Alþýðublaðið - 24.08.1984, Síða 1
alþýöu
blaöið
C£*j
Föstudagur 24. ágúst 1984 170. tbl. 65. árg.
Álverið við Eyjafjörð:
Hví ekki atkvæða-
greiðslu um málið?
Verður álver byggt við Eyjafjörð
eða ekki? Það er spurningin sem
fólk veltir fyrir sér, þá einkanlega
íbúar við Eyjafjörð. Síðastliðinn
þriðjudag afhentu talsmenn Starfs-
hóps gegn álveri, Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra undir-
skriftir 3289 Eyfirðinga, þar sem
mótmælt var niðursetningu álvers
við Eyjafjörð.
Undirskriftir voru einnig í gangi
meðal þeirra sem styðja álvershug-
myndina. Niðurstöður þeirrar söfn-
unar liggja enn ekki fyrir.
Það er fjölþjóðafyrirtækið Al-
can, sem sýnt hefur áhuga á bygg-
ingu og rekstri álvers við Eyjafjörð.
Eins og kunnugt er komu fulltrúar
fyrirtækisins hingað til lands fyrir
skömmu og einnig fór hópur
manna af Eyjafjarðarsvæðinu til
Kanada í þeim tilgangi að kynna sér
rekstur álvera þar í landi.
Talsmenn Alcan hafa lýst því yfir
að ekki komi til greina að hefja
rekstur álvers í Eyjafirðinum ef
meirihluti íbúa svæðisins er á móti
Framhald á bls. 2
Sumarferð jafnaðar-
manna er á morgun
Sumarferð jafnaðarmanna
verður á morgun, laugardaginn
25. ágúst. Verður lagt af stað
klukkan 8.30 árdegis frá flokks-
skrifstofunni i Reykjavík. Farþeg-
ar verða teknir upp við flokks-
skrifstofurnar í Kópavogi og
Hafnarfirði.
Er ætlast til þess að fólk klæði
sig eftir veðurútliti. Auk þess er
fólk beðið að hafa með sér nesti,
og við val sitt á því er bent á að
grillveisla verður haldin á Svarts-
engi og er því fólk beðið að hafa
með sér eitthvað til að setja á grill-
ið.
Sumarferðin verður að þessu
sinni farin um Reykjanesið, en
einsog flestir vita er náttúra þess
mjög tilkomumikil og á nesinu
Svartsengi, einn af áningarstöðum hópsins.
margt áhugavert, sem skoðað
verður.
Fyrst verður farið út á Garð-
skaga, þaðan verður haldið um
Hafnir að Reykjanesvita. Verður
vitinn skoðaður og hinir kjark-
meiri í hópnum munu væntanlega
príla upp í vitann og njóta útsýn-
isins þaðan. Rétt hjá vitanum er
saltnáman og verður vinnslan þar
skoðuð.
Frá Reykjanesvita verður ekið
til Grindavíkur og þaðan á Svarts-
engi. Þar verður hægt að baða sig
í Bláa lóninu og þar verður grill-
veislan haldin.
Þátttökugjaldið er 300 krónur
fyrir fullorðna en ókeypis fyrir
börnin.
Er vonast til að þátttaka verði
góð og fólk hvatt til að mæta í
góðu skapi.
Sjá nánar auglýsingu inni í
blaðinu.
MUNIÐ:
MÆTUM ÖLL Á MORGUN!
Það voru skiptar skoðanir um ágœti álversins við Straumsvík þegar það
var reist. Ennþá eru ekki allir á eitt sáttir í því máli. Því verður þó ekki á
móti mœlt að fjölmargir Hafnfirðingar hafa vinnu í álverinu og það skilar
tekjum til bœjarins. Tilþeirra röksemda vísa m.a. stuðningsmenn álversins
við Eyjafjörð.
Viðrœður formannanna:
r
Osammála um umræðuefnið
Um hvað ræða Þorsteinn Pálsson
og Steingrímur Hermannsson á tíð-
um fundum þeirra félaga þessa dag-
ana? Ef marka má málgögn stjórn-
arflokkanna, Morgunblaðið og
Tímann, þá er augljóst mál að for-
menn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins eru að ræða
alls óskylda hluti á þessum sameig-
inlegu fundum.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
er að endurskoða stjórnarsáttmál-
ann — búa til nýjan. Ekkert minna
en það.
Formaður Framsóknarflokksins
er hins vegar aðeins að líta um öxl
og skyggnast fram á veginn, „eðli-
legur hlutur í samstarfi tveggja
flokka“, segir hann.
Og málgögn stjórnarflokkanna
eru komin í hár saman út af máli
þessu. „Stjórnarsáttmálinn ekki til
meðferðar“, segir Tíminn, en
Mogginn segir formennina ræða
drög að nýjum og breyttum sátt-
mála.
Þær hljóta að ganga eilítið an-
kannalega fyrir sig þessar viðræð-
ur, þegar Steingrímur og Þorsteinn
tala í kross, um sitt hvoran hlutinn.
Er þess að vænta að samkomulag
geti verið um hin stóru mál á stjórn-
arheimilinu, þegar flokkarnir geta
ekki einu sinni komið sér saman um
það hvað ræða skuli á sameiginleg-
um fundum þessara aðila?
Það er a.m.k. skiljanlegt að for-
ingjar flokkanna vilji halda inni-
haldi þessara viðræðna leyndum
fyrir almenningi meðan ástandið er
með þessum hætti. Og víst er nú
komin skýringin á því hvers vegna
þessar viðræður eiga að spanna
jafnlangan tima og raun ber vitni —
langt fram eftir septembermánuði.
Það tekur náttúrlega tímann sinn
að fá botn í það um hvað eigi að
ræða og að hverju þessar viðræður
éigi að miða.
Um það er augljóslega mikill
ágreiningur.
Óstand í bankamálum
“ó svo að útlánsvextir hafi
hækkað að miklum mun, er langt
því frá að það hafi dregið úr eftir-
spurn manna í lán. Að sögn
þeirra, sem til þekkja, hefur
ásóknin í lán aldrei verið meiri en
einmitt nú.
Ástæðan fyrir þessu er auðvit-
að slæm staða heimilanna því
næsta ómögulegt er fyrir þorra
launafólks af lifa af þeim launum,
sem því eru skömmtuð. Verðlag
hækkar stöðugt, skattseðillinn
var fæstum gleðiauki en launin
standa í stað.
Þrautalending margra er að
sækja um lán þrátt fyrir það að
vextir hafi rokið upp úr öllu valdi.
Fólk kaupir sér gálgafrest í von
um að framundan séu bjartari
tímar, að samningarnir í haust
bæti hag launþeganna örlítið.
Þó einstaklingarnir standi fyrir
um 50% af innlánum til bank-
anna, eru bankastjórarnir ekkert
of viljugir að Iána þeim til baka.
Það er sjávarútvegurinn sem fær
bróðurpartinn af útlánum, t.d.
hjá Landsbankanum eru það ein
41%. Iðnaður og verslun fá 12%
hvor um sig, landbúnaður 10%,
hið opinbera líka 10%, en einstak-
lingarnir bara 11% af því fé sem
Landsbankinn lánar út.
Hlutfallið er eflaust mjög svip-
að hjá hinum bönkunum.
Astæðan fyrir því að bankarnir
eru tregir á að lána tii einstaklinga
er eflaust sú að lausafjárstaða
þeirra er mjög slæm um þessar
mundir. í ágústmánuði mun yfir-
dráttur þeirra hafa verið um 2,5
milljarðar króna. Hefur staða
bankanna versnað um helming á
síðustu þrem mánuðum. Er þá
gripið til þess ráðs að hefta útlán-
in og það kemur fyrst niður á
þeim sem minnst mega sín, hinum
almenna launþega, sem hefur
kannski haft viðskipti við sama
bankanna í áratugi, eða allt frá
því að hann eignaðist sína fyrstu
sparisjóðsbók, þegar ákveðið var
að ávaxta tannfé hans. Það er
auðveldara fyrir bankastjórann
að segja nei við hann, heldur en
útgerðina eða önnur fyrirtæki.
Nú hefur Seðlabankinn sett
reglur um yfirdráttarskuldir
bankanna og krefst þess að þær
séu greiddar upp. Býður Seðla-
bankinn bönkunum bráðabirgða-
víxillán með ákveðnum skilyrð-
um. Eitt af skilyrðum Seðlabank-
ans er að bankarnir dragi úr út-
lánum og að sérhver banki geri
Stefán Gunnarsson, bankastjóri
A iþýðubankans.
samkomulag við Seðlabankann
um hámarksútlán. Auk þess á að
gera ráðstafanir til að draga úr er-
lendum lánatökum bankanna,
einkum Landsbankans og Útvegs-
bankans, sem hafa þótt ansi
djarftækir í þau.
Við ræddum við Stefán Gunn-
arsson, bankastjóra Alþýðubank-
ans, og bárum það undir hann
hvort það væri rétt að ásóknin í
lán hefði aukist, þrátt fyrir að
vextir hefðu hækkað um 4% á út-
lánum.
Stefán sagði það rétt vera, alla-
vegana hjá Alþýðubankanum
væru útlánsumsóknir nú í há-
marki. Hann sagði að það hefði
verið rólegt fyrri part mánaðar-
ins, vegna þess að fólk hefði álitið
að algerlega hefði verið tekið fyrir
lánafyrirgreiðslu á meðan á vaxta-
breytingunni stóð. Eftir að vaxta-
breytingin kom til framkvæmda,
fór skriðan af stað og hefur ekkert
dregið úr henni. Hann sagði að
það væri fyrst og fremst til íbúða-
kaupa eða -bygginga, sem ein-
staklingarnir þurfa lán, því svo
væri málum komið í okkar þjóð-
félagi nú, að vonlaust væri fyrir
fólk að reyna að eignast þak yfir
höfuðið. Þrátt fyrir það kastar
fólk sér enn út í þá hringiðu von-
glatt um að peningamálin bjargist
einhvern veginn.
Vanskil eru mjög mikil á lán-
um, enda á fólk í basli við að láta
launin nægja fyrir nauðþurftum,
hvað þá að borga lánadrottnun-
um sitt.
Við spurðum Stefán að því
hvernig staða smærri banka, eins
og Alþýðubankans, væri nú þegar
vextir hafa verið gefnir frjálsir.
Hann sagði að þeir hjá Álþýðu-
bankanum væru langt því frá að
vera bjartsýnir á þessa þróun.
Stærri bankarnir eigi auðveldara
með að borga betur og þannig að
undirbjóða smærri bankana.
Hinsvegar væri ástandið þannig
núna að engir peningar væru fyrir
hendi, hvorki hjá stóru bönkun-
um, né minni bönkunum og því
erfitt að vera með samkeppni um
það sem ekki er til.
Samkeppnin fælist því fyrst og
fremst í baráttunni um innlán
núna.
Mikil ásókn í lán.
Engir peningar fyrir hendi.
Yfirdráttur bankanna 2,5 milljarðar í ágúst.
Seðlabankinn setur skilyrði.
Takmörkun útlána.