Tíminn - 28.04.1967, Qupperneq 6

Tíminn - 28.04.1967, Qupperneq 6
ó TÍMINN FÖSTUDAGUR 28. apríl 1967. MINNING JÖN JÖNSSON fyrrum bóndi Árdal Andakíl Þa5 var ekki alls fyrir löngu að mér barst í hendur bók um trúarleg efni. Bókin var skrifuð af brezkum fræðimanni. Hún fjall aði um manninn, forlög hans og örlög eins og megintrúarforögð mannkynsins hefðu túlkað hvort tveggja kynslóðum liðinna tíma. Þar kenndi margra grasa. Má segja að ýmsir væru kvistirnir kynlegir, sem komið hefðu fram og áttu að vera græðijurtir á hol- undir eða lífgrös mönnum, sem þráðu að átta sig á þeirri tilveru, sem þeir foefðu undirgengizt á jörðu. Kom þá og í ljós, að sum trúarbrögð mannkyns hefðu harJa óljósai fougmyndir um manninn yálfan og stöðu hans í tilverunni, þótt guðaheimur þeirra væri æði fjölskrúðugur. Og yfirleitt virtist svo, að maðurinn væri furðu mikið lukaatriði í trúarkerfunum. — Aðalundantekningin frá þessu var iristindómurinn, en í fræðum hans varð guðfræðin með einkennilegu nóti að mannfræði, fullyrti hinn órezk.i fræðimaður. „Hver sem ekki elskar bróður sinn, sem han.i lefur séð, getur ekki elskað Guð, ?em hann hefur ekki séð“. Þau orð urðu að vissu leyti inntak kristin- iómsins. Trú mannsins og trúar- íf er í órofa tengslum við afstöðu lans til og samskipti við aðra nenn. Trúin á Guð grundvallast á viðforögðum við lífi annarra nanna. Við þetta færist áherzlan >g þungamiðjan um set. Guðsþjón ista og guðsdýrikun án samfélags- ijónustu er hjóm í ætt við bæna- nyllur Tífoetbúa eða annað af slíku agi. Með því að gera guðfræði í nnsi.a eðli sínu að mannfræði olli cristindómurinn mestum þáttaskil im •' trúarlífi mannkynsins. Mér k»m þessi t>ók í hug, er ég settist niður að skrifa nokkrar ínur við fráfall vinar míns Jóns Tónssonar bónda í Árdal. Leiðir ikkar Jóns lágu saman um árabil og urðu samskiptin um skeið mjög láin. Svo kom mér Jón fyrir sión- r, að þar væri maður á ferð, sem ;kki væru svik í. Og mannleg og Irengileg voru viðforögð hans öll )g samskipti. Hugarheimur hans var líka mótaður af þvi bezta, sem fundið verður í kristinni íslenzkri arfleifð. Hiklausar og ákveðnr.r skioðanir, næm áfoyrgðartilfinning og einlæg þrá að vinna landi sínu og þjóð. Þar var maður á terð, sem gleymdi ekki jörðinni af því að fjarlægar skýjafoorgir heilluðu. Þó átti Jón sín draumalönd. II. Jón Jónsson fæddisi að Gröí í Lundarreykjadal 3. júní 1899. Hann var Borgfirðingur í báðar ættir, en foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Gröf og Ingveldur Pétursdóttir kona hans. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- um áð Gröf fyrstu bemskuán'n. Þau systkini voru alls sjö, bræður þrír og þrjár systur, en hálfsystir eldri. Árið 1896 fluttist Jón að Gils- bakka í Hvítársíðu. Síra Magnús Andrésson og kona hans frú Sig- ríður Pétursdóttir Sívertsen tóku hann til fósturs og var Jón efrir það á Gilsbakka sem eitt af bihm- um þeirra. Komst Jón þar í an ian systkinahóp, sem hann bæði un'.i og dáði alla tíð þaðan I fró. Með þessu móti eignaðist Jón tvo systk inahópa og varð hugarheimur hans af þeim sökum sérstæður og gerði hann næmari og glöggslcyggnari. Prestshjónin á Gilsfoakka rey id- ust fóstursyninum einstaklea vel og fékk hann á heimili þeirra veganesti, sem honum reyndist notadrjúgt. Þar skapaðist og mót- aðist hinn heilsteypti og trausti persónuleiki Jóns og þar öðlaðist hann þá virðingu fyrir lífinu og verkeínum þess, sem ætíð ein- kenndi hann. Prestsheimilið var líka eitt hinna gömlu menningar- setra, sem var í senn heimili, skó'i og vinnustaður. Mótunartáhrifin voru mikil. Þar sem viljinn og greindin var fyrir hendi Maut ár- angurinn að koma í ljós. Til frekari menntunar var Jón sendur í Hvitárfoakkaskólann, sem á þessum árum var hin ágætasta fræðslustofnun. Þar hafði merkur skólamaður, Sigurður Þórólfsson komið á fót héraðsskóla og dró til sín fólk úr byggðum Borgar- ! fjarðai og reyndar víðar að. Var ' á Hvítárbakka enn aukið við fræða sjóð Jóns. Hann stundaði þar nám á árunum 1909—1911 og minntist þessa tíma síðar með mikilli hrifn- ingu, enda hafði hann átt þar góða dvöl og árangursríka. Það var nokkru eftir skólavist- ina á Hvítárbakka, að sérstæð um- skipti verða í ævi Jóns. Hann hverfur þá af landi brott. Mun hann hafa litið svo á sjálfur, að rétt væri fyrir sig og losa heim- dragann og hverfa í nýtt umhverfi og framandi að reyna hæfileika sína og getu annars vegar og öðl- ast reynslu og nýja þekkingu hins vegar. — Leiðin lá til nýja heims- ins, Ameríku. Jón tók sér ársvist í Kanada hjá Vestur-fslendingi. Lífið og lifnaðanhættir reyndust harla frábrugðnir. Starf Jóns vestra varð einkum í því fólgið að sinna veiðiskap í vötnum og kynna sér breytileik veiðitækninn ar eftir árstíðum. Þótti Jóni þessi þáttur atvinnulifsins harla forvitni legur. Margt merkilegt bar fyrir augu hans vestra, en ekkert samt, er heillaði Jón til að ílengjast. Til þess var hann of mikill íslending- ur og fannst óleyst verkefni heima kalla. En fyrir vikið átti Jón auð- .veldara með að skilja Stephan G. I Stephansson, sem varð alltaf eitt i af eftirlætisskáldum hans. í Jón hafði alla tíð unun mestu af skáldskap, enda orti hann sjálf ur og atti þá sælasta daga, er hann agaði mál sitt og hugsun. Er Jón sneri aftur til íslands var einn staður honum ríkastur í nug: Gilsbakki í Hvítársíðu. Þangað hélt hann rakleiðis. Lengd ist nú dvöl hans þar um áratug, og var hann lengst af ráðsmaður á prestssetrinu. Þótti honum ljúft að starfa fjcrir fjölskyldu þá, er reyndist honum bezt, er hann þurfti mest með, enda fékk Hvitár- síðan sérstakan ljóma í vitund hans. Þar vissi hann góða mevn á Guðs vegum eins og Bjömstjerne talaði um. En breytingar urðu síðar á búinu á Gilsfoakka og starfs ráðsmanns ekki lengur þörf sem áður. Jón hafði líka sjálfur fundið nýtt verk efni, er hann vildi hverfa til. Hann hafði skynjað sérstæða löngun til að þjálfa og þroska einn af hæfi- leikum sínum sem hann hingáð til hafði ekki sinnt að neinu ráði, smíðahæfileikann, hagleikinn að móta í járn og skapa form, er hæfði til fegurðar og notagildis. Jón hóf að stunda járnsmíði hjá Bjama Guðmundssyni jámsmið, í | Borgarnesi. Gerðust hann heim- ilismaður hjá meistara sinum og naut mikils ástríkis og viðurkenn ingar Liðu svo mörg ár að Jón vann að járnsmiðunum hjá Bjama á vetrum, en réði sig á sumrin til brúarsmíða víðs vegar um land. Má segja, að brúarsmiðin hafi raunverulega brátt orðið aðalstarf Jóns, en horfið til verkstæðisins hjá Bjama í Borgarnesi þann tíma ársins sem brúargerðin lá niðri. Hófst þá hið náúa samstarf með Jóni og Sigurði Björnssyni brúar- smið. Vann Jón löngum undir yfir stjórn Sigurðar, er fól honum járn smíðina og treysti honum til hinna erfiðustu verkefna á því sviði. Á þessum ámm lá leið Jóns víðs vegar um landið og kynntist hann því oyggðarlögum mörgum og fólki margvislegu. Eignaðist Jón á þess- um arum marga vini, þvi maðurinn var einstaklega vinsæll og in- fastur Traustleiki fólst í höndum og sami traustleikinn var í orðum. Það var við dvöl í fjarlægu byggðarlagi, að Jón kynntist eftir- lifandi konu sinni, Halldóru Hjar* ardóttur frá Ytra-Álandi í Þistil- firði, hinni mikilhæfustu konu. Þau giftust 24. júní 1931. Eins og áður stefndi hugur Jóns suður til Borgarfjarðar Þar skyldi heimili hans vera og þurfti nú að finna framt.íðarstað honum og konunni hans. En hér bar á fleira að líta. Jón hugðist halda áfram enn um stund brúargerð og járnsmíði. — Þau hjónin festu því ekki kaap á jarðnæði um sinn, en voru þo strax frá upphafi heimilisföst í Borgarfirði. Áttu' þau um skeið heima á Hvitárfoakka, en þar bjc þá Guðmundur Jónsson hreppstjóri og kona hans frú Ragniheiður Magnúsdóttir frá Gilsbakka, fóstur systur Jóns. Árið 1934 festu þau hjónin Jon og Halldóra kaup á Árdal í Anda- kíl. Það gerðist rétt um sama leyii og breyting varð á starfi Jóns að brúarsmiðum. Hann skipti um yfir mann og varð um nokkur ár í flokki með Jóni Dagssyni brúar- smið. Lá leiðin þá um Vestfirði. Mun Jóni hafa þótt ánægjulegt að fá tækifæri til að kynnast þess um landshluta, en þangað m;m hann lítt hafa komið áður. En eftir að Jón hafði tryggt sér jarðnæði fór að draga úr ákeíð hans við brúarsmíðina, en hugur- inn stefndi því ákveðnar að bú- skapnum. Hið fasta heimili sem tökudrengurinn hafði eygt í draum sýn, átti nú að verða hans. Þau hjónin hófu búskap í Árdal árið 1936, en höfðu fyrir þann tíma flutt heimili sitt þangað. Ekki fékk Jón samt að gefa sig óskiptan að bustörfunum fyrstu árin, því að mjög var sótzt eftir að fá hann til smíðastarfanna. Átti hann erfitt með að synja sínum góða vini cg vinnuveitanda Sigurði Björnssyni um liðVeizlu, þegar unnið var að forúargerð í byggðum Borgarfjarð ar. m. Jón Jónsson og Halldóra Hjart- ardóttir höfðu búið tæpan áratug í Árdal, þegar leið mín lá til Hes‘- þingakalls, en þar hóf ég prestskap fyrir réttum 22 árum. Meðan prests setursfoúsið, sem nú er að Hvann- eyri, var í smíðum, bjó ég með fjölskyldu minni í sumaifoústað, sem staðsettur er innan túngirð- ingar í Árdal. Bústaðinn lét okkur í té af mikilli vinsemd frú Sig- ríður Benediktsson. Náfoýli var því mikið við Árdalshjónin og samgangur milli heimilanna. Það varð ekfki hjá því komizt að skynja hinn mikla hug húsráðand ans i Árdal og konu hans að gera allt það úr jörðinni sem hægt var, láta alla kosti hennar og ágæti koma í ljós. Svo hafði verið að unmð frá því fyrsta að þau komu þangað til fastrar dvalar. Og furðu lega miklu höfðu þau þegar fengið áorkað haustið 1945, en þó var það aðeins upphafið á hinni miklu og hörðu glímu, sem háð var við erf- itt land og óhagstætt. Ég minnist þessa fyrstu kynna Frami bls. 10 Að undanförnu hefur verið óvenjumikið um gott innlent efni í sjónvarpinu. Flugfreyju- kvikmyndin, sem sýnd var á föstudaginn hefur sennilega þau áhrif, að eftirspurn eftir flugfreyjustarfi hríðeykst i framtíðinni og litlar stelpur fá í magann af löngun eftir að verða stórar, geta skartað í flugifreyjufoúningi og þrætt glæsilegustu skemmtistaði heimsborganna. Því verður ekki á móti mælt, að flugfreyju- starfið er um margt ákaflega skemmtilegt, en kvikmyndin sýndi það að vísu í ögn meiri töfraljóma en það er í raun og veru, En hvað um það, mynd in var ágæt, vel tekin og skemmtileg. Sama kivöld leiddu þeir saman hesta sína Thor Vilhjálmsson og borgarstjóra- fulltrúinn Jón E. Ragnarsson, og var það helzt á þeim að foeyra, að þeim vœri í lófa lag- ið að leysa stríðið í Vietnam, ef þeir mættu einfoverju ráða, en því miður eygðu þeir hvor sína lausnina. Þetta voru ákaf- lega fjörugar umræður, meira að segja svo frjálslegar, að Agnar Bogason ku vera miður sín, og kallar hann ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Þetta er eiginlega fyrsti kapp- ræðuþátturinn í sjónvarpinu, sem eitthvað bragð er að, og vonandi halda aðrir þátttakend ur uppi merki þeirra Jóns og Thor, rffast og hafa hátt, grípa fovor fram í fyrir öðrum og slá í borðið. Ef þetta vantar, er varla hægt að tala um kapp- ræðuþætti. Af öðru innlendu efni síð- ustu vikuna má nefna „Fóst- kort og flöskumiða", þátt um siglfirzka safnara. Þessi mynd var tekin s. 1. sumar og var fróðleg og nokkuð góð, enda þótt viðvaningisbragur væri á henni, einkum hvað snertir upptöku. Það er ákaflega hvim- leitt í svona viðtalsþáttum, þeg ar þátttakendur eru að ská- skjóta augum í allar áttir, en þetta vill oft brenna við. Lík- lega stafar þetta af feimni þátt takenda, en það þarf ekki ann- að en að benda þeim á, að þetta sé alveg ótæfct. Stundum er eins og fólkið sé að fela sig fyrir myndavélunum, sem eru fyrir framan það, og það minn- ir mann á strútinn, sem sting- ur foöfðinu niður í sandinn, og heldur að hann sé vel falinn. Ekki verður annað sagt en að síðasti skemmtiþáttur Sa- vannatríósins hafi verið með lélegasta móti. Þátturinn átti að fjalla um hugnæm barna- ljóð og hvaða vit var þá í því að skreyta umfoverfi þremenn- inganna með alls kyns tækni- legum furðuverkum, snúru- drasli og þess háttar? f þess- um þætti kom fram keflvískt tríó og kyrjaði einfoverjar lag- leyisur, sem það kallaði þjóðlög, og var söngurinn hinn ámátleg asti, líklega alversta gaul, sem heyrzt hefur í sjónvarpinu. Ýmsar ágætar erlendar kvik myndir hafa verið sýndar að undanförnu, en nóg er að nefna Sboðunarferðina um Róm undir leiðsögn Sopfoíu Lóren. Sopfoia er óvenjulega skemmtilegur leiðsögumaður, en það vakti einna mesta at- hygú við mynd þessa, að ís- lenzki textinn við hana, sem Guðrún Ásmundsdóttir flutti með einstökum ágætum, hún var ákaflega eðlileg og skýr í framsögn, en þó vildi gæta nokkurs ósamræmis í mynd og textaflutningi, þannig að þegar Soplhia sneri í okkur baki og var greinilega þögul eins og gröfin, var Guðrún að rafoba um hitt og þetta skemmtilegt, sem hún sagðist vera að benda ofcfcur á. Loksins, þegar sýna átti Mna langþráðu Baltikakvikmynd, hljóp snurða áeinhvern þráð í sjónvarpinu, með þeim af- leiðingum að fresta varð flutn- ingi myndarinnar. Það tekur vonandi ekki langan tíma að kippa þessu í lag, og við ætt- um ekki að þurfc að bíða nema í nokkra daga. gþc-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.