Alþýðublaðið - 09.11.1984, Síða 3
Föstudagur 9. nóvember 1984
-3
Vængjaðar hugmynd-
ir í gluggakistum
— Hófust þær á loft?
í Þjóðviljanum í gær klippir
ÓG og sker á þá leið að Alþýðu-
blaðið skuldi Þjóðviljanum af-
sökun vegna einhverrar fram-
hleypni í hans garð. Alþýðublaðið
á að hafa móðgað Þjóðviljamenn
með því að segja „Þjóðviljinn var
í gær með aldeilis skemmtilega
frétt, frétt um að Alþýðuflokkur-
inn og Bandalag jafnaðarmanna
væru að fara inn í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar".
Rétt er að hvergi stendur svo
orðrétt í grein Þjóðviljans um
þátttöku Alþýðuflokksins í ríkis-
stjórn Steingríms Hermannsson-
ar, enda var í henni hlaupið eins
og köttur í kringum heitan graut.
í því tilfelli er auðvitað gætt
fyllstu gætni! En hvernig ber að
túlka byrjunarorð „fréttar" Þjóð-
viljans: „Nýjasta örþrifaráð
flokksforystu Sjálfstæðisflokks-
ins til að framlengja líf ríkis-
stjórnarinnar og sjálfrar sín í póli-
tíkinni er að fá Alþýðuflokkinn
inní ríkisstjórnina!1 Er hér ekki
um fullyrðingu að ræða?
Klippari Þjóðviljans telur sig
síðan finna staðfestingu á „frétt-
inni“ í annarri „frétt“, sem birtist
í Morgunblaðinu á miðvikudag.
Hvað segir í þeirri „frétt“? í
Morgunblaðinu segir:
„Staða ríkisstjórnarinnar, í
Ijósi þeirra atburða sent gerst hafa
og eftir að samningar tókust um
kaup og kjör, hefur verið töluvert
til umræðu meðal forystumanna
stjórnarflokkanna, ráðherra og
þingmanna. Hefur það meðal
annars verið Iauslega rætt hvort
hugsanlegt sé að Framsóknar-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur
hefji stjórnarsamstarf við Al-
þýðuflokkinn!1 Sem sagt lauslega
rætt meðal forystumanna stjórn-
arflokkanna. Enn segir í Morgun-
blaði:
„Mogunblaðinu er um það
kunnugt að um helgina var það
rætt meðal forystumanna Sjálf-
stæðisflokksins, hvort samstarf
stjórnarflokkanna við Alþýðu-
flokkinn væri fýsilegur kostur.
Niðurstaðan af þeim umræðum
var sú, að svo væri ekki“ Hins
vegar væri vilji til að gera breyt-
ingar á ríkisstjórninni, að skipt
verði um menn í ráðherraembætt-
um. Síðar segir að leitað hafi verið
álits forystumanna í Alþýðu-
flokknum, hvort þeir hefðu hug á
stjórnarsetu. Felst í þessu stað-
festing á e.k. stjórnarmyndunar-
viðræðum? Þetta eru ekki einu
sinni „óformlegar viðræður",
orðróm? Jú, Steingrímur Her-
mannsson segir að Kratarnir
„komi til álita inní stjórnina".
Hvað staðfestir þetta annað en
tröllatrú Steingríms á Kröturn?
Vissulega má vera að einstakir
óánægðir stjórnarsinnar ltafi rætt
óformlega við einstaka forystu-
menn í Alþýðuflokknum og borið
vandræði sín á torg. Hugmyndir
kunna að hafa fæðst í giuggakist-
um meðal stjórnarsinna og þær
fengið á sig vængi, eins og Þjóð-
viljinn segir. Hins vegar er það svo
spurning hvar draga beri mörkin,
hvenær alvaran hefst. Staðreynd-
in er sú að allir þeir sem ættu að
hafa fjallað um þennan „mögu-
leika“, ef hann ætti að taka alvar-
lega, hafa þráfaldalega afneitað
honum.
Það sem er fréttnæmast í þessu
öllu er auðvitað að sundrungin og
örvæntingin í herbúðum stjórnar-
sinna er orðin það mikil að nú
Ieita hinir óánægðustu á stjórnar-
heimilinu að útgönguleiðum. Þeir
standa framnri fyrir því að ein-
stakir ráðherrar neita að standa
upp úr stólum sínum fyrir Þor-
steini Pálssyni og öðrum óánægð-
um, þeir standa frammi fyrir þvi
að óbreytt stjórn er dauðadæmd,
þeir horfa upp á fylgistap, þeir
horfa upp á ónýta stjórnarstefnu.
í öngum sínum fæðast meðal
þeirra hugmyndir í gluggakistum
og fá vængi. En hófust þær á lot’t?
Albert 4
þessu máli vakandi. Það er ástæða
til þess að spyrja, hvenær lýkur
þessari úttekt og þessari rannsókn á
hinni óeðlilegu verðmyndun sem
hér um ræðir? Ég ber fyllsta traust
til þeirra manna sem um þetta
fjalla, ég þykist hins vegar vita að
annars vegar fulltrúi landbúnaðar-
herra og hins vegar eðlisfræðingur
Sjálfstæðisflokksins í landbúnað-
armálum Þorvaldur Búason, eigi
langa leið áður en þeir ná sameigin-
Iegum niðurstöðum um þetta.
En kjarni málsins er sá að við
bíðum enn eftir niðurstöðum, og
þetta er ekkert ómerkilegt mál,
þetta er ekkert smá-mál og þetta er
ekkert gamanmál. Þetta er mál sem
snertir grundvallaratriði eins og
það hvort menn eru jafnir hér fyrir
lögum eða ekki. Og það snertir
vægast sagt gífurlega pólitíska
hagsmuni. Það eru engar ýkjur þeg-
arsagteraðsjaldanhafi hriktjafn-
rækilega í feysknum máttarstoðum
þessa stjórnarsamstarfs eins og í
þessu máli. Samanber þau frum-
vörp sem þm. Framsóknarflokks-
ins lögðu fram en að vísu gufuðu
upp í meðförum þings.
Túlkunaratriði
Albert Guðmundsson tók næst
aftur til máls og sagðist vilja leið-
rétta þann misskilning að hér hafi
verið samið um undanþágur um
niðurfellingu á sköttum á viðkom-
andi fyrritæki.
„Það er alls ekki rétt, það er ekki
verið að semja um fyrirtæki um
niðurfellingu á sköttum heldur er
málið í biðstöðu hvað ákvörðun
snertir vegna þess að það er beðið
eftir réttri túlkun á lögunum. Og
hér er ekki um sérstaka pólitíska
fyrirgreiðslu að ræða, það er hægt
að hártoga allt og gera allt tor-
tryggilegt. Hér er um að ræða — við
skulum segja sérstaka pólitíska
fyrirgreiðslu — með konungs-
ákvörðun frá 1936, en eins og hæst-
virtur þingmaður vitnaði til í upp-
hafi máls síns, það er verið að vé-
fengja þau lög sem þá voru sett af
konungi og eiga bara alls ekki við
þjóðfélagið eins og það er í dag.
En lögin eru sett sérstaklega um
þetta fyrirtæki, og þess vegna ris
deila um þau lög. Það er ekki fyrir-
tækið sem er að brjóta af sér. Ég
myndi ekki treysta mér þrátt fyrir
það mat sem er nú ekki mitt, að ég
sé einfær um að framfylgja lögum I
þessu landi, öllum lögum, fram-
fylgdu lögum sjálfur sem einstakl-
ingur, ef ég gæti fengið alla aðra ís-
lendinga til að framfylgja lögum og
brjóta þau ekki, það yrði rangt mat
og mér þykir vænt um það álit sem
þingmaður hefur á mér sem slíkum,
en ég treysti mér nú ekki til að
standa undir þessu hóli!‘
Næst tók Guðrún Helgadóttir,
þingmaður Alþýðubandalagsins, til
máls og þakkaði fyrirspyrjanda að
vekja athygli á málinu. Síðan sagði
hún m.a.:
„Það er alveg ljóst að fyrirtæki
eins og Mjólkursamsalan rekur sína
starfsemi á þann hátt að hún á síst
af öllu skilda undanþágu frá skött-
um vegna þess að vörur frá henni til
neytenda eru ósvífnislega dýrar. En
það eiga þessi fyrirtæki sameigin-
legt Osta- og smjörsalan ogþessi
fyrirtæki sem upphaflega áttu að
rekast á félagslegum grundvelli
hafa gerst kapitalískari heldur en
flest önnur og undan því svíður á
flestum heimilum Iandsins. Það
nær auðvitað ekki nokkurri átt
hvernig komið er fyrir verðlagi á
landbúnaðarafurðum í Iandinu."
Jón Baldvin Hannibalsson tók
aftur til máls og sagði m.a.: „Hæst-
virtur ráðherra komst svo að orði
að hér væri alls ekki um samkomu-
lag neitt að ræða, heldur væri beðið
túlkunar á réttum lögum. Við eru
hér að tala um tvennt, annars vegar
eru það hin gagnmerku lög
Kristjáns konungs, hans hátignar
sem eru um að þessi fyrirtæki skuli
undanþegin útsvari og tekju og
eignaskatti, ef beðið er einhverrar
túlkunar á þessum lögum, þá spyr
ég hæstvirtan fjármálaráðherra. Ér
þetta mál fyrir dómsstólum eða
hverjir eru það sem ætla að túlka
þessi lög, þurfa þessi lög einhverrar
túlkunar við?
Um hitt atriðið, þá er ekki um
það að deila, hæstvirtur ráðherra
sagði, það hefur verið gert sam-
komulag í ríkisstjórn ög milli hæst-
virtra ráðherra landbúnaðar og
fjármála, um hvað? Um að fresta
gjaldtöku af lögboðnum sköttum,
þ.e. söluskatti og vörugjaldi meðan
að rannsókn fer fram á verðmynd-
un í þessum bransa og það er auð-
vitað ekkert annað en pólitískt sam-
kontulag, þannig að það er tvennt
til, annars vegar er pólitískt sam-
komulag gert milli ráðherra og inn-
byrðis innan ríkisstjórnarinnar,hins
vegar eru auðvitað lög sem gilda í
landinu og þar er mjög forvitnilegt
að vita, fyrir hvaða dómsstólum er
það mál?“
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra, reyndi að svara fyrir Mjólk-
ursamsöluna, en fátt nýtt kom fram
í máli hans. Dró hann byggingar-
sögu Mjólkurhallarinnar inn í um-
ræðuna og lýsti ástæðum þess að
þessi milljónahöli þarf að rísa upp
á.Ártúnshöfða.
Að lokum tók svo fjármálaráð-
herra enn einu sinni til máls og
hreykti sér af að hafa sjálfur dregið
þetta mál fram í dagsljósið á sínum
tíma.
Laus staða
Staöa forstöðumanns viögeröarstofu Þjóðskjala-
safns íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðu-
neytinu fyrir 10. desember n.k.
Menntamálaráðuneytið,
6. nóvember 1984.
tækniskoli
islands
Áætlað er að hefja kennslu í REKSTRARIÐN-
FRÆÐI í janúar 1985, enda verði það heimilt sam-
kvæmt væntanlegum fjárlögum. Námsbrautin
tekur tvö og hálft skólaár fyrir iðnaðarmenn og
aðra tvituga eða eldri með viðeigandi starfs-
reynslu að mati skólanefndar.
Á vorönn 1985 er áætlað að þeir sem áður hafa
lokið iðnfræðinámi (byggingar, rafmagn, vélar)
geti bætt við sig og lokiö prófi í maí 1985 sem
rekstrariðnfræðingar.
Ennfremureráætlaðaðstarfrækjal. önn ánáms-
braut í rekstrariðnfræði og er sú önn jafngild 1.
önn í frumgreinadeild skólans (undirbúnings-
deild).
Umsóknir um nám í rekstrariðnfræði ber að skrifa
á þar til gerð eyðublöð og senda fyrir 25. nóvem-
ber n.k. í Tækniskóla íslands, Höfðabakka 9, 110
Reykjavík.
Rektor.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
YFIRUMSJÓNARMANN M/SÍMRITUIV.
til starfa í Neskaupstað.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmanna-
deild og stöðvarstjóra á Neskaupstaö.
Rafveitustjóri
Rafveita Borgarness auglýsir stöðu rafveitu-
stjóra. Óskað er eftir að umsækjendur hafi tækni-
menntun og fullnægi skilyrðum til háspennu-
löggildingar.
Umsóknirer greini menntun og fyrri störf sendist
undirrituðum fyrir 1. des. n.k., en hann gefur jafn-
framt nánari upplýsingar um starfið.
Borgarnesi 6. nóv. 1984
Sveitarstjórinn i Borgarnesi
Húnbogi Þorsteinsson.