Alþýðublaðið - 08.09.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1984, Blaðsíða 1
Hvernig fer nú fyrir því unga. fólki, sem með stórhug hefur ráðist í að koma yfir sig þaki? Hefur það reist sér hurðarás um öxl?[) Útlán stöðvuð: Dómsdagur skuldunauta Laugardagur 8. september 1984 181. tbl. 65. arg. Bankarnir hafa nú tekið upp harða stefnu í útlánamálum sínum. Þar sem staða viðskiptabankanna er nú verri en hún hefur verið í marga áratugi ætla þeir að taka fyrir svo til öll útlán, nema til at- vinnuveganna. Auk þess hyggjast þeir herða innheimtuaðgerðir sín- ar, en mjög erfiðlega hefur gengið að fá lán greidd upp á umsömd- um tíma. Þessar aðgerðir koma í kjölfar þess að skuldir viðskiptabankanna við Seðalbankann hafa aukist mjög. Um síðustu mánaðamót námu skuldir þeirra við Seðlabank- ann og erlendis rúmlega 3,4 mill- jörðum. Var aukningin um 600 milljónir frá mánaðamótunum á undan. Það eru Utvegsbankinn og Bún- aðarbankinn sem verst eru staddir. Hlutfallslega skuldar Útvegsbank- inn mest, 47,9% af innlánum bank- ans, eða 993 milljónir króna. Landsbankinn er þó með hæstu skuldina, einn milljarð og 659 mill- jónir króna, en það er þó ekki nema 21,4% af innlánum bankans. Koma blöðin ekki út í næstu viku? Verkfall bókagerðarmanna á mánudag Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, hefur verkfall bókagerðar- manna, sem að öllum líkindum skellur á á miðnætti aðfararnætur mánudagsins, þau áhrif að dagblöð munu ekki koma út í næstu viku, og munu þau liggja niðrt þar til semst með bókagerðarmönnum og prent- smiðjueigendum. Hafði sáttasemjari fund með deiluaðilum sl. fimmtudag og var hann árangurslaus. Nýr fundur er boðaður í dag, en svo mikið virðist bera á milli með deiluaðilum að litl- ar líkur eru taldar á því að semjist. Þetta tölublað Alþýðublaðsins er því ef að líkum lætur, síðasta tölu- blaðið sem þú, lesandi góður, held- ur milli handa þér um óákveðinn tíma. Verslunarbankinn og Iðnaðar- bankinn eru með bestu stöðuna. Verslunarbankinn skuldaði bara 26 milljónir um síðustu mánaðamót eða 3% af innlánum og Iðnaðar- bankinn, sem er næst best staddur, skuldaði 109 milljónir sem sam- svara 7,1% af innlánum. Alþýðubankinn stendur líka nokkuð vel gagnvart lánadrottnum sínum, skuldar hann 37 mílljónir, eða 8,1% af innlánum. Þó svo að bankarnir keppist við að bjóða sem hagstæðasta vexti á innlán, nú þegar vaxtafrelsið er orð- ið algert, hefur það ekki orðið til þess að innlán hafi aukist sem skyldi. Því þó svo að einhver aukn- ing hafi orðið á innlánum þá hafa útlánin aukist hlutfallslega mun meira. Mest hefur innlánsaukningin orðið hjá Iðnaðarbankanum, en samtímis eru þeir með hæstu út- lánsaukninguna. Hafa innlán auk- ist um 65,2% en útlán um 75,1%. Næst mesta innlánsaukningin er hjá Verslunarbankanum eða 53,2%, hinsvegar eru þeir með næst minnstu útlánsaukninguna eða 48,9%. Það er Landsbankinn sem hefur minnstu útlánsaukninguna eða 38,6% og hann er með næst minnstu innlánsaukninguna, 29%. Minnsta innlánsaukningin er hjá ‘Frámhald á 6 síðu Fj allið tók joðsótt “ ““ Eftir ntikið japl, jaml og fuöur þótti formannapakki Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hcr- mannssonar loks vatnsheldur, þannig að þeir hættu á blaða- mannafund, þar sem opinberað var innihald hins nýja stjórnarsátt- mála. Sá blaðamannafundur var haldinn um miðjan dag í gær. En vegna þess hve vinnslu Al- þýðublaðsins lýkur snemma er blaðinu ekki unnt að greina frá skýringum málsvara ríkisstjórnar- innar á einstökum atriðum pakk- ans. Ljóst má vera með hliðsjón af at- burðum liðinna daga, að alls eng- inn einhugur er um ágæti niður- staðna Steingríms og Þorsteins. Sérstaklega mun bullandi ágrein- ingur um einstök atriði, þá sérstak- ' Framhald á 6 slðu SU N N UDAGSLEIÐARI „Helsi" frjálshyggjunnar Heimsókn Milton Friedman til íslands vakti mikla athygli af ýmsum orsökum. Kenningar Friedman um markaöshyggjuna og frelsið eru íslendingum kunnar, þótt fylgismenn þeirra hér á landi séu fáir. En þeir sem trúaá boðskap Friedman, frjálshyggjuhópur innan Sjálfstæð- isflokksins, hafa tekið þessar kennisetningar svo bókstaflega, að hvert orð af vörum leiötog- ans er þeim sem óskrifuð lög. Sömuleiðis er Milton Friedman nánast I guðatölu hjá fylgis- mönnum hans hér á landi. Hverju spori meist- arans er fylgt til hins Itrasta. Því verður ekki á móti mælt að Milton Fried- man er um margt áheyrilegur. Það fengu sjón- varpsáhorfendur að heyra á dögunum, þegar Friedman sat fyrir svörum í sjónvarpssal og ræddi kenningar sínar við þrjá íslenska þjóðfé- lagsfræðinga. Friedman ereinkar laginn við að gera flókna hluti einfalda og gerir það einatt með þvl að krydda þá með skýrum dæmum úr hinu daglega lífi. Það breytir því þó ekki, að hið blinda frelsi markaðshyggjunnar er stórháskalegt. Maður- inn bakvið kenningarnar virtist einkar viðfelld- inn og jafnvel skemmtilegur, en kenningar hans eru á hinn bóginn ávlsun á misrétti og ójöfnuð. Þessu tvennu verðurfólk að geraskýr- an greinarmun á. Víst hljómar það vel, þegar menn tala um nauðsyn á auknu frelsi hér og auknu frelsi þar. Allir vilja halda boðum og bönnum f lágmarki. En menn skulu minnast þess að æði oft er stutt bilið á milli frelsis og helsis. Frelsiö getur og hefur snúist upp í andhverfu sína. Sumirfæðast með silfurskeið i munninum. Aðrir fá aldrei magafylli. Skyldi frelsiö vera hið sama hjá milljónamæringnum I Bandarlkjun- um og atvinnulausum verkamanninum i Bret- landi? Og hvert skyldi frelsið vera hjá nýfæddu barninu í Afríku, sem sér ekki aðra framtíð, ef um framtíð verður að ræða, en hungur og ör- birgð? Frelsi markaðshyggjunnar er frelsi fjár- magnseigenda til aukins gróða. Og hvaðan skyldi sá aukni gróði koma? Jú, frá launafólk- inu, því fólki er verðmætin skapar með vinnu- framlagi sínu. Frelsi markaðarins byggir á þvi að allt sé falt fyrir peninga — allt eigi að seljast. En frelsið til að kaupaereinvörðungu hjá þeim sem pening- ana eiga. Þeir hinir mörgu sem ekki ráða yfir fjármagninu getaekki keypt sérfrelsið. Þjóðfé- lagsleg staða þpirra skapar þeim helsi í veröld markaðshyggjunnar. Jafnaðarmenn vilja eftir mætti skapavþá að- stöðu, að sem flestir eigi jaf na möguleika á því að koma sér áfram I lífinu eins og það er kallað. Það eigi því ekki að skipta máli hvort nýfæddur þjóðfélagsþegn er sonur margmilljónera eða fátæks verkamanns. Möguleikartil menntunar og eðlilegs uþpvaxtareigi í öllum aðalatriðum að vera þeir sömu. Þess vegna t.a.m. verður að stýra þjóðarverðmætum þannig, að allir þjóð- félagsþegnar fái möguleika á að mennta sig; fái lágmarksveganesti frámeðbræðrum slnum á leið út í hið'miskunnarlausa líf fullorðna fólksins. Sömuleiðis er það skoðun jafnaðar- manna, að það sé skyldáþjóðfélagsins að búa þannig um hnúta, að fólk þurfi ekki að kvíðaell- inni út frá efnahagslegum forsendum. Jafn- > framt eigi félagsleg aðstoð allra þjóðfélags- þegna að tryggja ákveðið öryggi; öryggi fyrir þá sem sjúkir eru eða geía ekki af einni eða ann- arri skýranlegri ástæðu séð sjálfum sérog sín- um farborða. Vill fólk leggja af atvinnuleysisbætur? Vill fólk að aðeins þeir ríku geti sent börn sin í skóla? Á það að fara alfarið eftir efnahag manna hvort fólki er kleift að leggjast á sjúkra- hús vegna lasleika? — Þettaeru nokkur þau at- riði sem frjálshyggjan fjallar um. Alþýðublaðið hefur áður lýst andstöðu sinni við hina kaldrifjuðu og miskunnarlausu pólitfk, sem kennd hefur verið við frjálsa markaðs- hyggju. Sú pólitík framkallar ójöfnuð og órétt- læti. —GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.