Alþýðublaðið - 08.09.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1984, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 8. septembe: 1984 I ' Þó Lana TUrner ogAva Garner hafi átt það sameiginlegt að kunna að meta unaðsemdir freyðibaða, voru þœr þó ekki svo samrýmdar að þœr létu vígja sig í heilagt hjónaband. Nútíma þjóðsögur og hjátrú Imyndunaraflinu eru engin takmörk sett! Þjóðsögur og þjóðtrú eru ekki eitthvað sem til- heyra sögunni. Nýjar þjóðsögur er stöðugt verið að skapa og sumar ná mjög almennri útbreiðslu en aðrar lognast út af mjög fljótt. Þó tímarnir breytist er eðli mannsins samt við sig. Það verður að krydda tilveruna og flestum nægir ekki að nota bara salt og þipar og þriðja kryddið, heldur leita þeir með log- andi Ijósi að einhverju sem gerir mannlífið meira krassandi. Það er miklu skemmtilegra að lifa ef við getum átt von á álfkonu í næsta kletti. Það er líka mun meira spennandi að dvelja í gömlu húsi, þar sem draugur gæti leynst í sérhverju skúmaskoti, heldur en að búa í hornréttri blokkaríbúð, upp- lýstri af rafmagnsljósum og með heimilistækin stöðugt suðandi í hlustunum. En þjóðsögur nútímans fjalla minnst um drauga og forynjur, álfameyjar og hulinheima. Margar þjóðsagnanna hafa spunnist um heimsþekkt fólk, og finnum við þar vissulega hliðstæðu við gömlu þjóðsögurnar, einsog t.d. sögurnar af Sæmundi fróða. Sæmundur fróði er-ekki bara Gvendur jaki í dag einsog Megas sagði í þekktu kvæði heldur ekki síður Einstein eða Disney. Syndir heili Einsteins í krukku? Hvernig dó Rudolph Valentino, kyntákn allra tíma? PÓST- OG SfMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráöa VERKAMENN við lagningu jarðsíma á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000. Rafeindavirki Óskum eftir að ráða útvarps- eða rafeindavirkja til þess að annast viðgerðir á ofangreindum tækjum.Nánari upplýs- ingar hjá starfsmannastjóra. SAMBANDISL.SAMVINNUFEIAGA STARFSMANNAHALD Líkami í frystingu, heili í krukku Penguin hefur nýlega gefið út bók, sem kallast „Rumours" eða Orðrómur. Ýmsar af sögunum þar eru þekktar um allan heim, t.d. sag- an um að Walt Disney hafi verið með ólæknandi krabbamein og hann hafi því látið djúpfrysta sig og sé geymdur í kæliskáp einhvers staðar undir Disneylandi og bíði bara eftir því að læknar finni ó- brigðult læknisráð gegn krabba- meini. Þá á að þíða skrokkinn og ráða niðurlögum krabbans. Sannleikurinn er sá að likami Walt Disneys var brenndur eftir að hann lést árið 1966 og krukkan með ösku hans grafin í kirkjugarði í Kaliforníu. Þó þessar upplýsingar séu margstaðfestar þá hristir fólk bara hausinn og neitar að trúa. Og hvers vegna ætti það svo sem að vera að trúa því, að vita af kallinum djúpfrystum er miklu meira spenn- andi. Önnur saga hermir að heilinn hafi verið tekinn úr Albert Einstein áður en hann dó, og sé hann varð- veittur í krukku á tilraunastofu í Kansas. Þar sé haldið lífi í heilanum í þeirri von að hægt verði að ná sambandi við hann í framtíðinni og notast við stærðfræðigáfur sénís- ins. Það er rétt að Einstein arfleiddi vísindunum heila sjjnn, en hann var ekki tekinn úr honum fyrr en hann var látinn. Og honum var ekki kom- ið fyrir í krukku, heldur var hann krufinn og prófessorinn sem gerði það, komst að þeirri niðurstöðu, að heili Einsteins væri í engu frábrugð- inn venjulegum mannsheila... Leikarahjónabönd Á þessari öld hefur ný stétt manna verið mjög í sviðsljósinu. Það eru kvikmyndaleikarar. Holly- wood byggði upp einn glæsilegasta ævintýraheim sem um getur, og fólkið sem lifði í þeim heimi virtist ekki tilheyra heimi okkar dauðlegra manna. Draumaverksmiðjan fjöldaframleiddi þjóðsagnapersón- ur sem lifðu og hrærðust í þjóð- sagnaheimi. Gjálífið, sem sýnt var á skermin- um, speglaði að margra áliti glys- veröld Hollywoodfólksins. Sögur um ótrúlegar svallveislur komust á kreik. Orðrómurinn varð svo sterk- ur að kvikmyndaframleiðendurnir urðu að grípa til sinna ráða og svo- kölluðum „moral code“ (siðaregl- um) var komið á til að hamla gegn ólifnaðinum í draumaborginni, og það var með þessum siðareglum, sem teknar voru upp á fjórða ára- tugnum, sem öll kynferðisleg erting á hvíta dúknum var bönnuð, fólk átti að kyssast með lokaðan munn og helst mátti ekki sjást nakið hold. Þrátt fyrir þetta héldu sögurnar um siðlaust líf leikaranna áfram að Bíður likami Walt Disneys djúpfrystur eftir því að læknavísindin finni lœknisráð við krabbameini? grassera og einkum var fólki um- hugað um að gera ástarlíf þessa fólks krassandi. Kynbomburnar og hjartaknúsararnir voru upp til hópa kynhverfingar og ekki nóg með það heldur voru karlar giftir körlum og konur konum. Kynbomburnar Ava Gardner og Lana Turner voru giftar. Hjarta- knúsarinn Rock Hudson var giftur F.U.J. félagar í Reykjavík athugið Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 8. sept. kl. 14 að Hótel Loftleiðum. Dagskrá fundarins verður á þessa leið: 1. Formáður gefur skýrslu um starf félagsins á liðnu starfsári og falast eftirframboði í nefndir. 2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikn- inga. 3. Talsmenn nefnda og klúbba gera grein fyrir störfum þeirra á liðnu starfsári. 4. Lagabreytingar. .5. Kosning stjórnar og varastjórnar. 6. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara. 7. Kosning í nefndir og klúbba. 8. Önnur mál. Samfagnaðurað loknum aðalfundi F.U.J. í Reykja- vík verður haldinn laugardaginn 8. sept. að Hverfisgötu 106a kl. 21.00. Stjórnin. Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina júní og júlí er 17. september n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytiö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.