.a. vegna óvissunnar um afstöðu kon ungs. Viðurkenndi konungur hina nýju stjórn, væri vandi hinna er- lendu sendifulltrúa formlega leyst ur, þar sem þeir leggja trúnaðar- ramhald á bls. 11 VEGUM LOKAÐ OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Mikil 'aurbleyta er í vegum víðs vegar um land og er öxul- þungi takmarkaður um marga vegi og má búast við að hann verði takmarkaður enn meir þar sem aurbleytan fer vaxandi dag frá degi vegna hlýnandi veðurs. Umferð hefur verið bönnuð’ á mörgum vegum nema fyrir jeppa. Svo er um vegina yfir V-aðlaheiði og Fljótsheiði, Siglu fjarðarvegur er lokaður frá Haganesvík, að Hrauni og Ó1 Framhaid á bls. 10 Tóku Hollandsprins með keisaraskurði! Fyrsti sonur hollenzkrar drottningar í 116 ár NTB-Amsterdam, fimmtudag. Ríkisarfi Hollands, Beatrix, prins essa eignaðist son í kvöld. í 116 ár hafa ríkiserfðir gengið í kven legg í HoUandi. Fagnaðarlætin vegna fæðingar litla prinsins eru því sannarlega að vonum. Móðirin varð að gangast undir keisara- skurð, en bæði henni og syninum líður vel. Þúsundir manna biðu í ofvæni frétta af fæðingunni. 101 fall- byssuskot gerði lýðum ljóst, að onur væri fæddur. Þá var kirkju klukkum hringt um allt land. Tals maður hirðarinnar sagði, að fæð ingin hefði gengið vel og væri prinsinn stór og sprækur. Fyrir tveim dögum fékk Beat rix, prinsessa sprautu til þess að flýta fyrir fæðingarhríðum og í dag fékk hún enn slíkar sprautur. Bea trix hafði ætlað sér að eignast af kvæmið heima hjá sér, en sam kvæmt skipun lækna var hún flutt á háskólasjúkrahúsið fyrjr noikkrum dögum. Að því er bezt er vitað átti barn ið að fæðast fyrir tveim vikum. Eiginmaður Beatrix, prinsessu, Olaus von Amsberg, var á sjúkra faúsinu, er sonurinn fæddist. í tilefni fæðingarinnar var gef ið frí í öllum skólum landsins, samkvæmt ^érstakri tilkynningu stjórnarinnar. Vindmyllur um landið þvert og endilangt voru stilltar í sérstaka hátíðarstöðu, er fréttin barst, en aldagömut venja er, að láta stöðu vindmylla tákna ýmsa merkisat burði. EXP0 67 0PNUÐ Bcatrix prinsessa NTB-Montreal, fimmtudag. jviðsföddum um 7000 boðsgest Síðdegis i dag að íslenzkum um, hvaðanæva að úr heimin- tíma, var hin mikla heimssýn- um. Á morgun verða svo hlið ing i Montreal í Kanada, þessarar mestu heimssýning- opnuð fyrir almenning. — í morgun og langt fram á dag var unnið baki brotnu við að fullgera sýningarsvæði og Expo '67, formlega opnuð, að ar, sem haldin hefur verið,: skála og leggja síðustu hönd NÝR SJÓNVARPSSENDIR KOMINN UPP: ER BILADUR! GÞE-Reykjavík, fimmtudag. Ekki hefur enn reynzt kleift að taka sjónvarpssendinn nýja á Vatnsenda í gagnið, vegna ýmissa bilana, sem komu í Ijós á honum, þegar hann kom hingað til lands fyrir skömmu. Unnið hefur verið að lagfær ingu á honuni og m£ búast við, að innan skamms megi taka hann í notkun, en enn sem komið er, er notazt við gamla sænska sendinn, sem Sjónvarpið fékk að láni í sum ar. í næsta mánuði er væntan legur hingað til landsins mest- ur hluti upptökuútbúnaðar sjónvarpsins, og að því er Jón Þorsteinsson verkfræðingur sagði í viðtali við Tímann í dag, og fari allt að óskum má búast við því að hægt verði að taka þessi nýju tæki í fulla notkun einhvern tíma í sumar. Svíar hafa óskað eftir því, að fá aftur upptökubílinn, sem þeir lánuðu Sjónvarpinu í sum ar, og munu þeir ætla að nota hann eitthvað áfram, en síð an verður hann líklega látinn á safn. Befur þessi gamli bíli reynzt furðu vel hér, en hann er engan veginn fuilnægjandi, og verður mikill fengur að hin um nýju upptökutækjum. Ekki mun enn hafa verið ákveðið nokkuð um kaup á nýjum upp Framhald á bls. 11. á undirbúning fyrir opnunar- hátíðina. Hátíðin í dag hófst með því, að Lester Bowles Pearson tendraði ield þann, sem loga á allan sýn- ingartómann. Því næst flutti brezki landsstjórinn George Philias Vani- er, ræðu og lýsrti því yfir, að sýn- ingin væri opnuð . Sjónvarpað var frá athöfninni til 70 landa, um gervitungl. Sýningarsvæðið er á tveim gríð- arstórum eyjum í St. Lawrence- fljóti. Sjötíu riki taka þátt í sýn- ingurnxi, þar á meðal Norðurlönd- in sameiningu, eins og kunnugt er. > Fjö’di stórmenna var við opnun arathöfnina í dag og margir þjóð höfðingjar hafa þegið boð um að heimsækja sýninguna síðar, þar á meðal forseti ísiands, herra Ás- geir Ásgeirsson. Ferðaskrifstofur um allan heim hafa skipulagt hópferðir á sýning una. -em stcndur til 27. október. Nýr flokk- ur stofn- aður EJ-Reykjavík, fimmtudag. Stofnaður hefur verið nýr stjómamálaflokkur í Reykja vík og heitir hann „Óháði lýð ræðisflokkurinn". Flokkur þessi var stofnaður fyrir um það bil hálfum mánuði og er formaður hans Áki Jakobsson, hæstaréttarlögmaður. Blað flokksins sem heitir Lögrétta kemur út á morgun. Flokkur inn mun bjóða fram í Reykja vík og Reykjaneskjördæmi og hefur hann opnað skrifstofu í Austurstræti 10 í Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.