Alþýðublaðið - 08.09.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1984, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. september 1984 3 ■ RITSTJÓRNARGREIN' Bankarnir loka Fréttir hafa borist af erfiðri lausafjárstöðu bankanna. Þeir munu nú margir hverjir hart keyrðir eftir að hafa lifað gósentið fjölmargra verðbólguára, þar sem afkoma þeirra blómstr- aði með þeim afleiðingum, að bankakerfið hreinlega sprakk út í þess orðs bókstaflegu merkingu. Útibú risu eins og gorkúlur og bankastofnanir spreðuðu peningum. En nú sverfurað bankakerfinu eins og fleiri þáttum þjóðlffs. Það er og enda gjörsamlega óeðlilegt að bankastofnanir lifi gróðatíð á sama tíma og kreppir að víðast hvar annars staðar. r Astæður fyrir erfiðri stöðu bankanna um þessar mundir munu vera þær, að þrátt fyrir aukningu innlána umfram verðlag, þá hefur út- lánaaukning verið enn meiri, auk þess sem lán endurgreiðast treglega og vanskil eru meiri en nokkru sinni fyrr. í tilkynningu frá viðskiptabönkunum kemur fram, að þeir hafa ákveðið að mæta þessari stöðu með þvi að draga enn frekar úr útlánum, en siðustu vikurnarhafa bankarnirmjög haldið að sér höndum hvað útlán varðar. Og viðskipta- bankarnir hafa ákveðið að halda enn áfram á þeirri braut og fyrst um sinn verður nánast tek- ið fyrir ný útlán, að undanskildum reglubundn- um rekstrarlánum atvinnuveganna. Og sam- hiiða mun verða hert mjög á hvers konar inn- heimtuaðgerðum vegna vangoldinna lána, og ekki unnt að semja um lengingu lána eins og stundum hefurverið hægt. Þessar aðgerðir bankanna munu óhjákvæmi- lega hafa gífurleg áhrif. Ekki aðeins f atvinnulíf- inu, heidurog ekki síðurhjáeinstaklingum. Al- þýðublaðið hefur áður getiðþessað einstakl- ingar eru langstærstu eigendur innistæðna f bönkum f landinu, en þegar kemur að útlánum þáfáþeiraðeins 10-15% af útlánum bankanna. Vitað erað launafólk hefurneyðst til þess að grípatil skammtímalánatil aðendarnái saman í heimilisrekstrinum. Með aðgerðum bank- anna verður algjörlega lokað fyrir það svigrúm. Sömuleiðis hefurfólki gengið æði erfiðlegaað standa við fjárskuldbindingar sinar, enda þró- un liðinna mánaða verið á þann veg, að verðlag hefur verið í uppsveiflu en launakjörin síversn- andi. Ef viðskiptabankamir standa fast á þessari ákvörðun sinni og munu ekki sýna skilning á erfiöum aðstæðum fólks, þá er fyrirliggjandi að fjöldi launamanna mun missa eigur sfnar á uppboðum. Þær afleiðingar eru óhjákvæmi- legar. Reikna má með þvf að þessar ákvarðanir bankanna muni leiða til verðbréfabrasks og okurlánastarfsemi í ríkari mæli. Eins og kunn- ugt er af fréttum hafa verðbréf verið seld fjár- sterkum einstaklingum á gífurlegum afföllum; launafólk sem hefur slík bréf undir höndum gerir allt til þess að breyta þeim í beinharða peninga, jafnvel þótt það verði að selja þau á undirverði. Á þessu hefur borið mjög síðustu vikurnar og reikna má með því að slík viðskipti færist mjög í aukana við lokun bankanna. Hitt er fhugunarvert í stöðunni, hvort banka- stofnanir hyggist ekki reyna að grípa til rekstr- arsparnaöar nú þegar harðnað hefur á dalnum. Mörgum hefur fundist sem lítið hafi fariö fyrir slfkum ráðstöfunum f bankakerfinu á liðnum árum og ekki hefur orðið vart slíkra tilhneig- inga upp ásíðkastið, þótt erfiðleikar hafi steðj- að að þessum stofnunum. Umfram allt er Ijóst að þessar ákvarðanir bankakerfisins munu hafagffurlegarafleiðing- arf förmeð sér — meiri afleiðingaren menn sjá fyrir. Hjói atvinnulífsins munu snúast hægar og jafnvel stöðvast f ákveðnum tilvikum, mörg heimili munu neyðast til þess að iýsa gjald- þroti og víst er að íbúðakaupendur og hús- byggjendur munu lenda f ómældum erfiðleik- um. —GÁS. gamanleikaranum Jim Nabor og hinar karlmannlegu hetjur, Cary Grant og Radolph Scott, höfðu lát- ið vígja sig leynilega í eina sæng. Ekkert af þessu stenst, en þessi orðrómur komst á kreik þegar ein- hver gárungi í Hollywood sendi út fölsk boðsbréf í brúðkaup þessara aðila á miðjum sjöunda áratugn- um. Enn þann dag í dag trúir fólk samt þessu. Hvernig dó Rudolph Valentino? Þetta stærsta kyntákn sögunnar dó ekki af matareitrun eftir að hafa borðað mat, sem var borinn fram á álspaða. Nei, Valentino dó af opnu magasári, einsog svo margur annar, og þar með er glansinn farinn af þeirri sögu. Máttur auglýsinganna Við vitum öll að máttur auglýs- inganna er mikill og við vitum að framleiðendur notfæra sér öll brögð til að selja vöru sína. Hver þekkir ekki söguna um það bragð kókakóla framleiðendanna að klippa örstuttar myndir af kók- flöskum inn í kvikmyndir. Klippin eru svo stutt að heilinn nær ekki að melta þau en hinsvegar safnast á- hrifin af því fyrir inni í honum og æsa upp í mönnum þorstann svo þeir ryðjast fram í hléinu og slást í röðum til að fá sér eina kalda kók. Önnur svipuð saga er til um kex- framleiðandann Ritz. Þeir hafa lát- ið rita á pakka sína með ósýnilegu letri töfraorðið „sex“. Það er gert til að fólk velji pakkana ósjálfrátt í staðinn fyrir einhver önnur vöru- merki. Þessar sögusagnir hafa ekki við neitt annað að styðjast en ríkt ímyndunarafl almennings. Stundum er það óskhyggja al- mennings, sem skapar þessar sögu- sagnir. Undir það má flokka sög- una um að finni maður koparpenny frá 1943 og sendi það til Ford verk- smiðjanna, þá fái maður nýjan bíl frá þeim í staðinn. Hreinar meyjar Hreinar meyjar hafa alla tíð verið vinsælt söguefni í þjóðtrúnni. Þekkjum við mörg dæmi úr því, t.d. í íslenskri þjóðtrú. Ýmiss konar undralyf urðu ekki framleidd nema í þeim væri hland hreinnar meyjar. Reyndist oft erfitt að verða úti um það og í einni sögunni heppnaðist það ekki fyrr en áttræð afturbaka- píka meig í glas fyrir skottulækn- inn. I dag er hægt að sjá hvort kona er hrein mey eða ekki á því hvort henni tekst að taka merkimiða af bjór- flösku í heilu lagi. Auðvitað er þetta hjátrú, því það er ekki meyjarhaftið sem ræður neinu um það, heldur er það fingrafimi og naglastærð sem hefur úrslitavaldið um það. Fyrir ofan innganginn á borgar- bókasafninu í New York eru lauf- blöð höggvin í steininn. Hjátrúin segir að þau bauli einsog beljur ef hrein mey gengur fram hjá inngang- inum. Það fylgir líka sögunni að þetta hafi ekki gerst í nokkra ára- tugi. Nútíma hrollvekja Svona í lokin skulum við koma með eina nútíma hrollvekju. Og hún stendur gömlu hrollvekjunum ekkert að baki. Juan Peron, forseti Argentínu, var giftur mjög merkilegri konu, Evitu Peron. Segja margir að hún hafi verið heilinn á bak við stjórn hans. Hún var mjög dáð og virt af þjóðinni og spunnust því ótal sögur í kringum hana.. Hún lést af krabbameini í blóma lífs síns. Öll þjóðin syrgði hana og þó kannski eiginmaður hennar mest. Sorg hans var svo mikil að hann gat ekki einusinni hugsað sér að dauðinn gæti skilið þau að. Því eftir að búið var að grafa hana lét Peron grafa hana upp aftur og borðar sinn hádegisverð daglega í félagsskap löngu látinnar eiginkonu sinnar. Þessi saga komst á kreik eftir að forsetinn lét grafa upp Evitu og senda til Madrid þar sem hann var í útlegð. í eitt ár hafði hann Iík konu sinnar í húsi sínu, en hins vegar er það álitið vafamál að hann hafi lát- ið hana sitja til borðs með sér. Nú gerir Samvinnubankinn þér mögulegt aö fú 26% úrsúvöxtunaf sparifé þínu Hin nýju vaxtakjör Samvinnubankans hafa í för með sér betri ávöxtun sparifjár en áður. Hér eru nokkur dæmi um breytingar á innlánsvöxtum frá 1. september 1984: ÁÐUR NÚ SPARIREIKNINGAR, MEÐ 3 MÁNAÐA UPPSÖGN: 19,9% 21,0% ÁVÍSANAREIKNINGAR 7.0% 12,0% HLAUPAREIKNINGAR 7.0% 9,0% NÝ.HJNG' SPARIVELTUREIKNINGAR 17,0% 20% SPARIREIKNINGAR, MEÐ 6 MÁNAÐA UPPSÖGN 26% Samvinnubankinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.