Tíminn - 28.04.1967, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.04.1967, Blaðsíða 10
10 Sjötug í dag Soffía Vagnsdóttir Til hamingju — svo hratt er tíminn liðinn og hiorfin 70 ár — þó ert þú ung Því sá sem góður er — og glaður iðinn — þar gæfan býr — og ævin aldrei þung. Á Hesteyrinni héma í gamla daga, þar hekna áttu mikil sóma hjón. Þau glöddu aMa — allt vildu bæta og laga. — Þar allir dáðu Soffíu og Guð- mund Jón. iÞú varst svo blíð að börnunum að hlúa og blómin smiáu áttu skjól þér hjá og indælt var á æskustöðvum búa það er það sem að allra hjörtu þrá Þú léttir alltaff Htilmagnans byrði lúnum, þjáðum veittir huggun, lið. Og blessuð dýrin vita hvers er virði vinalhótin málleyisingja við. Það var oft ertfið ævi í Jökulfjörð um og illt að fara um fjöll í hríðar- byl. Baráttan gerði menn að görpum hiörðum, gaf þeim trú og von og gleði og yfL Og hvað sem lifið okkur öllum gefur. ÞÓRÓLFUR Framhald af bls. 9. tveimur deildum. í fyrradag mun Þórólfur hafa ffengið skeyti frá bandarísku félagi, sem biður hann um að fara vestur um haf til skrafs og ráðagerða. fþróttasíðunni er ekki kunnugt um, hvaða félag hér er um að ræða, enda hefur ekki náðst samiband við Þórðltf. Ástæðan fyrir því, að Þór- óifur hætti hjá franska liðinu Rouen mun vera sú, að honum likaði ekki leikaðferð liðsins — og einnig hitt, að ekki samd- ist um kaup. A VlÐAVANGI Framhald af bls. 3 sitja í fyrirrúmi um fjármagn og alla fyrirgreiðslu, sem mesta þýðingu hafa fyrir þjóðfélagið í heild, á hvaða sviði sem er. Hún er fólgin í föstu skipu- lagi, en ekki í því fálmandi skipuiagsleysi, sem auðkennt hefur atvinnulíf og framkvæmd ir allt frá árdögum þessarar ríkisstjórnar. Á þetta var og nýlega bent af formanni stjórn ar Seðlabankans, er hann lét þau orð falla, að það væri „meg- insjónarmið stjómar Seðlahank- ans að leysa þau vandamál, sem skapazt hafa vegna hás fram- leiðslukostnaðar hér á landi, samfara óhagstæðri þróun út- flutningstekna, með markvissri ENDURSKIPULAGNINGU — (auðk. hér) á grundvelii núver- andi verðlags og gengis". Hafa þeir beyg af Gísla? Gísli Magnússon hefur á síð- ustu árum skrifað margar stutt ar en afburðasnjallar og háð- yrtar greinar hér í blaðið um stjómarstefnuna og „viðreisn- ina“, svaað sviðið hefur undan. En það er sem Morgunblaðið veigri sér jafnan við að svara þessunv.greinum. Eru þeir hálf smeykir við að koma í högg- færi -við GsíIa? ógn og sorgir — lán og gæfuhnoss Þá er það eitt sem alltaf gildi hetfur — að við biðjum Guð að hjálpa oss. Gauja. BADMINTON Framhald af bls. 9. eiginlegt að berjast án nokkurrar miskunnar þar til ytfir lýkur. Engu skal spáð um hvernig fara mundi öðru en því, að leikurinn standi a-m.k. klukkustund og að auka lotu þurtfi til að útkljá hann. í yngri flokkunum er mikil þátttaka. Þar er keppt í þremur Iflokkum, unglinga, dnengja og svteina. Þá er fyrsti flokkur mjög fjöl mennur og þar er útlit fyrir mjög tvísýnar orrustur. Af Reykvíking um er Friðlei'fur Stetfánsson frá KR talinn hafa einna mesta möguleika í einliðaleik, enda sig urvegari í þeirri gnein frá Rivk- mótinu í vetur. ístfirðingar og Siglfirðingar eru ekki jatfn þekkt ir hér á leibveli og hann, en j talið er, að í þeirra hópi muni ! vera menn sem komi til með að I láta að, sér kveða í þessu móti. | Þá tetflir TBR fram sferkum l leikmönnum í þessum flokki. Má J þar netfna Björn Finnbjörnsson, | Kolbein I. Kristinsson og Adolf j Guðmundsson. Eins og áður segir hetfst mátið kl. 20 í kvöld, og verður fram hald ið kl. 13.00 laugardaginn 29. apríl. Tala leikja að úns'litum er 69, en úrslitaleikirnir hefjast sunnudaginn 30. apríl kl. 14. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 9. 4. filoklkur kl. 7 til 8 e. h. 3. flokkur kl. 8 til 9 e. h. 2. flokkur kl. 9 til 10. Meistaraflokkur kl. 9 til 10 e. h. Fimmtudaga: 6. flokkur kl. 2—5 e. h. Föstudaga: 5. ÍI. kl. 6 til 7 e. h. 4. fl. M. 7 til 8 e. h. 3. fl. kl. 8—9 e. h. 2. f'l. Jd. 9—10 e. h. Meistaraflokkur kl. 9 til 10 e. h. Knattspyrnudeild F. H. lítur björtum auigum til sumarstanfsins, bvi að yngri flokkaruir hafa æft vel inni og úti í vetur undir stjórn hins unga og áhugasama íbrótta kennara Geirs Hallsteinssonar. Útiæfinganna hafa F.H. dreng irnir notið, sem aðrir skóladreng TÍMINN FÖSTUDAGUR 28. apríl 1967. ir í Bafnarfirði, en sem kunnugt er, var sú nýbreytni bekin upp í harnaskólunum í Hafnartfirði í vetur, að vera mikið úti með dreng ina við íþróttir, göngu og skíða- ferðir, en þó mestmegnis í knatt spyrnu. Áríðandi er að allir þeir, sem ætla að æfa og keppa með F.H. í knattepyrnu í sumar mæti á æf ingarnar á þriðjudaginn og er 6. flokkurinn ekki hvað sízt áminnt ur um að mæta vel til skrásetning arinnar sama dag. (Fná Ftfl). VEGUM LOKAÐ Framhals af bls. 1. afsfjarðarvegur frá Ketilási að ÞrastastöðUm. Sama er um Skagaveg og KríSuvíburveg frá Vatnssbarði að Þorlábáhafnar- vegamótum. Frá og með degin um á morgun verður umferð um eftirtalda vegi tabmörbuð við fimm lesta öxulþunga alla vegi í Au stur-Hún ava tnssýslu, Eyjafjarðansýslu og Suður-Þing eyjarsýslu að Fossi í Ljósa- vatnsskarði. Á Snæfellsnesi er færð orðin mjög þung vegna aurbleytu, en flu'gvélar geta þó enn lent á flugvellinum við Stybkishólm. MIKLU AÐ TAPA Framhald af bls. 7. sterkari aðilar standa að en til eru á íslandi. Rangmetin aðstaða En hver er þá ástæðan fyrir því, að marga velviljaða íslend inga dreymir nú um inngöngu fs lands í þessi bandalög? Ég tel að ástæðan sé sú, að þessir menn misskilja okkar efna hagslegu aðstöðu og það efna hagslega þróunarstig, sem við raunverulega erum á. í fljótu bragði getur sýnzt svo, að við stöndum á lfku stigi efnahagslega eins og þær banda lagsþjóðir, sem um er að ræða. Við búum við almenna velmeg un og eigum meira að segja gjaldeyrissjóð. En það sem gerir gæfumuninn er hinn mikli eðils munur á okkar skjótfengnu vel megun, og velmegun nágranna- þjóðanna. Innskot um síld- veiðarnar Nálega allar útflutningstekjur okkar fást fyrir sjávarafla, sem í eðli sínu er alltaf ótraustur. En það sem verra er, er það, að mjög mikill hluti af gjaldyeris- tekjum síðustu ára er tilkominn fyrir alveg óvenjulegar aðstæðu1-, sem því miður eru engar líknr til að haldist til frambúðar. Það er þvert á móti hérumbil öruggt, að hið mikla síldveiði- magn getur ekki haldizt nema skamman tíma og sé ég mig til- neyddan að skjóta hér inní stutt orðri greinargerð um þetta sér- staka fyrirbrigði, þ. e. a. s. um hinn óvenjulega síldveiðifeng síðustu ára. Og sem margir hafa byggt á alrangar hugmyndir um framtíðarþróun íslenzkra efna hagsmála. Og þar á meðal þá hug mynd, að við höfum aðstöðu til að ganga í efnahagsbandalag. Um þessar síldveiðar er í stuttu máli það að segja, að aðal síldveiði okkar síðustu ár er fengin úr hinum svonefnda norska síldarstofni. Þessi síld hrygnir við suðvesturströnd Noregs síðari hluta vetrar, en fer í átuleit norður á bóginn, einkum á hafsvæðið norður og norðaustanvert við ísland og heldur sig á mismunandi stöðum eftir aðstæðum. Að haustinu þyrpist þessi síld í nokkuð þétt ar torfur og liggur oft nokkurn- vegin staðbundin á ákveðnum svæðum suðaustur af íslandi. Með nútíma síldveiðitækni hef ur tekizt að moka upp þessari síld í éhemjulegu magni, jafn- vel allra mest eftir að hún er lögst í „vetrarlagið“ og bíður eft ir því að halda á hrygningar- stöðvarnar. Aðferðir til að veiða þennan stofn, meðan hann liggur í vetrarlaginu, hafa ekki verið þekktar fyrr en á allra síðustu árum, og er það eitt af því, sem gjörbreytir öllu þessu máli og veldur því að stórkostleg hætta er á að þessi síld verði veidd, svo að segja a'llt meginmagn hennar, á fáum árum. Um síldina gildir, sem kunn- ugt er, svipað lögmál og um þorskfiiskinn að því leyti, að sumir árgangar verða mjög sterk ir en annarra gætir nálega ekki í veiðunum. Munurinn er þó meðal annars sá, að líklega eru það færri árgangar af síldinni, sem komast upp í miMu magni, heldur en aif þorsbfiskunum og óstöðugleik inn þvi ennþá meiri. Nú vildi svo einkennilega til, að öll þrjú árin 1959, 1960 og 1961 komust upp sterkir árgang ar í norska síldarstofninum, en aufc þess var til einn gama'll ár- igangur, sem nú mun vera 15 eða 16 ára og hefir verið mikil uppistaða í síldveiðum hér við land á undanförnum árum. Haustið 1964 voru gerðar rann sóknir á síldarmagninu við ís land af norska stofninum, en 'þá voru árgangarnir þrír að verulegu leyti komnir í gagnið. Áætlað hefur verið að magnið hafi þá verið um 6 millj. tonna. Síðan hafa íslendingar, Norð- menn, Rússar og fleiri þjóðir veitt úr þessu magni 1,7 millj. tonna á ári og ekki ólífclegt að veiðin verði eitthvað svipuð á þessu ári, því að veiðitækninni fleygir ört fram þessi árin. Og er þá auðreiknað, að efcki verði eftir til næsta árs, þ. e. ársins 1968 nema 1 millj. tonna til skipta milli veiðiþjóðanna. Af þessu virðist augljóst,- að hverju stefnir. Margur mundi nú spyrja, hvort ekki bættist eit.t- hvað við árlega. En svo illa vill tii, að samkvæmt rannsóknum Norðmanna og Rússa, sem eng in ástæða virðist ti'l að vétfengja, haifa árgangarnir síðan 1961 svo til aiveg misfarizt. Hvað því veld ur vita menn ekki. Klakið sjálft yirðist hafa heppnast, en seyð in deyja eftir að kviðpokanæring unni sleppir. Sú síld, sem hér er um að ræða, stækkar og þyngist að vísu árlega, en það gerir varla betur en vega upp á móti þvi, sem ferst árlega af öðrum ástæðum en veiðunum. Ef hinir 3 sterku árgangar hefðu ekM verið veidd ir svo giengdarlaust, sem raun hefur á orðið, undanfarin ár, þá mundi hún hafa komið á Islandsmið mörg næstu ár, og þá verið orðin að „demants síld“ 10 ti'l 16 ára gömul. Af um 6 milljarða útflutnings tekjum íslendinga síðasta ár, fengust um 2,7 milljarðar fyrir sfld og sfldarafurðir, nær ein- göngu úr þessum stofni. Er því ljóst hvflík áhætta er því sam fara, etf farið er að skipuleggja etfnahagskertfi út frá því rang mati á aðstæðum, að hér sé um svo og svo traustan tekjustofn að ræða. En hvaða stefnu eigum við þá að taka í okkar efnahagsmál um og hvernig eigum við að snú ast við tol'lmúrum bandalaganna í Vtestur-Evrópu. Að því verður vikið í næstu greinum. MINNING Fraiúhald af bls. 8. að Árdalshjónunum með óbland- inni þökk og virðingu. Ég var þeim að visu ósammála um margt og flestar umræður okkar snerust upp í átök á einn veg eða annan. Það voru á stundum tvær kynslóðir að gera upp reikningana hvor við aðra. En það var gert af hendi Jóns og Halldóru á þann hátt að ekki særði og meiddi, heldur eggj aði og örvaði. Kannski vildi" Jón líka hafa það þannig, að ég yrði honum ósammála að hann fengi komist að raun um' hald og styrk eigin viðhorfa og ég fengi á líkan hátt aðstöðu tfl hins sama. — Ég er ekki viss um að ég hafi kvnnzt öðrum sóknarbörnum mínum bet- ur. Kannski var ég þeim líka bezt- ur prestur, þegar ég réðist gegn skoðunum, sem þau töldu öruggast ar og ófrávikjanlegastar, og þau mínir beztu vinir er þau gerðu slíkt hið sama. • Það var ljóst að uppbygging Ár- dals var Jóni ekki aðeins metnað- armál, honum var það hugsjón og skylda Hann var þar að gjalda iandi sínu þá skuld, sem hann áleit sjálfan sig og alla standa í, að rækta sinn reit. Ég hygg að í þessari afstöðu komi persónuleiki hans skýrast í ljós. Hann ætlaði ekki að láta sinn hlut eftir liggja. Með aðdáun fylgdust vinir Jóns með því hverjum stakkaskiptum jörðin tók í höndum hans. Hitt vissu allir jafn vel, að ekki var alltaf i það horft, þótt heilsru væri ofboðið og ekki skeytt um nægi- legan hvíldartíma. En baráttunni var haldið áfram og hvergi hopað Þau hjónin tóku hiklaust á sig þá erfiðleika, sem búskap fylgir, þar sem skilyrðin eru takmörkuð frá náttúrunnar hendi og hver aukning lands kostar sveita og þraut. En miklu réð um staðfest- una tryggð borgfirzka bóndans og þrautseigja norðlenzku húsfreyj- unnar. Landið varð þeirra og þau að sama skapi landsins. Veikindi frú Halldóru urðu til þess að hrinda aif stað nýrri at- burðarás. Haustið 1959 urðu þau hjónin ti'lneydd að flytja burtu finá Árdal. Þau héldu til Reykjiavíkur og áttu þar heima upp frá því. Sem betur fór fékk frú Hall- dóra brátt heilsuna aftur. Jón hvarf nú að járnsmíðum í borg- inni. Vann hann fyrst á járnsmíða verkstæði Sighvats Einarssonar í Skipholti, en síðar í Vélsmiðjunni Héðni. Sæmilega undi Jón dvöl- inni í höfuðborginni, þótt otft væri rætt um Borgarfjörðinn og eng- inn staðxir meiri Ijóma vafinn. Fyrir tveim árum kenndi Jón sjúkd'óms þess, er síðar leiddi hann til dauða. Var hann skorinn upp og hlaut allgóðan bata um sinn, en þyngdi aftur að áliðnum vetri. Síðasta mánuðinn lá hann rúmfastur á Landsspítalanum og þar andaðist hann 22. þ. m. Eftir að um skipti með heilsu haris, vildi Jón halda sem mest kyrru fyrir og taldi sig ekki til ferða- lags. Þar gerði hann á eina undan- tekningu, lagði leið sína til Hvít- árbakka í Bæjarsveit að hitta aft- ur vini sína þar, fóstursystur sína tfyrst og fremst, frú Ragnheiði og færa henni skerf til líknarmála í Borgarfirði. Sem sannur Borgfirðingur lifði Jón Jónsson í Árdal og sem sann- ur sonur Borgarfjarðar dó hann. Vinir hans þakka honum hlý- hug, glaðar stundir og góða sam- fylgd. Þeir minnast hve fús hann var ævinlega að rétta hjálpar- hönd og liðsinna. Þeir votta konu 'hans, frú Halldóru Hjartardóttur, einlæga samúð og minnast um leið þess styrks er hún veitti manni sínum. Jón í Árdal sýndi í verki, að sá skilningur er réttur, sem krist- indómurinn ko'm á framfæri við mannkynið, að í starfinu og önn- inni, afstöðunni og samskiptun- um ber maðurinn trú sinni og hug sjónum vitni. Sé guðfræðin ekki í mnsta eðli sínu mannfræði, er hún leikur einn með orð, veru- leikanum fjarri. Guðmundur Sveinsson, Bifröst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.