Alþýðublaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 4
ftlþýóu- Ktlaóió Föstudagur 23. nóvember 1984 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Cuðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvik, 3. hæð. Simi:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Jafnaðarstefnan er alþjóðleg „Jafnaðarmannaflokkar Norðurlanda og Frakkiands eiga sér sömu hugmyndafræðilegu ræturnar og starfa saman í Aiþjóðasambandi jafnaðarmanna. Lönd okkar eru vitaskuid um margt ólík, en það er okkur mikilvægt að eiga vettvang til að koma saman og miðla hvorir öðr- um um reynslu okkar. Þó fyrir hendi sé ólík menning, þá stendur upp úr að jafnaðarstefnan er alþjóðleg“. Svo mælti Luc Veron í samtali við Alþýðublaðið, en hann var staddur hér á landi sem gestur á 42. flokksþingi Alþýðuflokksins. Luc hefur með að gera alþóðleg sam- skipti fyrir franska jafnaðar- mannaflokkinn og þá við Norður- löndin sérstaklega. Stjórnskipan Frakklands er um margt sérstæð, einskonar blanda þingræðis og for- setaræðis. Forseti lýðveldisins er valdamikill og er kjörinn til 7 ára í senn, en þingmenn til 5 ára. Mitter- and Frakklandsforset' var kjörinn árið 1981 og á þingi hefur flokkur- inn traustan meirihluta, með 280 þingmenn af 490. Við spurðum Luc nánar um hvernig jafnaðarmönn- um gangi að stjórna hinni frönsku þjóð. Erfiðleikar „Þegar við vorum í stjórnarand- stöðu sögðu hægri flokkarnir gjarnan að ef vinstri menn kæmust til valda tækju við eilíf vandamál og óregla. Annað hefur komið í ljós. Við eigum vissulega við erfiðleika Rœtt við Luc Veron, starfs- mann franska Jafnaðarmanna- flokksins, en hann var gestur á flokksþingi A Iþýðuflokksins að etja og skoðanakannanir sýna að fylgi okkar fer minnkandi um þessar mundir. í júní síðastliðnum fengum við t. d. aðeins 21°/o at- kvæða í kosningum til Evrópuráðs- ins, en fengum hins vegar 34% í síð- ustu þingkosningum. Skömmu síð- ar ákváðu hinir fjórir ráðherrar Kommúnistaflokksins að taka ekki lengur þátt í ríkisstjórn okkar. Síð- Luc Veron: Flöfum lagt ríka áherslu á kerfisumbætur. an höfum við skipt um forsætisráð- herra, og það má segja að viss stefnubreyting hafi átt sér stað hjá okkur i ljósi alls þessa. Forsætisráð- herrann nú er Laurent Fabius, hann er ungur, 38 ára, var áður fjármála- ráðherra. Þegar við komumst til valda árið 1981 bjuggum við við hagstæð ytri skilyrði hvað efnahagsmálin varð- ar. Við ákváðum að einbeita okkur aðallega að tvennu: að hækka dug- lega lægstu launin og að bæta efna- hag þjóðarinnar í samræmi við al- þjóðlegan efnahagsbata. Því var spáð 1982 að á því ári myndi efna- hagurinn halda áfram að batna al- þjóðlega, en það varð því miður ekki úr því og við máttum þola það að vöruskiptajöfnuður okkar varð mjög neikvæður. Enda eigum við við að glíma vissa veikleika í fram- Framhald á bls. 3 Trygve Bratteli er látinn Trygve Bratteli, fyrrverandi for- sætisráðherra Noregs og formað- ur Verkamannaflokksins norska, lést s.l. þriðjudag, 74 ára að aldri. Hann hafði átt við langvarandi veikindi að stríða og lést af hjarta- slagi. Bratteli var forsætisráðherra Noregs í tvígang, 1971-1972 og 1973-1976. Auk þess gegndi embætti fjármálaráðherra og samgönguráðherra í öðrum ríkis- stjórnum Verkamannaflokksins. Hann var kjörinn á þing árið 1 og sat þar til ársins 1981 að hann sagði skilið við stjórnmálin. Trygve Bratteli sat í fangabúð- um þjóðverja í síðari heimsstyrj- öldinni í þrjú ár. Fangelsisdvölin varð til þess að hann skrifaði bók- ina „Fangi í þokunni“, sem átti miklum vinsældum að fagna í Noregi. í styrjaldarlok gerðist hann varaformaður Verkamanna- flokksins og gegndi því embætti þar til Einar Gerhardsen lét af embætti formanns flokksins, en það var árið 1965. Tók Bratteli þá við formannsembættinu og gegndi því í 10 ár að Odvar Nordli tók við af honum. Árin, sem Bratteli gegndi for- mannsembættinu, voru mjög róstusöm í norskum stjórnmál- um. Aðild Noregs að Efnahags- bandalaginu var mjög umdeild, en Trygve Bratteli studdi aðildina. Fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið og höfnuðu Norðmenn D-ygve Bratteli, fyrrverandi for- maður norska Verkamanna- flokksins. aðildinni. Það varð til þess að Bratteli sagði af sér sem forsætis- ráðherra árið 1972, eftir að hafa gegnt embættinu í eitt ár. Hann varð síðan aftur forsætisráðherra 1973 eftir kosningasigur Verka- mannaflokksins og gegndi hann embættinu til 1976 að Odvar Nordli tók við af honum. Trygve Bratteli var mjög um- deildur stjórnmálamaður en eng- inn efaðist um hæfileika hans. Haft hefur verið eftir Willy Brandt, fyrrum kanslara V-Þýska- lands, að Bratteli hafi verið einn af þýðingarmestu stjórnmála- mönnum Norðurlandanna. Trygve Bratteli var mikill ís- landsvinur og heimsótti oft ísland og eignaðist marga góða vini hér. Stighækkandi eignarskattur til tveggja ara — 1. Tvær þjóðir Þingsályktunartillaga Jóns Baldvins Hannibalssonar og fieiri þingmanna Alþýðuflokksins um stighækkandi eignarskatt til tveggja ára hefur vakið verðskuldaða athygli. Með tillögunni fylgir ítarieg greinargerð þingmálinu til stuðnings, þar sem tíundaðar eru hugmyndir alþýðuflokksmanna um nýjar leiðir í skattamálum. tvö hagkerfi I greinargerðinni segir: Meginhugmynd flutningsmanna er sú að í stað sömu prósentuálagn- ingar eignarskatts, án tillits til eign- arskattsstofns og eignarfjárhæðar, skuli álagningin vera stighækkandi eftir því sem eignarskattsstofn og fjárhæð eignar fer hækkandi. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1985 eru tekjur ríkissjóðs af eignarskatti einstaklinga áætlað- ar 305 milljónir kr. og af fyrirtækj- um 200 milljónir kr. Það er ætlun flutningsmanna að tekjur ríkis- sjóðs af stighækkandi eignarskatti megi þrefalda án þess að launþeg- um með meðaltekjur og í eigin hús- næði verði íþyngt umfram það sem er. Ætlun flutningsmanna er að skattbyrði hins stighækkandi eign- arskatts leggist fyrst og fremst á sannanlega stóreignamenn og stór- eignafyrirtæki. Það er vilji flutningsmanna að undirbúningi nauðsynlegrar lög- gjafar um þetta efni verði hraðað svo sem kostur er. Skal að því stefnt að ríkisstjórnin geti lagt fyrir Al- þingi frumvarp til laga um málið í síðasta lagi fyrir afgreiðslu fjárlaga 1985. Flutningsmenn leggja til að haft verði „sólarlagsákvæði" í lög- unum er kveði á um að þau skuli falla úr gildi eftir tvö ár, nema því aðeins að Alþingi sjái ástæðu til, að fenginni reynslu, að framlengja þau. Áhrif skattkerfis á eigna- og tekjuskiptingu í greinargerð þeirri sem hér fer á eftir er lagður fram ítarlegur rök- stuðningur fyrir réttmæti þessa máls, auk þess sem vísað er unt frekari rökstuðning til fjölda fylgi- skjala. Sérstök ástæða er til að víkja að eftirfarandi: 1. Á síðasta þingi fékk ríkisstjórnin samþykkta lækkun eignarskatts- prósentu úr 1,2% í 0,95% (eða um 20,8%) og hækkun frádrátt- ar fyrir eignarskattsstofn um 57,3%. Skattalækkun sam- kvæmt þessum lagabreytingum má áætla u.þ.b. 160 milljónir kr. Flutningsmenn telja að þessi breyting hafi verið misráðin. 2. Alkunna er að á s.l. hálfum öðr- um verðbólguáratug hefur átt sér stað veruleg eignatilfærsla í þjóðfélaginu í skjóli óðaverð- bólgu, neikvæðra vaxta og ríflegs vaxtafrádráttar skuldara til skatts. Á þessum árum var lát- laus eftirspurn eftir lánsfé þar sem vitað var að ekki þurfti að endurgreiða það nema að hluta. Vaxtafrádráttur stuðlaði að minni bókhaldslegum hagnaði fyrirtækja og lækkun tekju- skatts. Þessu lánsfé var einkum varið til fjárfestingar (í fasteign- um, vélum og búnaði) því að eignir af því tagi tryggðu verð- gildi peninganna. Þannig nutu skuldarar margvíslegra hlunn- inda: Lánin voru að stórum hluta styrkir, vaxtabyrðin lækkaði aðra skatta og skattar á eignum fylgdu ekki mats- og endursölu- verði þeirra í verðbólgunni. Skattakerfi af þessu tagi stuðlaði beinlínis að offjárfestingu, rugl- aði allt raunverulegt arðsemis- mat og hvatti ekki til hagkvæmr- ar nýtingar húsnæðis og véla- kosts. 3. Með þessum hætti var um að ræða verulega tekju- og eignatil- færslu frá sparifjáreigendum (al- menningi) til fyrirtækja og aðila í sjálfstæðum rekstri. Þeir fjár- munir, sem stóðu undir þessari eignaaukningu, voru ekki endur- greiddir á raunvirði og eignirnar hafa ekki verið skattlagðar í takt við verðhækkanir. 4. Þessar skattareglur eiga sinn þátt í látlausum þrýstingi stjórnenda fyrirtækja á lánafyrirgreiðslu banka sem og í þrálátum skorti íslenskra fyrirtækja á lánafyrir- greiðslu banka sem og í þrálátum skorti íslenskra fyrirtækja á eðli- legu rekstrarfé. 5. Eignum verður siður skotið undan skatti en tekjum. Þess vegna er eðlilegt að eignarskattur stóreignaaðila bæti ríkissjóði upp þær tekjur sem það glatar með afnámi tekjuskatts. 6. Fyrir því má færa rök að niður- greiddir vextir á opinberum lán- um til húsbygginga komi einkum til góða hinum efnameiri í þjóð- félaginu sem byggja stærst og fá mest lán. Þær upplýsingar eru at- hyglisverðar að frádráttur frá tekjuskattsstofni vegna fjárfest- ingar i húsnæði nemi 1,2 mill- jörðum króna. 7. Eignarskattar stuðla að vand- aðra arðsemismati áður en fjár- festingarákvarðanir eru teknar og að bættri nýtingu húsnæðis, véla og annarrar fjárfestingar. 8. Það er ætlun flutningsmanna að tekjum ríkissjóðs verði, að hluta til a.m.k., varið til að auka fram- lög ríkissjóðs til Byggingarsjóðs ríkisins og til félagslegra bygg- inga, verkamannabústaða og byggingarsamvinnufélaga. 9. Ríkisstjórnir í öðrum löndum hafa skoðað möguleikann á stig- hækkandi eignarskatti og þeim röksemdum sem mæla með hon- um. Þannig segir í stefnuyfirlýs- ingu norska Verkamannaflokks- ins um skattamál frá því í júní 1984: „Helsti kostur eignar- skattsins er að hann má gera stig- hækkandi. Nefndin, sem fjallaði um fasteignar- og eignarskatta 1973, gerði það t.d. að tillögu sinni að upp yrði tekinn stig- hækkandi eignarskattur þannig að prósentuálagpingin færi hækkandi í takt við hækkandi tryggingamat eigna.“ Töflur samkvæmt fylgiskjölum II. og III. Ieiða m.a. eftirfarandi í ljós: 1. Eignum er mjög misskipt. 2. Mikill fjöldi einstaklinga greiðir engan eignarskatt. 3. Framteljendur með lágan eignar- skattsstofn (1-2 m.kr.), greiða u.þ.b. helming eignarskatta ein- staklinga. 4. 28 einstaklingar og hjón eiga sameiginlega eignir metnar á tæplega 600 rnillj. kr. Skatt- greiðslur af slíkum stóreignum eru mjög óverulegar. Slíkar eign- ir hafa vafalítið verið fjármagn- aðar með lánsfé sem á tímabili neikvæðra vaxta var nánast fundið fé. 5. Hæstu 2% framteljenda eiga 13,4% framtalinna eigna. Samt nema skattgreiðslur einstaklinga í þessum hópi aðeins 27.8 þús. kr. að meðaltali. Eins og fyrr segir Iiggja ekki fyrir tölvutækar upplýsingar um eignar- skattsdreifingu fyrirtækja. Hins vegar tekur ekki langan tíma að vinna úr þeim gögnum. Þess vegna telja flutningsmenn engan veginn útilokað að unnt sé að undirbúa frumvarp til Iaga um stighækkandi eignarskatt fyrir afgreiðslu fjárlaga á þessu þingi. Vilji er allt sem þarf. Tvær þjóðir — tvö hag- kerfi Langvarandi kjaradeilur á þessu Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.