Alþýðublaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. desember 1984 3 Sigurður V. Ingólfsson, bifvélavirki, er formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra auk þess sem hann er formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri. Alþýðublaðið sneri sér til Sigurðar til að forvitnast um starfsemi kjördæm- isráðsins og flokksfélaganna á Akureyri. starfsemina, en þar sem kjördæm- isráðið hefur enga tekjumöguleika, eru því settar ákveðnar skorður fyr- ir starfseminni. Sagði Sigurður að þessu þyrfti að breyta, svo kjör- dæmisráðið geti stuðlað að aukn- um tengslum félagsmánna innan kjördæmisins. Öll slík starfsemi hlýtur að efla flokkinn. Enn hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvert næsta skref verður en stjórnin hefur fullan hug á að finna lausn á þessu svo kjör- dæmisráðið geti orðið virkari tengiliður milli almennra flokks- manna, hvar sem er í kjördæminu. Sagði Sigurður að sú hugmynd hefði komið frarn að N-eystra og -vestra héldu sameiginlegt kjör- dæmisþing, þar sem unnið yrði að sameiginlegum stjórnmálaályktun- um. Væri hugmyndin að halda tveggja daga þing í einhverjum heimavistarskóla og þinga þar um stjórnmálaástandið í landinu. Ef þessi hugmynd kemst í fram- kvæmd, sem vonandi verður, mun það auka tengsl og félagsstarf flokksmanna milli héraða. veturinn, kl. 1.30 annan hvern sunnudag á Strandgötu 9. Þessir fundir eru opnir öllum. Sagði Sig- urður að sér fyndist vanta meiri við- leitni hjá flokknum að leita til þeirra, sem ekki sækja sjálfkrafa fundi félagsins. Óskar Alfreðsson er formaður félagsins og getur fólk snúið sér til hans ef það hefur áhuga á að starfa með Alþýðuflokknum. Jafnréttissinninn er ekki hagsmunapólitíkus. Að lokum sagði Sigurður V. Sigurður V Ingólfsson, um flokksstarfið: Kvíði ekki framtíðinni sameinist fólk um jafnaðarmanna kjörorð Kjördæmisráð. Sigurður sagðist bara hafa verið formaður kjördæmisráðsins í nokkra mánuði og væri hann því ekki enn búinn að kynnast starfinu til hlítar. Kjördæmisráðið er apparat, sem samanstendur af öllum flokksfé- lögum í kjördæminu, sem er heimil þátttaka á kjördæmisþingum, sem stilla upp listum í forystu kjördæm- isráðs. Það eru þrír menn í stjórn kjördæmisráðsins, en hlutverk þess er fyrst og fremst að sjá um upp- stillingu á lista til alþingiskosninga, auk þess sem það hefur yfirumsjón með allri starfseminni í kringum kosningar. Þetta er meginstarf kjördæmis- ráðsins í dag en mikill hugur er í núverandi stjórn þess að víkka út Fulltrúaráð Alþýðu- flokksfélaganna. Á Akureyri starfa tvö Alþýðu- flokksfélög, Alþýðuflokksfélag Akureyrar og Kvenfélag Alþýðu- flokksins. Félag ungra jafnaðar- manna er ekki lengur formlega starfandi en mikið hefur verið rætt að koma því á fót aftur. Sagði Sigurður að það vantaði tilfinnan- lega áherslu hjá flokknum að ná til unga fólksins og fá það til að starfa að framgangi jafnaðarstefnunnar. Kvenfélag Alþýðuflokksins er aftur á móti mjög virkt. Innan þess starfa nú um fimmtíu konur og hef- ur þeim fjölgað um tíu núna í haust. Er töluverð drift í því félagi og konurnar alltaf tilbúnar að taka til hendinni ef á þarf að halda. Áslaug Einarsdóttir er formaður Kvenfé- lags Alþýðuflokksins og hefur verið það síðan 1975. Starfsemin hjá Alþýðuflokks- félagi Akureyrar er fyrst og fremst fólgin í bæjarmálafundum, sem eru haldnir hálfs mánaðarlega yfir Sigurður V. lngólfsson. Ingólfsson, að Alþýðuflokksfélag ar væru opnir fyrir öllum nýjum hugmyndum í sambandi við flokks- starfið. „Okkar hugsjón er að efla flokksstarfið með þvi að fá fólk til síarfa. Sá sem hugsar um jafnrétti og bræðralag er kannski ekki hags- munapólitíkus fyrir sjálfan sig og sína og því stendur félagsstarfsemin hjá okkur kannski ekki eins vel að vígi og margra annarra. Fyrir mina parta finnst mér að fari flokkurinn eftir þessum þrem kjörorðum — frelsi, jafnrétti, bræðralag, þá sé ekki hægt að hugsa sér neitt já- kvæðara flokksstarf hvað varðar kaup og kjör almennings. Ef fólkið sameinast um þessi kjörorð kvíði ég ekki framtíðinni“ Barnagaman Þetta er ekki létt Aumingja krakkamir á myndinni, þeir vita ekkert hvemig þeir eiga að fara að. — Það á að raða þessum 9 tölum í reitina svo að sama talan komi út, hvort sem þú leggur þær saman lóðrétt í hverjum dálld eða lárétt í hverri línu og úr einu horninu í annað. Heldurðu, að þú getir þetta? Laus staða Staða bifreiöaeftirlitsmanns við Bifreiðaeftirlit rlkisins í Reykjavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins. Umsóknir berist Bifreiöaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, fyrir 15. janúar nk. á þar til gerðum eyðublöðum, sem stofnunin lætur (té. Reykjavík, 13. des. 1984. Bifreiðaeftirlit ríkisins. Frá menntamálaráðuneytinu Laus staöa Staða skólameistara Fjölbrautaskólans á Akranesi er hér með auglýst laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Starfið verðurveittfrál.júní 1985. Umsóknirásamt ítar- legum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 31. janúar 1985. Menntamálaráðuneytið 14. desember 1984. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Verslunarskóla- eða sambærileg menntun áskilin. Umsóknirergreini menntun, aldurog fyrri störf sendist deildarstjóra starfsmannahalds fyrir 29. desember 1984. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.