Alþýðublaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 1
14. þing Sjómannasambands íslands:
Sjómenn vilja 35
þús. í kauptryggingu
.Laugardagur 10. nóvember 1984
196. tbl. 65. árg.
I kjaramálaályktun 14. þings
Sjómannasanibands íslands, sem
hófst sl. fimmtudag, er lagt til að
kauptrygging sjómanna tvöfaldist,
hækki úr 17.166 kr. á mánuði í 35
þúsund. Auk þess er ályktað að
Skattsvikin enn á dagskrá Alþingis:
Launþegar með tvöf aldar
tekjur atvinnurekenda!
Samkvœmt framtölum vegna tekna arsins 1983
Samkvæmt upplýsingum em-
bættis skattrannsóknarstjóra eru
framtaldar tekjur launþega að
195 þúsund krónur í árstekjur á
mann. Þegar hins vegar reiknaðar
tekjur við eigin atvinnurekstur eru
skoðaðar kemur í ljós, að 21.367
einstaklingar töldu fram um 2.5
milljarða króna, sem að meðaltali
gera um 116 þúsund krónur í árs-
tekjur. Þannig eru samkvæmt
framtölum launþegar með að
meðaltali um 70% hærri árstekjur
en atvinnurekendur.
í áðurnefndum tölum eru allir
framteljendur, en ef aðeins giftir
karlar eru teknir í dæmið kemur
meiri munur í Ijós (konur hafa
lægri laun og eru mikið til í hluta-
störfum). í launþegastéttum höfðu
þeir samkvæmt þessum upplýsing-
um meðallaun upp á um 309 þús-
und krónur 1983, en giftir karlar
sem höfðu atvinnurekstur töldu
fram að meðaltali um 157 þúsund
kr. í árstekjur. Þar með er mismun-
urinn orðinn hart nær tvöfaldur
milli launþega og atvinnurekenda.
„Þetta hlýtur að segja okkur, að
Framhald á bls. 3
Kosningarnar í Fœreyjum:
Jafnaðarmeim stærstir
meðaltali um tvöfallt hærri en
reiknuð meðallaun einstaklinga í
eigin atvinnurekstri. Þessar upplýs-
ingar komu fram hjá Jóhönnu Sig-
urðardóttur í umræðum á þingi
vegna fyrirspurnar hennar til fjár-
málaráðherra um aðgerðir stjórn-
valda gegn skattsvikum, í samræmi
við samþykktar tillögur alþýðu-
fiokksmanna þess efnis frá í vor.
í máli Jóhönnu kom fram að
framtaldar tekjur um 133 þúsund
launþega. vegna ársins 1983 hafa
alls numið 26 milljörðum króna
rúmlega, en það gerir að meðaltali
Javnaðarflokkurinn er nú stærsti
stjórnmálaflokkur Færeyinga eftir
kosningarnar í fyrradag. Bætti
hann við sig 1,7% atkvæða og er nú
með 23,3% atkvæða og 8 þing-
menn, en það er einum þingmanni
meira en eftir síðustu kosningar.
Sambandsflokkurinn var áður
stærsti stjórnmálaflokkurinn í
Færeyjum, en hann tapaði nú 2,7%
atkvæða og einum manni. Þing-
mannafjöldi hans eftir þessar kosn-
ingar er nú 7, með 21,2% atkvæða
á bak við sig.
Fólkaflokkurinn, sem er hægri
sinnaður flokkur, jók mest fylgi
sitt, eða um 2,7 og er nú næst
stærsti stjórnmálaflokkurinn með
21,6% atkvæða ogjafnmarga þing-
menn og Sambandsflokkurinn, eða
7 talsins. Tjóðveldisflokkurinn
fékk 19,5% atkvæða og 6 menn
kjörna. Sjálvstýriflokkurinn 8,5%
og 2 þingmenn, Kristilegi Fólka-
flokkurinn 5,9% og 2 þingmenn.
A síðasta þingi höfðu Fólka-
flokkurinn, Sambandsflokkurinn
og Sjálvstýriflokkurinn meirihluta
en frekar ólíkleg er talið að sú sam-
steypustjórn sitji áfram.
Vinstri flokkarnir tveir Javnað-
armenn og Tjóðveldisflokkurinn
unnu báðir á í þessum kosningum,
en ekki nóg til að geta myndað
meirihlutastjórn, en samkvæt lög-
um er ekki hægt að mynda minni-
hlutastjórn i Færeyjum.
En færeysk stjórnmál snúast um
fleira en efnahagsmál og eru það
einkum sambandsmálin, sem menn
greinir á um. Til að mynda vilja
javnaðarmenn halda sambandi við
Dani en innan Tjóðveldisflokksins
eru margir sem vilja sambandsslit.
Það má því búast við löngum
stjórnarmyndunarviðræðum, í
kjölfar þessara kosninga.
fiskverð hækki um 20% um næstu
áramót.
Óskar Vigfússon sagði í viðtali
við Alþýðublaðið fyrir skömmu
síðan að það væri fullur hugur í
mönnum að segja upp kjarasamn-
ingum og að sjómenn ætli sér eftir
fremsta megni að halda í sporðinn
og taka hann föstum tökum.
„Okkur finnst sem við höfum
farið halloka, við sem störfum í
þessari undirstöðuatvinnugrein
landsmanna og ætlum okkur í því
sambandi að sýna tennurnar og fá
okkar hlut bættaný sagði Óskar
orðrétt í áðurnefndu viðtali.
í framsöguræðu með kjaramála-
ályktuninni, sagði Óskar Vigfússon
m.a. að það væri mikilvægt að
draga úr áhrifum og afskiptum
stjórnvalda af afkomumálum og
hlutaskiptum, en þau afskipti eru
höfuðástæðan fyrir því að kaup-
tryggingin er aðal mál kjaramála-
ályktunarinnar, enda er 40% tekið
af aflaunum áður en til skipta kem-
ur. Sjómenn ættu því ekki annars
úrkosta en að hækka tekjutrygging-
una um helming, eða í 35 þúsund og
fastakaup sjómanna á stórum tog-
urunum í 20.500 kr. á mánuði.
Þannig væri komið í veg fyrir að
stjórnvöld gætu krukkað í kjör sjó-
mannanna með lagaboðum einsog
hingað til.
Sjómannasambandsþingið snýst
ekki bara um kjaramálin, þó mest
áhersla sé lögð á þau. Á tímanum
frá því að síðasta þing var haldið
hafa 33 sjómenn látist við skyldu-
störf. Mikið hefur þegar verið gert
til að bæta öryggismál sjómanna,
en ekki nóg eins og þessi fjöldi sýnir
ljóslega. Búa sjómenn við erfiðari
skilyrði en aðrir landsmenn í þeim
efnum. Má því búast við rnildum
umræðum um þau mál.
Flokksstjórnarfundur
Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokks verður haldinn næst-
komandi mánudag í Iðnó (uppi), kl. 17.
Fundarefni eru stjórnmálaviðhorfið, undirbúningur flokks-
þings og önnur mál.
SUNNUPAGSLEIÐARI' — —.
Mannslíf erverðmætara en gull
L(fskjöruiinstórshlutalandsmanna,hefurstórhrak-
aðáundanförnum misserum. Þaðerstaðreynd, sem
ekki einusinni stjórnin geturneitaö. Eftirharðvituga
baráttu launafólks, hefur tekist að ná hluta af kaup-
ráninu til baka, en þó ekki nema hluta af þvi, og ekki
var fyrr búið aö skrifa undir samninga en formenn
stjórnarflokkanna hótuðu að hrifsa þessa kaup-
hækkanir strax aftur með gengisfellingu. Kom það
reyndar engum á óvart, sem fylgst hefur með valda-
ferli þessara manna.
Þrátt fyrir það að launþegar, sjúkir, börn og aldrað-
ir hafa orðið að axla þá byrði að ná niður verðbólg-
unni, hafa þó flestir enn til hnijs og skeiöar í þessu
landi. Enda, hvernig ætti annað að vera, landiö er jú
matvælaforðabúr, sjórinn fullir af spriklandi fiski og
kvikfénaöur langt kominn með að naga gróður
landsins niður að rótum. Það þætti saga til næstu
heimshorna ef landsmenn þyrftu að svelta og færi
sú saga sennilega víðar en efnahagsundur rlkis-
stjórnar Steingrims Hermannssonar.
Við íslendingar erum vel I sveit settir hvað þetta
áhrærir, en vlða í heiminum hrynur fólk niður vegna
hungurs. Einna verst.er ástandiö I sumum rfkjum
Afriku um þessar mundir og þó sýnu verst i Eþiópíu,
en þar er álitið að allt að 900 þúsund manns eigi á
hættu að veslast upp af hungri áður en árið 1984 hef-
ur runnið sitt skeið. Ástæða hungursneyðarinnar
eru miklir þurrkar sem rlkt hafa á þessu svæði.
Hjálparstofnanir vlða hafa reynt að gera sitt til að
bjarga lífi fóiksins, og hafa unnið mikiö starf þó oft
virðist það vonlaust, þvl taiið er að um sex milljónir
manna séu fórnarlömb þurrkanna. Þrátt fyrir það
vinnst sigur i hvert skipti sem mannslífi er bjargað.
Stærri siguren vinnst á blóðvöllum styrjaldaraðila.
Rauði krossinn er ein þeirra hjálpastofnana, sem
tekur þátt í björgunarstarfinu og nú fer fram fjár-
söfnun á vegum Rauða kross íslands. Fjármunir þeir
munu renna til að útvega matvæli, lyf og fatnað
handa hinum nauðstöddu. Án þess verður ekkert
hjálparstarf unnið. Hvetur Alþýðublaðiö landsmenn
að bregðast vel við þessari söfnun.
Sameinuðu þjóðirnar hafa sett iðnríkjum heims
það markmiö að þau greiði 1% af þjóðartekjum sfn-
um til þróunaraðstoðar. Framlag íslenska rlkisins
hefur hingað til veriö skammarlega litið. Undanfarin
ár hefur það verið á bilinu 0,05%—0,06%. í ár nær
það hinsvegar 0.1% og er ástæðan fyrir því smlði
skipsins Fengs, sem ibúum Grænhöfðaeyja var
færður. Á þessu verður að verða breyting. Þjóðar-
tekjur á mann á íslandi eru með þvi mesta sem ger-
ist (heiminum. Viö erum þvi vel aflögufær. Þrátt fyrir
það greiðir ekkert af iðnrlkjum heimsins jafn Iftið
hlutfall og íslendingar af þjóöartekjum sfnum til
þessara mála og yfirleitt erum við ekki höfð með í
alþjóðíégum skýrslum um þróunaraðstoð; það tekur
þvi ekki, framlög okkar eru svo smá.
Nágrannaiönd okkar, sem við erum stöðugt að
bera okkur saman við, eru mun rausnarlegri í fram-
lögum sínum. í Hollandi greiðir hið opinbera rúm
1% af þjóðartekjunum í þróunaraðstoð, Svlargreiða
tæpt 1%, Noregur 0,8%, Frakkland og Danmörk
0,7%. Hér verðum við því að gera stórt átak.
Þó hið opinbera láti sig litlu skipta hungur og
neyð I öðrum heimshlutum, þá verður ekki hiö sam-
an sagt um íslenskan almenning. Almenningur hef-
ur stutt Isienskar hjálparstof nanir ötullega með f jár-
framlögum ogöðrum framlögum þegaráhefur þurft
að haida. Svo verður og vonandi nú.
En hversvegna skyldu íslendingar vera að hjálpa
þessu fólki? Við erum jú alin upp viö þaó að verða að
bjargaokkursjálf. Það kemurenginnfrelsandiengill
til að bjarga víxlasúpunni okkar. Við verðum sjálf að
ganga okkar píslagöngu frá bankastjóra til banka-
stjóra.
Auðvitað er það skylda okkar að leggja okkar að
mörkum svo ibúar jarðarinnar hafi I sig og á. Velferð
okkaríslendingaerekki sjálfgefið fyrirbæri. Þaðeru
ekki ýkja mörg árin siðan hungurvofan grúfði yfir
flestum heimilum landsins. Velferð okkar er ná-
tengd velferð nágrannarlkja okkar og velferð þeirra
er að miklum hluta byggð á nýlendustefnu þeirra
m.a. i Afrfku og nýiendustef na er stærsta orsök þess
aö milljónir svelta nú.
Undanfarið hefur þáttaröð gengið i sjónvarpinu á
þriðjudagskvöldum. Nefnast þeir þættir Saga
Afrlku og hafa þeir verið mjög afhjúpandi um hvern-
ig græðgi og yfirgangur hvíta mannsins hefur breytt
þessum gróðursæla reit, þar sem innfæddir lifðu I
sátt og samlyndi vió umhverfi sitt, I sviðna mörk.
Verk þessara manna eru enn að taka sinn toll.
Við eigum þvl þessu fólki stóra skuld að gjalda.
Vissulega eru þær upphæöir, sem launafólk getur
nú látið af hendi rakna varla fyrir stimpilgjöldum á
þvi skuldabréfi, en gleymum þvl ekki að þó framlag
okkar sé lágt i okkar augum, getur það bjargað
mannslifi og mannsllf erverðm'ætaraen gullklump-
ur, þó Cecii Rhodes og aðrir fulltrúar kúgunarsveita
hvita kynstofnsins hafi verið annarrar skoðunar.
Sáf.