Alþýðublaðið - 27.10.1984, Page 2

Alþýðublaðið - 27.10.1984, Page 2
2 Laugardagur 27. október 1984 r-RITSTJORNARGREIN' Hverjir hafa notið skattalækkana? ökattalækkunarleiöin, sem svo er nefnd, er ekki ný af nálinni hjá núverandi ríkisstjórn. Skattar hafa verið lækkaðir á síðustu misser- um. Ekki á launafólki, því þar hefur skattbyrðin aukist til mikilla muna, eins og fóik finnur á- þreifanlega fyrir. En atvinnureksturinn f land- inu hefur notið þess að skattar hafa verið lækk- aðir. Eigendur vaxtatekna hafa notið skatta- lækkunar. Kaupmáttureignamannahefurverið aukinn með hækkun frádráttar og eignar- skattsprósentan sjálf hefur sömuleiðis verið lækkuð. Þá var arðskattur lækkaður, fjölgað hefur verið undanþágum og eftirgjöfum af söluskattinum fyrir góðvini fjármálaráðherra. Það er talið að þessar gjafir rfkisstjórnarinnar til handa stóreignamönnum og mönnum í arð- bærum fyrirtækjarekstri hafi kostað ríkissjóð meira en 3 milljarða króna. Nú er talaö um að létta sköttum af launafólki upp á rúman 1 milljarð, en á móti komi hækkun óbeinna neysluskatta eða niðurskurður á fé- lagslegri þjónustu. Þetta er nú allt það sem rfkisstjórnin hefur boðið fólki upp á. Saman- burðurinn á skattafvilnunum handa þeim sem digru sjóðina eiga og aftur þvf sem launafólki er nú boðið upp á, er ekki beinlfnis þeim síðar- nefndu í hag. Það er einnig rétt að minna á hin gífurlegu skattsvik sem eiga sér stað í þjóðfélaginu og skipta fleiri milljörðum króna. Allir vita, að það erekki almennt launafólksem læturhjálíðaað greiöa opinberu gjöldin — það verður að greiða sinn hluta refjalaust á réttum tíma og gerir það. Ástæða er til að fólk hafi þessar staðreyndir f huga nú þegar stjórnvöld fara mikinn og þykj- ast vera að bjóða launamönnum gull og græna skóga með skattalækkunum. Og hitt má heldur ekki gleymast að á sama tíma og stóreignamönnum og fyrirtækjum f landinu voru veittar skattaívilnanir f stórum stíl, þájókst skattbyrðin á launafólki stórlega; 6,5% hækkun beinna skatta, 10% hækkun skattbyrðarinnar vegna óbeinna skatta og um 3—4% vegna hækkunar á opinberri þjónustu. Skattalækkunartilboð ríkisstjórnarinnar gerir lítt meira en taka til baka þá hækkun sem hún hefur þegar á sínum stutta valdatfma lagt á. herðar launafólks. Alþýðublaðið er ekki með þessu að afneita þeirri leið til kjarabóta, sem nefnd hefur verið skattalækkunarleiðin. Hins vegar vill blaðið undirstrika þá skoðun sfna, að það verði hik- laust að skattleggja þá aðila, sem peninga hafa. Það er forkastanlegt að láta þá sem meira mega sín, sleppa að mestu við að greiða sitt til samneyslunnar. Sömuleiðis er sú „kjarabót" með „skattalækkunarleiðinni“ dýru verði keypt, ef það á einfaldlega að breyta innheimt- unni með því að fara úr beinum sköttum í ó- beina, eða þá að skera harkalega niöur félags- lega þjónustu í landinu. Við gerð kjarasamninga verðursamhiiða ítar- iegri umfjöllun um hugsanlegar leiðir til kjara- bóta f gegnum skattalækkanir að skoða lækk- un vaxta, aðgerðir í húsnæðismálum, takmörk- un áhækkunum áverði opinberrarþjónustu og búvara og aðrar félagslegar aðgerðir. Þá er og brýnt að þegarverði gert átak til að spornavið skattsvikum f þjóðfélaginu. Það gengurekki að milljaröar og aftur milljarðar týnist í því neðan- jarðarhagkerfi, sem hér hefur myndast. Fólkið í landinu, á heimtingu á því að þessir peningar komi fram í dagsljósið og verði nýttiröllum al- menningi til hagsbóta. — GÁS Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Kosning fulltrúa Alþýöuflokksfélags Reykjavíkur á 42. flokksþing Alþýðuflokksins fer fram ( Félagsheimili jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10, kl. 2—6 siðdegis, laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvem- ber 1984. Tillögur uppstillingarnefndarliggjaframmi áskrifstofu Alþýðuflokksins til kl. 5 sfðdegis, 31. október n.k. Stjórn AFR Borgarmálaráð Alþýðuflokksins Fundur I Borgarmálaráði Alþýðuflokksins í Reykjavík verður haldinn á venjulegum stað að Austurstræti 16 efstu hæð n.k. þriðjudag 30. okt. kl. 17. Vinsamlegast mætið stundvíslega. Formadur 1000 manns 1 um tvær milljónir séu á leiðinni frá Svíþjóð, en það eru peningar, sem verkalýðsfélögin þar hafa safnað til að styðja baráttu BSRB-manna. Auk þess munu einhverjar fleiri gjafir á leiðinni, en Ingibjörg vildi ekki tjá sig um þetta. Sagðist ekki vilja tala um það fyrr en þau hefðu þessa fjármuni í höndunum. Að lokum hvetur Alþýðublaðið alla þá sem eru aflögufærir að styðja baráttu BSRB með því að borga inn á ávísanareikning nr. 46952, í Alþýðubankanum Lauga- vegi 31. Frá Félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík Fundur á laugardag 27. okt. kl. 13.15. Umræðuefni: Flokksþingið 16. nóvember. Við hvetjum sem flesta flokksfélaga i Reykjavík til að mæta. Þingmenn Aiþýðufiokksins í Reykjavík Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! UMFERÐAR 'RÁÐ A*\ TRYGGING GEGN \W UERDBOLGU Á sex mánaða fresti er óhreyfð innstæða borin saman við ávöxtun verðtryggðra reikninga með 6.5% vöxtum og hagstæðari kjörin látin gilda. Slík tryggingersérstaklega mikilvæg í ótryggu ástandi þjóðmála. Sparisjóðurinn í Keflavík, — Sparisjóður Kópavogs, — Sparisjóður Mýrasýslu, — Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, — Sparisjóður vélstjóra.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.