Alþýðublaðið - 24.10.1984, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.10.1984, Síða 3
Miðvikudagur 24. október 1984 3 36. þing Sambands ungra jafnaðarmanna Jafnaðarstefnan er og án landamæra Aðaleinkunnarorð jafnaðarmanna eru frelsi, jafnrétti og bræðralag. Lengi má leita til að finna göfugri einkunnarorð hjá pólitískum samtökum. En ekki duga orðin tóm og hafa jafnaðar- menn ávallt gert sér grein fyrir því. Þess vegna hafa þeir aldrei látið sér nægja að berjast fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi í sínu heimalandi einu, enda er jafnaðarstefnan alþjóðleg og án landa- mæra. Því hafa þeir ávallt látið mikið að sér kveða á utanríkismála- sviðinu. Hafa jafnaðarmenn þannig ávallt lagt kapp á að styðja kúguð lönd og þjóðir í baráttu sinni fyrir frelsi, grundvallarmann- réttindum og efnahagslegu sjálfstæði. Hin óhugnanlcga staðreynd er þó enn til staðar: meira en helm- ingur heimsins lifir við frelsisskerðingu, eða lifir í algjörri ánauð. Þessa staðreynd telja jafnaðarmenn algerlega óviðunandi að búa við. Allar þjóðir verða að fá að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að lifa frjálsar innan þeirra marka sem lýðræðið setur þeim. Þeim gífurlegu fjárhæðum sem varið hefur verið til vígbúnaðar væri betur varið til að aðstoða hrjáðar þjóðir heims til sjálfsbjarg- ar. Það er hrópleg andstæða, að eytt sé hugviti mannsins og geysileg- um fjárhæðum til framleiðslu á vopnum, þ.á m., vopnum sem or- sakað geta gereyðingu lífs á jörðu, á sama tíma og stór hluti jarðarbúa hefur ekki til hnífs og skeiðar. Þess- ar öfugu áherslur fordæma ungir jafnaðarmenn. Jafnaðarmenn telja Ályktanir um utanríkismál að afnám hernaðarbandalaga og afvopnun sem séu forsendur þess að unnt verði að byggja á réttlæti, jöfnuði og tryggum friði í heimin- um. Gegn heimsvaldastefnu og fyrir virku frelsi til handa öllum löndum og þjóðum. Þessu til áréttingar gerir 35. þing SUJ eftirfarandi samþykktir: Kynþáttamisrétti í Suður-Afríku eiga sér stað hat- rammar árásir á hin ýmsu samtök sem tala máli hins svarta meirihluta i baráttu hans gegn pólitískri og efnahagslegri kúgun hvíta minni- hlutans. Handtökum, mannshvörf- um og pólitiskum aftökum á blökkumönnum verður að Iinna. Hinni vaxandi þjóðarhreyfingu gegn kynþáttakúguninni er þannig mætt með skelfilegri harðstjórn, sem er orðin vörumerki hinna hvítu valdhafa i Suður-Afríku. Samband ungra jafnaðarmanna harmar þessa þróun. Öflugar pólitískar og efnahagslegar refsiaðgerðir á heimsgrundvelli gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku, verða að koma til, svo núverandi valdhafar hrökklist frá völdum og við taki ríkisstjórn hinna svörtu íbúa landsins. Það er skoðun SUJ að Norður- löndum beri að fara hér á undan með því að beita þeim efnahagslegu og pólitísku ráðum er þau hafa yfir að ráða. Og á þeim aðgerðum verð- ur að standa. Ekki má frá þeim hvika eins og stundum hefur borið á vilja til. Þvi skorar SUJ á ríkisstjórn ís- lands að beita sér nú þegar fyrir því að Norðurlöndin taki upþ sameig- inlega stefnu gagnvart S-Afríku á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna, er feli í sér eftirfarandi: — Kröfu um harðar efnahagslegar refsiaðgerðir á Suður-Afriku. — Kröfu um að öll aðildarríki S.Þ. stöðvi nú þegar alla fjárfestingu í Suður-Afríku. Ennfremur skorar 36. þing Sam- bands ungra jafnaðarmanna á rík- isstjórn íslands að beita sér fyrir því, að Norðurlöndin taki upp sam- eiginlega viðskiptastefnu gagnvart Suður-Afríku, er feli m.a. í sér eftir- farandi: — Bann við frekari fjárfestingu landanna í Suður-Afríku. — Stöðvun á allri verslun milli Norðurlandanna og Suður-Af- ríku. — Að loftferðasamningur skandi- navísku landanna og Suður-Af- ríku verði ekki endurnýjaður. Afvopnun Vígbúnaðarkapphlaupið er í dag mesti ógnvaldur og friðarspillir sem mannkynið á við að glíma. Aldrei fyrr hefur eins miklu fé og kröftum verið sóað í hvers kyns drápsvélar. Á hverri mínútu er meira en einni milljón dollara varið til vopnafram- leiðslu. Samanlagður kostnaður vopnaframleiðslu ársins 1976 var hærri en samanlögð útgjöld allra þjóða heims á sviði heilbrigðis- og menntamála, en láta mun nærri að 1500 milljónir manna þjáist vegna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Um 800 milljónir manna eru ólæsar og óskrifandi. Alvarlegast er þó, að í dag eru til gjöreyðingarvopn að styrkleika 150.000 Hirosima sprengja og æ meiri líkur eru á því að möguleikar til „vinnings“ í kjarnorkustyrjöld verði taldir lík- legir. Tilkoma niftarsprengjunnar bendireindregiðtil þess. Ekki hefur heldur slaknað á helkló vopnanna, með uppsetningu meðaldrægra eld- flauga í Evrópu. Almenningur hvarvetna í heimin- um hafði gert sér vonir um að við- ræður risaveldanna myndu leiða til spennuslökunar. Þessar vonir manna hafa brugðist. Hin herskáa stefna Reagans Bandaríkjaforseta í þessum málum er sem þröskuldur fyrir spennuslökun milli austurs og vesturs. Og vígbúnaðarkapphlaup- ið heldur áfram með enn meiri hraða en fyrr. 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna telur ekki unnt að tryggja heimsfriðinn með „jafnvægi ótt- ans“. Aukin vopnaframleiðsla er andhverfa friðarhugsjónarinnar. Stigvaxandi vopnaframleiðsla eyk- ur enn á hættu ófriðar og tortím- ingar í veröldinni. Afvopnun i áföngum hlýtur að vera sú leið sem vænlegast er að feta á langri göngu til varanlegs friðar milli manna og þjóða. 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna telur óraunhæft að ætla að spennuslökun verði að neinu marki, né að afvopnunarhugmynd- ir komist í gang fyrir alvöru, nema tennurnar séu dregnar úr hernaðar- bandalögunum, Varsjárbandalag- inu og Atlantshafsbandalaginu. Afnám þessara hernaðarbandalaga er forsenda friðarins. Þessi hernað- arbandalög sem lúta algerri forystu risaveldanna, viðhalda „status quo“ ástandi, viðhalda spennu og áframhaidandi vígbúnaði. Það verður ae fleirum ljóst, að smáríki á borð við ísland, eru að- eins peð á taflborði stórveldanna. Ungir jafnaðarmenn telja einnig, að það sé liður í heimsvaldastefnu USA og USSR, að viðhalda ótta og spennu meðal ríkja heimsins. Þessi risaveldi telja völd sín yfir heims- byggðinni óhagganleg, meðan smá- ríki verða að lúta forsjá þeirra í ör- yggisskyni í heimi ófriðar og vopna. Þess vegna er lítill áhugi meðal risa- veldanna á spennuslökun. Þess vegna álítur 36. þing Sam- bands ungra jafnaðarmanna, að þessa tvískiptingu verði að brjóta upp, þannig að ríki Evrópu — jafnt austan sem vestan megin við járn- tjald, losi sig úr ógnarklóm risa- veldanna. 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna leggur áherslu á eftirfar- andi atriði í þessu sambandi, sent forsendu fyrir því, að ofangreind- um markmiðum verði náð: a) Áframhaldandi útbreiðslu kjarnorkuvopna verður að stöðva. Samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna verður að styrkja m.a. á þann hátt, að kjarnorkusamvinna við ríki sem ekki samþykkja alþjóð- Iegt eftirlit með kjarnorkuáætl- unum sínum verði bönnuð. b) Framleiðslu nýrra gereyðingar- vopna verður að hindra. c) Viljayfirlýsingum risaveldanna um bann við öllurn tilraunum með kjarnorkuvopn verður að fylgja eftir. d) Koma verður á auknunt hernað- arlegum upplýsingum milli stór- veldanna. e) Stöðvaverðurþegaruppsetningu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga í Evrópu. f) Ryðja verður úr vegi þeirri stöðn- un sem átt hefur sér stað í við- ræðum hernaðarbandalaganna um gagnkvæma fækkun i herj- um þeirra í Mið-Evrópu. Fyrri hluti g) SUJ skorar á þingmenn f'lokks- ins að þeir nú þegar beri fram tii- lögu á Alþingi þess efnis að ís- land leggi til á allsherjarþinginu að þjóðir heims skuldbindi sig til þess að stöðva aukningu fram- laga til hernaðar og styðji allar þær tillögur er miða að því að draga úr vígbúnaði. 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna telur að íslendingar eigi að leita eftir samvinnu við hin Norðurlöndin um að koma ofan töldum atriðum í framkvæmd. Það er og skoðun 36. þings SUJ að með því einu að berjast gegn hernaðar- bandalögum sýni ísland í verki vilja sinn um stöðvun vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Ennfremur vill 36. þing Sam- bands ungra jafnaðarmanna lýsa yfir fullum stuðningi sínum við þær hugmyndir norrænna jafnaðar- manna um að Norðurlöndin verði yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði, hvort heldur er á friðar- eða ófrið- artímum. Mikilvægt er að öllum sé það Ijóst að ísland sé hluti þess svæðis, sem um er rætt, þegar reif- uð er hugmyndin um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Slík yfir- lýsing, sent fengi viðurkenningu stórveldanna og annarra þjóða heims, yrði öflugur hvati að friðlýs- ingu fleiri svæða í heiminum. Skor- ar þingið á Alþýðuflokkinn að taka þetta mál upp hér á landi í rikari mæli en gert hefur verið, enda flokkurinn þegar lýst stuðningi sin- um við þessar hugmyndir á fundum með bræðraflokkum á hinuni Norðurlöndunum. Ennfremur styður 36. þing Sam- bands ungra jafnaðarmanna alfar- ið viðhorf Palme-nefndarinnar og leggur sérstaka áherslu á hugmynd hennar um friðlýst belti beggja vegna járntjaldsins. Söntuleiðis vill þingið minna á hugmyndir um frið- lýsingu Baltikskagans. Ríkar þjóðir og fátækar Það er siðferðileg skylda iðnríkja heimsins að láta af hendi rakna til íbúa þjóða þriðja heimsins. Ríkari þjóðir heims geta ekki horft upp á það aðgerðarlitlar að fólk i fátæk- ari löndum látist þúsundum saman úr hungri á degi hverjum. 20 börn deyja úr hungri og vannæringu á hverri minútu. Slíku ófremdar- ástandi verður öll heimsbyggðin að taka á. Þjóðir á borð við Islendinga verða í auknum mæli að styðja fá- tækari þjóðir heims til sjálfsbjarg- ar. Hið fyrsta ber íslendingum að uppfylla samþykkt markmið Sam- einuðu Þjóðanna um að 1% þjóð- artekna hinna betur settu þjóða verði varið til þróunarhjálpar. Við íslendingar eigum enn langt í land með að ná því marki. Það er til vansa. 36. þing Sambands ungra jafnað- alþjóðleg armanna styður heilshugar niður- stöður Brandt-nefndarinnar unt þróunarmálin og samskipti norð- urs-suðurs. Brýnt er að koma á nýrri efnahagsskipan í heiminum, sem byggir á jafnræði og sann- gjörnunt viðskiptum norðanhvels ogsuðurhvels jarðar. Tími nýlendu- kúgunar verður að enda. Stöðva verður arðrán iðnríkjanna á fátæk- ari þjóðum heims. Chile Fyrir nokkrum áruni frömdu herforingjar í Chile blóðugt valda- rán undir forystu Pinochets hers- höfðingja. Þessir sömu herforingj- ar fara nú með völd í landinu og stjórnaraðferðir þeirra eiga sér fáar samlíkingar í heiminum. Leita verð- ur líkinga í ríkjum eins og Uruguay, EI Salvador o.s.frv., en valdhafarnir í þessum ríkjum eiga það sammerkt að beita pyntingum, ntorðum og öðrum viðlíka aðferðum til að halda völdum. í marga áratugi fyrir valdaránið hafði Chile verið eina rikið í Suður- Ameríku er bjó við lýðræðislegt stjórnarfar. Einmitt sú staðreynd gerir valdaránið enn hörntulegra og ætti um leið að ýta undir þjóðir heims að taka höndum saman um að koma valdaræningjunum frá völdum. Það er skoðun SUJ að á meðan Pinochet og félagar fara með völd eigi þjóðir hins lýðfrjálsa heims ekki að hafa nein stjórnmálaleg né viðskiptaleg tengsl viðChiIe. Stefna hagspekings frjálshyggjunnar (Friedman) sem notuð hefur verið i Chile hefur enn aukið á eymdarkjör alþýðu Chile. 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna skorar á þingmenn Al- þýðuflokksins að beita sér fyrir því að ísland slíti öllum tengslum við haldhafana í Chile nú þegar. Sovétríkin og A-Evrópu- ríkin 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna lýsir algerri andúð sinni á stjórnarháttum í Sovétríkjunum og Austur-Evrópuríkjunum, er meöal annars fela í sér að ef menn láti i Ijós óánægju með stefnu valdahafanna þá eru þeir hnepptir í fangelsi eða jafnvel sendir á geðsjúkrahús. Slík skoðanakúgun getur aldrei leitt til annars en ófarnaðar og því lýsir SUJ þeirri von sinni að í framtíð- inni linni slíkum óhæfuverkum í viðkomandi ríkjum og i þess stað verði persónufrelsi einstaklingsins virt. Ennfremur lýsir 36. þing Sam- bands ungra jafnaðarntanna þeirri von sinni að A-Evrópurikin beri gæfu til að brjótast undan kúgun og oki Sovétríkjanna. Nato-herstöðin 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna áréttar fyrri stefnu sína um brottför hersins og úrsögn ís- lands úr NATO. Þingið telur þó nauðsynlegt að gera eftirfarandi ráðstafanir meðan enn verður að búa við hersetuna: a) að unnið verði að algjörri ein- angrun herstöðvarinnar. Öll flugstarfsemi í Keflavík utan herflugs verði aðskilin herstöð- inni. b) að settar vérði strangari reglur um umferð bandariskra her- stöðvarmanna um svæði utan herstöðvar. c) að sveitarfélög á Suðurnesjum fái greiddan eðlilegan kostnað af þeirri þjónustu er þau láta í té vegna herstöðvarinnar. d) að mengunarmat á og við Kefla- víkurflugvöll verði tekið til rann- sóknar og ráðstafananir gerðar gegn yfirvofandi mengunar- hættu. e) að einokun íslenskra aðalverk- taka verði upprætt. 0 að hafist verði þegar handa um að gera íslendinga með öllu ó- háða gjaldeyristekjum af hern- um og atvinnuáætlun verði gerð fyrir Suðurnes til að brúa það bil er verður þegar herinn fer. CIA og KGB 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna Iýsir andúð sinni á leyni- þjónustum stórveldanna og for- dæmir þingið þær grófu aðfarir að lýðræði, sem þær hafa gerst sekar um. Auðhringar og efnahags- bandalög 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna. hvetur til þess að gerðar verði gjörbreytingar á starfi og starfsháttum Norðurlandaráðs. Þingið lýsir yfir fullunt vilja sínum til aukins norræns samstarfs á með- al þjóðþinganna og á öllunt sviðunt norrænna samskipta. Vill þingið koma eftirfarandi áskorun á fram- færi varðandi breytingar á Norður- landaráði: — að til Norðurlandaráðsþings verði kosnir fulltrúar beinurn kosningum í aðildarlöndunum. — að Norðurlandaráð færi út unt- ræðu- og ákvarðanasvið sitt í al- þjóðamálum, þannig að þar verði engin mál undanskilin. — að Norðurlandaráð hefji um- ræður um afvopnunar- og ör- yggismál og reyni að móta þar sameiginlega afstöðu. Grænland — Færeyjar 36. þing Sambands ungra jafnað- arntanna ályktar að fela utanríkis- málanefnd að vinna áfram að því að stofnuð verði sósíaldcmókratísk samtök ungs fólks á Grænlandi. Ennfremur felur þing SUJ utan- ' íkismálanefnd að vinna að því að slik samtök verði fullgildur aðili að FNSU — Samtökum ungra jafnað- armanna á Norðurlöndum. Þá hvetur þingið til nánari samskipta SUJ og SU — ungra jafnaðar- manna í Færeyjum. Friðarhreyfingar 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna fagnar sívaxandi mætti friðarhreyfinga um allan heim. AI- menningur i heiminum hefur risið upp gegn stjórnarherrum þeim, sem telja völdum sínum best borgið með því að halda almenningi í ótta um styrjaldir og vopnaviðskipti. Hin sameiginlega barátta milljóna og aftur milljóna verður ekki létt- væg fundin. Ráðamenn verða að hlusta á raddir fólksins. íbúar heimsins óttast framtíð helsprengjunnar. Það er skylda okkar við börn okkar að þau geti vænst þess að lifa morgundaginn og framtíðina óttalaus við stríð, styrj- aldir og tortímingu. 36. þingSambandsungrajafnað- armanna hvetur til þess, að sam- staða takist hér á landi um breiða og öfluga friðarhreyfingu, sem hafi það markmið að tryggja frið og ör- yggi um langa framtíð, en slík sam- tök létu kyrrt liggja pólitísk innlend dægurmál stjórnmálaflokkanna. Samstaða er afl, það ber að nota í baráttunni fyrir friði. Mannréttindabrot 36. þing Sambands ungra jafnað- armanna mótmælir harðlega mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin. Mannréttindabrot stjórnvalda í ríkjum eins og Pól- landi, E1 Salvador, Sovétríkjunum, Tyrklandi, Afghanistan, og Uru- guay, svo aðeins örfá dæmi sé u nefnd. Listasafn ASI:_________ Sýning Jakops framlengd Málverkasýning Jakops Jóns- sonar í Listasafni ASÍ, sem opnuð var 6. okt., er framlengd og lýkur henni um næstu.helgi, sunnudaginn 28. okt. Sýningin er opin daglega kl. 14—22.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.