Alþýðublaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.11.1984, Blaðsíða 4
Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guömundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Þriðjudagur 13. nóvember 1984 Prentun: Blaðaprent, Síöumúla 12. alþýðu- ■ ?ThT»Tr>M Áskriftarsíminn er 81866 Tvö mikilvœg frumvörp Alþýðuflokksmannna endurflutt: Land 02 orka í þjóðareign Ein mikiiverðustu þingmál Aiþýðuflokksins hin síðari ár iúta að því að lýsa óbyggðir ís- lands þjóðareign og að orka sú, sem fólgin er í háhitasvæðum sé sameign þjóðarinnar. Fyrir neðri deild Alþingis hafa þingmenn Alþýðuflokksins lagt fram að nýju tvö frumvörp þessa efnis. Með frumvarpinu um þjóðar- eign á landi yrðu öll þau landsvaeði, sem aðrir en ríkið hafa ekki eignar- heimildir fyrir, eign þjóðarinnar í umsjá ríkisins og Alþingis. Þannig næði eignin til allra fasteignarétt- inda, svo sem vatnsréttinda, jarð- hita, námuréttinda og annarra rétt- inda sem bundin eru eignarrétti Iands, en beitarréttindi og veiðirétt- indi yrðu óbreytt frá því sem nú er. Frumvarpið um háhitaorkuna felur í sér að djúphiti á háhitasvæðum yrði almannaeign en jarðvarmi á lághitasvæðum yrði hvarvetna háð- ur einstaklingsrétti landeigenda. Varðandi þetta frumvarp hefur sú veigamikla breyting verið gerð frá fyrri frumvörpum þessa efnis, að sveitarfélög eða samtök sveitarfé- laga eða fyrirtæki þeirra, sem keypt hafa sér land með vinnslu háhita í huga eða rétt til vinnslu hans, fyrir gildistöku laganna haldi rétti sínum óskertum. Almennur stuðningur r I greinargerð með frumvarpinu um þjóðareign á landi segir: „Tillögur Alþýðuflokksins um eignarráð þjóðarinnar á landinu, gögnum þess og gæðum eru mjög yfirgripsmikið mál og varða fjöl- marga þætti. Allt frá því umræður um málið hófust fyrir frumkvæði Alþýðuflokksins hefur stuðningur við meginsjónarmið alþýðuflokks- manna um þjóðareign á landi farið ört vaxandi, enda er stöðugt verið að kreppa meira að almenningi um aðgang að landi, not og nytjar. Þannig hefur t.d. sú tillaga Alþýðu- flokksins nú hlotið almenna viður- kenningu og almennt fylgi að mati flutningsmanna, að náttúruauð- lindir, svo sem djúphiti, ásamt orku í fallvötnum landsins, svo og virkj- unarréttur, skuli vera eign þjóðar- heildarinnar, en ekki tiltekinna ein- staklinga, og að sama máli skuli gegna um óbyggðir og hálendi landsins. Stuðningur er hins vegar ekki eins almennur við önnur atriði í tillögum Alþýðuflokksins, svo sem að allar ár og vötn skuli teljast sameign þjóðarinnar, þar á meðal veiðiréttur og fleira þess háttar. Ljóst er því að mjög almennur stuðningur er nú orðinn við sum atriðin í tillöguflutningi Alþýðu- flokksins um þessi mál og ættu þær tillögur því út af fyrir sig að geta náð fram að ganga, þótt enn kunni að verða nokkur bið á því, að önnur og umdeildari atriði í tillögugerð Alþýðuflokksins um þjóðareign á landi hljóti almenna viðurkenn- ingu. Að þessu athuguðu telur þing- flokkur Alþýðuflokksins rétt að láta nú reyna á hvaða einstök atriði í tillögum Alþýðuflokksins um eignarráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum hafi.öðlast nægan stuðning til þess að von sé til að þau náist fram á Alþingi íslendinga. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa því brugðið á það ráð, að í stað þess eins og oftast áður að flytja allt þetta stóra og mikla mál um eignar- ráð á landinu, gögnum þess og gæðum í einu þingmáli á Alþingi, annaðhvort frumvarpi til laga þar um eða sem tillögu til þingsályktun- ar um almenna stefnumörkun Al- þingis, þá verði þetta stóra og um- fangsmikla mál brotið upp í eins- taka þætti og flutt sjálfstætt þing- mál um hvern þátt fyrir sig og látið reyna á hvort þær hugmyndir al- þýðuflokksmanna, sem mest fylgi almennings hafa hlotið, nái af- greiðslu á Alþingi.“ Frumvarpi þessu fylgir yfirlit yfir þingmál Alþýðuflokksins um eignarráð á landi. 1970 lagði Bragi Sigurjónsson fram fyrsta þing- málið af þessu tagi, en það hét: „Til- laga til þingsályktunar um endur- skoðun löggjafar um óbyggðir landsins, vötn, ár jarðhita og nám- ur.“ Málið var síðan tekið upp árið 1972 með nýjum hætti: „Tillaga til þingsályktunar um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum.“ Enn var málið tekið upp með nýjum hætti 1974, því næst 1975 og aftur 1976. Grunntónnin í öllum þessum þingmálum var að ríkisstjórn yrði falið að láta sérfróða menn semja frumvarp eða frumvörp að lögum um eignarráð og eignarréttindi yfir byggðu landi sem óbyggðu, stöðu- vötnum í byggð og óbyggðum, o.s. frv. Frumvörp um land í þjóðareign hafa síðan verið flutt af þingmönn- um Alþýðuflokksins 1983 og 1984. Sérstakt frumvarp um breytingu á orkulögum um að orka háhita- svæða yrði sameign þjóðarinnar var flutt 1983 og er nú endurflutt. Eins og með land í þjóðareign er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins Kjartan Jóhannsson. í greinargerð með þessu frumvarpi segir meðal annars: Nýting háhitaorkunnar telst ekki til þeirra nota af landi sem heyra til venjulegrar hagnýtingar á eignar- rétti yfir fasteignum. Verðmæti hennar í jörðu hafa ekki orðið til fyrir mannlega starfsemi. Til rannsókna á hagnýtingargildi hinna einstöku háhitasvæða þarf að kosta miklu fé, en þar sem niður- stöður slíkra rannsókna hljóta ávallt að vera óvissar er vafasamt að einstakir landeigendur hætti fé sínu til slíkra rannsókna. Fjárfesting í tækjum til rannsókna og vinslu jarðhitans á háhitasvæðum hlýtur að verða a.m.k. flestum einstökum landeigendum ofviða. Nýting jarð- hita á hverju einstöku háhitasvæði þarf að lúta stjórn eins aðila, þar sem skipulagslausar boranir á sama svæði af hálfu fleiri aðila mundu leiða til óþarfrar sóunar verðmæta og árekstra, þar sem síðari boranir gætu raskað vinnslu jarðhita úr borholum sem áður hafa verið boraðar. Af þessum ástæðum þykir rétt að tryggja með lögum þessum, að jarðhiti á háhitasvæðunum verði nýttur á þjóðhagslega hagkvæman hátt, án þess þó að koma í veg fyrir eðlileg not landeigenda af fasteign um sínum. Aö svo miklu leyti sem landeigandi verður fyrir takmörk- unum á eignarrétti sínum á landi vegna borunar og vinnslu jarðhita á háhitasvæði ber honum að fá fullar bætur fyrir. MOLAR Dýr skal Helgi aliur íslenski dansarinn Helgi Tómas- Son er mikið í fréttum i ríki Dana um þessar mundir. Ástæðan er sú að ráða á nýjan ballettmeistara við Konunglega leikhúsið og ráðamenn þar hafa mikinn áhuga á að fá Helga til að taka það starf að sér. Sá böggull fylgir skamm- rifi að Helgi fer fram á ansi rífleg árslaun, eða 750 þúsund danskar krónur, sem samsvara rúmum tveim milljónum íslenskum. Konunglega leikhúsið getur bara boðið 500.000 d. kr. Undanfarna mánuði hafa þeir reynt að semja við Helga, auk þess sem reynt er að fá einkafyrirtæki til að borga mismuninn. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Konunglega leik- húsið leitar til einkafyrirtækja um aðstoð við að greiða starfsfólki sínu laun, en leikhússtjórinn Henrik Bering Liisberg sér ekkert athugavert við það. „Ég sé ekkert nema jákvætt við þaðað menning s:é' studd af einkafyrirtækjumí* sagði hann í viðtali við Aktuelt. Þegar hann var spurður að því hvort honum þætti ekki 750 þús- und d. kr. rífleg laun, sagði hann það ekki vera. Helgi þarf jú að flytja frá New York til Kaup- mannahafnar með fjölskylduna og það kostar peninga, auk þess á hann son, sem hyggst stunda nám í arkitektúr í Kaupmannahöfn og það er ekki heldur gefið. Helgi Tómasson er nú sólódansari við New York ballettinn og hefur get- ið sér mjög gott orð en mjög fljót- lega er búist við að gengið verði frá ráðningu hans við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Af farsóttum Þegar kólnar þá kvefast menn. Þeg- ar borin eru saman „farsóttatil- felli“ í júlí og ágúst í Reykjavíkur- umdæmi kemur í ljós að milli mánaða fjölgaði kvef /hálsbólgu /lungnakvefstilfellum úr 546 í 660, lungnabólgutilfellum úr 24 í 32 og streptókokkahálsbólgu / skarlat- sóttartilfellum úr 10 í 34. Aðrar breytingar virðast eiga sér stað á heilsufarinu. Þannig fjölgaði milli þessara mánaða flatlúsartil- fellum úr 11 í 17, lekandatilfellum úr 11 í 24 og þvagrásarbógutilfellum úr 38 i 68, þar af Clamidyutilfellum úr 32 í 50 . . . •' Sjálfsögð lagabrot Jón Þorleifsson sendi okkur eftir- farandi stöku og þarfnast hún engrar útskýringar: Efalaust hann Ellert getur ennþá gefið þrumuskot. Því fólkið þarf að fræðast betur, um frjáls og sjálfsögð lagabrot. Fjarverandi Það vakti mikla kátínu þingheims við atkvæðagreiðsluna um van- trauststillögu stjórnarandstöð- unnar á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar í síðustu viku, þegar í ljós kom að hinn frjálsi og óháði þingmaður Ellert B. Schram var fjarverandi, hafði fengið leyfi til að skreppa til út landa. Já það getur verið dýrt að vita ekki með hvoru liðinu maður leikur. FÉLAGSSTARF ALÞYÐUFLOKKSlNS Alþýðuflokkurinn — Akranesi Alþýðuflokkurinn á Akranesi heldur félagsfund í Röst, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ný lög fyrir félagið. 2. Kosning fulltrúa á 42. flokksþing Alþýðu- flokksins. 3. Önnur mál. Sighvatur Björgvinsson kemur á fundinn og ræðir um stjórnmálaviðhorfið og stöðu Alþýðuflokks- ins. Stjórnin. Félagsmiðstöð jafnaðarmanna Félagsmiðstöðin er opin þriðjudag og miðvikudag frá kl. 20.30. Starfshópar til undirbún- ings flokksþingi að störf- um. Mætum öll. Félagsmiöstöðin. Borgarmálaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík Borgarmálaráð er hvatt saman til fundar að Austur- stræti 16 efstu hæð, þriðjudaginn 13. nóv. n.k. kl. 17.00. Vinsamlegast mætið stundvíslega. Formaöur. FUJ— Reykjavík Opinn fundur verður haldinn þriöjudaginn 13. nóvem- ber kl. 20.30 að Hverfisgötu 106 A, í félagsmiðstöö ungra jafnaðarmanna. Ætlunin er að ræöa stefnu og stöðu Alþýðuflokksins og ungliðahreyfingarinnar Félagarl FUJ eru minntiráaðflokksþingerframundan og því nauðsynlegt að þeir fjölmenni á fund þennan. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.