Alþýðublaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.11.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. nóvember 1984 3 Fiskur hækkað um 10% á 3 mánuðum í október hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar um 1,28%. 0,3% af hækkuninni er vegna húsnæðis- liðs, 0,5% vegna hækkunar á ýmissi þjónustu og 0,5% vegna hækkunar á vörum. Siðast var vísitalan reiknuð lög- formlega í ágústbyrjun, var hún þá í 108,35 stigum og hefur hækkað í nóvemberbyrjun í 112,22 stig, eða um 3,10%. Mest hefur hækkunin orðið á fiski eða um 10%, kjörvörur hafa hinsvegar hækkað um 6,6%. Kart- Hvað vill fé- lagshyggjufólk Fyrir nokkrum mánuðum efndi hópur fólks til ráðstefnu i Gerðu- bergi um efnið: „ísland: velferðar- ríki fyrir hvern?“. Ráðstefnan þótti takast vel en þar var m. a. sýnt fram á að hér á landi er við lýði velferðar- kerfi fyrirtækjanna fremur en vel- ferðarríki launafólks. Sami hópur boðar nú til ráð- stefnu um efnið: „Hvað vill félags- hyggjufólk?“. Umræða um þessa spurningu hlýtur að teljast mjög tímabær nú þegar ríkisstjórnar- flokkarnir eiga í vök að verjast og augu fólks beinast að stjórnarand- stöðuflokkunum. Víða er spurt: Hvaða valkost hafa félagshyggju- öflin sameiginlega fram að færa? Dagskrá ráðstefnunnar er þann- ig: Framsöguræður: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir/ Kristín Astgeirsdóttir: Félags- hyggja andspænis auðhyggju. Mar- grét Björnsdóttir: Þurfa utanríkis- mál að sundra félagshyggjufólki? - Stefán Benediktsson: Bandalag jafnaðarmanna og félagshyggja. - Guðmundur Árni Stefánsson: - Margir flokkar — ein stefna? Umræöur: Ráðstefnustjóri: Ögmundur Jónasson. Á ráðstefnunni verður lögð fram tillaga um að stofna samstarfs- nefnd félagshyggjufólks. Ráðstefn- an hefst kl. 13.30 að Hótel Borg, laugardaginn 24. nóvember og er öllum opin. Þátttökugjald er 50 krónur. Magnús 1 asta degi allt næsta ár. Sú upphæð mun jafngilda 4700 árslaunum verkafólks. Útgjaidaliðir fjár- lagafrumvarps núverandi stjórnar eru hinir sömu og áður. Fjárfest- ingin í sama farvegi. Þessi stjórn er bara að tala um að breyta. í raun er hún ekki að breyta neinu. Á nýafstöðnu flokksþingi, samþykkti Alþýðuflokksfólk stefnuyfirlýsingu sem m.a. fjallar um atvinnu og efnahagsmál. Sú yfirlýsing felur í sér ferskar og rót- tækar umbótatillögur, tillögur sem sanna að einnig hér á landi eru jafnaðarmenn sér meðvitandi um það, að velferðarþjóðfélag verður ekki reist og fær ekki stað- ist til lengdar nema stoðir þess, at- vinnustarfsemi og verðmæta- sköpun, séu ófúnar og reistar á traustum grunni. Þessa stefnuyf- irlýsingu, sem er svar við ákalli alls hugsandi fólks um betri stjórnarhætti, munum við kynna unt land allt á næstu vikum. — Ég hvet þjóðina til að hlusta vell Ég sagði í upphafi máls míns að við stæðum á tvennum tímamót- um. Um hin efnalegu hef ég þegar rætt. Hin eru pólitísk. Við erum nú að kynnast við- horfum — stjórnarstefnu — sent ber meiri keim af íhaldssemi og hægri öfgum en við höfum átt að venjast í þessu landi. Við höfum horft upp á lifeyri öryrkja og aldr- aðra stórlega skertan, jafnvel meira en sem nemur hinni al- mennu kjaraskerðingu, og greiðslur sjúkra fyrir lyf og lækn- ishjálp margfaldaðar. Til að spara útgjöld þeim ríkissjóði, sem á sama tíma hafði ráð á að lækka skatta af skrifstofuhúsnæði og verslunarhöllum. Var það ekki nægilegt, hæst- virtur forsætisráðherra, að elli- og örorkulífeyrisþegar og aðrir sem við knöppust kjör búa, hafa axlað byrðar a.m.k. til jafns við aðra, hlutfallslega, þurfti einnig að 4-5- Lögtök Eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og aö undan- gengnum úrskuröi veröa lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgö ríkissjóðs, að áttadögum liðnum frá birtingu aug- lýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir apríl, maí, júní, júlí, ágúst og september 1984; svo og söluskattshækkunum álögöum 16. maí 1984 — 20. nóv. 1984; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir apríl, maí, júní, júlí, ágúst og sept. 1984; mælagjaldi af dísilbifreiöum, gjaldföllnu 11. júní og 11. okt. 1984; svo og launa- skatti fyrir áriö 1983. Borgarfógetaembættið i Reykjavík 20. nóvember 1984. fz s •==7 Utboö dagheimili Hafnarfjarðarbær leitar tilboöa í byggingu dag- heimilisdeildar viö Leikskólann Smárabaröi 1. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, gegn 2000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 4. des. kl. 11. Bæjarverkfræðingur. öflur og vörur unnar úr þeim, eru einu matvörurnar, sem hafa lækk- að í verði, um heil 20%. Almennt hafa matvörur hækkað um 3,5%. Drykkjarvörur og tóbak hafa al- mennt hækkað um 7,1%. Mest er hækkunin á áfengi eða 9,4%, tóbak hefur hækkað um 6,5%. Tvennslags þjónusta hefur staðið í stað, en það er rat'magn og sími. Þessar tölur eru reiknaðar út frá því að vísitala framfærslukostnað- ar hafi verið í 100 stigum í febrúar- byrjun i ár. í nóvemberbyrjun var hún komin upp í 112 stig. Á þessurn níu mánuðum hefur vísitala fram- færslukostnaðar því hækkað um ein 12%. Mest hefur hækkunin ver- ið í heilsuvernd, eða ein 40%. falda lyfja- og Iækniskostnað, sem harðast kemur niður á þessu sama fólki? Við höfum séð kaupmátt launa keyrðan niður með valdboði og skattbyrði launafólks þyngda á meðan bönkum og eignafólki voru réttar digrar ívilnanir. Við horfum á skattsvikin vaða uppi, en ungu fólki úthýst af húsnæðis- markaðinum. Við höfum séð rík- isvaldið magna kjaradeilur með óbilgirni og þjösnaskap. Séð það hóta launafólki og reyna að kúga það til hiýðni. Það er sannfæring mín, að ef atvinnurekendur hefðu gengið að mjög hóflegum kröfum Verka- mannasambandsins s.l. sumar og ef ríkisstjórnin hefði þá haft ákveðnar og útreiknaðar tillögur um alvöru skattalækkun — þá hefðu náðst skynsamlegir samn- ingar á vinnumarkaðinum — samningar sem hefðu tryggt áframhaldandi hjöðnun verð- bólgu — og þá hefði líklega ekki kornið til neinna verkfalla. Þessu tækifæri var gloprað nið- ur fyrir klaufaskap og hroka- gikkshátt nokkurra markaðs- hyggjupostula Sjálfstæðisflokks- ins og ístöðuleysi framsóknar- manna. Því fór sem fór. Og nú síðast höfum við séð rík- isstjórnina hirða af fólki i einni svipan árangur langrar kjarabar- áttu áður en blekið á samningun- um var þornað. Áður en komin var til greiðslu ein króna af um- sömdum kjarabótum. Þessi afstaða er okkur fram- andi, íslendingum, því að okkar stjórnmálahefð er af allt öðrum toga. Hér á landi hafa ríkt viðhorf samhjálpar og félagshyggju allt frá setningu elstu laga á Islandi á þjóðveldisöld. Þau viðhorf hafa átt hljómgrunn í öllum stjórn- málaflokkum og hjá öllum þeim stjórnmálamönnum sem þjóðin telur til mikilhæfra Ieiðtoga sinna. Mér eru minnisstæð ummæli í ræðu, sem Gunnar heitinn Thor- oddsen flutti um stefnu Sjálf- stæðisflokksins árið 1976 er hann sagði: „Frelsisþráin og sjálfstæð- iskenndin annars vegar og félags- lyndi og gagnkvæm samhjálp hins vegar, hafa einkennt íslensku þjóðina, íslendingseðlið, alla stundí' Hér kveður við annan tón en þegar nú tala hinir nýju markaðs- hyggjupostular þessa sama flokks. Einnig hér eru tímamót. Nýir siðir banka á dyr. Það hill- ir undir stefnu sem er ófélagslynd og andstæð samhjálpinni. Skipt- ingu fólksins auðuga og snauða. Stjórnmálamenn með annars konar „íslendingseðli" en Gunn- ar Thoroddsen talaði um. í þessu máli þarf þjóðin að taka afstöðu. Afstöðu til grundvallar- lífsviðhorfa og til þess gæti komið fyrr en varir, því að þessi ríkis- stjórn verður ekki ellidauð. Segla- búnaður hennar er nú brotinn. Stefnahennarer strand. Þóer það verst að hún hefur misboðið rétt- lætiskennd okkar. Ég þakka þeim sem hlýddu. Magnús J. Magnússon og Daníel Þorsteinsson í hlutverkum sínum. Leikfélag Selfoss frumsýnir: „Sem yður þóknast“ Leikfélag Selfoss frumsýnir gamanleikinn „Sem yður þóknast“ eftir William Shakespeare, sunnudagskvöldiö 25. nóvember, kl. 21.00, í Selfossbíói. Leikstjóri er Arnar Jónsson leik- ari, og leikmynd er unnin af Ólafi Th. Ólafssyni. Æfingar hafa staðið yfir síðan í byrjun október. Leikur- inn fjallar um ástir og öfund sem fléttast saman og skapar flókna at- burðarás, sern að lokum leysist far- sællega eins og í öllum góðum gamanleikjum. Leikarar í sýning- unni eru 18 og fara nokkrir þeirra með fleiri en eitt hlutverk, en alls starfa 30 manns að sýningunni. Næstu sýningar verða þriðjudag- inn 27. nóvember og föstudaginn 30. nóveniber og hefjast báðar kl. 21.00. Luc 4 leiðslukerfinu okkar sem rekja má áratugi aftur í tímann. Þrisvar sinn- um höfum við orðið að fella gengið og þá aðallega vegna viðskiptasam- vinnu okkar við Evrópulönd, en í fyrsta skiptið vegna viðskilnaðar síðustu stjórnar. Vegna þessara erfiðleika höfum við þurft að skera niður útgjöldin og taka upp nýja verðlags- og launastefnu. Kerfisumbætur Frá því við jafnaðarmenn kom- um til valda höfum við lagt ríkulega áherslu á kerfisumbætur, annars vegar þjóðnýtingu og hins vegar valddreifingu. Við þjóðnýttum 9 stór iðnfyrirtæki og alla bankana. Valddreifingin er í okkar hugum mjög mikilvæg, en Frakkland hefur verið mjög miðstýrt land. Við höf- um skapað nýtt fyrirkomulag varð- andi vald fylkja, sveitarfélaga og smærri eininga. Það er okkar reynsla að valddreifingin hafi hjálp- að okkur að glíma við efnahags- vandann, með því að gera „grasræt- urnar“ virkari við sín hversdagslegu vandamál. Við höfum beitt okkur fyrir fé- lagslegri löggjöf og vil ég þá sér- staklega nefna rétt starfsmanna innan fyrirtækjanna til áhrifa á stefnumörkun og ákvarðanatöku. í því sambandi er vinnuveitendum gert að skyldu að halda viðræðu- fundi við launþegana, bæði í einka- fyrirtækjum og hjá hinu opinbera. Við höfum beitt okkur fyrir mörgurn umbótum a sviði dóms- mála og má þar nefna að við höfum afnumið dauðarefsinguna og einn- ig höfum við lagt af ýmsa sérdóm- stóla sem fyrir hendi voru. Þá má nefna að við höfum heimilað inn- flytjendahópum að stofna með sér samtök, en í mörgum löndum er slíkt bannað. Fóstureyðingar í Frakklandi voru fóstureyðingar gerðar löglegar fyrir tæpum átatug, en við höfum breytt lögunum á þá leið að nú tekur almannatrygginga- kerfið þátt í kostnaðinum. Við telj- um þetta mjög mikilvægt, því um var að ræða ójafnrétti gagnvart hin- um efnaminni, því fóstureyðingar eru dýrar. Einnig finnst okkur mjög mikil- væg sú breyting sem við höfum staðið að, að við höfum sett i lög takmörk fyrir einokunarmyndun á sviði fjölmiðla og höfurn gert það að skyldu að þeir séu opnir hvað varðar eignarhaldið. Þannig er nú mjög erfitt fyrir einstaklinga t. d. að kaupa upp heilu dagblöðin. Það hefur verið meginstefna hjá jafnaðarmönnum að þrátt fyrir efnahagslega erfiðleika höfum við gætt þess vandlega að vernda kjör hinna lægst launuðu og með strangri stefnu gegn verðbólgu höf- um við lagt okkur í líma að vernda kaupmáttinn almennt. Vegur Jafnaðarmannaflokksins í Frakídandi hefur vaxið mjög síð- ustu árin. Flokkur okkar er í raun- inni mjög nýr, það má segja að hann hafi fæðst árið 1971, en allt frá miðjum sjötta áratugnum hefur vinstri hreyfingin í landinu verið mjög klofin og það af mörgum á- stæðum. 1 forsetakosningunum ár- ið 1969 fékk frambjóðandi jafnað- armanna þannig aðeins örfá pró- sent atkvæða. En árið 1971 hófst mikil uppbygging með ítarlegri áætlun um aukinn hlut flokksins. Á 10 árum tókst okkur þetta svo vel að við fórum úr því að hafa lítið fylgi upp í það að ná meirihluta á þing- inu. Hægri sveifla Um þessar mundir búum við eins og jafnaðarmenn í allri Evrópu við það, að í gangi er viss hægrisveifla. Hugmyndir hinna nýju frjálshyggju - afla eru reyndar ekki nýjar af nálinni, þær felast í að koma aftur á rottuhlaupi (Rat-race) á sviði fé- lagsmála, almannatrygginga, á markaðinum og svo framvegis. Gagnvart þessu verðum við sósíal- istar og jafnaðarmenn að byggja upp nýjan samstöðugrunn, enda er- um við mun betur en frjálshyggju- postularnir til þess failnir að snúa til baka hinni efnahagslegu og fé- lagslegu kreppu sem við búum við. Ég hef ekki trú á því að hægri öflun- um takist að ógna okkur meó sinni afturhaldssömu hugmynda- fræði, sérstaklega ef okkur jafnað- armönnum í samvinnu við verka- lýðshreyfinguna tekst að byggja upp nýja samstöðumöguleika. Það mun verða eitt af mikilvægustu verk- efnum okkar í framtíðinni að kljást við þær breytingar sem óhjá- kvæmilega munu fylgja örri tækni- þróun og nýjum framleiðsluhátt- um. Þessi þróun gæti hvoru tveggja orðið til góðs eða ills, efnahagslega jafnt sem hvað varðar mannrétt- indi. Við verðum hvoru tveggja að tileinka okkur nýja tækni um leið og við reynum að hafa stjórn á henni“, sagði Luc.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.