Alþýðublaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ " hT'JT'M Miðvikudagur 15. ágúst 1984 Cll!>ct'andi: AI|)ýdiil'lokkurinn. Sljorninálarilsljori oj* ábm.: (*iidmiindur Árni Stcfánsson. Kilsljórn: I riórik l>ór (.uóniiindsson oj> Siuuróur Á. I rió|)joIsson. Skrilslola: 11clf>i (>unnlau;>sson on llalldóra .lónsdóllir. Aii(>lýsinj>ar: liva (.iióinundsdóllir. Rilsljórn oj> aiij>lýsinj>ar cru aó Ármiila 38. Rvík, 3. Iiæó. Sími: 81860. Sclninjj oj. umhrol: Alprcnl li.l'., Ármiila 38. Prcnlun: Blaóaprcnl, Síómmila 12. Áskriftarsíminn er 81866 Sum sár gróa aldrei Efri myndin var tekin í júní 1972. Á myndinni sjást nokkur börn flýja sprengiárás á þorpið Trang Bang. Unga stúlkan fyrir miðri mynd er illa brennd af napalnti og hefur rif- ið af sér klæðin í þeirri von að hún stoppaði brunann þannig. Mynd þessi vakti mikla athygli á sínum tíma, en það var Víetnaminn Nuynh Cong Ut, sem tók hana og fékk hann Pulitzer verðlaunin fyrir myndina. Að margra mati var það einmitt þessi mynd, sem opnaði augu Vesturlandabúa fyrir hörm- ungum stríðsins og snéri almenn- ingsálitinu þannig að Bandaríkja- mönnum varð ekki lengur stætt á því að reka ómanneskjulegan stríðsrekstur sinn í Víetnam. Nú hefur tekist að grafa upp hver stúlkan á myndinni er. Það var Vest- ur-Þýski blaðamaðurinn Perry Kretz, sem hafði upp á henni. Stúlkan heitir Phan Thi Kim Phuc og lifði hún af styrjöldina og býr nú í Ho Chi Minh borg, sem áður hét Saigon. Nú tólf árum eftir napalmárásina á hún að fá bót meina sinna. Tíma- rit í V-Þýskalandi hefur ákveðið að kosta fyrir hana sérfræðingahjálp í V-Þýskalandi. Þar á að græða brunasárin og vonast menn til að hún fái fullan bata. Þó er það nú svo að sum sár gróa aldrei. Á neðri myndinni sést Phan Thi Kim Puch ásamt blaðamanninum Perry Kretz, við komuna til Bang- kok á leið sinni til Evrópu. Mikil aukning í farþegaflutningum Ferðamannstraumurinn til ís- lands eykst stöðugt. í sumar stefnir í metár. Blaðamaður Al- þýðublaðsins var fyrir skömmu á ferð fyrir austan fjall og ætlaði að njóta lystisemda náttúrunnar. Var ekki laust við að honum fyndist sér ofaukið innan um alla túrist- ana, sem voru eins og mý á mykju- skán allsstaðar þar sem eitthvað markvert var að sjá. Og ekki var nóg með að blaðamanni fyndist honum ofaukið, túristarnir voru á sama máli, þvi alltaf þurfti hann að vera að þvælast fyrir mynda- vélunum og á tugum tungna var hrópað, farðu burt, farðu burt. Við fréttum hjá Flugfélagi ís- lands að vikan 29. júli til 4. ágúst hefði verið metvika hjá þeim í far- þegaflutningum. Þá voru 25.271 farþegar fluttir á áætlunarleið- um. Flestir voru í Evrópufluginu, eða 9.621 en N-Atlantshafsfíugið kom næst í röðinni með 9.115 far- þega. lnnanlandsflugið rak lest- ina með 6.535 farþega. Mikil gróska er nú í millilanda- fluginu miðað við í fyrra og árið þar áður. Aukningin frá áramót- um er 20.5% i N-Atlantshafsflug- inu, 22,4% i Evrópufluginu. í inn- anlandsfluginu hefur aukningin verið mun minni eða var 3.2%. Við spurðum hvort ekki hefði verið mikið um farþega austur í veðurblíðuna þar og var okkur tjáð að það hefði verið vel bókað til Egilsstaða í allt sumar. Útlendingaeftirlitið hefur sent frá sér mánaðaryfirlit yfir komu farþega til íslands með skipum og flugvélum i júlí. Alls komu 34.504 til landsins þennan mánuð, er það nærri 4.000 manna aukning mið- að við sama tíma i fyrra, en þá komu 30.858 farþegar til landsins. í júlí i ár var fólk af erlendu bergi brotið 22.359, en íslendingar 12.145. Flestir voru Bandaríkjamenn, eða 5.235 talsins, næstir komu svo V-Þjóðverjar 3.845 talsins, þá Frakkar 2.338, en í fjórða sæti voru Bretar 2.170 talsins. Norður- landaþjóðirnar komu næstar; Danir 1.848, Norðmenn 1.529, Svíar 1.333. Alls heimsótti okkur fólk frá 61 þjóðlandi. Ef litið er á komu farþega frá áramótum til júlíloka, þá hafa komið 100.039 farþegar til lands- ins það sem af er árinu, en það er tæplega 10.000 farþega aukning miðað við sama tíma í fyrra, en þá höfðu 90.427 manns komið til landsins. Útlendingunum hefur fjölgað um rúm 6.000. Það má því með sanni segja að það sé uppgripatíð í ferðamanna- bransanum um þessar mundir. Var Denni „óþekkta geimveran“ á lokahá- tíö Ólympíuleikanna? Hvar geymdi hann hattinn á meðan? MOLAR ísmet Ameríkönum er margt til lista lagt og þeir eru glúrnir við að sópa að sér metum, einsog best kom í ljós á Ólympiuleikunum. En nú hafa þeir slegið enn eitt heimsmet- ið og það hafði ekkert með Ólym- píuleikana að gera. Sérhver ame- ríkani át nefnilega 16,39 litra af is á síðastliðnu ári, og engin önnur þjóð í heiminum kemst í hálf- kvisti við þá í þeirri grein. ísbjarnarblús Það eru ekki bara íslendingar, sem þurfa að hafa áhyggjur af kvótum. Nágrannar okkar í vestri, eskimóarnir hafa ákveðinn kvóta á ísbjarnaveiðum. Og þar eins og hér ganga kvótarnir kaup- um og sölum manna á milli. Á sjötta og áttunda áratugnum minnkaði ísbjarnarstofninn mik- ið, en þá voru veiðarnar frjálsar og bæði eskimóar í Kanada og sportveiðintenn gengu mjög á stofninn. Árið 1973 var stofninn friðlýstur. Eskimóar einir fengu að veiða björninn, því ísbjarna- veiðar eru mjög mikilvægar fyrir lífsafkomu þeirra. Á Svalbarða er bara leyfilegt að drepa ísbjörn í sjálfsvörn og verður þá að sanna að drápið hafi verið nauðsynlegt. ísbjörninn er algerlega friðlýstur í Sovétríkjunum, en í Kanada og á Grænlandi mega innfæddir sent- sagt veiða ákveðinn fjölda af dýr- um. Þetta hefur haft það í för með sér að stofninn hefur aftur tekið við sér og hefur ísbjörnunum fjölgað á þessum rúmlega tíu ár- um sem liðin eru síðan reglurnar voru settar. Áður en til þeirra var gripið var stofninn kominn niður í tæplega 1000 dýr en nú hefur ís- björnunum fjölgað upp i rúm 2000 dýr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.