Alþýðublaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 23. nóvember 1984 'RITSTJORNARGREIN' Engin stefna í stefnuræðu Þaðvarfátt um fínadrætti í stefnuræðu Stein- gríms Hermannssonar í gærkvöldi eins og fólk sem hlýddi á ríkisfjölmiðlana heyrði. Mest af tíma forsætisráðherra fór í það að lýsa ástand- inu eins og það er, en minna fór fyrir markmið- um ríkisstjórnarinnar til lausnar aðsteðjandi vandamálum. Steingrímur hafði þann háttinn á í ræðu sinni að lýsa því að ríkisstjórnin væri nú aðvinnaaðýmsum málum, sem síðaryrði gerð grein fyrir. Stefnan var með öðrum orðum ekki mótuö í stefnuræðu forsætisráðherra, þótt ræðan hefði tafist vikum saman á meðan stjórnarsinnar leituðu logandi Ijósi að ein- hverju haldreipi i vonlausri stöðu. Forsætisráðherra lýsti því enn og aftur yfir í ræðu sinni að kjarasamningarnir sem ríkið gerði við starfsfóik sitt fyrir nokkrum vikum, eftir harða kjaradeilu, hefðu bara verið ómark — allt í plati, eins og börnin segja. Og blekking- arleikur ríkisvaldsins gekk síðan út yfir allan vinnumarkaðinn. Alls staðarvoru gerðir „papp- irssamningar", eins og forsætisráðherra hefur af hógværð nefnt undirritaða og staðfesta kjarasamning ábyrgra aðila vinnumarkaðarins. I stefnuræðu sinni kom Steingrímur Her- mannsson víða við og flögraði með stuttum millilendingum um þjóðmálasviðið eins og snjótittlingur í leit aö æti á fimbulvetri. Sjaldn- ast varað finna neinn fastan punkt í yfirlýsing- um forsætisráðherra. Þegar hann kom t.d. að vaxtamálunum, þá lýsti hann áhyggjum sínum vegna þeirrar þróunar sem hefði fylgt vaxta- frelsi því er ríkisstjórnin kom á. Afleiðing þess er öllum Ijós; vextir hafa stórhækkað og raun- vextireru nú meö þeim hæstu erþekkjast í iðn- ríkjum heims. Ýmislegt bendir og til þess að innan seilingar sé enn önnur flóðbylgja vaxta- hækkana — útlánsvextir hækki enn meira en þegareroröið. Steingrimur lýsti raunaráhyggj- um sínum vegna hinna gífurlegu vaxtahækk- ana, sem með vaxtafrelsinu „hefðu orðið meiri en búist hafði verið við“, eins og hann orðaði það. Að sögn Steingríms eru einustu ráð stjórnvaida gegn þessari öfugþróun, þau að biðja Seðlabankann um tillögur um eftirlit, svo hamla megi gegn frekari vaxtahækkunum. En forsætisráðherra áttar sig sennilega á því aö ekki er bæði hægt að haldaog sleppa í þessum efnum sem öðrum. Seðlabankinn getur ekki keyrt niður raunvexti á sama tíma og ákvörðun vaxta hefur verið sett í hendur viðskiptabank- anna sjálfra. En Framsóknarflokkurinn er ekki opinn í báða enda fyrir ekki neitt. Forsætisráóherra hafði orð um það i ræðu sinni að við gerð fjárlaga yrði gerð grein fyrir ýmsum ráðstöfunum sem rikisstjórnin hefði á prjónunum til að draga úr áhrifum verðlags- hækkana á afkomu heimilanna. Ætli þær til- lögur verði eitt pappírsgagnið til sem ríkis- stjórnin tekurekki hiðminnstamarká, þegartil framkvæmda á að koma, eins og raunin varð á um kjarasamningana? Ekki kæmi á óvart þótt svo yrði. Samkvæmt spám mun meðalhækkun verð- lags milli áranna 1984 og 1985 verða um 26- 28%. Verðhækkanir á næsta ári verða um 20 af hundraði. Kauphækkun sú sem launafólk fékk í nýgerðum samningum, sem þegar hefur verið stolið aftur, vegur létt til að mæta þeirri hol- skeflu verðhækkana. Forsætisráðherra fór hratt yfir sögu, þegar hann drap á stöðu heilbrigðismálanna. Ekki minntist hann einu orði á þá skatta sem rikis- stjórnin hefur lagt á fólk, einkanlega sjúka og aldraða, f formi stórhækkaðs verðs læknis- þjónustu og lyfja. Því „gleymdi“ Steingrímur alveg. Þá hljóp Steingrímur einnig á hundavaði yfir stöðu húsnæðismálanna og það hvernig fjár- hagsstaða Húsnæðisstofnunar hefur gjör- samlegaverið lögð í rúst með þeim afleiðing- um að íbúðakaupendur og húsbyggjendur fá ekki einu sinni greidd út lán sín fyrren eftirdúk og disk og löngu eftir áður ákveðinn tima. Svona er farið með þá sem lán fá. Svo eru það allir hinir sem enga fyrirgreiðslu fá. Ekki má heidur gleyma því að hin opinberu húsnæðis- lán eru sífellt minnkandi, sem hlutfal! af bygg- ingarkostnaði eða verði fbúða. Þessu öllu „gleymdi" forsætisráðherra. Ekki minntist forsætisráðherra heldur einu orði á það ófremdarástand sem ríkir á þúsund- um heimila í landinu. Fjárhagsvandamál og erf- iðleikar fólks við að standa ( skilum við banka og skuldareigendur eru hrikaleg. Alþýðu- flokksmenn hafa lagt til að stofnaður verði skuldaskilasjóður heimilanna á sama hátt og gert er á stundum varðandi atvinnuvegina í landinu. En ríkisstjórnin hefur engar áhyggjur af afkomu heimilanna nú frekar en fyrri daginn. að sem stóð hins vegar upp úr í ræðunni i gærkvöldi var að stefnan var ekki fyrir hendi í stefnuræðu forsætisráðherra. — GÁS. Tvœr 4 hausti hafa í einni svipan afhjúpað alvarlega bresti í samfélagsbygg- ingu okkar Islendinga. Þessar póli- tísku „alkalískemmdir" valda því að undirstöður samfélagsins eru að gliðna. Nú þegar er svo komið að í land- inu búa tvær þjóðir. Hættan er sú að það sem skilur hinar tvær þjóðir í sundur vegi smám saman þyngra á metunum en það sem sameinar þær. Við höfum tvö hagkerfi. Opin- bert hagkerfi (sem gefur okkur rangar og villandi upplýsingar um lífskjör og afkomu fólks og fyrir- tækja); og „neðanjarðarhagkerfi“ (þar sem tekjur eru faldar og lúxus- lífsstíll afhjúpar tilbúnar tölur hins opinbera hagkerfis um afkomu fólks og fyrirtækja). Hlutverk jafnaðarmanna Mánaðarverkfall opinberra starfsmanna er til ntarks um þau hatrömmu átök, sem í vændum eru milli hinna tveggja þjóða, verði fram haldið á sömu braut. Það er sögulegt hlutverk jafnað- armanna að koma í veg fyrir að þjóðfélagið leysist upp í ósættan- legar andstæður vegna félagslegs misréttis. Það hafa jafnaðarmenn gert með fyrirbyggjandi aðgerðum, — róttækum þjóðfélagsumbótum sem stefna að jöfnuði í eigna- og tekjuskiptingu og jöfnum tækifær- um ólíkra en frjálsra einstaklinga. Á s.l. hálfum öðrum áratug hefur áhrifa jafnaðarmanna á stjórn landsins gætt í minna mæli en um langt skeið áður. Afleiðingarnar blasa við í sívaxandi misrétti og harðnandi stéttaátökum sem fram- undan eru. Misheppnuð stjórnarstefna Núverandi ríkisstjórn hefur mis- tekist að ná settum markmiðum: að skapa meiri stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Ekki vegna þess að þjóðin hafi verið ósátt við mark- miðið — heldur vegna þess að stjórnarflokkarnir völdu ranga leið að settu marki. Ríkisstjórnin hefur krafið hiuta þjóðarinnar, þann hluta hennar sem bjó við verst kjör fyrir, um þungbærar fórnir. Hluti þjóðarinn- ar hefur hins vegar notið þeirra for- réttinda að fá að hlaupast undan merkjum — bera engar byrðar. Það er þetta óréttlæti sem hefur mis- boðið réttlætiskennd íslendinga og sundrað þjóðinni á hættustundu. Það er meginviðfangsefni ís- lenskra stjórnmála á næstunni að brúa bilið milli hinna „tveggja þjóða“. Til þess eru úrræði jafnað- arstefnunnar hin einu sem duga. Hvaða árangur? Talsmenn ríkisstjórnarinnar halda því fram að með kjarabaráttu sinni sé þjóðin að eyðileggja árang- ur ríkisstjórnarinnar. Hvaða þjóð hafa þeir i huga? Hvaða árangri hafa þeir náð? Því að það eru tvær þjóðir í Iand- inu. Önnur þeirra vinnur lengstan vinnudag í Evrópu, á lægstu laun- um, en kaupir lífsviðurværi sitt hæsta verði sem þekkist i nokkru Evrópulandi. Það er þessi þjóð sem hefur náð árangri. Hún hefur af litlum efnum reitt fram fjórðung til þriðjung af launa sínum til þess að borga niður herkostnaðinn af verð- bólgustríðinu. Hún hefur í hálft annað ár fært fórnir fyrir ríkis- stjórnina — og hina þjóðina. Vaxandi misrétti Því að það er til önnur þjóð í þessu landi. Hún hefur engar fórnir fært. Hún skammtar sér sjálf lífs- kjör. Hún greiðir ekki sinn hlut í sameiginlega sjóði landsmanna til þess að standa straum af opinber- um framkvæmdum og dýru skóla- og heilbrigðiskerfi. Þessi þjóð hef- ur aukið einkaneyslu sína en ekki minnkað. Hún er orðin að forrétt- indahópi í þjóðfélaginu. Það er þessi þjóð sem er að fara að byggja í Stigahlíðinni. Það er þessi hluti þjóðarinnar sem lifir í vellystingum og heldur uppi eftirspurn eftir láns- fé og mikilli einkaneyslu í formi risnu, bifreiðakaupa, ferðalaga og villubygginga. Þessar tvær þjóðir eru nú í þann veginn að segja sig úr lögum hvor við aðra. Kynslóðabilið Hvor þjóðin hefur brugðist hinni? Hvor þjóðin hefur náð árangri gegn verðbólgunni? Öll þjóðin veit svarið við þessum spurningum. Það er einkum yngri kynslóðin í landinu sem varð hart úti vegna vaxandi misréttis í lok verðbólgu- áratugarins. Skömmu eftir að full verðtrygging var tekin upp á hús-' næðislánum hrundi hið félagslega húsnæðislánakerfi. Það unga fólk, sem nú leitar á vinnumarkaðinn að loknu nárni og byrjar að stofna fjölskyldur, fær óblíðar viðtökur i íslensku þjóðfélagi. Það er með námsskuldir á bakinu. Þeir sem ekki njóta stuðnings efnaðra for- eldra fá ekki risið undir greiðslu- byrði af lánum sem taka þarf til að byggja eða kaupa íbúð. Þetta unga fólk verður því að sæta afarkostum, okurkjörum húsaleigumarkaðar- ins. Þetta unga fólk á síðan að standa undir afborgunum og vöxt- um af þeirri þjóðarskuld sem for- eldrar þeirra stofnuðu til. Þetta unga fólk er í uppreisnar- hug gegn ranglátu þjóðfélagi. Það kallar á róttækar þjóðfélagsum- bætur — í anda jafnaðarstefnu og mannúðar. Alþýðuflokkurinn — flokkur íslenskra jafnaðarmanna — á brýnt erindi við þetta unga fólk. Að færa til fjármuni Sá hluti þjóðarinnar, sem hingað til hefur fært fórnir, er ekki að heimta prósentuhækkanir launa — heldur réttlæti. Réttlætið krefst þess að nú verið færðir til fjármun- ir: frá þeim sem hafa hrifsað til sín meira en þeim ber — til hinna sem fært hafa fórnir. Því að við viljum hafa ein lög og eina þjóð. Sá sem slítur í sundur lögin, hann slítur í sundur friðinn. Leggjum ekki af stað í feröalag í lélegum bíl eða illa útbúnum. Nýsmuröur bill með hreinni olíu og yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík- legur til þess að komast heill á leiðarenda. UMFERÐAR llX FEHAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS . Borgarmálaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík Fundur veröur haldinn í Borgarmálaráðinu n.k. þriöjudag 27. nóv. kl. 17.15 í Félagsmiðstöð S.U.J. að Hverfisgötu 106a. Vinsamlegast athugið nýjan fundarstað. Formaður. Alþýðuflokkurinn — Suðurlandskjördæmi Opinn stjórnmálafundur verður haldinn í Eden, Hveragerði, mánudaginn 26. nóvember kl. 21. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, flytur á fundinum ræðu og svarar síðan fyrirspurnum. Fjölmennum á fundinn — allir eru velkomnir. Skemmtifundur Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Kvenfélag Alþýðuflokksins heldur skemmtifund þriðjudaginn 27. nóv. n.k. kl. 20.30 í Gaflinum við Reykjanesbraut. 1. Upplestur og fl. 2. Sýndar verða skreytingar frá Blómabúðinni Burkna. 3. Kaffi, verð 170 kr. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Féiagsmiðstöð jafnaðarmanna Félagsmiðstöð jafnaðarmanna i Reykjavík, á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu, verðuropin kl. 13.15 næstkomandi laugardag, 24. nóvember. Félagar fjölmennið til skrafs og ráðagerða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.