Alþýðublaðið - 08.11.1984, Page 4

Alþýðublaðið - 08.11.1984, Page 4
Útgcfandi: BlaA h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guómundur Árni Stcfánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Fimmtudagur 8. nóvember 1984 Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. alþýðu- Lifnorj Áskriftarsíminn er 81866 Albert svarar fyrirspurnum Jóns Baldvins um söluskatt: Undanþágur kosta ríkissjóð 8—9 milljarða Nýlega lagði Jón Baldvin Hannibalsson frain á Alþingi fyrirspurnir til Alberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra um tckjutap ríkissjóðs vegna undanþága frá söluskatti. Albert hefur nú lagt fram „drög að svari“ við fyrirspurnum Jóns, sem voru í eftirfarandi fjórum liðum: 1. Hver yrði áætlaður tekjuauki ríkissjóðs ef söluskattur (óbreytt álagningarhlutfall) yrði lagður á allar þær vörur (tollskrárnúmer) og þjónustu sem nú eru lögum samkvæmt án söluskatts? 2. Hver yrði áætlaður tekjuauki ríkissjóðs ef allar undanþágur frá söluskatti á annars skatts- skylda vöru og þjónustu yrðu af- numdar? 3. Hver gæti tekjuauki ríkissjóðs orðið, að mati fjármálaráðherra, vegna bættrar innheimtu sölu- skatts ef allar undanþágur sam- kvæmt lögum, heimildum og reglugerðum yrðu afnumdar? 4. Hvað mætti þá lækka núverandi söluskattsálagningu mikið, ef miðað er við að halda tekjum ríkissjóðs af söluskatti óbreytt- um frá því sem nú er, til þess að lækka vöruverð? Svar fjármálaráðherra er sem hér segir (millifyrirsagnir blaðsins): „Undanþágur frá hinni almennu söluskattskyidu eru ákaflega marg- þættar og verður að telja fráleitt að unnt sé eða skynsamlegt að afnema þær með öllu. Þannig er söluskatt- urinn almennt bundinn við síðasta stig viðskipta og sala á vörum því skattfrjáls til aðila sem kaupir vör- ur til að selja þær aftur í atvinnu- skyni eða sem efni í vöru sem hann hefir atvinnu af að framleiða eða selja. Þetta skattfrelsi endursölu- vöru væri fráleitt að afnema enda myndi söluskatturinn þá hlaðast margfaldur upp í vöruverði. Önnur undanþága sem útilokað sýnist að afnema er undanþága við vörusölu úr landi. Væri skattur lagður á sölu útflutningsvara okkar væri fótun- um gersamlega kippt undan sam- keppnisaðstöðu íslenskrar fram- leiðslu erlendis enda alþjóðleg regla að neysluskattar leggjast ekki á út- flutningsvörur. Ég vil því leyfa mér að skilja fyrir- spurn háttvirts þingntanns þannig að átt sé við tekjuauka af niðurfell- ingu annarra undanþága en þeirra er að framan greinir. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar hljóðar svo: Hver yrði áætlaður tekjuauki ríkissjóðs ef söluskattur (óbreytt álagningarhlutfall) yrði lagður á allar þær vörur (tollskrár- númer) og þjónustu sem nú eru lög- um skv. án söluskatts? Annar fyrirspurnarliðurinn er svohljóðandi: Hver yrði áætlaður tekjuauki ríkissjóðs ef allar undan- þágur frá söluskatti á annars skatt- skylda vöru og þjónustu yrðu af- numdar? Ekki er fullljóst hver munurinn er á þessum spurningum, en Iíklega munu þær beinast að því að sundurliða tekjuáhrif af brott- fellingu undanþága milli þeirra undanþága annars vegar sem bein- línis eru lögbundnar og annarra undanþága hins vegar. Þessi skipting milli undanþága skv. lögum og annarra undanþága er fjarri því að vera skýr. Allar undanþágur frá söluskatti byggjast á lögum eða í heimildum í lögum. Sumar vörur eru beinlínis undan- þegnar söluskatti i lögum og und- anþágan þar nokkuð skýrt afmörk- uð t.d. tilbúinn áburður, annar en í smásöluumbúðum. í reglugerð er þessi undanþága endur tekin með þeirri skýringu þó^að með smá- söluumbúðum sé átt við að hver sölueining fari ekki yfir 5 kg. Oskýr mörk í öðrum ákvæðum er ráðherra ætlað meira svigrúm til skilgrein- inga. Þannig segir t.d. i 8. tölulið 7. gr. söluskattslaga, að undanþegin söluskatti séu lækninga- lögfræði- þjónusta og önnur hliðstæð þjón- usta, eftir því sem ráðherra ákveð- ur. Með 10. töluliði 14. gr. sölu- skattsreglugerðar hefur ráðherra ákveðið hvaða þjónusta teljist hlið- stæð við þá sem upp er talin í laga- greininni þ.á.m. þjónusta endur- skoðenda. Telja menn að flokka eigi undanþágu endurskoðunar- þjónustu undir undanþágu skv. lögum eða aðrar undanþágur? Enn óskýrari verða mörkin milli undan- þága skv. lögum og annarra undan- þága ef litið er á ýmsar hinna veiga- mestu undanþága. í bráðabirgða- lögum nr. 96/1978 frá 8. september 1978, 6. gr. segir að fjármálaráð- herra sé heimilt að fella niður sölu- skatt af matvörum. Sama dag er gefin út breyting á reglugerð um söluskatt þar sem heimildin er nýtt og nær öll matvæli undanþegin söluskatti. Þessi undanþágu- heimild er síðan staðfest af Alþingi sbr. 6. gr. 1. nr. 121/1978. Sama verður uppi á teningnum varðandi niðurfellingu söluskatts af vélum til samkeppnisiðnaðar. Þar hefur á undanförnum árum verið i 6. gr. fjárlaga ákvæði er heimilar ríkis- stjórninni að fella niður söluskatt af vélum þessum og fela fjármála- ráðuneytinu að setja reglur um framkvæmd ákvæðisins. A grund- velli þessa ákvæðis hafa síðan verið settar almennar reglur um niður- fellingu eða endurgreiðslu sölu- skatts af vélum og tækjum til sam- keppnisiðnaðar Tekjur gætu tvofaldast Á grundvelli framansagðs tel ég óraunhæft að sundurliða undan- þágur á þann hátt sem fyrirspyrj- andi virðist gera og mun því svara tveimur fyrstu liðunum í einu lagi. Miðað við að allar vörur (aðrar en endursöluvörur, hráefni og útflutn- ingsvörur) og öll þjónusta yrði sölu- skattskyld myndi skattstofn sölu- skatts lauslega áætlað tvöfaldast. Brúttó-tekjuauki ríkissjóðs yrði því nálægt 9 milljörðum króna á árinu 1985 miðað við forsendur fjárlaga- frumvarps og að enginn hluti tekju- aukans renni i jöfnunarsjóð sveitar- félaga. Hér er miðað við að sölu- skattur leggist m.a. á aðföng sam- neyslunnar og opinberar fram- kvæmdir þannig að u.þ.b. 10°7o af Albert telur láta nærri að 12% sölu- skattur án undan- þágu skilaði ríkis- sjóði svipuðum tekjum og núver- andi skattkerfi. tekjuaukanum verði aftur beinn út- gjaldaauki fyrir hið opinbera. Hreinn tekjuauki gæti þvi verið ná- lægt 8 milljörðum króna. Ég vil taka það skýrt fram að í þessum útreikningi er við það mið- að að söluskattur leggist á alla þjónustu þ.á.m. heilbrigðisþjón- ustu og ýmsa félagslega þjónustu. Þá er miðað við að allar undanþág- ur falli niður sem ætlað hefur verið að styrkja samkeppnisaðstöðu ís- lenskra fyrirtækja svo sem í sam- keppnisiðnaðarvélum, skipum og flugvélum. Skattskyldusviðið er því geysilega víðtækt, víðtækara en þekkist í nokkrum grannlöndum okkar og mun víðtækara en gert var ráð fyrir í virðisaukaskattsfrum- varpinu. Þessar tölur ber því frekar að líta á sem fræðilega athugun en raunhæfan möguleika á tekjuauka ríkissjóðs. Spurning um skattsvik I þriðja lið fyrirspurnarinnar er spurt hvaða mat fjármálaráðherra hafi á tekjuaukningu ríkissjóðs vegna bættrar innheimtu söluskatts ef allar undanþágur skv. lögum og reglugerðum yrðu afnumdar. Þessu er því til að svara að ákaflega erfitt er að leggja tölulegt mat á þessi áhrif. Er reyndar starfandi nefnd til könnunar á umfangi skattsvika í samræmi við þingsályktunartillögu sem samþykkt var á sl. vori. Vil ég geyma mér fullyrðingar um þessi efni þar til niðurstaðan af störfum þeirrar nefndar liggur fyrir. Ljóst er þó að niðurfelling á ýms- um núverandi undanþáguliðum einkum á undanþágum einstakra vörutegunda mun stórbæta mögu- leika til söluskattseftirlits. Ekki eru þó allar undanþágur þessu marki brenndar.Niðurfelling sumra þeirra myndi leiða til fjölgunar skatt- skyldra aðila og þar með aukinnar þarfar á eftirliti. Allt niður í 12% í fjórða Iið er spurt hvað mætti lækka núverandi söluskattsálagn- ingu mikið ef miðað er við að halda tekjum ríkissjóðs af söluskatti Framhald á bls. 3 t MOLAR > Hvaða ráðherrar? Víst er að fréttir á Norðurlöndun- um þóttu ansi ýktar margar hverj- ar af verkfalli BSRB. Fróðlegt væri að vita nánar t.d. um það sem Aktuelt segir um lögreglu- þjónana við þingsetninguna 10. október. í því blaði birtist frétt hinn 13. október þar sem segir að lögregluþjónar í Reykjavík væru sáraóánægðir með framkomu ríkisstjórnarinnar í verkfallinu: „Óánægjan kom upp á yfirborð- ið, þegar það sýndi sig vera mjög erfitt fyrir stjórnendur lögregl- unnar að manna heiðursvörð, sem samkvæmt hefðum stendur og heilsar að hermannasið fyrir framan Alþingi við þingsetning- una. Lögregluþjónarnir voru samkvæmt heimildum á þeirri skoðun að það væri fyrir neðan virðingu þeirra að sýna nokkrum ráðherranna sinna virðingu á þennan hátt. Þeir lögregluþjónar sem að lokum fengust til að taka þátt í heiðursverðinum undir- strikuðu, að það væri einungis forsetans og Alþingis vegna að þeir létu tilleiðast, segja heimild- irnar;* Lesendum er látið eftir að giska á hverjir þessir „nokkrir ráðherrar“ eru. Albert og verslunin Á sínum tíma ætlaði Albert virki- lega að drífa í því að leggja niður sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Atvinnu- rekendum í Verzlunarráðinu finnst hægt ganga og í nýju (brostnu) fjár- lagafrumvarpi segir: „Við núver- andi aðstæður þykir ekki fært að leggja niður (skattinn) og er áform- um í því efni enn skotið á frest.“ í krónum talið á þessi skattur að hækka úr 68 milljónum í 85 millj- ónir næsta ár. • Launamismunur í nýjasta hefti Veru er fjallað um launamismun kynja. Kemur í Ijós til að mynda að í Sambandi ís- lenskra bankamanna, þar sem kon- ur eru 68*% félaga, hafa karlmenn tæplega 20% hærri meðallaun. í Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur, þar sem konur eru sömuleiðis um 68% félaga, er launamismunur- inn um 18% karlmönnum í hag. Hjá BSRB, þar sem konur eru 61.4% félaga, var engarupplýsingar að fá um launamismuninn. 1 Iðju, þar sem konur eru 57% félaga, reyndist launamismunurinn vera tæplega 18%. I þessum samtökum er það gegn- umgangandi að konur eru í minni- hluta í aðalstjórnum, trúnaðar- mannaráðum og samninganefnd- um. • Nefnd vill sofna AIls staðar er verið að setja nefndir á laggirnar og það gildir ekkert síð- ur við um Kópavogskaupstað en önnur svæði. Fimmtudaginn 18. október var haldinn fundur í svo- kallaðri Miðbæjarnefnd í Kópa- vogi. í fundargerð stendur: Eftir umræðu nefndarinnar um stöðu og störf nefndarinnar gerði hún einróma eftirfarandi sam- þykkt: „Þar sem tillögur nefndarinnar hafa nánast engan hljómgrunn fengið og áhugi bæjaryfirvalda á áframhaldandi uppbyggingu mið- bæjarins virðist takmarkaður, leggjum við til við bæjarstjórn að nefndin verði lögð niður.“ „Bæjarstjórn samþykkti eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar að setja umrædda nefnd á laggirnar. Þeirri samþykkt bæjarstjórnar hef- ur ekki verið breytt ennþá. Það er ekki í verkahring einstakra nefnda að leggja sjálfa sig niður, en hins vegar verða einstakir nefndarmenn að gera það upp við sig, hver og einn, hvort þeir segja af sér nefnd- arstörfum eður ei. Bæjarráð væntir svara fyrir næsta bæjarráðsfund 30. okt. nk.“ Því miður kunnum við ekki enn að greina frá framvindu þessa máls.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.