Alþýðublaðið - 05.09.1984, Síða 1

Alþýðublaðið - 05.09.1984, Síða 1
Formannapakkinn til umfjöllunar Verkfall opinberra starfsmanna:_ „Kröfur BSRB leiða ekki af sér verðbólgu“ — sagði Haraldur Steinþórsson, framkvœmda- stjóri BSRB í viðtali við Alþýðublaðið Tillögur formanna stjórnar- fiokkanna, Steingríms Hermanns- sonar og Þorsteins Pálssonar, munu nú að mestu fyrirliggjandi eftir tíð fundahöld þeirra síðustu vikur. Formannaviðræðurnar sner- ust um hönnun nýs stjórnarsátt- mála að sögn sjálfstæðismanna, en framsóknarmenn vildu ekki taka svo djúpt í árinni og sögðu á ferð- inni aðeins hefðbundna endurskoð- un og framtíðarvangaveltur tveggja samstarfsflokka í ríkisstjórn. Lítið hefur bitastætt frést af nið- urstöðum formannanna, en tillögur þeirra eru nú til umfjöllunar í þing- fiokkum Framsóknarfiokksins og Sjálfstæðisflokksins. Heyrst hefur þó að Steingrímur Hermannsson hafi verið liðlegur hvað varðar tillögur Sjálfstæðis- fiokksins um ákveðnar kerfisbreyt- ingar á Framkvæmdastofnun og landbúnaðarmálum. Er jafnvel tal- ið að ýmsum framsóknarmönnum þyki nóg um samstarfsvilja Stein- gríms og áhuga hans á því að halda þessari ríkisstjórn saman undir hans forsæti. Það kemur þó allt á daginn, eftir að þingfiokkarnir hafa farið hönd- um um formannapakkann. Nú þegar, áður en tillögurnar hafa verið gerðar opinberar, eru stjórnarfiokkarnir farnir að leggja mismunandi mat á innihald þeirra. Sjónvarpsáhorfendur heyrðu í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi nokkur gullkorn frá forsætisráð- herra, en í fréttum í dagskrárlok, síðar um kvöldið þá komu athuga- semdir og leiðréttingar frá Friðrik Sóphussyni við orð forsætisráð- herra. Það verður því ekki annað séð fyrirfram, en að stjórnarfiokk- arnir leggi dálítið mismunandi mat á innihald formannapakkans. Talið er, að tillögurnar komi fram í dagljósið í þessari viku, ef þingfiokkarnir kyngja þeim. Álitið er þó að fyrirstaða kunni að vera nokkur meðal einstakra þing- manna, sérstaklega í Framsóknar- fiokknum. Af viðbrögðum nokk- urra þingmanna framsóknar að dæma, eftir ákvörðun um vaxta- frelsið, er ljóst að ákveðnir þing- menn framsóknar eru ekkert alltof ánægðir með samkrullið við íhald- ið í þessu stjórnarsamstarfi. Spurn- ingin er hins vegar um vægi þessa óánægjuhóps í Framsóknarfiokkn- um þegar til kastanna kemur. Yfir- leitt hafa þingmenn framsóknar kyngt flestu því viðstöðulítið er frá forsætisráðherra og formanni fiokksins hefur komið. I Alþýðublaðinu í gær greindum við frá sainþykkt þingflokks Al- þýðuflokksins, þar sem varað er við að tengja raforkuverð til Alusuisse álverði, en slík hugmynd mun nú vera rædd af samninganefndinni ís- lensku og fulltrúum Alusuisse. í viðvörun Alþýðufiokksins segir orðrétt: „Þingfiokkurinn varar við því að tengja raforkuverðið álverði þannig að sveifium í verði á áli, verði veitt með fullum þunga inn í íslenskt efnahagslíf.“ í fréttum sjónvarpsins í fyrradag kom fram að skráð álverð í London færi nú lækkandi. Þessi tíðindi renna mjög stoðum undir þá skoð- un að slíkir samningar, sem nú virð- ast vera í bígerð, séu algjört glap- ræði og til þess eins að gera íslenskt efnahagslíf háð alþjóðlegum verð- Fundur stjórnar og samninga- nefndar BSRB, samþykkti á sam- eiginlegum fundi sl. mánudag að boða til verkfalls frá og með 19. september. Ríkissáttasemjara er skylt að leggja fram sáttatillögu fyrir 14. september og getur hann jafnframt frestað verkfallinu um 15 daga. Verði sáttatillögunni hafnað í alls- herjaratkvæðagreiðslu, sem verður að fara fram á tímabilinu, þá skell- ur verkfall á í byrjun október. Ef þátttaka í atkvæðagreiðslunni er undir 50°/o telst tillagan samþykkt. En þó svo að sáttasemjari komi með tillögu, sem meðlimir BSRB gætu sætt sig við, er allt eins viðbú- ið að fjármálaráðherra vilji ekki ganga að þeim kosti og hafni tillög- unni. Allt útlit er því fyrir að verkfallið komi til framkvæmda 4. október. Mun það ná til 12.000 ríkisstarfs- manna og fylgi starfsmenn bæjar- og sveitarfélaga á eftir, bætast 6.000 manns í verkfallshópinn. Jón Baldvin Hannibalsson í A Iþýðublaðsviðtali sveiflum, sem auðveldlega má kom- ast hjá, ef rétt er á spilunum haldið. Við höfðum samband við Jón Baldvin Hannibalsson og báðum hann að gera nánari grein fyrir sam- þykkt Alþýðufiokksins. Jón sagði að grundvallarreglurn- ar, sem þingfiokkurinn hefði árétt- að í samþykkt sinni, hefðu upphaf- lega verið settar fram í grunnsamn- ingnum við Alusuisse árið 1966. „Þessar reglur voru að okkar mati mjög skynsamlegar, fyrst og fremst vegna þess að fyrirtækið er Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, sagði í viðtali við Alþýðublaðið, að það hefði ver- ið mikil samstaða í stjórn og 10 manna samninganefnd BSRB, um að boða til verkfalls. „Við vorum einhuga í afstöðu okkar til upp- sagnar samninganna og sama er hægt að segja um afstöðu okkar til verkfallsboðunarinnar" Við bárum það undir hann hvort hann væri jafn öruggur um að fé- lagar í BSRB væru tilbúnir að fara í verkfall núna. Haraldur sagðist ekki vilja spá í það á þessu stigi málsins, hinsvegar sagði hann að sér fyndist vera mikill hugur í fólki almennt. Hvort félags- menn í BSRB væru tilbúnir í verk- fallsaðgerðir kæmi í ljós þegar talið væri upp úr kössunum. Það er yfirkjörstjórn BSRB, sem sér um allsherjaratkvæðagreiðsl- una og er farið á vinnustaðina. Har- aldur óttaðist því ekki að þátttaka yrði undir 50%. Undanfarið þegar slíkar atkvæðagreiðslur háfa farið London að fullu í eigu útlendinga og ræður það öllu hvað varðar aðföng, mark- að,sölu og verð. Við vitum af reynslu að áliðnað- urinn hefur gengið gegnum miklar sveiflur, bæði af magni og verði. Okkar hagnaður af þessu sam- komulagi var því tvíþættur. í fyrsta lagi gátum við selt orku á stöðugu verði án tillits til álverðsins, auk þess sem fyrirtækið skuldbatt sig til að kaupa ákveðið magn af orku, þó framleiðslan drægist saman. í öðru lagi var fyrirkomulagið í skattamál- unum, en ákveðið var að tengja skattgreiðslur við framleiðslugjald, sem er stöðugra en ef miðað væri við hlutfall af nettó hagnaði. Þetta var mjög rökrétt í ljósi þess að íslendingar höfðu ekki yfirráð yfir fyrirtækinu og þannig var ís- lensku efnahagslífi forðað frá því fram hefur þátttaka verið um 80%. Síðan sagði Haraldur: „Félagar í BSRB eru orðnir langt á eftir öðr- um í Iaunagreiðslum. Launaskriðið er staðreynd. Það sem við förum fram áerað við fáum leiðréttingu til jafns við það sem tíðkast í sam- bærilegum störfum annars staðar í sanifélaginu. Sá áróður um að ef orðið yrði við kröfum okkar færi verðbólguskriðan af stað, teljum við fjarstæðu. Þar sem við viljum bara fá leiðréttingu á okkar kjör- um, þýðir þetta ekki hækkun yfir alla línuna. Það er staðreynd að samtímis og opinberir starfsmenn hafa mátt þola mikla kjaraskerð- ingu og kaupmáttarrýrnun, þá dregst neyslan í samfélaginu ekkert saman. Það liggur því í hlutarins eðli að einhverjir hafa það betra nú en áður. Þessi aukni kaupmáttur vissra aðila í samfélaginu hlýtur líka að þýða stærri skattastofn fyrir ríki og sveitarfélög og ætti hið opin- bera því að standa betur að vígi en áður til að greiða hliðstæðar launa- hækkanir hjá starfsmönnum sín- um. Það er því fjarstæða að halda að kröfur BSRB leiði af sér verð- bólgu" lækkar að tengjast erlendum verðlags- sveiflum. Seinni tíma þróun hefur sýnt að tvennt skorti á þegar þessi samning- ur var gerður. I fyrsta lagi hafa sveiflur á gengi, þróun dollars og al- þjóðleg verðbólga á liðnum áratug sýnt, að í samninga vantaði ákvæði um verðtryggingu og að endurskoð- un gæti farið fram með vissu ára- bili. Við viljum að megináhersla sé lögð á að ná þessu fram við samn- ingana núna. Hvað deilunum um skatta- greiðslur aftur í tímann viðkemur, þá var samkomulag um að setja þær i gerðardóm og viljum við að staðið sé við það. Þar sem hér er um að ræða mismunandi túlkun stjórn- valda og Alusuisse á skattareglun- um teljum við mikilvægt að fá þetta Framhald á bls. 2 Skráð álverð í Málefnum skóla skal stýrt með reisn en ekki lágkúru Undanfarnar vikur hafa verið uppi allmikil blaðaskrif og umræð- ur um skólamál. Hafa allmargir skólamenn deilt hart á mennta- málaráðherra og talið tilskipanir frá menntamálaráðuneytinu stang- ast mjög á. Þar gætti ekki samræm- is. Eru það annars vegar tilskipun um viðmiðunarstundaskrá í grunn- skólum og hins vegar leyfilegur há- marksfjöldi kennslustunda sam- kvæmt sparnaðaráætlun ríkis- stjórnarinnar. í fyrstu svörum sínum í fjölmiðl- um neitaði menntamálaráðherra því alfarið að nemendur grunn- skóla fengju ekki fulla kennslu skv. viðmiðunarstundaskrá, þótt kenndum stundum fækkaði um 2,5% eins og sparnaðaráætlunin mælir fyrir um. Sparnaðinum mætti ná með meiri hagkvæmni í framkvæmd, t.d. með sameiningu bekkjardeilda. Þá væri ekki að- staða fyrir hendi í öllum skólum að halda uppi allri þeirri kennslu sem til er ætlast. Og enn sagði ráðherra að kennurum myndi ekki fækka í landinu, þótt niðurskurður kennslustunda næmi 56.000. Sé litið nánar á þessar ábending- ar ráðherra um sparnað í rekstri skóla verður fyrst fyrir sameining bekkjardeilda, sem ráðherra segir að muni gefa sama kennslumagn. Hvaðan kemur ráðherra sú vitn- eskja? Hefur það verið kannað og í ljós komið að umtalsverðri óhag- kvæmni hafi gætt í bekkjaskipt- ingu í skólum og sama árangri í kennslu því mátt ná með minni til- kostnaði? Sé svo, hafa skólastjórar og kennararáð brugðist skyldu sinni og fræðslustjórar ekki staðið í stykkinu með sín eftirlitsstörf. Því er aftur spurt, hvaðan kemur ráð- herra þessi vitneskja? Fjöldi nem- enda í bekkjardeild hlýtur ætíð að vera afar viðkvæmt mál. Þar má aldrei nein ákveðin tala frá hærri stöðum ráða. Þar er það eina sem gildir andleg líðan nemenda og vænlegur árangur í námi. Ráðherra má kalla það magn kennslu, sam- anber vörumagn í vissri pakkningu. Þá er það afstaða ráðherra til þeirra barna, sem búa við það að ekki er aðstaða til kennslu í öllum námsgreinum viðmiðunarstunda- skrárinnar. Þar er þetta haft eftir ráðherra í Dagblaðinu: „Hins vegar er ljóst að margir skólar hafa ekki aðstöðu til að framkvæma lög- boðna kennslu. Á það fyrst og fremst við um verklegar greinar þar sem þau tæki er til þarf vantar." Fyrirsögn Dagblaðsgreinarinnar þar sem þessi orð eru höfð eftir ráð- herra er: „Lögboðin kennsla verður tryggð — segir menntamálaráð- herra vegna áskorunar Valgeirs Gestssonar". Eitthvað virðist hér vera málum blandað. í sama tölublaði Dagblaðsins er viðtal við fræðslustjóra Reykjanes- umdæmis og þar segir: „Kennslu- stundafjöldinn svipaður og í fyrra. Eina breytingin sem hér verður er sú að þær kennslustundir sem falla niður vegna skorts á kennslukrafti eða vegna aðstöðuleysis verða ekki nýttar í annað en það höfum við stundum gert“. Hér á að nota sér það til sparnað- ar áð viss börn búa við lakari að- stöðu til náms en önnur. Það á ekki að bæta þeim skort á aðstöðu með annarri kennslu, hvað þá að bæta úr misréttinu, sem örugglega mætti víða ef rétt væri að unnið. Þá er komið að því atriðinu, að ekki muni starfandi kennurum fækka í landinu þrátt fyrir 56000 kennslustunda niðurskurð. Það þýðir vitanlega færri stundir á kennara og væri það vel, ef eftir sem áður væri kennurum tryggð þau laun sem þeir geta lifað á. En ill nauðsyn hefur rekið kennara á und- anförnum árum til að kenna auka- kennslu úr hófi fram. En síður en svo yrði hagur skólanna bættur ef kennarar yrðu að sækja þá auka- vinnu utan veggja skólans. Nú skal því ekki haldið fram hér, að umrædd tala í viðmiðunar- stundaskrá sé einhver heilög óskeikanleg tala, en hitt ætti öllum að vera ljóst, að þær breytingar sem hafa orðið á heimilishaldi, sérstak- lega vegna aukinnar vinnu hús- mæðra utan héimilis, kalla frekar á lengri skólaveru barna undir forsjá kennara en hitt. En þótt allmiklar deilur hafi nú risið um sparnaðarráðtafanir ríkis- stjórnarinnar og viðmiðunar- stundaskrána, þá er það aðeins smámál tímabundið við eitt ár, miðað við annað, sem framundan kann að vera, ef fram heldur sem horfir. En það eru launamál kenn- ara. Laun kennara á Islandi hafa alltaf verið mjög lág, en á síðasta áratug hefur þar mjög hallað undan og allt það í raun glatast er áður var náð. Hver ástæðan gæti verið verð- ur ekki rætt hér. Nú er svo komið að kennari í grunnskóla, sem er að koma til starfs eftir þriggja ára háskólanám er metinn til launa á rúmar 15.000 kr. á mánuði. Og þótt launin hækki smám saman á 23 árum eru þær Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.